Morgunblaðið - 26.01.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 26.01.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011 Á vef Heimssýnar er bent á aðstuðningsmenn aðildar Íslands að ESB reyni nú að telja fólki trú um að í gegnum EES-samninginn séum við með annan fótinn í ESB.    Einnig segjaaðild- arsinnar að við séum í stöðugri aðlögun að Evr- ópusambandinu á grunni EES- samningsins og því sé ekkert til- tökumál að aðlagast sambandinu enn frekar í aðildarviðræðum,“ segir Heimssýn, og heldur áfram:    Sannleikurinn er allt annar. EESsamningurinn er innan við tíu prósent af Evrópusambandsaðild. Verulega stórir málaflokkar standa utan EES-samningsins, svo sem landbúnaður, sjávarútvegur, tolla- mál, viðskiptasamningar við önnur ríki og peningamál. Á árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34.733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3.119) af þessum lög- gjörningum fengu gildi í EES- samningnum, eða 8,9 prósent.“    Þegar Samfylkingin gabbaði Al-þingi til að samþykkja aðild- arumsókn var látið að því liggja að við værum hvort eð er næstum því í ESB og þess vegna fengjum við hraðferð inn í sambandið, auk þess að fá margvíslegar undanþágur.    Allt annað hefur komið á daginn.Ísland er komið í aðlög- unarviðræður sem þegar hafa tekið langan tíma og ekki sér fyrir end- ann á.    Þegar borin er saman þróunregluverks EES og ESB þarf ekki að koma á óvart þó að aðlög- unin sé viðameiri en haldið var fram. EES er innan við 9% af ESB STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.1., kl. 18.00 Reykjavík 6 súld Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 1 léttskýjað Egilsstaðir 1 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 6 léttskýjað Nuuk 1 snjókoma Þórshöfn 6 skúrir Ósló -3 skýjað Kaupmannahöfn 2 súld Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki -7 snjókoma Lúxemborg 2 skýjað Brussel 6 skýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 7 heiðskírt London 7 súld París 6 skýjað Amsterdam 3 léttskýjað Hamborg 3 súld Berlín 2 skúrir Vín 2 alskýjað Moskva -10 heiðskírt Algarve 13 léttskýjað Madríd 7 heiðskírt Barcelona 10 heiðskírt Mallorca 11 léttskýjað Róm 7 léttskýjað Aþena 5 léttskýjað Winnipeg -10 léttskýjað Montreal -17 snjókoma New York 0 snjókoma Chicago -3 þoka Orlando 22 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:27 16:55 ÍSAFJÖRÐUR 10:52 16:40 SIGLUFJÖRÐUR 10:35 16:22 DJÚPIVOGUR 10:01 16:19 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ný og vel búin aðstaða til rann- sókna á smitsjúkdómum í fiski var formlega tekin í notkun í Fræða- setrinu í Sandgerði í gær. Árni Kristmundsson, fisksjúkdómafræð- ingur á Keldum, segir að stöðin í Sandgerði hafi mikla breytingu í för með sér fyrir þessa starfsemi og hvergi annars staðar á landinu sé sambærileg aðstaða fyrir sýkingar- tilraunir. Hann segir að mörg aðkallandi verkefni bíði bæði í laxfiskaeldi og þorskeldi. Sjúkdómar hafi lengi sett strik í reikninginn í eldi, bæði hér- lendis sem erlendis, og því hafi verið brýnt að koma upp aðstöðu sem þessari í Sandgerði. Tvö verkefni fara strax í gang í setrinu í Sandgerði undir stjórn vís- indamanna á Keldum. Annað teng- ist nýrnaveiki í bleikju og hitt þróun bóluefnis gegn kýlaveikibróðursýk- ingum fiska. Til vandræða árum saman „Nýrnaveikin hefur verið til vandræða í fiskeldi árum saman,“ segir Árni. „Í þessu verkefni verða gerðar faraldsfræðilegar rannsókn- ir á nýrnaveiki í bleikju og skoðað verður á ýmsa vegu hvernig bakt- erían og sýkingin hagar sér í mis- munandi hópum fiska. Kýlaveiki- bróðir er sjúkdómur sem herjar á allar tegundir af fiski í eldi á Íslandi. Þróun nýrrar gerðar kýlaveikibróður- bóluefnis er hluti af doktorsverkefni sem unn- ið er á Keldum. Árni segir að Rann- sóknadeild fisksjúkdóma við Tilraunastöð Há- skóla Íslands í meinafræði á Keld- um hafi haft að- stöðu í Sandgerði fyrir nokkrum árum. Þá aðstöðu sé þó tæpast hægt að bera saman við tilraunastöðina sem opnuð var í gær. Húsnæðið hafi allt verið tekið í gegn og sé mun stærra heldur en áður. Allt affall sótthreinsað „Þar sem tilraunir eru í gangi með fisksjúkdóma þarf að vera mikil smitgát svo engin smitefni fari út í umhverfið. Til dæmis þarf að sótt- hreinsa allt affall,“ segir Árni. Hann segir að mörg aðkallandi verkefni bíði bæði í tengslum við laxfiskaeldi og þorskeldi. Stöðin er samstarfsverkefni Sand- gerðisbæjar og Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði og hafa undirbúningur og framkvæmdir staðið yfir í um það bil eitt ár. Mörg aðkallandi verkefni í rannsóknum á eldisfiski  Mikil breyting með nýrri stöð í Sandgerði til rannsókna á smitsjúkdómum í fiski Morgunblaði/Reynir Sveinsson Fjölbreytt fræðasetur Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður á Keldum, og Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sand- gerði, undirrita samstarfssamning innan um lagnir og tæki í nýju stöðinni. Fyrir aftan má einnig sjá starfsmenn rannsóknastöðvar botndýra, sem munu meðal annars sjá um daglegt eftirlit í nýju stöðinni. Í rannsóknarrými er unnt að vinna að tveimur óháðum rannsóknum í senn. Þar eru 23 ker 170 til 1000 lítra. Hægt er að stilla hita og seltu eld- isvatnsins. Innlendum og erlendum vísindamönnum gefst kostur á að stunda rannsóknir í stöðinni, auk þess að nýta aðra aðstöðu sem fyrir er í húsnæðinu. Í húsinu eru fyrir Botndýrarannsóknastöðin, Náttúrustofa Reykjaness og Háskólasetur Suðurnesja en fjöldi doktors- og meist- araritgerða hefur verið skrifaður eftir rannsóknavinnu þessara stofnana. Fjölmargir aðilar hafa komið að fjármögnun verksins; mennta- málaráðuneytið, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, Landssamband fiskeldisstöðva, Tilraunastöð HÍ í meina- fræði að Keldum, Fræðasetrið og Sandgerðisbær. Auk þessa lagði Íslandsbleikja á Stað í Grindavík til fóðrara. Tvær óháðar rannsóknir í einu AÐSTAÐA FYRIR INNLENDA OG ERLENDA VÍSINDAMENN Árni Kristmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.