Eyjablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 4
EYJABLAÐIÐ Iþróttir Umsjón: Þorsteinn Gunnarsson 2. deild IR-Þór 26-21 (10-11) IR heldur áfram að koma á óvart í 2. deildinni. Þeir tylltu sér á topp deildarinnar er þeir unnu öruggan sigur á Þór s.l. sunnudag, 26-21. Með tapinu færðust Þórarar hins vegar nær botninum, en þetta var þriðji tapleikur Þórs í röð. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, en Þór hafði ávallt undir- tökin. Forysta þeirra var yfir- leitt eitt til tvö mörk, en mest yarð hún þrjú mörk, 10-7. En ÍR tókst að klóra í bakkann undir lok hálfleiksins og var forysta Þórs orðin einungis eitt mark er flautað var til leikhlés, 11-10. En það var ÍR sem átti seinni hálfleikinn með húð og hári. Þórarar fengu aldrei rönd við reist, bjuggust greinilega ekki við þessum hamskiptum ÍR- inga sem skoruðu hvert markið á fætur öðru. Áður en yfir lauk náðu þeir 5 marka forystu og urðu lokatölur leiksins 26-21. Páll Scheving var bestur hjá Þór í þessum leik, eins og í undanförnum leikjum þeirra. Sigbjörn Óskarsson, sá fjölhæfi piltur, átti einnig mjög góðan leik fyrir Þór. Minna bar á öðrum. Mörk Þórs: Sigbjörn 8, Páll 5, Eyjólfur 3, Sigurður 2, Sig- urður (Más) 1, Óskar 1 og Elías Fr. 1. Þór er nú um miðbik 2. deildar með 2 stig úr 4 leikjum. 3. deild ÍH-Týr 25-24 Týr lék tvo leiki í 3. deildinni s.l. helgi, báða fyrir sunnan. Fyrri leikurinn var gegn ÍH í Hafnarfirði. Týr náði fljótt for- ystu í leiknum og juku hana jafnt og þétt. Þegar 15 mín. voru til leiksloka var staðan orðin 19-10 Tý í vil. En þessum síðustu 15 mín. þessa leiks vilja Týrarar fljótt gleyma, því ÍH tókst að vinna leikinn 25-24, en sigurmarkið gerðu þeir á síð- ustu sekúndunum. Verður þessi endasprettur ÍH-manna seint leikinn eftir. VEISTU? • Að núverandi ríkisstjórn tók um tíma samningsréttinn af verka- lýðshreyfingunni. • Áð núverandi ríkisstjórn nam um tíma úr gildi verkfallsréttinn, þetta dýrmæta vopn launafólks, • Að núverandi ríkisstjórn hefur með aðgerðum sínum lækkað svo laun almenns launafólks að það býr nú víða við skort. • Að núverandi ríkisstjórn sá ástæðu til þess að leggja sérstakan skatt á lyf en sú aðgerð bitnar einkum illa á öldruðum og ör- yrkjum. • Að núverandi ríkisstjórn hefur með vaxtastefnu sinni sett hús- byggjendur og þá sérstaklega ungt fólk í slíkan vanda við að standa í skilum með afborganir af lánum að einsdæmi er. Þess vegna er Ijóst • Að launafólk á ekki samleið með þeim flokkum sem haga sér á þennan hátt. • Að aldraðir og öryrkjar eiga ekki samleið með þeim flokkum sem haga sér á þennan hátt. • Að húsbyggjendur eiga ekki sam- leið með þeim flokkum sem haga sér á þennan hátt. Eins og áður sagði vilja Týr- arar áreiðanlega gleyma þessum leik sem fyrst. Lið sem fær á sig 15 mörk á síðustu 15 mínútum leiks er ekki líklegt til stórræða, það er vita mál. 3. deild Njarðvík-Týr 20-25 Eftir hrakfarirnar gegn ÍH kom ekkert annað en sigur til greina hjá Tý gegn Njarðvík. Sú varð og raunin. Njarðvík, sem Týrarar töldu mun sterkari en ÍH, fékk aldrei rönd við reist, og sigraði Týr næsta auðveld- lega 25-20. Þarna sýndu þeir loksins sitt rétta andlit, og nú er bara að halda áfram á sömu braut og sigla seglum þöndum upp í 2. deild. Týr er með 4 stig eftir 4 leiki, og er í efri hluta deildarinnar. Þjálfari ráðinn til ÍBV Pólverjinn Gregorz Bielatowicz hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV næsta sumar. Sem kunnugt er þjálfaði hann yngri flokka Týs í sumar. Gregorz kemur til starfa fljótlega eftir áramót. Túrnering hjá 2. flokki Fyrsta túrneringin af þrem hjá 2. flokki í íslandsmótinu í handknattleik verður nú um helgina. Leikið verður í Kefla- vík. Eyjaliðin eru með ÍBK, Haukum og Njarðvík í riðli. Tvö lið komast í úrslita- keppnina, þannig að bæði Eyjaliðin eiga mikla möguleika á að komast þangað. Óska ég liðunum góðs gengis um helgina. Gústaf ráðinn hjáKA Gústaf Baldvinsson, Eyja- maðurinn góðkunni, hefur verið endurráðinn sem þjálfari 2. deildarliðs KA. Er þetta þriðja árið í röð sem hann verður með liðið. Hafa for- ráðamenn og leikmenn KA verið mjög ánægðir með störf hans, og kom ekkert annað til greina en að ráða hann aftur, þrátt fyrir að KA hafi misst af I. deildarsæti í ár. I tíð núverandi ríkisstjórnar hafa sífellt fleiri krónur farið í nauðþurftir heimila í landinu. Tangaveggur og aðrar uppákomur Tangaveggurinn er hrópandi dæmi um virðingarleysi íhalds þessa bæjar fyrir almenningi. Nágranni minn, Þórður Rafn, hefur lagt til í bæjarstjórn að veggurinn frægi verði fjar- lægður „ekki síðar en nú strax" eins og Tóti rafvirki myndi orða það. En ekkert hefur skeð. Það er ögrandi við yfirvöld, að steypa vegg þvert um þjóðbraut sem á korti er. Og það býður mér í grun að sá veggur hefði verið fjarlægður dag eftir steypu, ef undirritaður hefði framkvæmt verknaðinn, segjum þvert á Fjólugötu (til þess að loka af forseta bæjar- stjórnar!). En þeir fóstbræður Georg Þór og Gísli á Tangan- um láta sig ekki muna um slíkt lítilræði. En tvö göt á gafli bíl- skúrs vestur í hrauni skulu burt að aðför hótaðri. Lög skulu virt á Eyjunni og ekkert röfl. Ég ætla mér ekki að verja gerðir Ágústs Hreggviðssonar í máli þessu,.enda ekki ástæða til. En samræmið í þessum málum tveimur er himinhrópandi um það ranglæti sem viðgengst í þessu okkar samfélagi, sem ekki hefur efni á slíkum uppá- komum, en frekar þeim er sameina það fólk sem hér býr, og skapar þann gjaldeyri sem sóað er í svallveislu hins taum- lausa innflutnings sem við- gengst í borg Davíðs við sundin blá. Þjóð sem skuldar milljarða öðrum þjóðum hefur ekki efni á að hafa við völd menn sem trúa því að algert frjálsræði í gjaldeyrisúthlutun sé undir- staða velmegunar. Það sem þarf nú og í hvelli, er að gera óþarfa helming helminginn af heildsalaliði íhaldsins í Reykja- vík. Með gjaldeyrisskömmtun manna sem vita að við höfum aðeins takmarkaða sjóði, sem ráðstafa skal af viti. Og hvað er að ráðstafa af viti? Það að raða í forgang því sem heldur at- vinnulífinu gangandi, mat- vælum, rekstrarvörum til út- gerðar, iðnaðar og landbúnað- ar. Matvæli skulu keypt af því viti, sem hver húsmóðir myndi beita vegna takmarkaðra fjár- ráða. Að kaupa innflutt loft fyrir dollara, Cocoa puffs, kornflex og fleira í þeim dúr, þar sem helmingur verðs liggur í umbúðum, heitir sóun. Við eigum að kaupa kornvöru og vinna sjálfir í ýmsar umbúðir. Það skapar vinnu og minnkar um helming þann gjaldeyri sem færi í slíkt fæði. Hvað myndi slíkt skapa mörg störf? Eigum við að framkvæma þetta, Eyja- menn? Til þess eru ljónin á veginum að fjarlægja þau. Hömlulaus innflutningur og algert frjálsræði í innflutningi er hægt að framkvæma. En aðeins með þjóð sem skapar nieiri gjaldeyri en hún þarf að nota! Það er heila málið. Hermangs- flokkarnir Hermangsflokkarnir röfla nú mikið um það hvort herinn hafi brotið hin eða þessi lög hér í landi. En sjálf tilvera hersins hér er stjórnarskrárbrot og ógnun við tilveru þjóðarinnar. Það er kjarni málsins. Burt með herinn. Uppbyggingu sjáyarútvegs- ins sem var, er og verður undir- staða alls lífs í landi voru. Sig. Sig frá Vatnsdal.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.