Morgunblaðið - 26.01.2011, Side 20

Morgunblaðið - 26.01.2011, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011 Stórt skarð hefur verið höggvið í hóp okkar þýðenda við Stöð 2 við fráfall félaga okkar Guðmundar Þorsteinssonar. Guð- mundur starfaði sem þýðandi fyrir Stöð 2 frá fyrstu dögum sjónvarps- stöðvarinnar og dró vagninn á mót- unarárum félags okkar og starfs- greinar, lengi sem formaður. Hann bar hagsmuni sjónvarpsþýðenda mjög fyrir brjósti því hann taldi rétti- lega að hagsmunum áhorfenda og móðurmálsins væri best borgið með sem bestum þýðingum. Guðmundur var sjálfur mikilvirk- ur og vandvirkur þýðandi og hafði gott lag á að gera nákvæman, skýran og lipran skjátexta. Hann naut mik- illar virðingar fyrir verk sín, bæði í okkar hópi og meðal annarra þýð- enda, og var okkur öllum bæði hvatn- ing og fyrirmynd í starfi. Guðmundur hafði víðtæka reynslu sem nýttist honum vel við störf sín og var ósínkur á góð ráð þegar því var að skipta. Alltaf var gott að leita til hans eins og við getum mörg borið vitni um. Guðmundur var maður sem tekið var eftir hvar sem hann kom, hraust- legur útivistar- og íþróttamaður, og við höfðum einhvern veginn reiknað með því að hann yrði við hlið okkar um ókomin ár. En svo fór ekki og nú er komið að kveðjustund. Við kveðjum kæran vin og félaga og sendum eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Maðurinn kvaddi en minn- ingin lifir. F.h. félags þýðenda við Stöð 2, Úlfar Sigmarsson. Sjónvarpsþýðingar á Stöð 2 urðu til þess að leiðir okkar Guðmundar Þorsteinssonar lágu saman um tíu ára skeið. Ég var nýkominn til starfa sem verkstjóri á þessu sviði og því enn blautur á bak við eyrun þegar Díana blessunin prinsessa fór í sína hinstu bílferð í París í ágústlok 1997. Mikil dagskrárgerð fór þegar í gang í Bretlandi fyrir langa og mikla minn- ingarathöfn sem að vonum var ekki haldin með neinum fyrivara. Ákveðið Guðmundur Þorsteinsson ✝ Guðmundur Þor-steinsson fæddist í Reykjavík 1. október 1942. Hann lést 16. janúar 2011. Útför Guðmundar fór fram í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 25. janúar 2011. var að sýna margra klukkutíma athöfnina á Stöð 2. Bretarnir birtu skrá yfir biblíutexta, og fleira sem stóð til að nota, seinnipart dags, athöfnin daginn eftir og nú varð veskú að snara haugnum yfir á ís- lensku. Eitthvað var þýðendahópurinn fálið- aður þessa síðsumar- daga. Í vandræðum mínum hringdi ég í Guðmund og bað hann fyrir verkið. Þögnin í símanum var svo stutt að það var varla að hún væri þögn og eftir and- artaksumhugsun tók Guðmundur því sem næst óvinnandi verkið að sér. Ég skutlaði til hans Biblíulyklinum og hann vakti til morguns yfir verkefn- inu. Mér finnst þessi björgunarleiðang- ur Guðmundar lýsa honum vel. Hann var víkingur til verka, óverkkvíðinn og bóngóður. Guðmundur var ákveð- inn og gat verið fastur fyrir ef því var að skipta. Hann var hreinn og beinn og fyrir bragðið var samstarf okkar ekki bara hnökralaust heldur alltaf ánægjulegt þar til ég hvarf til annarra starfa. Um leið og ég minnist góðs og öflugs vinnufélaga sendi ég Ásthildi, börnum þeirra og öðrum ástvinum samúðarkveðjur. Hjörleifur Sveinbjörnsson. Ég kynntist Guðmundi fyrst þegar ég átti því láni að fagna að spila körfu- bolta með ÍR sem á þeim tíma hafði á að skipa úrvals leikmönnum og var Guðmundur einn þeirra. Snemma eða um 18 ára aldur var hann ekki aðeins einn af burðarásum félagsliðs síns heldur hafði hann unnið sér fastan sess í landsliði Íslands sem hann hélt þar til hann þurfti að berjast við erf- iðan sjúkdóm. Þá baráttu tókst hon- um að sigra þótt það væri ekki átaka- laust. Seinna unnum við saman hjá Úr- vali-Útsýn þar sem hann var einn af yfirmönnum ferðaskrifstofunnar og sýndi þá að hæfileikar hans voru ekki einskorðaðar við íþróttirnar. Þegar við nokkrir félagar héldum áfram að spila körfubolta okkur til ánægju á efri árum var Guðmundur fljótlega fenginn til að slást í hópinn og spilaði hann með okkur í nokkur ár og sýndi þá oft gamla takta. Það var þó núna seinustu árin sem við höfum átt hvað ánægjulegustu samskipti eftir að við breyttum um takt og fórum að spila golf. Þar sýndi Guðmundur hve mikill heiðursmaður hann var enda var hann í fararbroddi um samstarf og félagslíf okkar. Hans verður sárt saknað á þeim vettvangi. Við hjónin sendum eiginkonu hans og börnum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Haukur Hannesson. Á lífsleiðinni fáum við tækifæri til þess að kynnast og njóta samveru með mörgum einstaklingum í leik og starfi. Þegar við horfum til baka mun- um við misvel eftir þessu fólki. Sum- um einstaklingum förum við framhjá eins og rafmagnsstaurum við þjóð- veginn. Þeir gleymast um leið og þeir eru að baki. Aðrir verða ljóslifandi alla tíð eins og fallegir staðir í landslagi. Einn af þessum eftirminnilegu ein- staklingum á lífsbraut minni er Guð- mundur Þorsteinsson. Við áttum afar gott samstarf í Hildu hópnum sem vann með Tómasi Holton og Hönnu Jóhannsdóttur að uppbyggingu Hildu ævintýrisins. Á þeim 9 árum sem ég starfaði við fyrirtækið sextánfaldaðist útflutningur ullarfatnaðar fyrirtækis- ins í dollurum talið hægt og vörurnar voru fluttar út til fjölda landa. Það þurfti samhentan og góðan hóp starfs- fólks til að ná slíkum árangri. Guð- mundur var traustur maður í þeim hópi. Hann stýrði m.a. framleiðslu- skipulagningunni og útflutningsdeild- inni og tók þátt í söluferðum. Það var mikið verk að skipuleggja framleiðsl- una. Sölustarfsemin erlendis fór af stað í janúar og mest var afhent síðari hluta sumars og haust en saumastof- urnar þurftu verkefni allt árið. Þegar mest var umleikis voru undirverktak- ar Hildu hf. í framleiðslunni um 12 vítt og breitt um landið auk eigin sauma- stofu ef ég man rétt. Við Guðmundur áttum afar gott samstarf. Hann tók að sér erfið verk- efni og leysti þau farsællega af hendi og um þau þurfti ekki að hafa mörg orð. Hann var afar vel skipulagður í verkum sínum og ekki verkfælinn. Guðmundur hafði sín sérkenni eins og við öll. Hann var mikill skapmaður og ég áréttaði oft við hann að ef hann reiddist eða sárnaði við samstarfsfólk sitt ætti hann að telja upp að 10 áður en hann segði eitthvað. Þegar hann náði að bíða og telja gekk allt vel. Guð- mundur var afar traustur. Hann er einn af þeim einstaklingum í lífi mínu sem ég setti í hóp þess fólks sem ég myndi treysta fyrir miklum fjármun- um til varðveislu og biðja um að þeim yrði skilað til mín á tilteknum degi. Ég myndi ekki einu sinni biðja um kvitt- un. Samskiptin eftir að ég hætti störf- um hjá Hildu hf. vorum einkum þegar ég mætti þeim hjónum á skokkferðum mínum í Elliðaárdalnum meðan þau bjuggu í Breiðholtinu. Þau hjónin voru dugleg að ganga um dalinn. Tvennt finnst mér standa upp úr í þeim samræðum. Annars vegar hve Guðmundur var stoltur af börnum sínum og fjölskyldu og hitt að hann minntist oft á að árin hjá Hildu hf. hefðu verið ánægjulegasti starfstími ævi sinnar. Megi Guð blessa minningu um góð- an dreng. Við Elín sendum Ásthildi og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Þráinn Þorvaldsson. Guðmundur Þorsteinsson sem nú er fallinn frá hafði þýðingar fyrir Stöð 2 að aðalstarfi. Þar var hann í góðum hópi fólks sem hefur annast þennan mikilsverða þátt sjónvarpsvinnslunn- ar af alúð, smekkvísi og elju allt frá því stöðin tók til starfa 1986. Guðmundur var einstaklega bón- góður og afkastamikill þýðandi. Í sjónvarpi gerast hlutirnir hratt og fyrir kemur að þýðendur hafa nauman tíma til að ljúka sínu verki en alltaf var Guðmundur tilbúinn að taka á sig aukaverkefni þótt tíminn væri naum- ur. Ég veit ég mæli fyrir munn vinnu- félaga minna á deildinni, sem og margra annarra innanbúðarmanna hér á Stöð 2 sem kynntust Guðmundi í gegnum árin, þegar ég kveð hann með væntumþykju og eftirsjá. Fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd starfsfólks flutnings- og þýðingardeildar Stöðvar 2, Ástþrúður Sif Sveinsdóttir. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VAGN KRISTJÁNSSON, Boðaþingi 7, Kópavogi, áður Fellsmúla 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 20. janúar. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 28. janúar kl. 11.00. Svana H. Björnsdóttir, Kristján Vagnsson, Hólmfríður Ingvarsdóttir, Björn Vagnsson, Stefán Vagnsson, Guðveig S. Búadóttir, Hreinn Vagnsson, Guðrún Sverrisdóttir, Birgir Vagnsson, Kristín Kristinsdóttir, Gunnar Vagnsson, Elísabet H. Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐBJÖRNSSON bifreiðarstjóri, Sóleyjarima 11, lést á Landspítala Landakoti sunnudaginn 23. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Þórdís Haraldsdóttir, Ingveldur J. Gunnarsdóttir, Kristján Á. Gunnarsson, Hafdís Jónsdóttir, Hilmar B. Gunnarsson, Haraldur Gunnarsson, Katrín Steingrímsdóttir, Gunnar G. Gunnarsson, Jóna Kr. Rögnvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, JÓNAS MAGNÚSSON húsasmíðameistari, áður til heimilis að Rauðalæk 32, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 22. janúar. Sigríður Þorkelsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN SALVÖR BJÖRNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 14. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunnhild Ólafsdóttir, Finnbogi G. Kristjánsson, Edda Ólafsdóttir, Ágúst Þórðarson, Jóhanna Guðnadóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVARÐUR GUÐJÓNSSON fyrrv. framkvæmdastjóri frá Hesti í Önundarfirði, Fannborg 8, Kópavogi, andaðist mánudaginn 24. janúar. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 31. janúar kl. 15.00. Marta Bíbí Guðmundsdóttir, Ásgeir H. Þorvarðarson, Sólveig Hrafnsdóttir, Sveinfríður G. Þorvarðardóttir, Herluf M. Melsen, R. Svanhvít Þorvarðardóttir, Arnar Ingólfsson, Hjördís Erlingsdóttir, Jóhanna Erlingsdóttir, Sigurður Hjálmarsson, Geirný Ósk Geirsdóttir, Erik Stöhle, afabörn og langafabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI HELGASON frá Neðri-Tungu, Þórsgötu 1, Patreksfirði, lést aðfaranótt sunnudagsins 23. janúar. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugar- daginn 29. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnadeildina Unni, Patreksfirði. Anna Hafliðadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Maðurinn minn, FRIÐFINNUR FRIÐFINNSSON frá Baugaseli, Tjarnarlundi 13c, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn 23. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Rannveig Ragnarsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.