Morgunblaðið - 26.01.2011, Page 16

Morgunblaðið - 26.01.2011, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ HæstirétturÍslandshefur dæmt almennar kosningar í land- inu ógildar. Það er einstakt í sögu þjóðarinnar, þótt einstakar svæðisbundnar kosningar hafi hlotið þau ör- lög, eins og dómurinn bendir raunar sjálfur á. Úr dóminum má lesa tvær meginniður- stöður. Önnur snýr að lög- gjafanum og hin að fram- kvæmdavaldinu sem undirbjó kosningarnar undir yfir- stjórn ríkisstjórnarinnar. Hæstiréttur segir: „Það fell- ur í hlut löggjafans að setja skýrar og ótvíræðar reglur um framkvæmd opinberra kosninga þar sem tekið er réttmætt tillit til aðstæðna sem leiða af sérstöku eðli þeirra.“ Af ýtarlegum dómi Hæstaréttar má ráða að mjög hafi þótt skorta á þessa frum- forsendu. Og þá kemur hinn meginþátturinn sem Hæsti- réttur tekur til. Þar sem löggjafinn brást leitaðist umsjónaraðili kosn- inganna við að bæta úr því sem áfátt var. En það dugði ekki. Hæstiréttur segir: „Það var á hinn bóginn ekki á færi stjórnvalda að víkja frá skýr- um fyrirmælum laga um framkvæmd þeirra vegna fjölda frambjóðenda eða nýs verklags sem hentugt þótti vegna rafrænnar talningar atkvæða.“ Alvarlegar athugasemdir Hæstaréttar lúta vissulega hver og ein að einstökum framkvæmdaratriðum kosn- inganna. En af dómnum má ráða að þar leitist starfsmenn framkvæmdavaldsins við að leysa úr þeim annmörkum sem handvömm lagasetning- arvaldsins hafði skapað. En „það var ekki á þeirra færi“ sagði Hæstiréttur. Sagt er um Hæstarétt að hann geri ekki að gamni sínu og sé seinþreyttur til vand- ræða. Úr ýtarlegu áliti hans má lesa að hefðu annmarkar hins kærða máls verið smá- vægilegir þá hefði rétturinn látið við það sitja að gera að- finnslur við slíka fram- kvæmd. En rétturinn metur hina fjölmörgu galla við laga- umhverfi kosninganna og framkvæmd þeirra heild- stætt og „kemst því ekki hjá“, eins og hann segir sjálfur, að ógilda þær. Réttinum er það bersýnilega óljúft, en þó er það ágreiningslaust í fjöl- skipuðum dómi að hann „komist ekki hjá því“. Líklegt er að þar hafi varðað miklu að rétt- urinn telur að númeramerking atkvæðaseðlanna stangist á við bein lagafyrirmæli og þau lagafyrirmæli séu í „sam- ræmi við grundvallarákvæði stjórnarskrárinnar um opin- berar kosningar“. Það verður að hafa í huga að kosningin sneri að því að kjósa til sér- staks stjórnlagaþings, sem svo var kallað, sem leggja átti til breytingar á stjórnar- skránni. Það hefði verið sér- kennileg byrjun að líða það að slík kosning bryti í bága við „grundvallarákvæði stjórnarskrárinnar“ sjálfrar. Það gat Hæstiréttur landsins ekki verið þekktur fyrir. Viðbrögðin við hinum miklu tíðindum sem dómur Hæstaréttar sætir eru ekki öll á eina lund. Ólöf Nordal alþingismaður gerði í þing- ræðu glögga grein fyrir hinni þungu alvöru sem dóms- úrlausninni fylgir. Það gerðu fleiri þingmenn einnig. En viðbrögð forsætisráðherrans, sem ber mesta ábyrgð á laga- setningarklúðrinu og klúðri framkvæmdavaldsins sem í kjölfarið kom, voru öldungis fráleit. Ekki kom fram að ráðherrann hefði skoðað sína stöðu eftir hina miklu ofaní- gjöf, sem flestum mun þó væntanlega þykja eðlilegt. Ráðherrann sagði að þjóðin ætti að fá sitt stjórnlagaþing. En þjóðin sýndi það með ótrúlega dræmri kosn- ingaþátttöku sinni í hinum ógiltu kosningum að hún hefur engan áhuga á þessu gæluverkefni ráðherrans. Aðeins 2% landsmanna telja að þetta fyrirbæri hafi þýð- ingu fyrir sig. Þegar er búið að henda hálfum milljarði króna út í buskann úr gal- tómum ríkissjóði. Er ekki mál að linni? Einn frambjóðandi til stjórnlagaþingsins, Pawel Bartozek, hafði á hinn bóginn þetta að segja: „En við búum í réttarríki og mér sýnist að allir dómarar séu sammála um þessa niðurstöðu og að það má segja að það hlýtur að vera betra að búa í ríki þar sem dómarar fá þó að komast að þeirri niðurstöðu að kosn- ingar séu ógildar, heldur en að búa í ríki þar sem það ger- ist aldrei.“ Þótt Hæstarétti hafi verið óljúft að þurfa að ógilda hina kærðu kosningu er vafalaust að virðing hans vex. Það þarf mjög mikið klúður svo Hæsti- réttur telji sig knú- inn til að ógilda al- mennar kosningar} Hæstiréttur talar Þ að eru milljónir íbúða lausar á Spáni, þrjár milljónir að minnsta kosti. Ég var staddur í Barcelona um daginn og spurði einn viðmælanda minn að því hve margar þeirra íbúða væru þar í borg. Hann yppti öxlum og sagði að það vissi enginn, allra síst bankarnir sem ættu í obb- ann af því húsnæði, að hans sögn, sem byggt hefði verið síðasta áratug eða svo. Þær væru þó margar, mjög margar. Það standa og margar nýbyggingar auðar í Barcelona vegna þess að bankarnir vilja ekki leigja húsnæðið út, þeir vonast til að hægt verði að selja það hærra verði ef það er ónotað og eins vilja þeir ekki sitja uppi með leigjendur þegar kúnninn birtist loks. Í borginni er líka grúi gam- alla íbúða sem standa tómar, stundum vegna þess að eigandi stigagangs er að bíða eftir því að síðustu leigjendurnir hverfi á brott svo rífa megi húsið og byggja nýtt eða endurnýja íbúðirnar og leigja á hærra verði. Fyrir vikið er erfitt að finna húsnæði þar í borg, þ.e. ef maður er að leita að löglegu húsnæði, og það er mjög dýrt. Sagt hefur verið að eftir helstu helgistund hippatímans, rokkhátíðina í Woodstock í ágúst 1969, hafi gestirnir farið heim, þvegið sér og greitt og farið að vinna fyrir pabba eða í skólann að nýju – orðið kótelettukarlar og -kerlingar. Áþekkt er því farið í Barcelona, og eflaust fleiri borgum Spánar, en aðallega þó þar – miðstéttarunglingar víða að úr Norður- og Mið-Evrópu koma þar suður, gerast hústöku- fólk um stundarsakir og slæpast á Plaza Real eða Plaza Trippy (sem heitir reyndar Plaza de George Orwell á kortum). Þessi ungmenni hafast við í yfirgefnum íbúð- um, eða leggja undir sig gömul bíó, aflóga versl- anir, skóla eða jafnvel leikhús. Skammt frá þar sem ég dvel helst þá er ég er í Barcelona er til að mynda gamalt leikhús, sögulegt segja inn- fæddir, þar sem gengi ungmenna hefur hafst við undanfarin ár, ekki sömu ungmennanna reyndar, en áþekkra. Stundum stinga þau sér jafnvel inn í íbúðir á meðan fyrri íbúar eru í sumarfríi – ég heyrði sögu af slíku þar sem íbúi kom heim eftir langt ferðalag til heimaslóða sunnar á Spáni og þá voru komnir aðrir íbúar í íbúðina og stórmál að koma þeim út, tók margar vikur. Oft eru hústökumenn mislöglegir innflytj- endur sem eru að reyna að koma undir sig fótunum, en stundum ógæfufólk, eins og það var kallað í eina tíð, utan- garðsfólk og vandræðapésar sem ekki helst á fé eða hús- næði vegna neysluvandamála eða annarrar óreglu. Flestir eru þó eins og hverjir aðrir ferðamenn, en kjósa að fara aðra leiðir, stinga sér inn í menningarkima, finna sem ódýr- ast húsnæði, lifa spart, vinna jafnvel á bar eða aðra svarta láglaunavinnu og kynnast borginni á annan hátt en þær milljónir sem þangað koma á hverju ári víða að. Þegar fríið er búið, gjarnan þegar fer að kólna á haustin, er svo kominn tími til að fara heim, taka upp þráðinn í skólanum eða leita sér að vinnu sem hæfir háskólagráðunni. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Sumarfrí hústökumannsins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Á kvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosningar til stjórnlagaþings er af- dráttarlaus. Annmarkar, í sumum tilfellum veru- legir, þykja hafa verið á mörgum þátt- um framkvæmdarinnar og því rétt að ógilda hana. Í ákvörðun sinni tekur Hæstiréttur til nokkurra atriða. Núm- erun kjörseðla og dreifing gerði það að verkum að í sumum tilfellum mátti rekja kjörseðil aftur til kjósandans sem hann fyllti út. Pappaskilrúm sem notuð voru töldust ekki kosninga- klefar í skilningi laga þar um, og kjós- endum í lófa lagið að sjá hverjum næsti maður greiddi atkvæði sitt. Þessu til viðbótar uppfylltu kjör- kassar ekki skilyrði laga um að unnt væri að læsa þeim. Þá var því hægt að opna án mikillar fyrirhafnar og kom- ast þannig í kjörseðla. Þessi þrjú at- riði teljast, samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar, hafa dregið úr öryggi og leynd kosninganna. Númerun kjör- seðlanna er talin hafa farið í bága við ákvæði um leynilegar kosningar, og vísar Hæstiréttur til grundvallar- ákvæðis stjórnarskrárinnar um opin- berar kosningar. Dómarar samhljóða að mestu Það að frambjóðendum skuli ekki hafa verið heimilað og gert kleift að hafa umboðsmann sinn viðstaddan kosninguna sjálfa og síðan talningu er talinn verulegur annmarki á fram- kvæmd kosninganna. Talningin fór ekki fram fyrir opnum dyrum, og samkvæmt upplýsingum frá lands- kjörstjórn lék vafi á því hvað stóð á 13- 15% kjörseðla. Í því ljósi hafi það verið sérstaklega mikilvægt að kjósendum væri gert kleift að hafa umboðsmann viðstaddan þegar skorið var úr um vafaatriði. Um þessi atriði voru allir dómarar sammála í ákvörðun sinni. Ofantöldu til viðbótar töldu fjórir dómarar af sex að farið hefði verið í bága við lög um meðferð kjörseðla, þar sem ekki hefði verið heimilað að brjóta þá saman áður en þeir voru settir í kjörkassa. Kosningalög kvæðu á um að þetta þyrfti að gera, en í lög- um stjórnlagaþing væri ekki „vikið berum orðum frá þessari reglu svo einfalt sem það hefði verið ef vilji hefði staðið til þess“. Hæstiréttur metur framangreinda annmarka heildstætt og er það niðurstaða hans að „vegna þeirra verði ekki hjá því komist“ að ógilda kosninguna. Nóg til að ógilda kosninguna Málsástæður og lagarök þeirra sem kærðu kosninguna voru hins vegar fleiri. Hæstiréttur ákvað fyrr í mánuðinum að sameina mál þeirra Óðins Sigþórssonar, Skafta Harð- arsonar og Þorgríms S. Þorgríms- sonar þar sem þau lytu öll að al- mennri framkvæmd kosninganna og vörðuðu ekki sérstaka hagsmuni þeirra að lögum. Hæstiréttur tekur eins og áður segir beina afstöðu til kæruatriðanna, sem hann metur ámælisverð eða verulega ámælisverð. Þeim til viðbótar var það kært að kjósendur skyldu vera sviptir rétti til að kjósa í annarri kjördeild en þar sem þeir væru heimilisfastir. Þá var það kært að kjörbréf hefðu verið send út til fulltrúa sem ekki hlutu tilskilinn sætishlut og jafnframt að talning hefði farið fram í vélum. Engin vissa hefði verið fyrir því að talning vélanna hefði verið rétt framkvæmd. Ætla má að Hæstiréttur hafi metið það svo að þau atriði sem afstaða var tekin til hafi nægt til þess að komast að þeirri niður- stöðu að ógilda bæri kosn- inguna. Verulegir annmarkar á lögum og framkvæmd Í niðurlagi ákvörðunar Hæsta- réttar er vikið að því hlutverki löggjafans að setja „skýrar og ótvíræðar reglur um fram- kvæmd opinberra kosninga“ og í framhaldinu skerpt á því að það sé ekki framkvæmdaraðila kosninganna að bæta fyrir það sem upp á vantar í löggjöfinni. Segja má að ákvörðunin í heild leiði það í ljós, og sé áfell- isdómur yfir því að einmitt þetta hafi átt sér stað, að fram- kvæmdaraðilinn hafi leitast við að „redda“ því sem upp á vantaði í löggjöfinni, og í sumum tilfellum hreinlega farið í bága við þau lög sem gilda almennt um kosningar, þar sem umfang, eðli og fyrirkomulag kosninganna nú hafi verið annað en áður hafi þekkst. Óskýrt og tvírætt ÁFELLISDÓMUR Garðar Gíslason Gunnlaugur Claessen Jón Steinar Gunnlaugsson Páll Hreinsson Viðar Már Matthíasson Árni Kolbeinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.