Morgunblaðið - 26.01.2011, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.01.2011, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011 ✝ Karen Mist Krist-insdóttir fæddist á Landspítalanum 31. október 2010. Hún lést á heimili sínu, Bjargarstíg 16, 23. desember 2010. Foreldrar hennar eru Jóhanna Sigurð- ardóttir, f . 30.8. 1993, og Kristinn Ægir Ægisson, f. 19.3. 1992. Jóhanna er dóttir Svövu Krist- ínar Ingólfsdóttur, f. 17.2. 1963, og Sig- urðar Baldurssonar, f. 15.6. 1960. Foreldrar Kristins eru Ragnheiður Spence, f. 21.9. 1960, og Ægir Þór Harðarson, f. 13.8. 1961. Bróðir Kristins er Sigurður Bene- diktsson, f. 12.3. 1984. Systir Jóhönnu er Elín Edda Sigurð- ardóttir, f. 17.8. 1989, sambýlismaður Elínar er Kjartan Oddason, f. 20.9. 1990. Foreldrar Svövu Kristínar eru Elín Magnúsdóttir, f. 4.8. 1944, og Ingólfur Kristmundsson, f. 21.6. 1944. Útför Karenar fór fram í kyrr- þey frá Fossvogskapellu 3. janúar 2011. Frá mömmu. Karen Mist mín. Þegar ég komst að því að ég ætti von á þér fylltist ég hamingju, gleði og tilhlökkun. Ég og pabbi þinn byrjuðum strax að hugsa um nafn og þegar þú varst búin að vera þrjá mánuði í maganum á mér fundum við nafn …Karen Mist! Við pabbi þinn héldum þessu nafni leyndu þangað til í skírninni þinni, það var langur tími en þess virði. Þú varst svo virkilega velkomin í fjölskylduna Karen mín. Það tók mig nokkurn tíma að fæða þig ástarblómið mitt, hálfan sólarhring, en það var þess virði því að þegar ég fékk þig í fangið ástin mín þá fylltist ég öll af hamingju og móðurást. Ég var strax svo montin af þér og stolt. Ég sá strax að þú líktist föður þínum meira en mér og mér fannst það æðislegt. Þegar allar vinkonur mínar komu til mín á sjúkrahúsið montaði ég mig af því að þú værir með mína spékoppa og mín eyru. Svo kom seinna í ljós að þú varst með blandað nefið mitt og pabba þíns. Frá fyrsta degi vaktir þú gleði og hamingju. Það vantaði ekki kraftinn í þig litla elskan mín sem ég elska svo heitt. Sterklega tókst þú í fing- urinn okkar og þú varst farin að stíga pínulítið í fæturna þótt smá værir, þér haldið uppi og þú reynd- ir að lyfta þér upp þegar þú lást á maganum. Þú varst elskuð og ert elskuð af hjartans kærleika, þú varst og ert hamingjan í lífi okkar, það merki- legasta og besta sem fyrir okkur hefur komið. Þú gafst líf í okkur foreldrana og gafst ástvinum nýjan lit og því er hættan sú að við finn- um fyrir minni tilgangi eftir að þú fórst. Ég man þegar ég klæddi þig í falleg föt, mér fannst svo gaman að hafa þig fína … minningarnar um það þegar þú gerðir stút á munninn og horfðir til hliðar, settir upp svip- inn sem þú fékkst frá honum pabba þínum, svipinn sem Kiddi setur upp ósjálfrátt. Þær dýrmætu minningar um þig, Karen okkar, sem sumar náðust á mynd, voru meðal annars um það þegar við hugguðum þig, svæfðum þig, þegar þú grést og brostir, þeg- ar þú hélst sterkt um fingurinn á okkur, á meðan þú svafst, eða kúrð- ir með okkur en … það er svo miklu meira af minningunum sem við geymum bara með okkur. Fallega mín, Karen Mist með dökka hárið, dökku augabrúnirnar, dökku augnhárin, með bláu augun og spékoppana, ég elska þig meira en allt sem til er og ég sakna þín hrikalega mikið. En ég veit að þú kemur stundum til mín frá himna- ríki og ert hjá mér og stundum huggarðu mig og þá siturðu við öxl- ina á mér og segir: Þetta er allt í lagi mamma mín. En ég kem til þín þegar ég dey og það verður æð- islegt að hitta þig ástin mín. Knúsar og kossar … endalaust af þeim. Þín mamma. Karen Mist mín, þú varst ynd- islega falleg stelpa. Þú munt alltaf fylgja mér og það var þér að þakka að ég ákvað að verða betri manneskja og ég vil trúa að þú sért þarna uppi að horfa á pabba þinn. Ég vil að þú getir sagt: „Þetta er sko pabbi minn“ með stolti við hin englabörnin sem eru þarna uppi. Ég sakna þín mikið og vildi að ég hefði eytt miklu meiri tíma með þér áður en þú fórst. Ég vildi að ég hefði eytt öllum mínum stundum með þér en fortíð- inni er ekki hægt að breyta svo nú er það að halda áfram og gera framtíðina betri. Ég man hvað það var oft gaman hjá okkur, t.d. þegar við dönsuðum við jólalögin og ég lét þig hálfpart- inn standa á borðinu og dansa við „Jólahjól“, þú varst svo skondin á svipinn þegar ég gerði það og við Jóhanna fórum alltaf að hlæja þá. Við áttum margar gleðistundir og þó ég hafi stundum verið þreyttur þegar þú grést á nóttunni þá fannst mér gráturinn fallegur og krútt- legur, ég mun alltaf sakna grátsins þíns og táranna í augunum sem voru svo falleg. Ég mun líka sakna þess að taka þig upp og hugga þig og horfa á litlu tárin hvefa úr aug- unum og rólegheit færast yfir þig. Núna ertu í góðum höndum hjá Guði og hinum englabörnunum Ég segi ekki meira núna en ef mér finnst að ég hafi gleymt að segja eitthvað þá segi ég þér það bara í huganum, Karen Mist, og ég veit að þú heyrir í mér. Þinn pabbi. Litli engillinn minn, Karen Mist ömmustelpa. Hvað ég var glöð þegar ég frétti að þú værir á leiðinni til okkar, í maganum hennar mömmu þinnar sem líka er litla stelpan mín. Ég var bara svo feimin að viðurkenna það. Öllum fannst mamma þín svo ung en þú varst svo innilega velkomin til okkar. Ég hlakkaði svo til að fá þig að ég gat varla beðið. Svo komstu og ég var viðstödd þegar þú komst í heiminn. Yndislegur sólargeisli, ástin mín. Þvílík hamingja að fá þig, mjúka, fallega, dásamlega og ilmandi Kar- en Mist. Fullkominn sólargeisli. Veistu allt sem mig langaði til að gera með þér? Hvað ég hlakkaði til að ganga með þig í vagninum niður á tjörn og niður í bæ að monta mig af þér, elskan mín. Ég hlakkaði til að eiga þig alltaf. Ég þakka fyrir tímann sem ég átti með þér, þú svafst oft hjá mér á morgnana með mömmu þinni og oft fékk ég að hafa þig alveg ein, passa þig og rugga þér og aldrei fékk ég nóg af því að kyssa þig og dást að þér. Nú ertu engill og hvílir hjá ömmu og afa mínum sem voru mér svo kær, þau passa þig núna hjá Guði og ég veit að Ólöf amma er líka hjá þér. Þú lifir ávallt í hjörtum okkar allra og fegurð þín gleymist aldrei, Karen Mist. Ég skal passa mömmu þína áfram og vonandi pabba líka. Guð geymi þig, ástin mín. Ég elska þig og við sjáumst síð- ar. Þín Svava amma. Okkar elsku Karen Mist. Þegar þú komst í heiminn voru allir mjög glaðir, þú varst mjög vel- komin. Við höfðum öll beðið spennt eftir þér og við urðum því mjög glöð þegar þú loks birtist í þennan heim 31.10.10. Þú varst sterk að sjá og hafðir góða matarlyst og svafst þess á milli. Við langamma vorum sérstaklega montin af þér og það voru okkar kærustu gleðistundir þegar þú komst í heimsókn í Grófarselið til okkar og líka þegar við komum til þín á Bjargarstíginn. Við vorum búin að setja saman rúm fyrir þig og þú varst búin að sofa þar aðeins. Langafi var mjög montinn af að fá að passa þig alveg einn eina kvöldstund rétt fyrir jólin í Gróf- arselinu þegar mamma þín var að þrífa heima og langamma var í kórnum sínum. Langafi blandaði mjólkina fyrir þig og þú drakkst af krafti, síðan fórstu að dotta á milli og síðan sofn- aðir þú og langafi breiddi varlega ofan á litla kroppinn þinn og lagaði undirlagið til að færi nú sem best um þig og þú svafst vært um stund. Þetta var í síðasta skiptið sem ég Karen Mist Kristinsdóttir Elsku Dúa amma. Nú ertu farin og það eina sem eftir stendur eru minningarnar um þá tíma sem við áttum sam- an. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að dvelja ungur hjá ykkur afa á Tannstaðabakka seinustu sumur ykkar þar og kynnast ykkur náið í leik og starfi við búskapinn. Ég var feiminn og óöruggur lítill drengur þegar ég kom fyrst norður, en þið voruð mér svo blíð og góð, svo ég átti mjög auðvelt með að kynnast ykkur og treysta. Þóra Guðrún Jósepsdóttir ✝ Þóra Guðrún fædd-ist á Vatnshóli í Lí- nakradal 2. mars 1924. Hún lést á líknardeild LSP, Landakoti, 4. jan- úar 2011. Útför Þóru Guð- rúnar fór fram í Stað- arkirkju 15. janúar 2011. Ég mun ávallt eiga góðar minning- ar um tíma okkar saman, eins og til dæmis þegar við fór- um í kapp að snúa við heyböggum á einu nýslegnu túninu. Bæjarferð- unum þegar við sungum saman í litla bláa Daihatsu Cha- rade-inum alla leið- ina til Hvamms- tanga. Það var mér mjög mikilsvert að þú skyldir ná að sjá litla drenginn minn sem fæddist núna um miðjan ágúst. Takk fyrir allt, elsku amma mín, ég mun ávallt bera mynd þína í minningum mínum og muna eftir blíðum og góðlátlegum hlátri þínum. Ég á þér mikið að þakka, þú hefur gert mig að betri manneskju. Björgvin Jóhann Jónsson. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem heiðruðu minningu og sýndu okkur samúð og stuðning við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og sambýliskonu, GYÐU STEINGRÍMSDÓTTUR, Fróðengi 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Karítasar, 11E Land- spítalanum við Hringbraut og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og umhyggju. Guð blessi ykkur öll. Kristjana Óladóttir, Þráinn Garðar Þorbjörnsson, Þórarinn Ólason, Eydís Unnur Tórshamar, Bjarni Elíasson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug, samúð og stuðning vegna andláts okkar elskulega GUÐMUNDAR EINARSSONAR. Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu, Land-spítala og öllum þeim sem önnuðust hann og sýndu honum alúð og umhyggju. Megi gæfa fylgja ykkur öllum. Fríða Björk Einarsdóttir, Kristjana Margrét Guðmundsdóttir, Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir, Einar Hafsteinn Guðmundsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra BALDURS BJÖRNSSONAR múrara. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilun- um Vífilsstöðum og Mörk fyrir frábæra umönnun sem léttu honum lífið síðustu æviárin. Guð blessi ykkur öll. Jóna Guðný Þorsteinsdóttir, Guðný Baldursdóttir, Kristbjörg Baldursdóttir, Guðmundur Baldursson, Björn Þór Baldursson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÖNNU GUÐNÝJAR HANNESDÓTTUR, Kolbeinsá, Hrútafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunarinnar á Hvammstanga fyrir góða umönnun, hlýju og vináttu. Hilmar Guðmundsson, Sigurrós Jónsdóttir, Agnar Guðmundsson, Sólveig Guðbjartsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Pálmi Sæmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Guðmundur Erlendsson, Sigfús Guðmundsson, Ingibjörg Karlsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HELGU BACHMANN leikkonu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 4. hæðar á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir einstaka alúð og umhyggju. Þórdís Bachmann, Hallgrímur Helgi Helgason, Sigríður Kristinsdóttir, Skúli Helgason, Anna-Lind Pétursdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Grímur Atlason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.