Morgunblaðið - 18.01.2011, Side 25

Morgunblaðið - 18.01.2011, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 ✝ María Sveins-dóttir fæddist að Kelduvík á Skaga þann 15. febrúar 1916. Hún andaðist á Droplaugarstöðum 7. janúar 2011. Foreldrar hennar voru Sveinn Mikael Sveinsson, fæddur á Hrauni 29.9. 1890, d. 7.4. 1932 og kona hans Guðbjörg Rann- veig Kristmunds- dóttir, fædd í Ketu 2.10. 1897, d. 18.6. 1967. Þau bjuggu í Kelduvík 1915- 1923 en fluttu þá að Tjörn á Skaga og bjuggu þar til æviloka. Systkini Maríu eru: Þorgeir Mikael, f. 1917, Guðbjörg, f. 1919, lést árið 1958. Hún bjó áfram með dóttur þeirra hjóna Auði á Kapla- skjólsvegi 27, allt þar til Auður lést árið 1991. Lengst af starfaði María við Efnalaugina Björgu þar sem hún hóf störf árið 1958, síðari starfsárin vann hún hjá fiskvinnslu BÚR á Granda og síðasta árið var hún í þvottahúsi elliheimilisins Grundar. Aðall Maríu var frændgarðurinn og tengslin við sína nánustu. Hún var sérlega dugleg að halda sam- bandi við sitt fólk og fylgdist með hverjum og einum, ungum sem gömlum. Af ferðalögum hafði María mikið yndi og ferðaðist mik- ið, bæði innan lands og utan, eink- um á síðari hluta ævinnar. Hún var hannyrðakona og eiga frændsyst- kini hennar fjölmarga gripi sem hún vann og gaf frá sér. Útför Maríu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 18. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 11. Sigrún Ingibjörg, f. 1920, d. 1976, Guð- rún, f. 1923, Sig- urlaug Ásgerður, f. 1924, Pétur Mikael, f. 1927, óskírður, f. 1929, d. s. á., Steinn Mikael, f. 1930, Sveinn Guðbergur, f. 1932. María ólst upp hjá foreldrum sínum í Kelduvík og síðar á Tjörn en hleypti heimdraganum ung og flutti til Reykja- víkur árið 1933. Hún settist að á Öldugötu 17 hjá Guðrúnu Sveins- dóttur föðursystur sinni og Óskari Þórðarsyni lækni og vann því heimili um árabil eða þar til Óskar Fyrstu minningar mínar um Möllu föðursystur mína tengjast sumrinu í sveitinni. Hún kom þangað þegar heyskapur stóð sem hæst, birtist í eldhúsdyrunum, gjarnan í stíl- hreinni pilsdragt og litríkri blússu. Hún var komin heim. Henni þótti heyskapurinn skemmtilegasta starf- ið í sveitinni, þegar heyjað var með gamla laginu, rakað saman með hríf- um og heyið borið upp í sátur. Hún minntist þessa tíma ávallt með gleði þó svo að vinnan hafi verið erfið. Oft bað hún mig að koma með sér og raka utan af blettinum sem átti að taka saman af. Tilhögunin var skýr, við rökuðum hvor á móti annarri og höfðum bilið á milli okkar það langt að við gætum talað saman meðan á verkinu stóð. Málefnin voru marg- vísleg allt frá uppvexti hennar í sveitinni til minna framtíðaráætlana. Þegar ég flutti til Reykjavíkur og stofnaði fjölskyldu átti Malla ætíð mikla hlutdeild í lífi mínu. Hún var tíður gestur, kom í öll afmæli, út- skriftir og fylgdist náið með hag mínum og barna minna. Systkina- börnin og börn þeirra voru henni mjög kær, það var fjölskyldan henn- ar og fylgdist hún vel með þeim öll- um. Oft hef ég dáðst að því hve minn- ug hún var á nöfn og hvað hver og einn var að gera því hópurinn er orð- inn fjölmennur. Malla var trygg þeim er hún tengdist og sérlega ræktarsöm. Hún var gjafmildasta manneskja sem ég hef þekkt, naut þess að gefa og velja fallega hluti handa frændfólki sínu. Skopskynið var aldrei langt undan stundum dálítið kaldhæðið og beind- ist þá ekki síður að henni sjálfri. Malla var einörð, tæki hún ákvarð- anir var þeim ekki auðveldlega hnik- að, það var stundum sagt á mínu heimili að hennar áformum breytti ekki mannlegur máttur. Þegar Malla rifjaði upp gamla tímann sagði hún vel frá, aldrei setti hún sjálfa sig í að- alhlutverkið, enda var það ekki hennar háttur að segja frá eigin af- rekum, heldur var hún sögumaður sem lýsti atburðum á greinargóðan hátt. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að njóta þessara frásagna og skyggnast inn í lífshlaup hennar, það var í senn saga einstaklings og menningararfs fjölskyldu minnar. Hugurinn dvaldi mikið í sveitinni hennar á Tjörn, sérstaklega síðustu árin. Í spjalli okkar í haust sagði hún mér að það fyrsta sem hún ætlaði að gera þegar himnafaðirinn byði sér yfir væri að fara norður á Tjörn og sjá búskapinn hjá strákunum. Nú hefur himnafaðirinn boðið henni yfir og hún er frjáls ferða sinna. Ég og fjölskylda mín þökkum Möllu trygga samfylgd, kynnin við hana eru mikill auður. Blessuð sé minning hennar. Halldóra Pétursdóttir. María Sveinsdóttir, eða Malla eins og hún var jafnan kölluð, var öðling- ur. Hún var kostgangari hjá okkur Örnu, systurdóttur hennar, um ára- bil. Fyrst og fremst var hún Malla frænka sem hafði einstakt næmi á því að umgangast börnin í fjölskyld- unni. Hún var þeim sem amma og fyrir það verður ekki fullþakkað. Malla kunni ógrynni af sögum og þar á meðal voru fjölmargar sögur af snjöllum tilsvörum barna. Sjálf var hún snillingur í tilsvörum og mörg góð línan er höfð eftir henni. Eitt sinn spurði Jóhann Páll, þá 5 ára: „Heyrðu Malla, af hverju man ég ekki þegar þú varst lítil?“ Malla svaraði þessari spurningu eins og við myndum flest gera: „Það er ekki von að þú munir það, þú varst ekki til þá.“ Jóhann Páll var hins vegar í for- vitnara lagi og fylgdi fyrri spurningu eftir: „Og hvar var ég þá?“ Þá kom eitt af þessum svörum sem ein- kenndu Möllu, hún lék á móti spyrj- anda, setti sig í hans spor og svaraði: „Þú varst lítil stjarna lengst úti í geimnum.“ Jóhann Páll greip þetta á lofti og dró hnökralausa ályktun: „Aha, þegar ég verð gamall maður þá verður þú lítil stjarna úti í geimn- um.“ Þar með var forvitni Jóhanns Páls svalað að sinni. Í ófá skipti naut ég þess heiðurs að renna með Möllu, eftir kvöldmat í Vesturbænum, heim á Droplaugar- staði. Oft kom Malla mér á óvart með undragóðu minni sínu sem hún hélt fram á síðasta dag. Ýmislegt bar á góma, gamlar sögur, draumfarir og svo átti hún til að rifja upp helstu fréttirnar sem hún hafði lesið í Mogganum fyrr um daginn og leggja út frá þeim. Malla var einstaklega dugleg við að sækja hvers kyns fjölskylduboð og lét sig ekki vanta, ekki fyrr en lík- amsstyrk þvarr. Fyrir u.þ.b. 10 ár- um var Malla alvarlega veik, okkur fannst lífsviljinn hafa minnkað. Það kom ekki neisti í augun fyrr en Örnu hugkvæmdist að minna hana á að það ætti að ferma nöfnu hennar síðar um vorið. Það var sem hún tæki ákvörðun um að láta þá veislu ekki fram hjá sér fara, sem hún heldur ekki gerði. Ég hitti Möllu skömmu fyrir jól. Ég var varla búinn að ávarpa hana þegar hún svaraði: „Er það hann sjálfur!“ Það var broddur í svarinu. Malla vissi að ég hafði sett mig óverðskuldað á háan hest gagnvart aðila sem okkur þótti báðum vænt um og þar að auki hafði alltof langur tími liðið á milli heimsókna. Það var líka væntumþykja í tóninum og fór enda vel á með okkur og við skál- uðum í sérrý „fyrir börnum foreldra okkar“ en það voru jafnan skálarorð Möllu. Mér á oft eftir að verða hugsað til Möllu, ekki síst þegar stjörnur ber fyrir augu. Blessuð sé minning Mar- íu Sveinsdóttur. Hreinn Pálsson. María móðursystir eða Malla frænka eins og við systkinabörnin hennar kölluðum hana er látin tæp- lega 95 ára að aldri. Það er margs er að minnast þegar öldruð kona er kvödd, sem hefur verið mikilvægur hluti af lífi okkar frá því við fyrst munum. Malla var elst í stórum systkinahópi frá Tjörn á Skaga, hún var ógift og átti ekki börn en það má segja að hún hafi verið amma allra systkinabarna sinna og þeirra af- komenda. Ekkert var Möllu óviðkomandi sem snerti hópinn hennar – allir við- burðir sem tengdust fjölskyldunni; skírnir, fermingar, giftingar, afmæli og útskriftir voru henni hjartans mál og gæti hún ekki verið viðstödd þá sendi hún gjafir og heillaóskir. Malla bjó í Reykjavík frá því á unglings- árum en hafði alla tíð mikla ást á sveitinni sinni og tryggð hennar við fjölskylduna var órjúfanleg. Eins og farfuglarnir hélt hún norður á bóg- inn ár hvert. Mamma var eina systk- inið hennar sem bjó á Dalvík og það var mikil tilhlökkun þegar von var á Möllu frænku. Hún bar með sér framandi andblæ stórborgarinnar auk gjafa og frásagna af lífi sem við sveitafólkið þekktum ekki. Malla átti sérstaka ferðadragt sem hún klæddist ávallt á ferðum sínum innanlands sem utan en á full- orðinsárum hafði hún mikla ánægju af að ferðast erlendis og fór víða. Best fannst henni að vera á sólar- ströndum þar sem hitinn átti vel við hana. Á seinni árum þegar líkaminn var farinn að gefa sig var hugurinn enn á flakki og síðast í haust hafði hún á orði að ef hún kæmist upp í flugvélina yrði vandræðalaust fyrir hana að koma sér fyrir á ströndinni. Malla frænka var falleg kona og smart í klæðaburði. Hún var gleði- manneskja og hafði yfir sér sérstak- an „elegance“ sem hún hélt til hinstu stundar. Malla var greind og vel les- in, forkur dugleg og gjafmild með af- brigðum. Ef haft var á orði við hana að hún ætti nú ekki að gefa allt út úr höndunum á sér svaraði hún því til að Lykla-Pétur léti það líklegast ógert að rukka hana við hliðið. Í áratugi bjó Malla með Auði frænku sinni en þær voru systkina- dætur. Auður lést árið 1991 eftir langvarandi veikindi. Malla var 15 árum eldri og annaðist hún frænku sína eins og besta móðir þar til yfir lauk. Tryggð og vinátta Tjarnarsystk- inanna var eins og rauður þráður í gegnum uppeldi okkar – einstök og okkur afkomendunum dásamleg fyr- irmynd. Á seinni árum naut Malla frænka í ríkum mæli umhyggju stór- fjölskyldunnar en á engan mun hall- að þó að sagt verði að Þorgeir bróðir hennar ásamt Örnu systur okkar og hennar fjölskylda hafi staðið henni næst. Að leiðarlokum erum við óendan- lega þakklátar fyrir hönd okkar og barna okkar fyrir umhyggju og elsku merkrar konu. Guð blessi Möllu frænku. Guðbjörg og Elín Antonsdætur. Það kveða við klukkur í fjarska, það kalla mig dulin völd. Nú heyri ég hljómana líða, ég hringist til guðs í kvöld. (Stefán frá Hvítadal.) Það var stórhríðardagur norður á Skaga. Úti í Evrópu bárust menn á banaspjótum, fyrra heimsstríðið var í algleymingi og Zeppelin-loftför köstuðu sprengjum á London. Gull- foss var um þær mundir í strandferð en Goðafoss að reyna fyrir sér í Vest- urheimsferðum. En fólk hélt ró sinni í baðstofunni í Kelduvík, þar var að fæðast stúlkubarn. Þetta stúlkubarn lifði ekki aðeins af fyrra heimsstríð heldur og seinna stríð, kreppur og hrun. Margt getur yfir mannfólkið gengið á nálega heilli öld. Malla frænka bar þess ekki merki að hafa fæðst á umbrotatímum, hún var andstæða ofstopans. Líf hennar var kyrrlátt, hún tróð engum um tær og tranaði sér ekki fram, en vildi líka fá að lifa sínu lífi í friði fyrir yfirgangi annarra. Þannig var hún þegar ég fór að hafa af henni veruleg kynni á Reykjavíkurárum mínum. Ég komst líka að því að Malla var kona sem ekki bar á torg áhyggjur sínar eða harma. Hún hafði lag á að bera ann- að fólk fyrir brjósti en ekki sjálfa sig, stundum svo að manni var nóg um. Síðar þegar ég flutti í sveitina kom hún árvisst eins og farfuglarnir og þá var eins og hún hefði hamskipti. Hún flýtti sér úr ferðafötum og lagði af stað út á tún í strigaskóm og með hrífu í hönd. – Það er svo óskaplega gott að komast á grasið, sagði hún og rakaði eins og berserkur með fólk- inu, alltaf sveitabarn innst inni þrátt fyrir áratuga dvöl í höfuðstaðnum. Á Frostastöðum var hún aldrei kölluð annað en Malla frænka, hvort sem í hlut áttu skyldir eða óskyldir. Gamalkunnar hugsanir sækja að þegar maðurinn með ljáinn er á ferð í kringum okkur. Hvaðan komum við og hvert förum við? Að vanda eru fá svör tiltæk nema þau sem við búum okkur til sjálf. Hinn aldraði hefur það hlutverk að sýna okkur í spegil aldarandans og vísa friðlausum nú- tímamanninum veg. Það var gott að koma inn á Droplaugarstaði úr amstri dagsins, sitja um stund og hlusta á eina frásögn eða svo áður en haldið var aftur út í kuldann. Ég er mjög þakklát fyrir þær stundir bæði fyrr og síðar sem við Malla áttum saman. Malla var glöð í góðra vina hópi, kunni að njóta lífsins lystisemda þegar þær voru í boði og hafði gam- an af lífinu. Hún taldi sjálf að það mætti þakka Skagfirðingnum sem í henni væri. Nú situr hún ugglaust með sérrítár og sígarettu og nýtur samvista við gengna frændur og vini. Ég ætla alla vega að trúa því. Ég ætla líka að trúa því að hún muni standa á ströndinni og bíða komu okkar hinna þegar að því kemur. Hún kvaddi heiminn í norðangarði sem gekk yfir landið þegar vika var af nýju ári. Þá hringdu hana klukk- urnar til guðs. Fari hún í friði. Anna Dóra Antonsdóttir. Jæja, þá er loks komið að því að maður kveðji Möllu gömlu. María Sveinsdóttir gekk mér í ömmustað hérna í Reykjavík þar sem systir hennar, Sigurlaug, átti heima alla leið á Dalvík. Það er skemmst frá því að segja að skarninu gamla tókst vel upp í því hlutverki. Hún passaði mig mikið þegar ég var lítill og eru mér minnisstæðar heimsóknir upp á Skúlagötu til hennar, alltaf fékkst Malla til þess að spila við mig eða leika og hún sagði mér stundum sömu ævintýrasöguna aftur og aftur (að minni bón) þangað til móðir mín kom aðvífandi, byrst mjög, og bað mig gefa gömlu konunni nú einhvern tímann grið. Ég rifja ennþá upp með sjálfum mér það tímabil þegar hún kom á hverjum degi og sótti mig í skólann og alltaf var blessunin með snúð handa mér í poka. Þetta hefur reyndar komið aftan að mér í seinni tíð þar sem ég er töluvert yfir með- allagi sólginn í snúða. Ég man aldrei eftir því að Malla hafi sýnt mér annað en góðmennsku; jú, jú, auðvitað kom fyrir að það þurfti að skikka hugsunarlitlu jarð- ýtuna (sem ég var) til, en ekki fann ég nokkurn tímann vott af kulda frá henni í mína átt. Malla var mikill húmoristi og not- aðist oft við mikla málsnilld til þess að skemmta mér. Eitt sinn hringdi hún hérna heim og eins og oft áður mátti ég þenja raddböndin til þess að konan heyrði í mér, loks heyrði hún mig spyrja í símann hvernig hún hefði það nú. Hún svarar því nokkuð dauflega og ég spyr að bragði hvort hún sé að verða þreytt á þessu lífi, ekki var þögnin löng þangað til hún sagði: Jói minn, það verður að taka því að tóra, það þýðir ekki að slóra. Svo var eitt skiptið að ég kom í heimsókn til hennar á Droplaugar- staði, hún heilsaði að venju með fal- legu brosi og fullyrðingum um það að hún hefði ekki séð mig í háa herrans tíð. Eftir stutt spjall gerði hún eins og hún gerði oft, þreif í höndina á mér, þuklaði aðeins á baugfingri, leit svo upp glottandi og spurði: Enginn hringur enn? Ég hreytti úr mér ónotum um kvenþjóðina að venju en viðurkenndi bráðlega, súr í bragði, að hringurinn væri nú ekkert á leið- inni. Svo hlógum við að þessu saman og þögnuðum, eftir 5 mínútna þögn lætur María þetta út úr sér: Stend ég fram á stafinn minn, stormar heimsins dvína. Ég er að leita, en hvergi finn, efni í konu mína. Jæja, María mín, ég kveð þig með virktum, söknuði og þakklæti. Það var sárt að missa þig en mér líður nú bærilega vitandi af þér á betri stað og ég sé þig þar síðar. Jóhann Páll Hreinsson. María Sveinsdóttir ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu BRJÁNI ÁRNA ÓLASYNI, Lindasmára 7, Kópavogi, virðingu og okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar okkar elskaða eiginmanns og föður. Sérstakar þakkir til séra Hjálmars Jónssonar og allra starfsmanna krabbameinsdeildar Land- spítalans við Hringbraut. Guð verndi ykkur. Valdís (Dísa) Þórðardóttir, Jón Hjörtur Brjánsson, Gunnar Óli Dagmararson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, STEINDÓR HJÖRLEIFSSON, Breiðuvík 18, Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi fimmtudaginn 6. janúar. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 21. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Unnur Hjartardóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.