Morgunblaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand TIL LEIGU MIG LANGAR AÐ RÆÐA VIÐ ÞIG UM FISKABÚRIÐ SKÓLINN BYRJAR Á MORGUN EKKI HJÁ MÉR HVAÐ MEINARÐU MEÐ ÞVÍ? ÉG FÓR Í FYRRA ER LÆKNIRINN VIÐ? NEI, HANN ÞURFTI AÐEINS AÐ BREGÐA SÉR FRÁ VEISTU HVENÆR HANN KEMUR AFTUR? ÉG VEIT EKKI... ...HVAÐ TEKUR LANGAN TÍMA AÐ SPILA 18 HOLUR? GÍFURLEGA HENTUGUR HÆFILEIKI TIL AÐ HAFA ÞEGAR MAÐUR ER EINHLEYPUR ÖRBY LGJU - RÉTT UR BLESSAÐUR GUNNAR, TAKK FYRIR AÐ BJÓÐA MÉR HINGAÐ MÍN ER ÁNÆGJAN VIÐ HVAÐ VINNUR ÞETTA FÓLK SEM ÞIG LANGAÐI AÐ KYNNA MIG FYRIR? SKO... FLEST OKKAR ERU „Á MILLI STARFA”... ERU ÞIÐ FLEST ATVINNU- LAUS? MEIRA SVONA „EKKI Í VINNU SEM STENDUR” SJÁÐU NÝJU FERIL- SKRÁNA MÍNA ÞIÐ ERUÐ ÓLÍK FLESTU „VENJULEGU” FÓLKI SEM ÉG HEF KYNNST JÁ? ÞIÐ KIPPIÐ YKKUR EKKERT UPP VIÐ ÞAÐ AÐ ÉG SÉ OFURHETJA ÞAÐ ER VEGNA ÞESS AÐ ÉG LÉK EINU SINNI Í OFURHETJU- MYND GOTT HVAÐ ÞÚ ERT FLJÓT AÐ HUGSA! ERTU MEÐ GÓÐ MEÐMÆLI? Viðbót við Ljósvaka Vegna Ljósvaka, sem ég skrifaði í blaðið í gær, hafði Guðný Helga Herbertsdóttir upplýsingafulltrúi Ís- landsbanka samband við mig og gaf skýr- ingar á því hvers vegna upplýsingar lágu ekki fyrir um upphæðir sem um var að tefla í innheimtu- máli vegna stofnfjár- aukningar. Hún sagði að málin væru um 400 talsins, þar af helm- ingurinn í erlendri mynt. Dómurinn hefði fallið klukkan 14 síðdegis og bankanum hafi einfaldlega ekki unn- ist tími til að reikna þetta út. Ég tek þessa skýringu gilda þótt það veki auðvitað undrun að bankinn hafi ekki verið búinn að reikna út fyr- irfram hvað það áhrif það hefði að tapa dómsmáli þar sem svo mikið var í húfi. Mér þykir leitt ef ég hef haft Guðnýju Helgu fyrir rangri sök. Eins og kom fram í pistlinum var hún skel- eggur fréttamaður á Stöð 2 og ég á von á því að hún verði skeleggur upplýsingafulltrúi. Hún hefur örugglega langa reynslu af því að eltast við upplýsinga- fulltrúa sem tregir eru að veita upplýsingar og muni kappkosta að vinna öðruvísi. Sigtryggur Sigtryggsson. Leðurhanski fannst Svartur kvenleðurhanski með skinn- kanti fannst á Bugðulæk fyrir viku. Upplýsingar í síma 553-5457. Ást er… … að vera bundinn hlekkjum fortíðar Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Heilsugæsla kl. 10. Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist, handavinna. Breiðholtskirkja | Samvera kl. 13.30, Kristín Steinsd. les úr bók sinni Ljósa. Bústaðakirkja | Þorrablót í dagkl. 12.30 í Bústaðakirkju. Tónlistarmenn leika fyrir dansi. Ræðumaður er Ás- mundur Friðriksson, sveitarstjóri. Verð kr. 2.800. Skrán. hjá kirkjuv. s. 553- 8500. Dalbraut 18-20 | Handav. kl. 9, leikfimi kl. 10, Bónus kl. 14.40. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, vefnaður kl. 9, leikfimi kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar frá Ásgarði kl. 10. Síð- degisdans kl. 14. Heilsum þorra, Ólafur Reynir Guðmundsson leikur á píanó í kaffihléi. Söngfélag FEB æfing kl. 17. Félagsheimilið Boðinn | Hópæfingar kl. 10.15, botsía kl. 11. Bingó kl. 13.30 ef næg þátttaka fæst. Félagsheimilið Gjábakki | Leiðbein- andi í handavinnu kl. 9, botsía kl. 9.30/ 10.30, glerlist kl. 9.30/13, félagsvist kl. 13, viðtalstími kl.15, bobb kl. 16.30, línudans kl. 18, samkvæmisdans kl. 19. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9.05, ganga kl. 10, postulíns- málun, kvennabrids, málm- og silf- ursmíði kl. 13. Íslendingasögur kl. 16. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 8.15 og 12, kvennaleikfimi í Sjálandi kl. 9.15 og 10, í Ásgarði kl. 11, bútasaumur/brids kl. 13. Síðasti dagur miðasölu á þorrablót 29. jan. í dag kl. 13-15, kr. 4.000, ekki greiðslukort. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, handavinna og tréútskurður. Leik- fimi kl. 10. Spilasalur opinn. Þriðjud. 1. febr. hefst postulínsnámskeið. Fim. 3. febr. leikhúsferð, Afinn, skrán. á staðn- um og s. 5757720. Grensáskirkja | Samverustund í safn- aðarheimilinu kl. 14. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Setrið er opnað kl. 10 á miðvikudögum, þá er kaffispjall. Helgistund kl. 11, brids kl. 13. Hraunsel | Pútt kl. 10, bókmenntakl. kl. 10.30, línudans kl. 11. Boltaleikfimi kl. 12, glerbr/handavinna kl. 13, tré- skurður kl. 13, bingó kl. 13.30, vatns- leikfimi kl. 14.40, kór kl. 16. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30. Vinnustofa kl. 9. Samverustund kl. 10.30 lestur og spjall. Skrán. á þorrablót 28. jan. lýkur á hádegi í dag. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópa- vogsskóla kl. 14.40. Langahlíð 3 |Hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslu kl. 10.30, iðjustofa - nám- skeið í glermálun kl. 13. Neskirkja | Opið hús kl. 15. Ílending listar. Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Íslands, ræðir um málarann Rafael og mynd hans Ummyndun og hvernig hún tengist myndlist samtíma og túlkun seinni tíma manna. Kaffiveit- ingar á Torginu. Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9. Hjúkr- unarfr. kl. 10. Félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Sund kl. 10, spænska kl. 13, myndmennt kl. 11.30, versl- unarferð í Bónus kl. 13, tréskurður kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Tréskurður og smiðjan, bókband/ handavinna kl. 9, morgunstund kl. 10, verslunarferð kl. 12.20, upplestur kl. 12.30, Dand fyrir alla kl. 14. Pétur Stefánsson fór með gull-fallegu og nýkeyptu Hyundai Elöntruna sína í skoðun á nýju skoðunarstöðina Tékkland við Holtagarða fyrir skemmstu. Á heimleiðinni sönglaði hann kátur þetta stef: Ennþá gengur allt í hag, ekki er það nú verra, fulla skoðun fékk í dag mín fagra eðalkerra. Það var ekki við því að búast að Friðrik Steingrímsson léti hann í friði eftir svona lofrullu: Varla lengi vagninn þinn verða mun í lagi, þér er vorkunn vinur minn að vera á svona hræi. Pétur lét ekki standa á svari og sagði bílinn kraftmikinn og fal- legan – eins og eigandann. Ógnarkraft ég ávallt finn, er við götur þræðum, og fallegri er hann Friðrik minn en fljóð á Evuklæðum. Jón Daníelsson gerði það að gamni sínu að fletta Lesbók Morgunblaðsins frá 3. júlí árið 1949 og rakst þar á lausavísur eftir Ísleif Gíslason á Sauð- árkróki. Þar á meðal var þessi: Ekki skil ég atburð þann og ótrúlegt má kalla hafi þeir lent í hár saman sem hafa báðir skalla. Í vísnasafni Héraðsskjala- safns Skagfirðinga má finna vísu, sem Ísleifur orti um einn sýslunga sem var á kappræ- ðufundi í Garði í Hegranesi 1929: Hneigist meir til hunds en manns: hallaði á og gapti: trýnið leirugt loddarans lá í eyrum ráðherrans. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af skalla og eðalkerru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.