Morgunblaðið - 26.01.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.01.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011 Ólafur segir að í hópi þeirra sem missa nú vinnuna séu menn sem þar hafi unnið í 20 til 30 ár. Þurfum raunveruleg störf Kristján G. Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur og nágrennis, segir að vinnu- markaðurinn sé botnfrosinn, sérstak- lega í mannvirkjagerð og byggingariðnaði. Hann segir ýmis verkefni í pípunum en þau komist ekki áfram. Nefnir hann álver í Helguvík, gagnaver og sjúkrahús á Ásbrú. Hins vegar séu jákvæðar fréttir af kísilmálmverksmiðju í Helguvík. „En við þurfum raunveru- legar fréttir af raunverulegum störf- um,“ segir Kristján. ÍAV annast byggingu álvers í Helguvík sem enn er í hægagangi. Kristján vonast til að hægt verði að koma því verkefni í fullan gang og vís- ar til upplýsinga sem forsvarsmenn Norðuráls og móðurfélags þess veittu félaginu fyrir jól. Enn sé verið að vinna í orkumálunum og getur Krist- ján þess að forsvars- mennirnir hafi sett fyrirvara um að lausn þyrfti að finnast á þeim áður en fram- kvæmdir færu á fulla ferð. Ekki á bætandi  43 starfsmenn ÍAV sem missa vinnuna eru búsettir á Suðurnesjum  Ýmis stórverkefni á svæðinu í biðstöðu Morgunblaðið/Golli Helguvík Formaður Verkalýðsfélags Keflavíkur vonast til að framkvæmdir við álverið fari á fulla ferð. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Umsóknum um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara fjölgaði mik- ið í kjölfar þess að lögum um greiðsluaðlögun var breytt um miðj- an október í fyrra. Með breyting- unni komst fólk í greiðsluskjól um leið og það sendi inn umsókn um greiðsluaðlögun en áður var greiðsluskjólið háð því að greiðslu- aðlögun hefði verið samþykkt. Þegar fólk er komið í greiðslu- skjól má ekki krefjast greiðslu á gjaldföllnum skuldum, krefjast nauðungaruppboða, fjárnáms eða slíks. „Það eru í raun og veru allar skuldir frystar,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi umboðsmanns skuldara. Umsóknir um greiðsluaðlögun til umboðsmanns skuldara náðu há- marki í nóvember en þeim fækkaði síðan aftur í desember og enn meira í janúar, a.m.k. ef miðað var við töl- ur frá því á hádegi í gær. Svanborg á von á að umsóknum fjölgi aftur. „Fólk er oft seint af stað eftir jólin. Það kemur frekar þegar vísareikn- ingar og svoleiðis fer að berast.“ Lögum um nauðungarsölu var breytt þannig að nú getur fólk feng- ið þriggja mánaða frest á nauðung- aruppboðum en sá möguleiki verður úr sögunni 31. mars. Svanborg segir að lög um greiðsluskjól leysi í raun og veru umrætt ákvæði af hólmi. Greiðsluskjólið sé til þriggja mán- aða, líkt og fresturinn er nú. Fimm slegnar í Reykjavík Nauðungaruppboð eru yfirleitt fremur fá í byrjun janúar en þeim fjölgar jafnan eftir því sem líður á veturinn á nýju ári. Í janúar á þessu ári er búið að slá fimm eignir á upp- boði hjá sýslumanninum í Reykja- vík. Hér er átt við svonefnd fram- haldsuppboð sem eru lokastigið í uppboðsferlinu. Fimm slík til við- bótar hafa verið auglýst í janúar. Í febrúar er á hinn bóginn búið að setja 38 framhaldsuppboð á dag- skrá. Fyrsta stig uppboðsferlisins kallast fyrsta fyrirtaka og eru 145 slíkar á dagskrá í febrúar. Annað stigið kallast byrjun uppboðs og verður byrjað að bjóða upp 160 hús- eignir í febrúar, miðað við dagskrá. Næstum öll uppboðin sem eru á dagskrá í febrúar eru á eignum ein- staklinga en ekki einkahlutafélaga eða fyrirtækja. Sigríður Eysteinsdóttir, deildar- stjóri fullnustudeildar, segir greini- legt af öllum þeim uppboðum sem hafi verið frestað að margir hafi sótt um greiðsluaðlögun sem leiðir til þess að uppboðum er frestað. Al- gengt sé að beiðnum um framhalds- uppboð sé frestað, jafnvel sama dag og þau eigi að fara fram, vegna þess að samningar hafa tekist á milli lán- taka og lánardrottna. Greiðsluskjólið hentaði fleirum eftir breytingar  Leysir af frest á nauðungaruppboðum Uppboð og aðlögun » Árið 2010 voru 453 fast- eignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykja- vík. » Í janúar voru nauðungarsöl- urnar sex talsins, í febrúar 28, 25 í mars, þrjár í apríl, tvær í maí, 63 í júní, 44 í júlí, 34 í ágúst, 74 í september, 81 í október, 65 í nóvember og 28 í desember. » Frá 1. ágúst 2010, þegar lög- um um greiðsluaðlögun var breytt, hefur umboðsmaður skuldara afgreitt 200 umsókn- ir um greiðsluaðlögun. » Á fyrrihluta árs 2010 lauk embættið 123 málum. Fjöldi umsókna Janúar 2010 Janúar 2011 218 281 372 281 162 129 42 75 62 73 70 102 48 122 73 40 34 10 8 Greiðsluaðlögun alls Erindi Ráðgjöf alls Tímab. greiðsluaðlögun vegna tveggja fasteigna Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Bifreiðagjöldin eru að hækka um allt að 31% á flutningabíla hjá okkur. Dæmi um áhrifin er að bifreiðagjöld á einn flutningabílanna okkar fara úr 112.000 krónum í tæpar 150.000 krónur á ári,“ segir Jörundur Jörundsson, fram- kvæmdastjóri hjá Samskipum innanlands, um áhrif breyttra bifreiðagjalda á reksturinn. Hleypur á milljónum króna „Þetta er ef til vill ekki stór krónutala hjá stóru fyrirtæki. Það safnast hins vegar saman þegar bílarnir eru margir. Við erum með um hundrað bíla og samtals þýðir hækkunin því milljónir króna í aukin útgjöld á ári. Þetta er viðbót á vogarskálarnar og bætist við þær hækkanir sem orðið hafa á eldsneytisverðinu frá áramótum. Samanlagður akstur í land- flutningakerfinu er ábyggilega á milli 15 og 20 milljónir kílómetra í heild yfir árið. Flutningabílar eyða upp undir 50 og 60 lítrum á hundraðið. Sú hækkun sem hefur orð- ið í bifreiðagjöldum og í eldsneytiskostnaði að undanförnu, auk hugsanlegra veggjalda, hlýt- ur því fyrr eða síðar fara út í verðlagið. Það segir sig sjálft,“ segir Jörundur og svarar því aðspurður til að landflutningar muni að óbreyttu verða dýrari í ár en í fyrra. Eykur kostnað við landflutninga Morgunblaðið/Árni Sæberg D́ýrt Jörundur segir hækkunina þýða millj- ónir króna í aukin útgjöld hjá Samskipum.  Hærri bifreiðagjöld auka rekstrarkostnað flutningafyrirtækja „Það munar um hvert einasta starf sem fer í uppsögnum og þær rista sífellt nær okkur,“ segir Kristján G. Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og ná- grennis. Mesta atvinnuleysi á landinu er á Suðurnesjum. Þar voru að meðaltali liðlega 1.400 menn án atvinnu í desembermánuði sem svarar til 13,1% atvinnuleysis þegar atvinnuleysið var um 8% yfir landið allt. Í lok mánaðarins voru 1.553 nöfn á atvinnuleys- isskránni. Kristján tekur fram að þessi tími ársins sé ávallt verstur á Suður- nesjum. At- vinnu- leysi sé í há- marki í des- ember og janúar. Munar um hvert starf MESTA ATVINNULEYSIÐ ER Á SUÐURNESJUM FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Á fimmta tug þeirra starfsmanna sem missa vinnuna hjá ÍAV á næstu mánuðum er búsettur á Suðurnesj- um. „Það er ekki á það bætandi,“ seg- ir Ólafur Magnússon, starfsmaður Félags iðn- og tæknigreina í Reykja- nesbæ, og vísar þar til slæms at- vinnuástands á Suðurnesjum. ÍAV á rætur að rekja á Suðurnesin. Íslenskir aðalverktakar unnu mikið fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli en þegar verkefnin minnkuðu haslaði það sér völl á byggingarmarkaði landsins. Enn er fyrirtækið með smiðjur í Njarðvík og á Miðnesheiði þótt starfsemin þar sé aðeins svipur hjá sjón. Stærsta verkefni ÍAV, byggingu tónlistarhússins Hörpunnar við Reykjavíkurhöfn, lýkur í vor og sér fyrirtækið fram á skort á verkefnum eftir það. Þess vegna var ákveðið að fækka starfsfólki um liðlega 180. Uppsagnarfrestur er 3 - 6 mánuðir. Fjöldi Suðurnesjamanna er í vinnu hjá ÍAV, meðal annars við byggingu Hörpunnar. Samkvæmt upplýsing- um frá fyrirtækinu eru 43 þeirra starfsmanna sem missa vinnuna bú- settir á Suðurnesjum. Það eru bæði iðnaðarmenn og verkamenn. „Mér finnst þetta svo langt gengið í því að knésetja gamalt fólk – að það geti ekki lifað eðlilegu lífi sem það hefur skapað sér. Sann- leikurinn er sá, hvað sem hver segir, að ís- lenska þjóðin hefur verið reist á síðustu 70 árum úr kulda og hungri í þá velmegun sem við búum við í dag. Hvað er verið að fara með okkur með þessum aðgerðum? Þú fyrirgefur orðbragðið,“ segir eldri borgari sem vill ekki láta nafns síns getið í harðri gagnrýni á 46% hækkun bifreiðagjalda hjá honum á milli ára. Bifreið mannsins er af gerðinni Land Crui- ser 100, árgerð 2000, og er því komin nokk- uð til ára sinna. Bifreiðagjöld eru innheimt tvisvar á ári og kveðst hann hafa greitt 27.094 krónur á hvorum árshelmingi í fyrra, samanborið við 39.430 krónur nú eftir ára- mót, eða alls 78.860 krónur fyrir akstursárið 2011. Kona hans á gamla Chrysler-bifreið og er hækkunin í því tilviki minni, eða 15% á milli ára. Greiðir hún nú 19.294 kr. á hálfu ári og hjónin því samanlagt um 117.500 kr. á ári. Honum svíður þetta. Slík „stórkostleg“ hækkun komi niður á fjárhag eldri borgara. „Ég er ekki í neinum vafa um það. Hér er á ferð frelsisskerðing sem er dembt yfir mann. Valdið setur upp refsivönd og níðist á þeim sem síst skyldi. Ég er orðinn gamall maður eins og sést á kennitölunni, er að verða 86 ára. Ég fer kannski í eina hálendisferð á ári. Ég á hesta og keyri þá í kerru kannski þrisvar, fjórum sinnum á ári. Ætli jeppinn sé ekki keyrður 3.000-4.000 km á ári,“ segir hann og hvetur fjölmiðla til að halda vöku sinni. „Blöðin eru í raun réttri eini varnarvegg- urinn sem við eigum.“ „Níðst á þeim sem síst skyldi“ ELDRI BORGARI FORDÆMIR 46% HÆKKUN BIFREIÐAGJALDA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.