Morgunblaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mótmælin íaraba-löndunum
hafa komið vest-
rænum ríkjum í
vandræði. Einræð-
isherrar, sem notið
hafa stuðnings
þeirra, hrökklast
ýmist frá eða eru
valtir í sessi.
Zine El Abidine
Ben Ali var í miklum metum
hjá frönskum stjórnvöldum þau
23 ár, sem hann var við völd í
Túnis. Þegar Ben Ali flúði
sneru Frakkar hins vegar við
honum baki. Nicolas Sarkozy,
sem sagði 2008 að Frakkar
væru helsti bandamaður
Túnisa, neitaði Ben Ali um
lendingarleyfi í Frakklandi.
Í gær birtust fréttir um að
frönskum ráðherrum hefði ver-
ið bannað að fara í sumarfrí til
útlanda til að forðast vand-
ræðalegar uppákomur. Fransk-
ur almenningur er ekki sérlega
uppveðraður af því að Francois
Fillon forsætisráðherra skuli
hafa farið í áramótaferð til Níl-
arbakka í boði Hosnis Mub-
araks og Michele Aliot-Marie,
utanríkisráðherra landsins,
skuli hafa þegið boð um að nota
einkaflugvél túnísks kaupsýslu-
manns með tengsl við Ben Ali í
desember þegar uppreisnin var
hafin.
„Það er lykilatriði að við ýt-
um undir útbreiðslu sannrar
siðferðismenningar í opinberu
lífi í Frakklandi,“ sagði í yf-
irlýsingu frá Sarkozy. „Það
sem tíðkaðist fyrir nokkrum ár-
um getur nú hneykslað.“
Mubarak hefur verið náinn
bandamaður
bandarískra stjórn-
valda, sem hafa lit-
ið á hann sem
grundvöll þess að
tryggja stöðugleika
í Mið-Aust-
urlöndum, sér-
staklega í sam-
bandi við Ísrael.
Mubarak er ekki
versti einræð-
isherra sögunnar, en hann er
heldur enginn lýðræðissinni og
hefur óhikað beitt ofbeldi til að
skjóta andstæðingum sínum
skelk í bringu.
Stjórnarhættir Mubaraks
hafa ekki verið í samræmi við
málflutning Bandaríkjamanna
um lýðræði, en hann hefur ver-
ið þeim nytsamlegur. Þegar
þrengdi að Mubarak leið ekki á
löngu áður en Bandaríkjamenn
sneru við honum baki.
Mubarak er ekki fyrsti ein-
ræðisherrann, sem Bandaríkja-
menn snúa baki við. Manuel
Noriega, einræðisherra í Pa-
nama, endaði í bandarísku
fangelsi. Saddam Hussein
Íraksleiðtogi var látinn óáreitt-
ur á meðan hann réðst á þegna
sína með efnavopnum, en þegar
hann ógnaði valdajafnvæginu
snerist dæmið við og hann end-
aði í gálganum.
Hermt er að Franklin D.
Roosevelt Bandaríkjaforseti
hafi sagt um Anastasio Somoza,
sem var einræðisherra í Ník-
aragva á fyrri hluta liðinnar
aldar og fram yfir miðbik henn-
ar, að hann „kynni að vera tík-
arsonur, en hann er okkar tík-
arsonur“. Raunsæir leiðtogar
fara raunsæjar leiðir.
Stjórnarhættir Mub-
araks hafa ekki ver-
ið í samræmi við
málflutning Banda-
ríkjamanna um lýð-
ræði, en hann hefur
verið þeim nytsam-
legur. }
Hvern á að styðja?
Íslendingar hafalanga reynslu í
því að stofna til elt-
ingaleiks á milli
launa og verðbólgu.
Ekki verður sagt að
sú reynsla sé góð.
Áttundi og níundi áratugurinn
fóru að mestu í þennan þjóð-
arsamkvæmisleik. Helstu leik-
ararnir náðu miklum árangri,
hækkuðu laun um nokkur þús-
und prósent á keppnistímanum,
en þjóðfélagið tapaði miklu á
öllu saman. Forsendur leiksins
voru ekkert flóknar. Væru laun
hækkuð meira en atvinnulífið
réð við fór verðbólgan af stað.
Hún sá til þess með aukaverk-
unum sínum að sá kaupmáttur
sem atvinnulífið hefði sann-
anlega getað staðið undir komst
aldrei til launþeganna. Hann fór
í að bregðast við afleiðingum
verðbólgunnar.
Eftir tvo áratugi voru hin ein-
földu sannindi orðin nægj-
anlega mörgum nægjanlega
ljós. Þá hófst jöfn og góð kaup-
máttarsókn almennings og
verðbólgan varð viðráðanleg.
Nú virðist leiðbein-
ingabæklingurinn
með leikreglunum
hafa týnst einhvers
staðar í þeim efna-
hagslegu ólátum
sem urðu. Það verð-
ur endilega að finna hann aftur.
Hin efnahagslegu ólæti voru
síst af öllu launþegum að kenna.
Þeir sem valdamestir voru í
samtökum atvinnulífsins á
ólátatímanum voru á hinn bóg-
inn fjarri því að vera eins sak-
lausir. Ábyrgð þeirra var þvert
á móti mjög mikil.
Svo slæmt sem það var, þá
geta menn ekki annað gert en
að horfast í augu við að engum
verður greiði gerður með því að
þjóðin hrökkvi í hjólfarið frá
verðbólguárunum. Þá var mikið
spólað en lítt mjakast úr stað.
Það er örugglega hollara fyrir
alla ef menn ná saman um sann-
gjarna samninga sem fá haldið
og geta staðist lengur en skem-
ur. Það stuðlar að uppbyggingu
og framförum. Það er nógu mik-
ið sem vinnur þar á móti um
þessar mundir.
Menn geta spólað
og spólað án þess
að mjakast áfram
sem neinu nemur}
Reynslan er til
Þ
essa dagana birtast pistlar frá sér-
lega rökvísum og hnyttnum karl-
mönnum, sem tjá sig um jafnrétti
kynjanna. Pistlahöfundarnir kall-
ast Öðlingar og er það réttnefni.
Öðlingarnir koma víða að, þeir eru á mismun-
andi aldri, gegna ýmsum störfum og hafa mis-
marga fjöruna sopið. En eitt virðast þeir eiga
sameiginlegt; að hafna fyrirframgefnum hug-
myndum og klisjum um hlutverk kynjanna.
Sannarlega er tímabært að karlar stígi fram
á ritvöllinn og tjái sig um þennan málaflokk,
sem gjarnan er litið á sem einkamál kvenna.
Það er með ólíkindum að einhverjir skuli telja
að það komi ekki öllum við hvort allir þegnar
þjóðfélagsins njóti sömu réttinda í orði og á
borði.
Impri einhver á því að hægt miði í jafnrétt-
ismálum, er viðkvæðið gjarnan að það sé engum nema
konunum sjálfum að kenna. Þær eru ekki nógu klárar /
duglegar / ýtnar / sniðugar / gráðugar / menntaðar... þær
eru bara ekki nógu eitthvað. Stundum er ástæðan líka sú
að konur eru of mikið af einhverju; þær eru of klárar /
duglegar / ýtnar / sniðugar / gráðugar eða of menntaðar.
Þær þurfa bara að breyta sér og laga þetta og þá verður
allt gott.
En sem betur fer er til fólk sem lætur ekki bjóða sér
hvað sem er. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær,
þegar konu voru dæmdar miskabætur vegna kynferð-
islegrar áreitni yfirmanns hennar í starfi. Að mati lög-
fræðings BSRB er um tímamótadóm að ræða.
Átakanlegt er að lesa málsskjölin, þar sem
konan lýsir hegðun þessa yfirmanns síns og
því einelti sem hún varð fyrir á vinnustað sín-
um í kjölfarið.
Áreitnin, sem dæmt er fyrir, átti sér stað í
vinnuferð í sumarbústað, þar sem yfirmað-
urinn tók upp á því að fara allsnakinn í heitan
pott og hvatti síðan konuna til að koma ofan í
til sín. Ekki lét hann þar við sitja, heldur rudd-
ist inn í svefnherbergi hennar um nóttina. Fyr-
irtækið vildi ekki viðurkenna að um kynferð-
islega áreitni væri að ræða. Konan var færð til
í starfi og ábyrgð hennar minnkuð. Þessar
breytingar voru gerðar af yfirmanni hennar,
hinum sama og svamlaði nakinn um í heitum
potti fyrir framan konuna og hvatti hana til að
koma ofan í til sín. Margir hafa gefist upp af
minna tilefni, en konan sótti málið ótrauð áfram, þrátt fyr-
ir ýmsa erfiðleika sem hún þurfti að glíma við og voru bein
afleiðing atviksins, samkvæmt staðfestingu lækna.
Samfélagið stendur í þakkarskuld við fólk, sem leitar
réttar síns, þrátt fyrir að á móti blási kröftugir vindar.
Sambærileg atvik hafa líklega átt sér stað áður og eiga
sennilega eftir að koma upp aftur. Það er gott af því að vita
fyrir okkur öll, bæði karla og konur, að nú er búið að senda
skýr skilaboð um að við líðum ekki hegðun af þessum toga.
Kynferðisleg áreitni er ljótur blettur á samfélaginu sem
ber að afmá með öllum ráðum. Þessi dómur verður von-
andi til þess að svo verði. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Tímamótadómur fyrir okkur öll
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
mun þar á.“ Díoxín er flokkað sem
varasamt eiturefni og sýnt hefur ver-
ið fram á að það getur valdið krabba-
meini í tilraunadýrum og haft áhrif á
þroska taugakerfis. Haraldur leggur
þó áherslu á að erfiðara hafi verið að
sýna fram á eituráhrif í mönnum en
dýrum.
Talið er að um 90% af díoxíni
sem maðurinn fær í sig berist með
fæðunni og er díoxín að finna í öllum
matvælum um allan heim, í mismiklu
magni. Nær ómögulegt er að fjar-
lægja efnin úr matnum þegar þau eru
komin inn í fæðukeðjuna og er al-
mennt viðurkennt að besta leiðin til
að minnka díoxín í fæðu sé að koma í
veg fyrir losun út í umhverfið.
Mælingar Matvælastofnunar
benda m.a. til þess að lítill hluti af
rúmlega sex tonnum af kjöti frá Skut-
ulsfirði sem fór á markað hafi verið
yfir mörkum í díoxíni. Haraldur segir
að hinn almenni neytandi þurfi þó litl-
ar áhyggjur að hafa enda séu skaðleg
áhrif helst hugsanleg með því að
borða síendurtekið mat með miklu
díoxíni yfir langt tímabil. „Þó að þetta
dreifist hér á markaðnum og einhver
borði það þá er það stakur atburður,
sem gerist bara einu sinni og ekki
meir, og það mun ekki hafa nein áhrif.
Fólk þyrfti að borða þetta alla daga.“
Díoxín hefur aldrei áður verið
mælt í fólki á Íslandi, en m.a. verður
byggt á blýmælingum á hári og á
blóðsýnum. Vænta má að minnst tvo
mánuði taki að fá fram niðurstöður.
Mat á heildarlosun díoxíns árið 2008
Heimild: Umhverfisstofnun
I-TEQ grömm
Áramótabrennur
1,8
Samgöngur 0,1
Stóriðja 0,7
Sjávarútvegur
0,7
Sorpbrennsla og
orkuiðnaður 0,6
Uppsöfnun díoxíns
um allt land skoðuð
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
T
il stendur að ráðast í
heildarskoðun á upp-
söfnun díoxíns á landinu
öllu frá öllum mögu-
legum uppsprettum. Að
sögn Kristínar Lindu Árnadóttur,
forstjóra Umhverfisstofnunar, verða
áramótabrennur og iðnaður sér-
staklega skoðuð í því samhengi.
„Þetta er mengun sem safnast
saman yfir langan tíma, svo það er
ekki talin bráðahætta, en við verðum
að horfast í augu við það hvar díoxín
myndast,“ segir Kristín. Hætt er við
að díoxín safnist upp í jarðveginum
þar sem brennur eru haldnar árlega
og verða því tekin sýni þar en einnig í
nágrenni við álverin í Hvalfirði og
Reyðarfirði svo dæmi séu tekin.
Umhverfisstofnun lagði til í jan-
úar að reglur yrðu hertar um eldri
sorpbrennslur, sem starfað hafa á
undanþágu frá reglum um losun díox-
íns. Þeirri tillögu verður nú hraðað að
ákvörðun umhverfisráðherra.
Sorbrennslunni í Skutulsfirði
var lokað í janúar en í Vest-
mannaeyjum, á Kirkubæjarklaustri
og Svínafelli er enn starfsemi. Um-
hverfisstofnun er heimilt samkvæmt
lögum um hollustuhætti og meng-
unarvarnir að stöðva til bráðabirgða
starfsemi sem alvarleg hætta stafi af.
Kristín ítrekar hins vegar að af
díoxíni stafi margra ára uppsöfnuð
hætta og því sé ekki um daga-
spursmál að ræða. Umhverf-
isráðherra óskar þó eftir því að sveit-
arfélögin hætti eða dragi verulega úr
sorpbrennslu þar til niðurstöður
rannsókna liggja fyrir.
Ólíklegt að heilsu sé ógnað
Ekkert bendir við fyrstu sýn til
þess að heilsufari íbúa í nágrenni
gömlu sorpbrennslanna sé ógnað
vegna díoxínmengunar. Haraldur
Briem sóttvarnarlæknir segir að
engu að síður verði heilsufar íbúa
rannsakað til að taka af allan vafa.
„Fyrst og fremst viljum við taka
stikkprufur til að sjá hvort þetta sé
raunverulega í mannfólkinu, en við
eigum ekki von á því. Við höfum verið
að skoða þær sjúkdómsgreiningar
sem berast til Landlæknisembætt-
isins, og tökum þá alla hugsanlega
sjúkdóma sem díoxín gæti haft áhrif á
og berum niðurstöðurnar saman við
aðra landshluta og sjáum ekki neinn
Hvað er díoxín?
Þrávirkt lífrænt mengunarefni
sem hefur áhrif á umhverfið og
heilsu almennings. Díoxín mynd-
ast sem aukaafurð við t.d. málm-
iðnað og sorpbrennslu en geta
einnig myndast í náttúrunni, s.s.
við eldgos og gróðurelda.
Hvernig berst það í fólk?
Díoxín-efni dreifast með lofti,
vatni og jarðvegi og finnast um
allan heim í öllum matvælum, en
í mismiklu magni. Til mannfólks
berast þau fyrst og fremst með
neyslu dýraafurða. Dýr taka
díoxín upp með fæðu, jarðvegi
og seti og það sest í líkamsfitu
þeirra. Þannig safnast efnið fyrir
í fæðukeðjunni.
Hver eru áhrifin á heilsuna?
Díoxín-efni hafa ekki áhrif á
heilsu okkar samstundis. Mesta
áhættan stafar af því að borða
mat með miklu innihaldi díoxína
á löngu tímabili. Staðfest er að
efnin geta m.a. valdið krabba-
meini í tilraunadýrum, en menn
virðast þó ekki jafnviðkvæmir
fyrir áhrifum þeirra og til-
raunadýr.
Spurt&Svarað