Morgunblaðið - 26.01.2011, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011
Svo leggur þú á höfin
blá og breið
á burt frá mér og
óskalöndum þínum…
(Davíð Stefánsson.)
Sigríður Ólafsdóttir tengdamóðir
mín er lögð upp í sína hinstu reisu.
Brottförin kom svo sem ekki á óvart:
„óminnishegri“ sá sem nefndur er
Alzheimers hafði rænt hana – hægt
en örugglega – mætti og rænu. Þrátt
fyrir að einhver nákominn hafi verið
ferðbúinn um nokkurt skeið kemur
það okkur hinum sem eftir erum allt-
af í opna skjöldu þegar eimpípan
hvín og fleyið leggur úr höfn „á höfin
blá og breið“.
Sigga, eins og hún var kölluð af
vinum, var mannkostamanneskja.
Hún var ein af alþýðuhetjum þessa
lands, vann verk sitt af alúð og barst
hvergi á. Hún var góðhjörtuð, gjaf-
mild, hjálpsöm og sanngjörn. Í þá
þrjá áratugi sem leiðir okkar lágu
saman varð ég aldrei var við að hún
Sigríður Ólafsdóttir
✝ Sigríður Ólafs-dóttir var fædd að
Reynisvatni 7. desem-
ber 1926. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 11. janúar
2011.
Útför Sigríðar fór
fram frá Hafnarfjarð-
arkirkju 18. janúar
2011.
léti hnýfilyrði falla um
nokkurn mann. Hún
var ávallt reiðubúin að
leita eftir því jákvæða í
fari samferðamanna
sinna, tilbúin að rétta
hjálparhönd og leysa
úr hvers manns vanda
án þess að ætlast til
nokkurs á móti. Hún
var glaðsinna og hafði
gaman af fólki. Meðan
hún var við fulla heilsu
var hún í „essinu“ sínu
þegar heimilið fylltist
af venslaliði og vinum
sem hún veitti af gjafmildi og
fölskvalaust.
Þegar ég og yngri dóttir þeirra
Siggu og Eyjólfs, eða Eyfa eins og
kunnugir nefna hann, vorum farin að
stinga saman nefjum var hann kom-
inn í land fyrir nokkru eftir farsælan
skipstjórnarferil og ók vörubíl og
hún starfaði við ræstingar. Ekki fór á
milli mála að þar var mikið ágætis-
fólk á ferðinni. Fyrstu búskaparár
okkar Þóru dóttur þeirra voru á loft-
inu hjá þeim Siggu og Eyfa. Eigum
við hjónaleysin þeim skuld að gjalda
fyrir þann rausnarskap sem þau
sýndu okkur í byrjun okkar sambúð-
ar.
Nokkru áður en Sigga og Eyfi
settust í helgan stein fengu þau sum-
arbústað austur í Grímsnesi í með-
gjöf þegar þau minnkuðu við sig hús-
næði í Keflavík. Þau tóku þegar
ástfóstri við þennan óvænta íveru-
stað. Um leið og voraði varð sum-
arbústaðurinn þeirra annað heimili.
Þar áttu þau margar af sínum betri
stundum hin seinni árin. Hann taldi
ekki eftir sér að bjástra við að staga í
girðingar og að standa í viðhaldi sem
aldrei sá fyrir endann á og hún við að
hlúa að gróðri og umhverfi.
Allar góðar sögur taka enda. Fyrir
nokkrum árum tók að halla heilsu-
farslega undan fæti fyrir Siggu og
urðu sumarbústaðarferðirnar
strjálli. Því varð úr að þau létu bú-
staðinn frá sér. Nokkru áður höfðu
þau brugðið búi og yfirgefið Keflavík
eftir áratuga heimilishald þar og
flust inn á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Eyfi hafði fram að því annast Siggu
af mikilli alúð og nærgætni, en nú var
svo komið að hún þarfnaðist stöðugr-
ar aðhlynningar fagfólks.
Ég votta Eyfa, börnum og barna-
börnum mína innilegustu samúð.
Harmur Eyfa er þó eðlilega mestur,
enda hefur hann misst kæran lífs-
förunaut sinn til sex áratuga. Starfs-
fólki Hrafnistu færi ég alúðarþakkir
fyrir þá umönnun sem Sigga hlaut og
þá hlýju sem henni og Eyfa hefur
verið sýnd af hálfu starfsmanna og
heimilisfólks Hrafnistu.
Ragnar Karlsson.
Elsku besta amma mín.
Með tárin í augunum og söknuði í
hjarta rifja ég upp allar þær ótal
minningar sem koma í huga mér þeg-
ar ég hugsa til þín. Ég á þér svo
margt að þakka. Allar þær óteljandi
stundir sem við áttum saman, ég og
þú. Þú gæddir æsku mína svo fal-
legum minningum, eitthvað sem ég
mun alltaf geta hlýjað hjarta mínu
með. Þið afi eigið svo stóran þátt í því
að æska mín var eins yndisleg og hún
var. Mikið var ég heppin að eiga þig
að, amma mín. Það sem einkenndi
þig var hversu ótrúlega blíð og góð
kona þú varst. Þú varst alltaf tilbúin
að gera allt fyrir okkur barnabörnin
og okkur öllum fannst ómetanlegt að
eiga stund með ykkur afa.
Ég mun aldrei gleyma hvað þú
hugsaðir alltaf vel um mig. Þær eru
næstum óteljandi næturnar sem ég
eyddi hjá ykkur afa, þá leyfðir þú
mér alltaf að vera í þinni holu því hún
var svo hlý og sængin þín sú allra
besta. Þér fannst ekkert annað koma
til greina en að þú svæfir í gesta-
herberginu. Afi sá svo um að fara
með bænir með mér og þú last fyrir
mig sögur af Shirley Temple, þó ég
væri komin vel á legg. Það var svo
auðvelt að láta sér líða vel hjá ykkur,
amma mín. Frá því að ég var lítil
stelpa sagðir þú mér frá því að þegar
þú myndir kveðja þetta líf þá fengi ég
hringinn þinn. Þú spurðir oft að
gamni þínu hvort ég hlakkaði ekki
mikið til að fá hringinn en ég svaraði
alltaf neitandi, því mér fannst svo
sárt að hugsa til þess að þú myndir
einhvern tímann kveðja þetta líf.
En svo kom kallið og ég gat ekki
hugsað mér neitt annað í veröldinni
en að halda í höndina þína þegar
stundin rann upp. Þegar ég horfi á
hringinn þinn á hendinni minni fyllist
ég þakklæti og hugsa til þín, amma
mín. Ég er svo stolt að vera nafna þín
og verð ávallt stolt af því. Ég elska
þig svo heitt, amma mín, og eins og
ég sagði við þig rétt áður en þú lést,
þá mun ég passa vel upp á hringinn.
Hann er mér ótrúlega kær. Takk fyr-
ir allt, amma.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Blessuð sé minning þín.
Þín stolta nafna,
Sigríður Kristín (Sirrý).
Elsku amma mín. Þegar ég vakn-
aði hinn 11. janúar var ég viss um að
þú værir hérna ennþá með okkur, en
svo var ekki. Ég var búin að ákveða
að kíkja á þig og kveðja þig því jú, ég
vissi að þetta voru þínir síðustu metr-
ar en því miður, ég var of sein.
Þegar ég hugsa til baka get ég
ekki annað en brosað vegna þess að
ég á svo ótal margar dásamlegar
minningar um þig frá því ég man eft-
ir mér. Þú varst algjör fyrirmynd-
aramma, alltaf bakandi og eldandi
með öll barnabörnin hjá þér og okkur
þótti það nú ekki leiðinlegt. Og svo
má alls ekki gleyma því hversu fín og
flott þú varst alltaf. Þú varst mér
alltaf svo trygg og góð og frá því ég
man eftir mér leit ég alltaf upp til þín.
Allar bústaðarferðirnar með þér
og Eyva afa voru svo notalegar og við
höfðum alltaf nóg að gera þar.
Elsku amma mín, það var rosalega
erfitt að kveðja þig. Þú varst orðin
mikið veik og núna veit ég að þér líð-
ur mun betur.
Ég kveð þig að sinni krútta mín,
takk fyrir allt.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Höf. ók.)
Þín
Thelma Rut.
Með söknuð og trega í hjarta
minnist ég kærrar mágkonu minnar,
Sigríðar Ólafsdóttur, en jafnframt
með þakklæti. Þakklæti fyrir allt það
sem hún var mér og minni fjölskyldu.
Sigga mágkona, eins og hún var
ávallt kölluð á okkar heimili, var mik-
il mannkostakona. Ég var unglingur
þegar bróðir minn kynnti þessa
myndarlegu stúlku fyrir fjölskyld-
unni. Þótt svolítill aldursmunur væri
á okkur urðum við strax mjög nánar
og átti ég eftir að leita oft til hennar.
Hún skildi mig, unglinginn, miklu
betur en allir aðrir. Þess vegna eyddi
ég mörgum stundum á heimili bróð-
ur míns og hennar og þar sem bróðir
minn var langdvölum á sjónum urð-
um við enn nánari. Eftir að við stofn-
uðum fjölskyldu, ég og minn maður,
og börnin fæddust hvert af öðru var
ávallt mikill samgangur milli heim-
ilanna. Börnin fengu stundum að
gista sitt á hvað og mikil tilhlökkun
var á heimilinu að fara „suður“ í
heimsókn.
Mágkona mín var mikil kærleiks-
manneskja. Mátti ekkert aumt sjá og
gilti það sama um menn og málleys-
ingja. Hún hafði svo góða nærveru að
öllum leið vel í kringum hana. Aldrei
heyrði ég hana segja styggðaryrði
um nokkurn mann og segir það all-
nokkuð um mannkosti. Foreldrum
okkar reyndist hún sérstaklega vel,
sinnti þeim og hjálpaði mikið. Hún
var mikil húsmóðir og afar gestrisin
og allt lék í höndum hennar, hvort
sem var bakstur, sauma- og prjóna-
skapur eða að mála á postulín, svo
eitthvað sé nefnt. Hún átti við mikla
vanheilsu að stríða síðustu ár sem
smám saman dró hana inn í sinn eig-
in heim. Það er sárt að sjá sína nán-
ustu fjarlægjast og að lokum hverfa.
Bróðir minn stóð sig vel og sinnti
henni eftir bestu getu svo lengi sem
hægt var. Síðustu árin hafa þau dval-
ið á Hrafnistu og gat hann því verið
samvistum við hana daglega sem var
mikils virði.
Minningarnar hrannast upp,
gagnkvæmar heimsóknir í sumarbú-
staði okkar, fjölskylduboð og ættar-
mót svo eitthvað sé nefnt. Ég, börnin
mín, Jens, Kristín og Sigrún og
þeirra fjölskyldur vottum bróður
mínum, börnum og öðrum fjöl-
skyldumeðlimum dýpstu samúð. Við
söknum Siggu sárt og erum þakklát
fyrir allar þær góðu stundir sem við
áttum með henni. Ég veit að vel er
tekið á móti henni á nýju tilverustigi
og að Villi okkar er í þeirri móttöku-
nefnd.
Gengin er góð kona. Guð blessi
minningu hennar.
Guðrún Alda.
Elsku Hreggviður, ég vil þakka
þér allt og allt á liðnum 20 árum.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Ásta Guðríður Guðmundsdóttir.
Hreggviður
M. Jónsson
✝ Hreggviður Muninn Jónssonvar fæddur á Torfastöðum í
Jökulsárhlíð 21. febrúar 1941.
Hann lést á líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi 8. janúar 2011.
Hreggviður var jarðsunginn frá
Digraneskirkju 17. janúar 2011.
HINSTA KVEÐJA
Elsku Hreggi afi.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Þitt barnabarn,
Vera Mist.
Minningarnar um
afa eru margar og
góðar, enda var afi
einstaklega ljúfur og
yfirvegaður maður.
Frá bernskuárum mínum minnist
ég þess þegar afi og amma komu í
heimsókn austur, afi ávallt með hatt
og svo flottur undir stýri þegar þau
komu akandi inn í Víkina. Þá biðum
við systkinin spennt úti á hlaði, ekki
síst til að sjá þegar afi rak út hönd-
ina til að veifa okkur. Fjölskyldu-
ferðalögin voru ófá og myndatök-
urnar af hópnum við kirkjur
landsins urðu að föstum liðum. Afi
var duglegur að taka myndir og
liggur stórt myndasafn eftir hann.
Samverustundirnar á Silfurteig 4,
þar sem afi og amma bjuggu alla
sína hjúskapartíð, eru dýrmætar og
þá sérstaklega þau 5 ár sem við
bjuggum þar. Það var dálítið sér-
stakt að búa undir sama þaki og afi
og amma, hjálpsemin var alltaf til
staðar ef eitthvað var, aðstoða við
þvottinn, líta eftir stelpunum okkar
eða bara lána mjólk og egg. Stund-
um læddu þau pönnukökum eða
lummum til okkar eða fengu okkur
upp í kaffi, öllum til ánægju.
Fallegi garðurinn, sem alltaf var
vel við haldið af afa og ömmu, þurfti
orðið endurnýjunar við. Grisja
þurfti gömlu, rótgrónu trén og afi
vissi það manna best að það var
Helgi Markús
Kristófersson
✝ Helgi MarkúsKristófersson
fæddist í Reykjavík 9.
ágúst 1918. Hann lést
á Landspítalanum í
Reykjavík 31. desem-
ber 2010.
Útför Helga fór
fram frá Laugar-
neskirkju 18. janúar
2011.
nauðsyn. Hann studdi
okkur heilshugar í því
og var ánægður með
framtakssemina. Mik-
ið var rætt og hug-
myndir viðraðar yfir
góðum kaffibolla eða
heitu súkkulaði og til-
heyrandi kræsingum
sem amma galdraði
fram.
Áhuginn á garð-
yrkju einkenndi afa
frá því ég man eftir
mér og þaðan hef ég
líklega fengið bakter-
íuna. Þau amma áttu sér sælureit
upp við Úlfarsfell, alltaf kallað að
fara í „Landið“. Þangað fóru þau oft
daglega yfir sumartímann og rækt-
uðu plöntur, sál og líkama. Ég er
sannfærð um að það hafi átt stóran
þátt í góðri heilsu þeirra beggja. Þar
nutu allir sem þangað komu gest-
risni og samverustunda afa og
ömmu í fallegu umhverfi.
Afi átti sér fleiri áhugamál, hann
las mikið og fylgdist vel með frétt-
um. Hann tók virkan þátt í samræð-
um, virti skoðanir annarra og sýndi
mikið umburðarlyndi í samskiptum
sínum við aðra. Hann safnaði áhuga-
verðum blaðagreinum og gömlum
tímaritum sem hann batt inn eða
setti í möppur. Hann hafði herbergi
niðri í kjallara þar sem hann gat
verið út af fyrir sig með bækurnar
sínar og vinnuaðstöðu. Það var
aðdáunarvert hversu skipulagður afi
var og vinna hans nákvæm og unnin
af mikilli innlifun.
Æviár afa urðu 92 og er þakklæti
efst í huga þegar ég lít yfir farinn
veg. Ég kveð afa með söknuði og bið
góðan Guð að varðveita hann og
jafnframt að veita ömmu styrk í
sorginni. Minning hans lifir.
Margrét Ása Karlsdóttir.
Amma mín, Helga
Bachmann, skildi við
hulstrið sitt á mjög
stormasömum jan-
úardegi. Hún valdi
þann dag því það var aldrei logn-
viðri í kringum hana – og það þýddi
ekkert að breyta út af vananum
þótt það væri komið að kaflaskilum.
Amma var pæja. Við eyddum
ómældum tíma á kaffihúsum þegar
ég var barn og hún sagði mér, hald-
andi þokkafull á sígarettunni, frá
hinum og þessum bóhemum sem
sátu hjá. Stundum vildi hún sitja í
Húsi málarans og horfa á Banka-
strætið um leið og það horfði til
baka á hana en oft lá leiðin á
Mokka. Þar gengum við inn í
dimma og dularfulla þoku sem lá yf-
ir öllu. Amma, með sjarmann að
vopni, tældi ljóðskáldin til að lesa
fyrir okkur það sem þau höfðu
skrifað hverju sinni og skipti þá
engu hvort um var að ræða útgefna
höfunda eða skúffuskáld.
Tilfinningaskali leikkonunnar og
Helga Bachmann
✝ Helga Bachmannfæddist í Reykja-
vík 24. júlí 1931. Hún
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 7. janúar
2011.
Útför Helgu fór
fram frá Dómkirkj-
unni 18. janúar 2011.
ömmunnar var ótrú-
lega breiður. Hún var
svo blíð og stelpuleg-
ur hláturinn var smit-
andi – þótt oft væru
erfiðar stundir undir
það síðasta þá mun ég
aldrei gleyma því þeg-
ar amma fór til Dan-
merkur í huganum.
Þar dvaldi hún í heila
viku, stórglæsileg að
vanda, og á löngum
hvítum göngum tók
hún trylltan vals við
mig um leið og hún
raulaði „Það er draumur að vera
með dáta og dansa fram á nótt“.
Það brá fyrir gömlu bliki í augunum
og hún varð aftur hún sjálf – konan
sem sat við eldhúsborðið og sagði
örlítið skelfdu barnabarninu kímin
frá því þegar hún lék víkingakonu
sem var stungin í bakið í bíóinu um
leið og hún bauð meira tópas og te
með nokkrum skeiðum af sykri.
Amma mín var svo heppin að
elska manninn sinn, afa Helga, al-
veg fram á síðustu stundu. Þótt ég
hafi alltaf neitað öllu hjali um líf eft-
ir dauðann þá get ég ekki varist því
að brosa svolítið hlýlega núna. Góð-
an mann dreymdi að afi kæmi til
hans og segði „passaðu upp á Helgu
mína“ – núna getur afi minn passað
hana sjálfur, núna eru þau loksins
aftur saman.
Snærós Sindradóttir.