Morgunblaðið - 26.01.2011, Page 11

Morgunblaðið - 26.01.2011, Page 11
Morgunblaðið/Brynjar Gauti Æskan og maturinn Mörgum unglingnum á tuttugustu og fyrstu öldinni finnst harðfiskur hið mesta gómsæti. fólk nú minna á milli handa og því finnst kannski að grænmeti og ávext- ir sé ekki nauðsynjavara. Það er líka mjög slæmt þegar hollusta er sett fram sem einhver lúxus. Mikið af til- tölulega ódýrum mat er orkuríkt en næringarsnautt, en það er líka búið að telja fólki trú um að það sé ævin- lega dýrt að borða hollan mat, sem er ekki endilega rétt. Hollustufæða er oft seld í sérstökum hollustubúðum undir sérstökum hollustumerkjum, sem er ekkert endilega hollara. Það er til dæmis ódýrara að borða hafragraut en tilbúið morgunkorn og hollara að borða hreinar mjólkurvörur eins og súrmjólk heldur en vörur með alls konar íblönd- uðum bragð- og sætuefnum.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011 „Mér finnst allur þorra- matur góður en af þessu súra finnst mér hrúts- pungarnir langbestir. Ég borða þá bara yfir þorra- tímann með góðri róf- ustöppu og hef gert það síðan ég man eftir mér. Hrútspungarnir hafa alltaf verið vinsælastir af súrmatnum, ég sé það í veislunum sem við sjáum um, það er langmest borð- að af þeim. Enda er þetta toppvara, mínir hrúts- pungar sem ég geri sjálf- ur.“ Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múlakaffi. Uppáhaldsþorramatur Jóhannesar Stefánssonar Morgunblaðið/Heiddi Hrútspungarnir langbestir Þorramatur Jóhann- es Stefánsson með þorramatinn sinn. peningarnir frá okkur skiptu máli, við höfum verið að byggja skóla í sam- vinnu við heimamenn sem stjórnvöld taka svo yfir því við erum ekki að reka skólana. Við leggjum sérstaka áherslu á að ná til barna sem eru ekki í skóla, þá sérstaklega stúlkna, bæta kennslu og kennsluumhverfi, við höf- um verið með þjálfunarnámskeið fyr- ir kennara og skólayfirvöld og margt fleira. Það er langtíma starf að að- stoða fólkið að snúa til baka úr flótta- mannabúðum og fara til síns heima. Fólk er mikið að byrja upp á nýtt og við sjáum að það sem við erum að gera skiptir gífurlegu máli en það er mikið sem á eftir að gera og þarf að gera.“ Barnaheill á Íslandi hafa skuld- bundið sig til að styðja við mennt- unarverkefnið í Norður-Úganda til loka ársins 2012. Petrína segir Úganda vera fjar- lægt fólki hér og með Afríkudögum vilji þau vekja athygli á álfunni og benda á það sem hún hefur upp á að bjóða sem er mjög margbreytilegt. Reuters Eyðilegging Drengur gengur yfir land sem hefur orðið fyrir aurskriðu í Bududa, sem er um 400 km fyrir austan Kampala höfuðborg Úganda. Dagskrá Afríkudaga má sjá á vefsíðunum www.barnaheill.is og www.africa.is. Kannanir hafa verið gerðar á mat- aræði fólks hér á landi, síðast árið 2002 og þar á undan 1990. Nið- urstöður frá 2002 voru þær að landsmenn borðuðu minna af harðri fitu, minna af fiski og mjólkurvöru en samkvæmt fyrri könnun. Mest áberandi var mikill munur á milli aldurshópa, eldra fólks og ung- linga. Unglingarnir borðuðu örlítið brot af þeim fiski sem eldra fólk borðaði en unglingar borðuðu margfalt meira en gamla fólkið af pizzum, pasta og gosdrykkjum. Sykurneysla var miklu meiri hjá ungu fólki en því eldra. Árið 1990 hafði munurinn verið mestur í mataræði höfuðborgarbúa og landsbyggðarfólks. Ólíkt fæði unglinga og eldra fólks KANNANIR SÝNA MUN Á ALDURSHÓPUM Í mjög fáum tilvikum hefur of stór skammtur af koffíni leitt til dauða, segir á vefsíðu The New York Times í svari við spurningu um hvort of mikil kaffi- drykkja geti dregið fólk til dauða. Það yrði mjög erfitt, jafnvel ómögulegt, að innbyrða nægilega mikið koffín til að drepa sjálfan sig með því eingöngu að drekka venjulegt kaffi. Venjulegur kaffibolli inniheldur 60 til 120 millg- römm af kaffíni. Ef gert er ráð fyrir að koffíninnihald sé mjög mikið og ban- vænn skammtur sem til þarf mjög lít- ill þarf samt að drekka að minnsta kosti 42 kaffibolla í senn til að eiga von á því að detta niður dauður af kaffidrykkju. En finna má koffín í stærri skömmtum í orkudrykkjum, lyfjum og jurtavörum. Styrkur koffíns í blóðplasma sem er meiri en 15 milligrömm í hverjum lítra af blóði getur valdið eituráhrifum. Of- skömmtun af koffíni er algengur vald- ur eitrunar, en um 4183 slík tilvik voru tilkynnt til eiturefnamiðstöðvar Am- eríku árið 2007. Aðeins eitt dauðsfall var skráð. Þegar koffín drepur eru ástæðurnar oftast óeðlilegur hjart- sláttur, flog og að kafna í eigin ælu. Getur kaffidrykkja dregið til dauða? Kaffi Óhollt? Heilsa Safnaðu litlum listaverkum ódýrt alla daga Grillaður kjúklingur og Pepsi eða Pepsi Max, 2 l 1198kr.tvennan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.