Morgunblaðið - 10.02.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ástandið á vinnumarkaði er orðið eldfimt.
Verkfall blasir við í fiskimjölsverksmiðjum og
aðgerðahópar Starfsgreinasambandsins ráða
ráðum sínum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir félagsmenn orðna óþreyjufulla.
Bæði samninganefnd ASÍ og miðstjórn fóru
yfir stöðuna í gær og sendi miðstjórnin frá sér
ályktun þar sem sú ákvörðun Samtaka at-
vinnulífsins er sögð ólögmæt að tengja viðræð-
ur um gerð kjarasamninga saman við tiltekna
niðurstöðu Alþingis í sjávarútvegsmálum.
Þetta hafi sett allan vinnumarkaðinn í uppnám.
„Það eru lagðar ákveðnar skyldur á herðar
atvinnurekenda og stéttarfélaga um að gera
kjarasamninga. Það er ekki hægt að neita því
að gera kjarasamning á grundvelli pólitískra
krafna. Þetta má ekki skv. stjórnarskrá vinnu-
markaðarins,“ segir Gylfi.
ASÍ krefst þess að gengið verði nú þegar til
viðræðna um nýjan kjarasamning og hafa sam-
tökin óskað eftir fundi með SA kl. 10 í dag.
Áhersla verði lögð á að endurheimta þann
kaupmátt sem tapast hefur. „Aðeins þannig er
hægt að hefja fyrir alvöru og með fullum krafti
atvinnusköpun og uppbyggingu í atvinnu- og
efnahagslífi. Það er hin sanna atvinnuleið út úr
kreppunni. ASÍ gerir þá kröfu að SA hefji nú
þegar alvöruviðræður um kjarasamninga og
mun setjast að því borði í fullri vissu um að SA
muni fara að landslögum og standa undir þeirri
frumskyldu sinni að ganga til kjarasamninga á
grundvelli laga nr. 80/1938 og skv. þeim leik-
reglum sem þar eru lagðar. Þannig eru lögin í
landinu og eftir þeim fer ASÍ. Alþýðusamband-
ið tekur ekki þátt í háskalegum hráskinnaleik
SA,“ segir í ályktun miðstjórnar ASÍ.
Samtök atvinnulífsins efndu til fundar í gær
um stöðu atvinnumála og kjaraviðræðnanna.
Þar kynntu forystumenn SA m.a. atvinnuleið-
ina út úr kreppunni, þær aðgerðir og markmið
sem samtökin telja nauðsynleg til að efla at-
vinnu, fjárfestingar og auka útflutning.
Efna til ófriðar við sjávarútveginn
Vilmundur Jósefsson, formaður SA, sagði
það alls ekki eðlilegt að ríkisstjórnin skyldi við
núverandi aðstæður efna til sérstaks ófriðar
við sjávarútveginn. „Það stöðvar allar fjárfest-
ingar í þeirri grein og hefur áhrif á alls kyns
fyrirtæki sem þjónusta útveginn og fiskvinnsl-
una. Svo þegar fulltrúar greinarinnar komast
að samkomulagi um framtíðarskipan mála við
stjórn og stjórnarandstöðu þá virðist bara ekk-
ert að marka það,“ sagði hann.
Vék hann að boðuðu verkfalli starfsmanna í
fiskimjölsverksmiðjum „yfir hápunkt loðnu-
vertíðarinnar til að sækja sér tuga prósenta
launahækkanir sem flæða munu yfir allan
vinnumarkaðinn verði orðið við kröfum þeirra.
Við munum ekki ganga að kröfum starfsmanna
í fiskimjölsverksmiðjunum. Þeir munu ekki fá
aðrar launahækkanir en aðrir hópar semja
um“, sagði Vilmundur.
Gylfi Arnbjörnsson sagði í gær að þrátt fyrir
að launþegasamtökin væru mjög ósátt við að
SA tengdu gerð kjarasamninga við lausn í
sjávarútvegsmálum ætluðu þau að freista þess
að ná kjarasamningum. „Hvað sjávarútvegs-
málið varðar og önnur mál sem eru til sam-
félagslegrar úrlausnar, þá mun ASÍ hér eftir
sem hingað til standa vörð um bæði al-
mannahagsmuni þjóðarinnar og um hags-
muni starfsmanna í sjávarútvegi, sjómanna
og landverkafólks.“ Ef sest verði niður með
stjórnvöldum um sjávarútvegsmálið, þá
muni bæði fulltrúar ASÍ meðal sjó-
manna og landverkafólks taka þátt
í því „en það kæmi líka fulltrúi frá
Alþýðusambandinu til þess að
gæta almannahagsmunanna“,
segir hann.
Eldfimt ástand í kjaraviðræðum
ASÍ segir skilyrði SA um sjávarútvegsmál fyrir gerð kjarasamninga ólögmætt Óska eftir fundi
með SA í dag SA segir starfsmenn í bræðslum ekki fá meiri hækkanir en um semst við aðra launþega
„Miðstjórn ASÍ hefur því fullan skilning á
fyrirhuguðum aðgerðum til þess að
þvinga atvinnurekendur til að koma að
raunverulegum viðræðum um lausn kjara-
mála,“ segir í ályktun miðstjórnarinnar
um kjaradeiluna í fiskimjölsverksmiðjum.
„Jafnframt hvetur miðstjórn ASÍ önnur fé-
lög og félagsmenn þeirra til þess að
standa vörð um rétt þessara félaga
okkar til þess að beita verkfallsvopn-
inu og ganga ekki í störf þeirra. Al-
þýðusambandið mun einnig beita
tengslum sínum við syst-
ursamtök okkar í Færeyjum,
Skotlandi og Noregi til
þess að koma í veg fyrir
löndun þar,“ segir í álykt-
un miðstjórnar ASÍ.
Lýsa skilningi á
verkfallsaðgerð
SYSTURSAMTÖK Í ÖÐRUM LÖNDUM
KOMI Í VEG FYRIR LÖNDUN
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Isavia ohf. kom ekki í veg fyrir að
kona, sem kvartaði undan kynferðis-
legri áreitni af hálfu yfirmanns á
Keflavíkurflugvelli, yrði í kjölfarið
beitt óréttlæti í störfum sínum. Eftir
að konan kvartaði var dregið úr
starfsskyldum hennar og ábyrgð og
hún hrökklaðist úr starfi, samkvæmt
dómi sem kveðinn var upp í Héraðs-
dómi Reykjaness í gær.
Isavia var dæmt til að greiða kon-
unni miskabætur vegna málsins.
Neitaði að fara í heitan pott
Upphaf málsins er að yfirmaður
konunnar lagði til, árið 2009, að þau,
auk annars starfsmanns, færu í
vinnuferð í sumarbústað í Grímsnesi
til að ræða starfið. Slíkar ferðir höfðu
ekki verið farnar áður. Eftir að vinnu
lauk fóru yfirmaðurinn og hinn starfs-
maðurinn í heitan pott en konan neit-
aði endurteknum beiðnum yfir-
mannsins um að koma ofan í pottinn.
Þegar hún settist á koll við pottinn,
eftir ítrekaða áeggjan, tók hún eftir
því að yfirmaður hennar var nakinn.
Konan fór í kjölfarið inn í svefn-
herbergi sitt og lokaði sig af og setti
ferðatösku fyrir dyrnar til að heyra ef
einhver kæmi inn. Dyrunum var ekki
hægt að læsa. Um klukkustund síðar
bankaði yfirmaður hennar á hurðina
en hún svaraði ekki. Aftur var bankað
en þegar hún svaraði ekki kom yfir-
maður hennar inn, þrátt fyrir fyrir-
stöðuna sem taskan var. Hún rauk út,
settist í sófa frammi og þar bað yf-
irmaður hennar hana um að halda í
höndina á sér.
Konan kvartaði undan manninum
við starfsmannastjóra og í kjölfarið
var ákveðið að starfsmannastjóri yrði
gerður að yfirmanni hennar en verk-
efni hennar héldust óbreytt. Isavia
leit ekki svo á að um kynferðislega
áreitni hefði verið að ræða en Ástríð-
ur Grímsdóttir héraðs-
dómari kemst aftur á móti
að þeirri niðurstöðu að svo
hafi verið.
Í niðurstöðu dómsins segir að frá
því að konan kvartaði og þar til hún
fór í veikindaleyfi, vegna andlegra
áhrifa af áreitninni og viðbragða
Isavia, hafi starf hennar ítrekað verið
rýrt með því að dregið var úr ábyrgð
hennar og verkefnum. Þá hafi yfir-
maður hennar ítrekað nálgast hana á
vinnustaðnum, þrátt fyrir samkomu-
lag um hið gagnstæða.
Isavia hafi gert konunni ókleift að
halda starfi sínu áfram.
Enginn aðstoðaði konuna
Í vottorði sálfræðings kemur fram
að áreitnin og að hún var ein með
tveimur karlmönnum, þar að auki bíl-
laus, hafi haft alvarleg sálræn áhrif á
konuna. Henni hafi fundist hún nið-
urlægð og varnarlaus. „Ekki bætti úr
skák að um yfirmann hennar var að
ræða svo henni fannst fokið í flest
skjól. Hún ákvað þó að kvarta yfir
þessari áreitni og þá tók ekki betra
við,“ segir í vottorðinu. Konan hafi
gripið í tómt og enginn starfsmaður í
valdastöðu aðstoðað hana.
Kvartaði undan áreitni
en þá tók ekki betra við
Isavia dæmt vegna kynferðislegrar áreitni yfirmanns Alvarlegt sálrænt áfall
Morgunblaðið/ÞÖK
Ójafn leikur Eftir að konan kvartaði fékk hún annan yfirmann. Smátt og smátt fækkaði verkefnum hennar og dregið var úr ábyrgð hennar í starfi. Héraðs-
dómur dæmdi Isavia fyrir brot á lögum um jafna stöðu og rétt kynjanna. Í lögum segir að eitt tilvik geti talist kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt.
„Þetta er mjög fín loðna, stór og
falleg,“ sagði Björn B. Hákonarson,
framleiðslustjóri Ísfélags Vest-
mannaeyja. Heilfrysting loðnu
hófst þar á
sunnudags-
kvöld.
„Við frystum
á vöktum allan
sólarhringinn.
Afköstin eru um
300 tonn á sólar-
hring.“ Björn
sagði að haldið
yrði áfram að
frysta fram að
verkfalli. Það er
boðað á þriðjudag. Fjögur skip Ís-
félagsins eru nú á loðnu. Guð-
mundur VE heilfrystir um borð og
þrjú landa til frystingar eða
bræðslu, ýmist í Vestmannaeyjum
eða á Þórshöfn.
Loðnuskipin Sighvatur Bjarna-
son VE og Kap VE áttu að fara út í
gærkvöldi en þau landa hjá
Vinnslustöðinni (VSV) í Vest-
mannaeyjum. Sindri Viðarsson,
sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV,
sagði að ætlunin væri að skipin
tækju litla skammta í frystingu.
Ekki stendur til að heilfrysta nema
fram að verkfalli.
Loðnugangan var komin vestast í
Meðallandsbugt í gær, en þangað er
6-7 tíma sigling frá Eyjum.
gudni@mbl.is
Unnið allan sólar-
hringinn við heil-
frystingu loðnu
Loðna Nú er bæði
brætt og heilfryst.
Isavia var dæmt til að greiða
konunni vangoldin laun og
800.000 krónur í miskabætur.
Lögmanni konunnar, Huldu R.
Rúriksdóttur hrl., er ekki kunn-
ugt um að dómur sem þessi hafi
áður fallið hér á landi. Í yfirlýs-
ingu frá Isavia segir að fyrir-
tækið hafi talið að málinu hefði
verið sinnt á fullnægjandi hátt.
Dómurinn hafi komið á óvart.
Ekki sé búið að ákveða hvort
honum verði áfrýjað. Forstjóri
Isavia vildi ekki tjá sig
um málið í gær.
Fordæmis-
laus dómur
KOM ISAVIA Á ÓVART
Sannkölluð flughálka var á
Fjarðarheiði í gærkvöldi og leiddi
hún m.a. til þess að þrír bílar skullu
saman og sá fjórði rann út af.
Atburðarásin hófst með því að
flutningabíll komst ekki upp
brekku heldur sat fastur og lokaði
báðum akreinum. Ökumaður fólks-
bíls sem kom að náði að stöðva bíl
sinn. Skömmu síðar kom annar bíll
á vettvang, honum tókst ekki að
stoppa og ók á fólksbílinn sem kast-
aðist á flutningabílinn. Ökumaður,
sem kom aðvífandi, stöðvaði bifreið
sína og steig út úr henni til að at-
huga hvort hann gæti orðið að liði.
Ekki vildi betur til en svo að bíll
hans rann í hálkunni og hafnaði ut-
an vegar.
Kyrrstæður bíll rann
út af á Fjarðarheiði