Morgunblaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 23
hélt þér í fanginu og þú hjúfraðir
þig að vanga mínum.
Nú ertu farin í annan heim og við
sem trúum því að tilgangur sé með
þessu jarðlífi trúum því einnig að
tilgangur sé með dauðanum og að
við eigum eftir að sameinast öllum
þeim sem eru á undan okkur eru
gengnir þegar sú stund kemur.
Þín er og verður sárt saknað og
sorgin og söknuðurinn er sem sár á
sálu okkar en við munum reyna að
láta það gróa sem best og halda
áfram lífi okkar. Við hefðum viljað
hafa þig lengur – miklu, miklu leng-
ur á meðal okkar.
Við trúum því einnig að æðri
máttur hafi stjórn á því hve lengi
okkur er ætlað að vera saman í
þessu lífi og nú sé komið að þátta-
skilum sem við sættum okkur ekki
við en fáum engu um ráðið.
Elsku Karen Mist, við munum öll
geyma þær yndislegu stundir sem
við áttum saman í hjarta okkar og
trúum því að þú verðir ávallt með
okkur í andanum.
Við biðjum góðan Guð að hjálpa
okkur að sefa sorgina og varðveita
minninguna um þig.
Ingólfur langafi
og Elín langamma.
Frá ömmu Ragnheiði,
Hún var lítil
en birtan sem
lagði frá henni
var skær.
Í stuttan tíma
ég fékk að njóta hennar,
og upplyfa þvílíka dýrð þessi litli
ljósberi
bar með sér.
Ljósberinn mikli
hún Karen Mist,
minnti mig á hve sakleysið og
hreinleikinn er dýrmætur
nú ertu komin til hans.
Sem er æðstur allra á jarðríki í guðs
dýrð.
Til þjónustu hins æðsta og
hæsta þú nú hvílir hjá með brosið
blíða
þú horfir á oss á,
og veifar í von,
um að þú hafir komið skilaboðunum
til skila.
Um hve tilgangur okkar á jörðinni er
að kærleikurinn er okkar æðsta
dyggð.
Nú veifar hún Karen Mist og brosir
sínu blíðasta,
kveður okkur í bili því ferðarlag bíður
hennar Karenar Mist
ljósberans mikla.
(Ragnheiður S. Spence.)
Þín
Ragnheiður amma.
Elsku litla Karen Mist.
Mér finnst svo stutt síðan ég sá
þig fyrst á fæðingardeildinni. Enda
er alltof stutt síðan. Ég man þenn-
an dag svo vel og ég var svo heppin
að fá að keyra mömmu þína og
pabba á fæðingardeildina. Fljótlega
eftir að þú komst í heiminn fór ég
að undirbúa mig fyrir prófin og
hafði svo allt of mikið að gera. Ég
reyndi samt að kíkja í heimsókn
eins oft og ég hafði tök á og fékk
meira að segja einu sinni að passa
þig í hátt í tvo tíma.
Ég hlakkaði svo til að fá loksins
að eyða tíma með þér og fjölskyld-
unni um jólin, en það verður bara
að bíða betri tíma. Ég efast ekki
um að þú hafir það gott núna, enda
varstu svo heppin að fá að hvíla hjá
langalang-ömmu þinni og afa. Þú
fékkst þá að kynnast þeim á undan
mér.
Það var lögð mikil áhersla á að
þú yrðir skírð fyrir jól. Mikið er ég
ánægð með að það tókst, enda var
þetta fallegasta athöfn sem ég hef
upplifað. Þú svafst vært meðan ætt-
ingjarnir fengu að halda á þér og
sjálf komst ég varla að fyrr en gest-
irnir voru farnir, svo vinsæl varstu.
Litli engillinn minn. Þú færðir
okkur bara hamingju og ég reyni að
hugsa um þessar góðu minningar í
stað þess að velta mér upp úr
ósanngirni lífsins.
Við sjáumst síðar meir, en ekki
strax.
Þín móðursystir,
Elín Edda Sigurðardóttir.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011
Lokið er kafla í
lífsins miklu bók.
Við lútum höfði í bæn á
kveðjustund.
Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf
og tók
græðandi hendi á milda
sorgarstund.
Ó, hve við eigum þér að þakka
margt
þegar við reikum liðins tíma slóð.
Í samfylgd þinni allt var blítt og
bjart
blessuð hver minning, fögur, ljúf og
góð.
Okkur í hug er efst á hverri stund
ást þín til hvers, sem lífsins anda
dró
hjálpsemi þín og falslaus
fórnarlund.
Friðarins Guð þig sveipi helgri ró.
(Vigdís Runólfsdóttir.)
Guð veri með þér, elsku pabbi,
og tengdapabbi,
Auður og Níels.
„Ætlarðu að koma í saltfiskinn í
kvöld?“ varstu vanur að spyrja
þegar hringdir til að bjóða mér í
mat til ykkar ömmu. Þetta ásamt
mörgu öðru mun lifa með mér alla
ævi, eins og t.d. veiðiferðirnar í
Hofsá og Vesturdalsá, tipptúrarnir
á laugardögum og þegar ég fékk
að hjálpa þér við að mæla fyrir
dýnunum í bátunum þínum áður
en þeir voru sjósettir.
Þín mildhlý minning lifir,
svo margt að þakka ber.
Þá bjart og blítt var yfir,
er brosið kom frá þér.
Þú sólargeisla sendir
og samúð, vinarþel.
Með hlýrri vinar hendi
mér hjálpaðir svo vel.
(Guðríður S. Þóroddsdóttir.)
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Höf. ók.)
Daníel Jakob.
Daginn eftir að þú kvaddir okk-
ur varð Þórólfi að orði hvort ég
ætlaði ekki í klippingu áður en við
færum austur í jarðarförina þína.
Ég gat nú ekki annað en brosað.
Ég veit vel hvað þú hefðir sagt ef
þú hefðir verið hérna hjá okkur,
afi minn. Þú hefðir lyft upp auga-
brúnum og sagt eins sakleysislega
og þér var mögulegt þegar þú
varst í þessum ham: „Get ég ekki
bara klippt þig?“ Og svo hefðirðu
klappað mér á kinnarnar og hleg-
ið.
Þú varst alltaf svo mikill prakk-
ari, afi. Náðum við t.d. einhvern
tímann, barnabörnin þín, að kenna
þér almennilega að þekkja litina?
Nógu mikið reyndum við þó. Og nú
þegar við höfum flest náð fullorð-
insaldri fannst þér ekki leiðinlegt
að segja sögur af tilburðunum.
„Jú, víst kann afi minn litina!
Hann þekkir allavega svart og
hvítt.“ Eða aumingja Auður, sem
var búin að gefast upp á kennsl-
unni og fór að kalla græn hús blá,
svo að afi myndi pottþétt ekki mis-
Stefán
Jóhannsson
✝ Stefán Jóhanns-son fæddist á
Seyðisfirði 12. ágúst
1924. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Austurlands á Seyð-
isfirði 10. janúar
2011.
Útför Stefáns fer
fram frá Seyðisfjarð-
arkirkju 15. janúar
2011.
skilja neitt. Einnig
eru mér ógleymanleg-
ir sprengidagar í
Bröttuhlíðinni. Amma
eldaði dýrindis salt-
kjöt og baunir en við
krakkarnir biðum í of-
væni eftir því að afi
færi inn í herbergi og
„spryngi“, við mikla
kátínu viðstaddra.
Ég var satt að segja
hissa á því að þú hefð-
ir kvatt þennan heim
á mánudegi, afi minn.
Allir í ættinni vita
þetta með mánudaga. Maður byrj-
ar ekki á neinu nýju á mánudög-
um, hvort sem er að sofa fyrstu
nóttina í nýrri íbúð eða sjósetja
bát. Þetta lifir áfram í okkur öll-
um. En ég veit ekki, kannski er
eins gott að enda eitthvað á mánu-
degi, eins og stórkostlega ævi. Eft-
ir sitjum við og söknum þín sárt.
Það er fátt sem ég er jafn stolt af í
lífinu og það að kalla þig afa minn.
Ég mun standa við loforðið mitt
um að lita ekki á mér hárið, í það
minnsta þangað til að það verður
grátt. Ég mun hugsa til þín þegar
sól hækkar á lofti og býr til landa-
kort á andlitinu á mér.
Guðrún Lísbet.
Með Stefáni Jóhannssyni er
genginn einn farsælasti brautryðj-
andi í íslenskum skipaiðnaði á síð-
ustu öld. Hann rak Vélsmiðju
Seyðisfjarðar af miklum þrótti um
árabil og þar sýndu verkin merkin
sem ávallt voru til fyrirmyndar og
íslenskum skipaiðnaði til sóma.
Stefán var því mjög virtur innan
sinnar stéttar og lagði ávallt gott
til mála þegar menn báru saman
bækur sínar hjá samtökum skipa-
iðnaðarins; höfðinginn að austan
setti ávallt virðulegan svip á þær
samkomur og var hrókur alls fagn-
aðar þegar svo bar undir.
Samtökin minnast góðs félaga
og þakka honum ómetanlegt fram-
lag til íslensk skipaiðnaðar.
Fyrir hönd Málms, samtaka fyr-
irtækja í málm- og skipaiðnaði,
Ingólfur Sverrisson.
Stefáni Jóhannssyni kynntist ég
fyrst er ég kom til vinnu í Vél-
smiðju Seyðisfjarðar vorið 1961.
Stefán var hæglátur og dagfars-
prúður maður með höfðinglegt yf-
irbragð. Stefán reykti ákaflega
mikið fyrsta árið sem ég var
þarna, en hætti því svo alveg. Man
ég eitt sinn er Norðmaður var að
leita eftir „formanden“ , þurfti að
láta „reparere noget“ um borð hjá
sér. Eitthvað var ég slappur til
skilnings og lék hann þá tilburði
reykingamanns svo vel að ég var
ekki í vafa við hvern var átt og
sótti Stefán án þess að segja hon-
um frá leikritinu. Tilsögn Stefáns
var ákaflega hnitmiðuð og lagði
hann ríka áherslu á að menn
skildu hlutina vel áður en hafist
væri handa. Að því búnu væri líka
óþarfi að vera neitt að drolla.
Skemmtilegan sið hafði Stefán
þegar hann var að segja fyrir um
verkefni, hversu stórt eða lítið sem
það var, að biðja menn „að gera
þetta nú snöggvast“. Sem dæmi
má nefna að smíða splitti í hjól á
barnakerru Óla Óla og að lengja
Björgu NK. Aldrei man ég eftir að
Stefán snupraði mig eða fyndi að
þeim verkefnum sem mér voru fal-
in, þótt sjálfsagt hefði verið full
þörf á stundum. Lét hann aldrei í
ljós annað en að hann treysti því
að verkefni yrðu leyst fljótt og vel.
Á mótunarárum unglings er þessi
eiginleiki mikilsverður. Hefur mér
seinna á lífsleiðinni því oft komið í
hug hvernig þetta eða hitt var
leyst í Smiðjunni forðum. Fyrir
leiðsögn Stefáns verð ég ævinlega
þakklátur. Sendi ég aðstandendum
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Hákon Örn Halldórsson.
Hér er kvaddur
veiðifélagi okkar til
margra ára, Villi Þorgeirs eins og
hann var kallaður í okkar hópi. Við
byrjuðum að fara austur að
Klaustri, nánar til tekið að Orr-
ustuhól og þar niður í Vatnamótin,
þetta var árið 1986. Þangað fórum
við margar ferðir á ári í þó nokkur
ár. Byrjuðum veiðiárið fyrstu daga
í apríl og enduðum í október. Við
vorum sex veiðifélagar sem byrj-
uðum í þessum veiðihópi. Á leið-
inni austur var alltaf komið við hjá
Baldri og Helgu á Múlakoti og
kölluðu þau okkur vorboðana, því
við komum alltaf fyrstu daga í apr-
íl ár hvert. Þessar ferðir veittu
Villa mikla gleði og ánægju þann
tíma sem hann veiddi þarna.
Stundum fór Villi með hana Guð-
rúnu sína í Vatnamótin og dvöldu
þau tvö í veiðihúsinu okkar sem
var í eigu Stangaveiðifélags Kefla-
víkur. Árið 1989 ákváðum við
veiðifélagarnir að það væri gaman
að fara í veiðiferð og hafa kon-
urnar með okkur. Farið var á sil-
ungasvæðið í Vatnsdalsá árið 1990
og hvert ár eftir það og nú síðast
2010. Þessar ferðir veittu Villa og
okkur öllum hinum mikla eftir-
væntingu ár hvert. Á hverju ári
gróðursetti Villi og allur hópurinn
tré og nú er kominn dágóður lund-
ur við veiðihúsið Steinkot sem við
dveljum í, hæstu trén eru um
fimm metra há. Eitt árið stakk
Villi upp á því að hafa svolítið
sprell á kvöldvökum hjá okkur og
ákveðið var að hafa tískusýningu.
Við strákarnir þurftum þá að út-
vega okkur kvenfatnað því við
klæddum okkur upp í drag, flík-
urnar þurftum við að fela í far-
angrinum. Þetta gekk allt vel
nema á einu stoppinu á leiðinni
norður þurfti eiginkona eins okkar
að róta í sínum bíl, fann hún þá
hárkollu af gínu og spurði sinn
mann hvað þetta væri. Var hann
fljótur til svars; þetta hefði orðið
eftir af því hann var að lána út-
stillingagínu úr búðinni og hefði
þetta gleymst! Á þessum tæpu 25
árum hafa orðið nokkur manna-
skipti í veiðihópnum en þrenn hjón
hafa fylgst að allan tímann.
Vilberg Kjartan
Þorgeirsson
✝ Vilberg KjartanÞorgeirsson
fæddist í Keflavík á
lýðveldisdaginn, 17.
júní 1944. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut í
Reykjavík 8. janúar
2011.
Jarðarför Vil-
bergs fór fram frá
Keflavíkurkirkju 18.
janúar 2011.
Vottum við Guðrúnu
og dætrum og afkom-
endum þeirra innileg-
ustu samúð.
Guðjón Þórhallsson
og Guðveig Sigurð-
ardóttir, Guðni
Birgisson og Elsa
Skúladóttir.
Nú hefur Villi, fé-
lagi okkar, gefið upp
sinn síðasta bolta og
tapað, eftir hetjulega
baráttu, þeirri úrslita-
hrinu sem allir heyja í fyllingu
tímans.
Við félagarnir í Steinunni gömlu
munum sakna þessa ágæta drengs
sem í nær þrjá áratugi hefur
stundað með okkur hina göfugu
íþrótt, blak. Á æfingum og í
keppni höfum við að sönnu lagt
meiri áherslu á að vera með í
leiknum en að sigra. En vissulega
örlar á sigurvilja og keppnisskapi
og þar var Villi alls engin und-
antekning. Hann átti það líka til að
vera hrekkjóttur, sérstaklega í
sturtunni eftir æfingar. Þegar við
samherjarnir vorum að þvo sápu
úr hárinu vildi stundum til að
vatnið hvarf allt í einu eða það
varð ískalt. Einnig gekk stundum
bölvanlega að losna við sápuna því
þá stóð Villi með sápubrúsa og
hellti nettri bunu í hárið á okkur
meðan við hömuðumst við að
skola. Að sjálfsögðu fékk hann
þetta allt borgað. Í okkar hópi var
haft á orði að sumir ættu aðeins að
mæta í sturtuna en sleppa æfing-
unni. Í „keppnisferðum“ var hann
ljúfur í umgengni og góður félagi
og hressti upp á andann með smá
glettni og hrekkjum. Í tilsvörum
og frásögnum átti hann það til að
vera meinfyndinn.
Fyrir allmörgum árum fór hann
sem lánsmaður á öldungamót aust-
ur á firði. Á næstu æfingu á eftir
fórum við að forvitnast um gengi
Villa og félaga. Hann vildi nú lítið
tjá sig um það en sagði þó um sína
nýju félaga: „Þeir voru eins og
ljósastaurar“ og eftir smáþögn „og
það var ekki einu sinni kveikt á
þeim“.
Villi, við í Steinunni gömlu
þökkum þér fyrir samveruna og
þykjumst þess fullvissir að þú hitt-
ir fyrir þá blakfélaga okkar sem
farnir eru yfir í betri veröld. Hjá
ykkur verður eflaust glens og
gaman, ekki síst í sturtunni. Okkar
innilegustu samúðarkveðjur send-
um við Guðrúnu, börnum og
barnabörnum.
Fyrir hönd blakfélaganna í
Steinunni gömlu,
Ægir Sigurðsson.
Með nokkrum orðum
viljum við bræðurnir
minnast látins félaga
okkar, Ottós Einars
Jónssonar, sem við
kynntumst í Ólafsvík,
en Ottó starfaði þar sem múrari og
vann annar okkar talsvert með honum.
Ottó kom oft á heimili foreldra okk-
ar í Ólafsvík og þá var jafnan mikið
hlegið og gantast.
Gjarnan kom Ottó í kaffi eða mat-
artíma og var þá iðulega tekið í spil og
mál líðandi stundar rædd af miklum
þrótti. Ottó var góður félagi og hafði
þann einstæða eiginleika að vera alltaf
glaður og hress og sjá jákvæðu hlið-
Ottó Einar Jónsson
✝ Ottó Einar Jóns-son var fæddur í
Reykjavík 31. desem-
ber 1936. Hann lést á
Sjúkarhúsi Akraness
30. desember 2010.
Ottó var jarðsung-
inn frá Borgarnes-
kirkju 15. janúar 2011.
arnar á öllum málum en
einnig var hann mjög
ósérhlífinn og bóngóður
og þannig minnumst
við hans.
Það lýsir persónu-
leika Ottós vel að þegar
hann kom í heimsókn til
okkar í sumar, nýstig-
inn upp úr erfiðum
veikindum og við stóð-
um í byggingarfram-
kvæmdum að þegar
hann var búinn að bjóða
öllum góðan dag og
hrósa framkvæmdum
og dugnaði heimilismanna tók hann sig
til og sigtaði nokkrar laganir af sandi,
jú svona til að leggja eitthvað til fram-
kvæmdanna. Ekki var laust við að þar
sýndi hann gamla takta úr múrverk-
inu.
Við sendum eiginkonu hans og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðjur á
þessari stundu.
Adolf Steinsson,
Hilmar Gunnarsson.