Morgunblaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011
✝ Jón Valgeir Gunn-arsson fæddist á
Landspítalanum í
Reykjavík 27. ágúst
1965. Hann lést á
gjörgæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi
26. janúar 2011.
Foreldrar hans eru
dr. Ella Kolbrún
Kristinsdóttir, dósent,
f. 29.1. 1940, og Gunn-
ar Friðbjörnsson,
arkitekt, f. 7.9. 1940.
Systir hans er Freyja
Björk Gunnarsdóttir,
f. 16.9. 1970, maður hennar er
Björn Gunnar Birgisson, f. 2.7.
1969.
Synir Jóns eru Jón Kristófer Stef-
arnesskóla, Laugalækjarskóla og
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík vorið 1986.
Jón lauk prófi frá IHHTI, School of
Hotel Management í Sviss vorið
1990. Jón starfaði við veit-
ingarekstur aðallega hjá Hard Rock
Café í Reykjavík, London, París og
Suður-Afríku á árunum 1990-1999.
Jón flutti til Íslands árið 1999 og hóf
störf sem framkvæmdastjóri á Sól-
on Íslandus og síðar Hard Rock
Café í Reykjavík. Í febrúar 2003
greindist Jón með bráðahvítblæði,
fór í mergskiptaaðgerð til Svíþjóð-
ar sumarið 2003. Hann þurfti að
kljást við ýmsar erfiðar aukaverk-
anir eftir það og náði aldrei fullri
starfsorku. Þrátt fyrir það lét hann
langþráðan draum sinn rætast og
opnaði kaffi- og veitingahúsið The
Muffin Bakery haustið 2008, sem
hann rak allt til dauðadags.
Jón Valgeir Gunnarsson verður
jarðsunginn frá Vídalínskirkju í
Garðabæ í dag, 10. febrúar 2011, og
hefst athöfnin kl. 13.
án Jónsson, f. 15.11.
1990, og Kristinn Karl
Jónsson, f. 25.3. 2002.
Móðir Kristófers er
Johanna Grufman, f.
29.7. 1969, sambýlis-
kona árin 1990-1998,
móðir Kristins Karls
er Guðrún Antons-
dóttir, f. 9.2. 1975,
eiginkona árin 2002-
2004.
Jón var búsettur
með foreldrum sínum
í Nottingham, Eng-
landi frá sex vikna
aldri en þau fluttu heim til Íslands
haustið 1974 þegar Jón var níu ára
gamall. Fyrstu 5 ár skólagöngunnar
voru því í Englandi. Jón var í Laug-
Elsku Jón.
Ég mun aldrei gleyma þér, elsku
frændi. Þú ert ótrúleg hetja og ert
búinn að ganga í gegnum ótrúleg-
ustu hluti á ævinni.
Þú ert alveg yndislegur og ég get
ekki einu sinni lýst því hvað ég sakna
þín óendanlega mikið. Eins og flestir
vita þá hafa síðustu ár ekki verið þér
auðveld en á þessum síðustu árum
hefurðu fengið að sjá okkur krakk-
ana vaxa úr grasi, opna kaffihús þó
að það hafi verið þér frekar mikil
togstreita en þú fékkst allavega að
prófa það áður en þú kvaddir þennan
heim. Þú hefur átt fullt af góðum
minningum með okkur fjölskyldunni
sem eru alveg ómetanlegar.
Þetta gerðist allt svo fljótt og við
vorum öll svo óviðbúin. Pabbi kom að
sækja mig í skólann og fór með mig
heim til mömmu og Bjarka. Síðan
fékk ég þær fréttir að þú værir dá-
inn, bara farinn frá okkur á augna-
bliki. Ég finn svo til í hjartanu, er
máttlaus í öllum líkamanum og lang-
ar virkilega að vakna af þessum
hræðilega draumi. Það breytist ekk-
ert sama hversu oft og fast ég klíp í
höndina á mér.
Þú hefur alltaf verið algjör grallari
og svolítill stríðnispúki, kallaðir mig
alltaf Rakel rugludall og ég þig Jón
rugludall. Manstu Jón þegar þú
varst alltaf að spyrja mig hvort ég
væri ekki komin með nýjan kærasta
og hvaða strákar væru sætastir
o.s.frv.? Ég sagði þér yfirleitt ekki
mikið og þá komst þú alltaf með hug-
myndir sem mér leist reyndar misvel
á. Þú varst líka alltaf að segja okkur
sögur frá gömlu kærustunum þínum.
Amma sagði mér svo sæta sögu af
þér í gær. Þetta var úti í Englandi
þegar mamma var nýfædd. Þú sagð-
ir að allir mættu koma að sjá nýju
litlu systur þína fyrir 1 pens. Það
myndaðist fljótt röð fyrir utan húsið
ykkar og svo fylgdirðu hverjum og
einum að mömmu og leyfðir þeim að
sjá hana. Þú hefur greinilega verið
mjög stoltur af henni og alltaf hef-
urðu verið jafn sniðugur og elskuleg-
ur.
Viltu gera það fyrir mig að muna
eftir okkur, muna eftir öllu þessu
góða en ekki endilega þessu slæma?
Viltu lofa mér því að vera hamingju-
samur þar sem þú ert núna og passa
upp á okkur hin? Viltu vaka yfir mér
og öllum sem þér þykir vænt um?
Þú ert algjör æðibiti, Jón minn, og
ég vona að þér líði vel þar sem þú ert
núna. Kannski einhvern tímann mun
ég hitta þig aftur en þá máttu ekki
fara neitt því ég gæti ekki hugsað
mér að missa þig tvisvar.
Rakel Björk Björnsdóttir.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Nú kveðjum við kæran vin sem dó
skyndilega þann 26.janúar síðastlið-
inn.
Við kynntumst Jóni Valgeiri þeg-
ar systir hans Freyja varð tengda-
dóttir okkar og viljum þakka fyrir
góðar stundir með honum og sonum
hans á liðnum árum.
Við minnumst allra jólaboða og
áramótaveislna og sumarbústaða-
ferðanna með allri fjölskyldunni með
sorg og söknuði í hjörtum okkar.
Kristófer og Kristinn, Ella og
Gunnar, Freyja, Björn, Rakel og
Bjarki. Missir ykkar er mikill. Við
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur með kvæðinu Mannssálin
eftir Guttorm J. Guttormsson skáld í
Kanada, skráð á minningarstein
hans.
Mannleg sál
á ei morgun né kvöld
upphaf né endi.
Hún er eilíf, ótakmörkuð
sem algeimsrúmið
hvorki saklaus né sek,
hún er sjálfur guð.
Afi og amma á Valló,
Hildigunnur og Birgir.
Elsku Jón, yndislegi bróðir og vin-
ur.
Ég kveð þig með óbærilegri sorg
og trega. Við vorum alla tíð svo náin
og góðir vinir. Þú varst stóri bróðir
minn sem verndaðir mig og passaðir
þegar við vorum börn en urðum betri
og betri vinir þegar við uxum úr
grasi. Minningarnar eru svo margar
og góðar, ég hef alla tíð fengið að
fylgja þér á gleði- og sorgarstundum
og þær minningar eru svo dýrmætar
í dag.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
getað verið merggjafi þinn og lífgjafi
og Guð einn veit að ég vildi að ég
hefði getað gert meira. En hugsunin
um að blóðið mitt sem rann í þér gaf
þér þó rúm sjö ár með okkur og
elsku strákunum þínum veitir mér
nokkra huggun. Þó að þessi ár hafi
verið þér oft erfið eru þau svo dýr-
mæt. Þú náðir að fylgja elsku Krist-
ófer þínum og horfa á hann útskrif-
ast sem stúdent, breytast í ungan
mann og vinna þér við hlið á kaffi-
húsinu þínu. Þú fékkst tækifæri til
þess að vera með elsku Kristni þín-
um og sjá hann þroskast og dafna í
þann flotta og skarpa strák sem
hann er í dag. Þú lést líka langþráð-
an draum þinn um eigin rekstur ræt-
ast þegar þú opnaðir kaffihúsið þitt í
Hamraborginni. Við Bjössi, Rakel og
Bjarki eigum svo margar dýrmætar
minningar um þig og ykkur og nú er-
um við svo þakklát fyrir þessa tvo
mánuði þar sem þú opnaðir heimili
þitt og við bjuggum öll sjö saman í
íbúðinni þinni í Lyngmóum.
Elsku hjartans Jón minn, mín eina
huggun er að nú líður þér vel á sál og
líkama og minning þín lifir í yndis-
legu drengjunum þínum sem við
Bjössi elskum eins og okkar eigin
börn. Það máttu vita að heimili okkar
verður þeim alltaf opið.
Elsku Kristófer og Kristinn,
mamma, pabbi, elsku Bjössi minn,
Rakel og Bjarki, Guð gefi okkur
styrk til þess að halda áfram.
Elsku Jón minn, minning þín mun
ávallt lifa í hjörtum okkar.
Þín systir,
Freyja Björk Gunnarsdóttir.
Hetjur birtast okkur í mismun-
andi myndum en alltaf er um sjald-
gæft fólk að ræða. Það eru hetjurnar
sem við kynnumst gegnum fjölmiðla
sakir afreka þeirra er hafa verið
fréttnæm. En svo eru hinar, sem við
heyrum minna og stundum ekkert
um, sem hafa með viðbrögðum sín-
um við skelfilegum aðstæðum ekki
síður sýnt hvað sannur hetjuskapur
er. Jón Valgeir var þannig maður og
hann skilur eftir djúp spor í huga
mér þótt kynni okkar væru afar lítil
og þá að langmestu gegnum fá sím-
töl. Hann barðist við krabbameins-
bölið og alvarlega sjónskerðingu sem
því fylgdi í mörg ár af einstöku
æðruleysi og fádæma hörku. Sat
ekki heima og horfði í gaupnir sér
heldur lagði allt það þrek sem hann
hafði í að koma upp sjálfstæðum at-
vinnurekstri, sem dafnaði. Var það
ekki aðeins vegna hugmyndaflugs
hans heldur öllu meir vegna dugn-
aðar hans og þeirrar miklu vinnu,
sem hann lagði á sjálfan sig. Má lík-
um að því leiða að slík ósérhlífni hafi
orðið of mikið álag á veikan líkama
en andinn þar að baki var ofursterk-
ur og sjálfsumhyggja hvað þá upp-
gjöf voru Jóni Valgeiri framandi
hugtök. Það, sem og algjör skortur á
sjálfsmeðaumkvun, kom greinilega í
ljós þegar maður ræddi við hann.
Hins vegar var líka augljós um-
hyggja hans fyrir sínum nánustu og
áhyggjur af því að veikindi sín væru
byrði á þeim. Slíkt lífsviðhorf, slíkar
gjörðir eru tákn hetjunnar sem Jón
Valgeir sýndi okkur öllum að hann
var og mun lifa áfram þannig í minn-
ingu okkar um hann.
Við hjónin vottum sonum hans,
foreldrum og fjölskyldunni allri ein-
læga samúð í þeirra mikla missi.
Blessuð sé minning Jóns Valgeirs
Gunnarssonar.
Gunnar Finnsson.
Ég hef verið gæfusamur í lífinu.
Ein gæfan var að kynnast Jónka. Við
vorum bekkjarbræður í fjórða,
fimmta og sjötta bekk Menntaskól-
ans í Reykjavík. Strax um haustið í
fjórða bekk myndaðist vinátta sem
hélst náin eftir það. Eins og vinir
Jónka vita fólst vinátta við hann ekki
í því einu að eiga Jón sjálfan að vini,
heldur beið manns öll hans fjöl-
skylda með opinn faðminn, Gunni,
Ella og Freyja litla systir. Við fé-
lagarnir lögðum undir okkur Þrasta-
nes 5 í Garðabæ og gerðum að fé-
lagsheimili okkar. Þar héldum við
svokallaða stjórnarfundi við hvert
tækifæri, fyrir viðburði í skólanum
eða hvenær sem okkur hugnaðist að
gleðjast saman sem var oft. Mjög oft.
Á neðri hæðinni var stiginn trylltur
dans við ljúfa tóna ZZ Top, Iron Mai-
den, AC/DC og Van Halen. Á efri
hæðinni sátu foreldrar Jónka og biðu
af sér hamfarirnar brosandi og hlý
eins og þeim einum er lagið.
Það sem Jón tók sér fyrir hendur
gerði hann af alefli. Í íþróttum var
hann þindarlaus og þar höfðum við
félagarnir ekki roð við honum. Þegar
kom að vinnu sameinaðist Jón þeim
vinnustöðum sem hann lagði til
starfskrafta sína. Ég man ekki til
þess að hann hafi ráðið sig í vinnu án
þess að vera innan fárra vikna farinn
að reka viðkomandi fyrirtæki. Mætti
fyrstur og hætti síðastur. Lengst
vann Jón hjá Hard Rock-keðjunni.
Fyrst sem veitingastjóri hér heima, í
London, svo í Höfðaborg í S-Afríku
og síðast sem framkvæmdastjóri hér
á Íslandi. Frá Höfðaborg stóð til að
hann færi til Amsterdam og tæki við
rekstri Hard Rock þar í borg en ör-
lögin réðu því að við endurheimtum
Jónka okkar til Íslands.
Hann fór í hótelskóla í Sviss eftir
stúdentspróf. Næstu 10 árin dvaldi
hann meira og minna erlendis. Þegar
hann flutti heim árið 1999 varð mað-
ur þess áskynja að hann hafði þrosk-
ast hraðar en maður sjálfur. Það
kom e.t.v. ekki til af góðu. Haustið
1998 sprengdu hryðjuverkamenn
sprengju á Planet Hollywood í
Höfðaborg en þar vann sambýlis-
kona Jóns, mamma Kristófers. Jón
vann í nálægu húsi og kom fyrstur
manna að, á undan lögreglu og
sjúkraliði. Aðkoman var að sögn
ólýsanleg, a.m.k. einn látinn og um
30 slasaðir, margir stórslasaðir. Jón
fann ekki konu sína en hún fannst
síðar og hafði sloppið að mestu
ómeidd. Jón flutti heim í öryggið á
Íslandi skömmu síðar með auga-
steininn Kristófer. Eftir heimkom-
una minnti Jónki mann reglulega á
að líta ekki á gæfuna sem sjálfsagð-
an hlut heldur nálgast lífið af auð-
mýkt og þakklæti. Það var þörf og
góð ábending.
Jón fór að vinna eins og hestur eft-
ir heimkomuna. Fyrst rak hann Sól-
on Islandus, síðan Hard Rock, stofn-
aði að lokum og rak JVG Muffin
Bakery í Kópavogi og vann og vann.
Við hittumst oft til að gleðjast sam-
an. Stundum lentum við á trúnó og
grétum saman. Það var gott að gera
slíkt með elsku Jónka. Við fórum
saman í ferðalög. Sáum Rollingana í
New York og AC/DC í Barcelona.
Við félagarnir og Helga mín munum
sakna hans óskaplega. En við eigum
enn góða vini í foreldrum hans og
systur og sonunum tveimur sem
bera föður sínum betra vitni en
nokkuð annað.
Hvíldu í friði, minn kæri.
Sturla Pálsson.
Okkur skólafélögum brá í brún við
andlátsfrétt Jóns Valgeirs og það er
þyngra en tárum taki að ungur mað-
ur sé tekinn frá sonum sínum, for-
eldrum, systur og vinum. Kynni
okkar af Jóni Valgeiri, eða Jónka
eins og hann var jafnan kallaður í
okkar hópi, hófust eftir að við
ákváðum á sínum tíma að nema hót-
elstjórnunarfræði í Luzern í Sviss.
Þar vorum við ellefu Íslendingar
eins og ein fjölskylda undir sama
þaki meðal fjölda nemenda af ýmsu
þjóðerni. Það er skoðun okkar allra
að hann lifði eftir mottóinu „Lífið er
dásamlegt láti maður ekkert aftra
sér frá að njóta þess“ og hann náði
svo sannarlega að smita því út frá
sér.
Það var ljóst frá fyrsta degi að
Jónki var miðpunktur hópsins, ótrú-
lega hress og skemmtilegur náungi
sem vildi ekkert annað frekar en að
hafa gaman af lífinu og fólkinu í
kringum sig. Gleðin og kímnin geisl-
aði af honum en hann var einnig
traustur vinur og fékk meðal annars
það hlutverk að gæta hagsmuna
skólafélaganna gagnvart skóla-
stjórn.
Hvort sem var í námi, leik eða
starfi þá sló Jónki aldrei af og það
voru hrein forréttindi fyrir okkur
hin að fá að vera samferðafólk hans
enda auðvelt að hrífast með honum.
Minningabrotin hrannast upp: Þeg-
ar hann trúlofaði sig var því fagnað
með gríðarlegri flugeldasýningu yf-
ir Vierwaldstättersee. Hann lagði á
sig áhættusamt klifuratriði til að
koma nemendum inn á Hotel Royal í
skjóli nætur og þurfti fyrir vikið að
taka verkleg próf á hækjum en rúll-
aði því upp með toppeinkunn að
sjálfsögðu.
Hvenær sem rauður Alfa Romeo
ekur hjá kvikna óhjákvæmilega
minningar um Jónka enda var sá bíll
óspart notaður í ferðum okkar um
Sviss og vakti oft á tíðum athygli á
götum Luzern. Jónki var töffari og
það birtist líka í músíkinni sem hann
hafði gott lag á að velja enda fékk
hann oft það hlutverk að stýra uppá-
komum á nemendabarnum og stút-
fylltu þær barinn í hvert skipti enda
hafði hann einstakt lag á að fá fólk
og búa til stemningu.
Jón Valgeir var baráttujaxl og tók
hetjulega á þeim áföllum og verk-
efnum sem lífið færði honum. Bar-
átta hans við hvítblæðið var lýsandi
dæmi um elju hans og seiglu. Jónki
lifði fyrir strákana sína og fagið og
það var frábært að fá að fylgjast
með honum í starfi fyrir Hard Rock
víðsvegar um heiminn. Uppbygging
hans á Muffin Bakery allt frá hug-
mynd til veruleika þar sem atorku-
semi Jónka naut sín til hins ýtrasta
var aðdáunarverð og náðum við
skólafélagarnir að njóta gestrisni og
góðs matar í ófá skipti og fyrir það
viljum við þakka.
Það er erfitt að horfa á bak þess-
um góða vini en við eigum dýrmæt-
ar minningar og lífsmottóið – að
njóta stundarinnar.
Við biðjum æðri máttarvöld að
veita fjölskyldu Jónka styrk á þess-
um sorgartímum. Blessuð sé minn-
ing Jóns Valgeirs Gunnarssonar
F.h. skólafélaga við IHTTI í
Sviss,
Gunnar Valur Sveinsson.
Fallinn er frá vinur okkar Jón
Valgeir Gunnarsson langt fyrir ald-
ur fram eftir áralanga baráttu við
illvígan sjúkdóm. Á þessum sorgar-
tíma er huggun að geta látið hugann
reika um fjölda samverustunda sem
okkar góði vinahópur hefur átt allt
frá táningsaldri fram á þennan dag.
Þrátt fyrir að Jón Valgeir dveldi
langtímum erlendis, fyrst við nám í
Sviss, síðar við störf í London og
Suður-Afríku, var einhvern veginn
alltaf eins og það væri stutt síðan við
hittumst síðast.
Nú eru rétt um átta ár síðan sjúk-
dómurinn gerði fyrst vart við sig.
Allan þann tíma sýndi Jón Valgeir
æðruleysi og styrk sem var gjöf til
okkar allra sem vanmáttug fylgd-
umst með hvað verða vildi.
Á þessari stundu er hugur okkar
hjá sonum Jóns sem misst hafa ást-
ríkan föður auk þess sem minningin
um góðan vin mun lifa áfram.
Friðbert Friðbertsson,
Soffía Huld Friðbjarnardóttir.
Jón Valgeir
Gunnarsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
trésmiður
frá Sunnuhvoli,
Stokkseyri,
síðast Merkurheimum í Flóahreppi,
verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugar-
daginn 12. febrúar kl. 10.30.
Hólmfríður Tómasdóttir,
Tómas Jónsson, Inger Lise Myklebust,
Guðríður Jónsdóttir, Bergþór Kárason,
Bergþóra Jónsdóttir, Böðvar B. Magnússon,
Erna Jónsdóttir, Andri Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabarn.