Eyjablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 1
EYJABLADID Útgefandi:/ Alþýðubaiídalagið f Vestmannaeyjum 6. tölublað Vestmannaeyjum, 12. apríl 1984 44. árgangur ÖRYGGI SJOFARENDA öfugsnúin umræða. I þessu blaði hefur á stundum verið- minnst á öryggismál sjó- manna á undanfömum árum. Sem betur fer hefur það ekki verið eingöngu að afstöðnum óhöppum eða slysum á sjó, enda fer náin umræða um ein- stök slys með tilheyrandi glannafyrirsögnum og lýsing- um heldur illa- raunar hefur svo farið, að fljótt hnígur allt í sama farið, og engir lærdómar dregnir af því sem skeði, og svipaðir atburðir síðan endur- tekið sig. Nú á undanförnu misseri hafa orðið allt of mörg og alvar- leg slys hér við land, tugir sjó- manna íslenskra og erlendra hafa ýmist stórslasast eða farist og aðrir verið í mikill lífshættu. Sem betur fer hafa allmargir bjargast fyrir harðfylgi þeirra sjálfra eða vaskra björgunar- manna af sjó, landi eða úr lofti. Þrátt fyrir það er blóðtakan óskapleg, raunar eru þessar mannfórnir svo miklar, að hlut- fallslega eru þær miklu meiri en mannfórnir stórþjóðanna sem eru í sífelldu stríði um allar trissur. Við slíkt verður ekki unað, og hljótum við að taka þessa alvar- legu hluti því taki sem dugir, þótt aldrei verði komið að fullu í veg fyrir, að slys geti orðið. Þessum ósköpum verður að linna. Vinir litla mannsins Talsmenn ríkis- stjórnarinnar hafa jafnan klifað á því að sífellt sé verið að bæta kjör fólksins í land- inu og stjórnin sé í raun afar hliðholl láglaunafólki, ekki síst þeim sem minna mega sín. Reyndar staðfesti Al- bert fjármálaráðherra þetta einna best þegar hann gaf sjálfum sér nafngiftina „vinur litla mannsins". En hvað hefur þessi vinur og hans vinir í ríkisstjórn- inni gert fyrir litla manninn undanfarið? Lítum á tvö dæmi: Vinirnir gáfu verðlag á kjöti frjálst fyrir skömmu með þeim afleiðingum að það hefur hækkað um 6-10%. Vinirnir hafa líka ákveðið að hækka verð á ýmiskonar mjölkurvörum, en lækka verð á gosdrykkjum á móti. Þetta telja þeir án efa mik- inn vinargreiða við litla manninn ekki síst þann minnsta sem nú getur t.d. farið að taka með sér kók í skólann í stað kókómjólkur áður. Félagi Pví miður hefur umræðan um þessi mál verið allt of þröng og einhæf, og raunar verið næstum á eina lund. Svo gott sem einvörðungu hefur verið rætt um þann þátt slysanna, sem snertir björgunarbáta og búnað þeirra; mikilvægi þess búnaðar vegur auðvitað mjög þungt, enda hefur hann marg- sannað gildi sitt, en það sem skiptir að sjálfsögðu megin- máli, er að koma í veg fyrir sem allra flest óhöpp og slys. Fyrir- byggjandi aðgerðir og aðgæsla hljóta að koma fyrst, annað síð- ar. Stöðugleiki og fleira. Það vantar ekki, að margar öryggisreglur hafa verið settar varðandi hvaðeina viðkomandi skipum, en það er ekki nóg að hafa reglur, ef þeim er hvorki fylgt nægilega eftir né heldur farið eftir þeim. Það er til dæmis komið fram opinberlega fyrir skömmu, að skipum hefur verið breytt, skipt hefur verið um vélar og ýmsan búnað án þess að tilkynnt hafi verið um það til viðkomandi yfirvalda. Með ýmsum breyt- ingum af því tæi getur stöðug- leiki raskast og hefur raskast, auk þess er auðvelt að raska stöðugleika án breytinga með ýmsu móti, m.a. með því að koma afla fyrir á dekki, jafnvel ásamt ýmsum þungum tækjum, án þess að setja í ballest á móti. Slíkt er auðvitað hin versta ós- vinna og glannaskapur. Ofan á það bætist að menn sigli kann- ski með skip sín þannig á sig komin með opnar lúgur, jafnvel í vesta veðri. Háir átakspunktar, t.d. á brú eða í bómum eru einnig auðsjá- anlega mjög varasamir. Raunar þarf ekki slíkra upptalninga við, aðgæsla af öllu tæi þarf að vera fyrir hendi, því slysin gera ekki boð á undan sér og mjög auðvelt er að verða fyrir slysum um borð í fiskiskipum með þungum veiðarfærahlutum, og þar sem oft er um mikil átök að tefla í meðferð þeirra. Undanþágur. Ails kyns undanþágur í búnaði eru allt of algengar, og —Ljósm.: EYJABLAÐIÐ sannleikurinn er sá, að fyrir þær þarf að taka gjörsamlega. Það á ekki að venja menn á að teysta því að undanþága fáist til svo og svo langs tíma til að koma einhverju öryggisatriði í lag, sem síðan vill svo dragast úr hömlu. Reglan á að vera sú, skilyrð- islaust, að skip fari ekki úr höfn vanbúin, miðað við þær reglur, sem settar hafa verið. Pegar nýjar reglur eru settar, þarf að gefa hæfilegan umþótt- unartíma, en síðan ekki söguna meir. Skipaskoðun. Skipaskoðun fer fram sam- kvæmt lögum og reglum. í blaði er vart hægt að fullyrða, að ekki sé nægilega eftir þeim gengið. En það er ekki nóg, að ákveð- inn búnaður sé í lagi á ákveð- inni stundu, og síðan ekki litið til hans í lengri tíma. Mér býður meira að segja meir en í grun, að misjafnlega sé framfylgt ýmsum hlutum í þessum efn- um, en hvað um það, þá er nauðsynlegt, að líta til þessara atriða skoðana á milli, með því að skipuleggja skyndiskoðanir fyrirvaralaust. Það er til dæmis ekki góð latína, að skoða björgunarbát í réttu lagi á rétt- um stað, en sjá síðan eins og 300 fiskikössum raðað ofan á og allt um kring stuttu síðar. Það er eins og fyrr var sagt ekki nóg að setja reglur, heldur þarf að koma algjör hugarfars- breyting í þessum efnum hjá allt of mörgum hlutaðeigandi aðilum. Raunar dugar varla minna en sérhver maður um borð haldi stöðugt vöku sinni varðandi alla þá hluti, sem bet- ur mættu fara til þess að koma í veg fyrir óhöpp og slys af hvers konar tæi. öryggisár sjófarenda. Frá og með deginum í dag og til jafnlengda á næsta ári ætti að vera öryggisár sjómanna. Flestir skipstjórar eru sem betur fer reyndir, traustir og gætnir. Sá sem þetta ritar hefur verið svo lánsamur að hafa ver- ið með mörgum frábærum og gætnum formönnum. Ég veit, að þeir formenn, sem ævinlega hafa verið gætnir verða það áfram, en hirtir, sem ekki hafa hingað til látið aðgæsluna vera sitt fyrsta boðorð ættu nú að taka það upp. Á því er brýn nauðsyn að hver einasti og einn skipstjóri sýni stöðuga árverkni í siglingu síns skips og gæti sjó- hæfni þess við allar aðstæður eftir því, sem bestu tök eru á. Upptalningar í því efni ættu að vera óþarfar; sannleikurinn er sá, að þessum hlutum er aldrei haldið nægilega á lofti í kennslu stýrimanna- og skipstjóraefna. Sem betur fer, eru nú komin í næstum hvern bát í okkar góða flota hvers kyns siglingatæki- RADAR, LORAN, góðir kompásar, og síðast en ekki síst dýptarmælar, sem eru óborg- anlegir dýrgripir miðað við fyrri tíð. En það er ekki nóg að hafa slík tæki undir höndum, oft fleiri en eitt af hverri tegund, ef menn Iíta svo hvorki á þau eða í. Takmarkið ætti að vera, að haga siglingu, veiðum og með- ferð tækja þannig, að björgun- arbátar væru aðeins til öryggis um borð í skipum, en aldrei þyrfti að nota þá. Minnumst horfinna sjó- manna á höfunum, feðra, bræðra og sona með því heita því sjómannskonum landsins og börnum þeirra, að nú skuli snúið við blaðinu og öryggið sett ofar öllu. Garðar Sigurðsson. AF FLOKKSSTARFINU Nú um nokkurt skeið hefur Garðar Sigurðsson alþingis- maður haft fasta viðtalstíma í hverjum mánuði að Bárugötu 9. í þessum viðtalstímum hef- ur margt borið á góma, mál sem snerta landsmálin og þau mál er sérstaklega varða kjördæmið og þá ekki síst hagsmuni Vest- mannaeyinga. Þá hefur Garðar fjallað sérstaklega um þau mál sem ofarlega eru á baugi í þing- inu og svarað ótal fyrirspurnum þeirra sem komið hafa í viðtals- tíma. Þeir fjölmörgu sem mætt hafa í viðtalstímana eru sam- mála um að þeir hafi tekist með miklum ágætum og nauðsyn- legt sé að framhald verði á. Mótmælum foreldra synjað Fyrir skömmu sendu 128 foreldrar barna hér í bæ undir- skriftarlista til bæjaryfirvalda þar sem mótmælt er harðlega hækkun dagvistunargjalda en síðast samþykkti meirihluti bæjarstjórnar hækkun hinn 1. mars s.I. Forsendur mótmælanna. Mótmæli foreldranna eru fyrst og fremst til komin vegna þess að hlutfall dagvistunar- gjalda af launum er orðið óeðli- lega hátt. Foreldrar þurfa nú orðið að vinna um lengri tíma til þess að geta greitt dagvist- unargjöldin og þegar við hækk- anirnar bætist sífellt rýrnandi kaupmáttur er ekki nema eðli- Iegt að reynt sé að sporna við fótum. í þessu sambandi má benda á að undanfarin ár hefur u.þ.b. 15-20 % af mánaðar- launum verkafólks nægt til þess að greiða fyrir pláss á dagvist- arheimili en í dag er þetta hlut- fall komið töluvert yfir 30 %. Það munar svo sannarlega um minna. Mótmælin eru því byggð á þeirri forsendu að for- eldrar geta hreinlega ekki stað- ið undir þeim hækkunum sem sjálfstæðismenn hafa staðið fyrir og því vilja foreldrarnir nú fá leiðréttingu sinna mála. Rétt er auðvitað að geta þess að meginhluti þeirra foreldra sem notfærir sér þjónustu dagvist- unarheimila færir ómældar tekjur í bæjarkassann í gegnum útsvar og önnur gjöld, tekjur sem bæjarsjóður gæti illa án verið. Viðbrögð við mótmælunum. Þegar mótmæli foreldranna höfðu borist til bæjaryfirvalda fór ekki hjá því að ræða þyrfti það sem þar kom fram. f þeirri umræðu var greinilegt að sjálf- stæðismenn voru ákveðnir í því að hafna óskum foreldranna. í stað þess að svara því hvort til greina kæmi að draga hækkanir dagvistunargjalda til baka eða stöðva frekari hækkanir var reynt að gera málið flókið og foreldrum bent á ýmsa al- menna þætti í rekstri dagheim- ila svo sem eins og að laun starfsfólks, matvæli fyrir vist- börn, rafmagns- og hitakostn- aður heyrði undir rekstrar- kostnað dagvistunarheimila.Svarið sem gefið var við ósk foreldra var því útúrsnúningur og í raun móðgun við þá sem sendu bæjaryfirvöldum undirskrifta- Iistana. Stefnan í gjaldskrármálum. Það er þegar orðið augljóst að sjálfstæðismenn ætla sér ekki að verða við óskum um sanngjarna gjaldskrá vegna dagvistunar. Sjálfstæðismenn hafa tekið þá stefnu að taka ekkert tillit til þess að kaup- máttur fólks hefur rýrnað svo að til vandræða horfir, ekki síst hjá einstæðum foréldrum sem einmitt nota sér mjög gjarnan þjónustu dagvistarheimilanna. Þetta.er auðvitað slæmt en sýn- ir glögglega þau viðhorf sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur til Framhald á 2. síðu

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.