Morgunblaðið - 26.01.2011, Síða 1
Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu
að kosning til stjórnlagaþings, sem fram fór 27.
nóvember sl., væri ógild vegna annmarka á
framkvæmd. Óvíst er hvert framhaldið verður
en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
sagði í umræðum á Alþingi í gær að málið yrði
nú að fara fyrir forsætisnefnd Alþingis. „Við
hljótum að leita allra leiða til þess að stjórn-
lagaþingið verði haldið,“ sagði Jóhanna.
Stjórn og stjórnarandstaða reyndust hins-
vegar klofnar í afstöðu sinni til málsins. Róbert
Marshall, þingmaður Samfylkingar, og Þráinn
Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, tóku
undir með Jóhönnu að ekki kæmi til greina að
hætta við stjórnlagaþing og lagði sá síðarnefndi
til að kosningin yrði endurtekin.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsókn-
arflokks, og Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf-
stæðisflokks, gagnrýndu hinsvegar ríkisstjórn-
ina harðlega og sagði Ólöf að stjórnlagaþing
yrði ekki haldið m.v. niðurstöðu Hæstaréttar.
Ríkið bótaskylt gagnvart þingfulltrúum
„Það ætti að flauta þetta þing af, að sjálf-
sögðu,“ segir Skafti Harðarson, sem kærði
framkvæmd kosninganna auk þeirra Óðins Sig-
þórssonar og Þorgríms S. Þorgrímssonar. Þeir
eru ánægðir með niðurstöðu Hæstaréttar.
Samanlagður kostnaður vegna stjórnlaga-
þings og undirbúnings þess nálgast nú um hálf-
an milljarð króna. Þar af var kostnaður við
kosningarnar einar rúmar 200 milljónir króna.
Kjörsókn í kosningunum var um 36%.
Það er þó ekki aðeins ríkissjóður sem ber
kostnað af framkvæmdinni heldur lögðu fram-
bjóðendur flestir fé í kosningabaráttuna auk
þess sem þeir 25 sem náðu kjöri hafa margir
gert ráðstafanir varðandi vinnu og húsnæði í
undirbúningi þingsins. Lögfræðingar sem
Morgunblaðið ræddi við segja að ríkið geti tal-
ist bótaskylt gagnvart þingfulltrúum.
Stjórnlaganefnd lýkur sínum verkefnum
Þeir fulltrúar stjórnlagaþings sem Morgun-
blaðið innti eftir viðbrögðum vegna ógildingar
kosninganna voru almennt á þeirri skoðun að
það yrðu mikil vonbrigði ef þetta þýddi að ekk-
ert yrði af stjórnlagaþingi og endurskoðun
stjórnarskrárinnar. Telja þeir margir að þrátt
fyrir ákvörðun Hæstaréttar sé tækifærið til
stjórnlagaþings ekki farið í súginn.
Ómar Ragnarsson sagði að vandinn lægi í því
að reynt hefði verið að flýta framkvæmdinni um
of. „Þetta er heilmikið vandaverk og hvort
þetta gerist ári fyrr eða seinna finnst mér al-
gjört aukaatriði miðað við það að núlifandi kyn-
slóð ætli að skila af sér verki sem á að standast
tímans tönn og verða okkur til sóma.“
Vinna stjórnlaganefndar er á lokastigi, að
sögn Guðrúnar Pétursdóttur, formanns nefnd-
arinnar. Hún segir að nefndin muni ljúka þeim
verkefnum sem gert sé ráð fyrir í lögum. Fátt
bendir hinsvegar til þess að stjórnlagaþing
verði sett 15. febrúar eins og til stóð.
ÓGILD KOSNING
Hæstiréttur ógildir kosningu til stjórnlagaþings vegna annmarka í kjölfar þriggja kæra
Kostnaður vegna stjórnlagaþings um 500 milljónir Forsætisráðherra vill að þingið verði haldið
Ríkissjóður gæti orðið skaðabótaskyldur gagnvart þingfulltrúum vegna fjárhagslegs tjóns þeirra
M I Ð V I K U D A G U R 2 6. J A N Ú A R 2 0 1 1
Stofnað 1913 21. tölublað 99. árgangur
Heitar og fjörugar umræður fóru fram á Alþingi í gær vegna ógildingar Hæstaréttar á kosningu til stjórn-
lagaþings. Í lokaræðu sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að „íhaldið“ væri „skíthrætt“ við að
sett yrði inn í stjórnarskrá ákvæði um að auðlindirnar yrðu í þjóðareign. Sagði hún dapurlegt hve hlakkað
hefði í „íhaldinu“ við ákvörðun Hæstaréttar. Skoraði hún á þingheim að koma sér saman og færa þjóðinni
það stjórnlagaþing sem hún hefði kallað eftir. Bað hún um að ekki yrði gefist upp við það verk.
Morgunblaðið/Ernir
Sagði „íhaldið“ vera „skíthrætt“
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
sagði í ræðu sinni á Alþingi að nokkrir kostir
væru í stöðunni varðandi framhaldið og
nefndi þrjá:
» Að hætta við stjórnlagaþingið.
» Að leiðrétta ágallana á framkvæmdinni og
kjósa aftur með þeim kostnaði sem því fylgdi.
» Að veita Alþingi heimild með lögum til að
kjósa 25 fulltrúa á stjórnlagaþingið, mögu-
lega þá sömu og þjóðin hefði þegar kosið,
mæti Alþingi lýðræðislegt umboð þeirra full-
nægjandi.
Þrír kostir í stöðunni
Stjórnlaganefnd mun
ljúka sínum verkefnum »2
Dæmi um ógöngur
ríkisstjórnarinnar »12
Kostnaður um hálfur
milljarður »13
Stjórnlagaþing verið
þrætuepli flokkanna frá
upphafi » 14
„Það ætti að flauta
stjórnlagaþingið af“ »15
Verulegir annmarkar á
lögum og framkvæmd »16
Ákvörðun
Hæstaréttar
Hæstiréttur tekur undir flest kæru-
atriði varðandi framkvæmd kosn-
inga til stjórnlagaþings og telur
óhjákvæmilegt að ógilda kosn-
inguna. Mál þriggja kærenda voru
sameinuð og um þau fjallað sem eitt.
Voru dómararnir einróma um flest
atriði. Helstu annmarkar voru þess-
ir að mati Hæstaréttar:
Verulegir annmarkar á númerun
kjörseðla og dreifingu þeirra.
Braut í bága við ákvæði um leyni-
legar kosningar.
Pappaskilrúm töldust ekki kosn-
ingaklefar í skilningi laga þar um.
Lagaákvæðum ekki fylgt með því
að banna kjósendum að brjóta
kjörseðlana saman eftir að þeir
voru fylltir út. Tveir dómarar
voru á annarri skoðun.
Kjörkassar uppfylltu ekki skilyrði
laga um að unnt væri að læsa
þeim.
Verulegur annmarki að frambjóð-
endur fengu ekki að hafa umboðs-
mann viðstaddan kosninguna
sjálfa og síðan talningu.
Talningin fór ekki fram fyrir opn-
um dyrum.
Morgunblaðið/Golli
Kosningar Hæstiréttur telur „kjör-
klefana“ ekki hafa verið löglega.
Einróma
ákvörðun
dómara
Telja óhjákvæmi-
legt að ógilda kjörið