Morgunblaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Raðhólar, fnr. 211-822, Borgarbyggð, þingl. eig. Brók ehf., gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 16. febrúar 2011 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 9. febrúar 2011. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Álftahólar 6, 204-9108, Reykjavík, þingl. eig. Jórunn Ingibjörg Kjartansdóttir og Þorkell Gunnarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalána- sjóður, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 11:00. Flúðasel 91, 205-6677, Reykjavík, þingl. eig. Páll Gunnar Ragnarsson, gerðarbeiðendur BYR sparisjóður, höfuðstöðvar og Sýslumaðurinn á Blönduósi, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 9. febrúar 2011. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Brunnar 18, fastanr. 212-3867, Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Haukur Már Sigurðsson og Gunnhildur Agnes Þórisdóttir, gerðar- beiðandi SpKef sparisjóður, Patreksfirði, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 15:00. Hólar 15, fastanr. 212-3912, Patreksfirði, Vesturbyggð (50%), þingl. eig. Skúli Hjartarson, gerðarbeiðandi Suðurhraun 3 ehf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 9. febrúar 2011. Úlfar Lúðvíksson. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógar- hlíð 6, Reykjavík, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Nesvegur 53, 202-6567, Reykjavík, þingl. eig. Bergþóra Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og NBI hf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Njálsgata 72, 200-8393, Reykjavík, þingl. eig. Elvar Már Atlason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn á Blönduósi, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Nýlendugata 14, 200-0384, Reykjavík, þingl. eig. Arnarþing ehf., gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Ólafsgeisli 69, 225-5607, Reykjavík, þingl. eig. Baldvin Már Magnús- son, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Reykjabyggð 55, 208-4280, Mosfellsbæ, þingl. eig. Hilmar Harðarson, gerðarbeiðendur NBI hf. ogTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Seljabraut 36, 205-6236, Reykjavík, þingl. eig. Jens Líndal Sigurðsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Seljavegur 11, 200-0686, Reykjavík, þingl. eig. Jóhann Gunnar Jóhannsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Skeljatangi 35, 222-3530, Mosfellsbæ, þingl. eig. Halldóra Kristín Emilsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, NBI hf. og NBI hf., Þorláksh., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Skipholt 50A, 201-2493, Reykjavík, þingl. eig. Funahöfði ehf., gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Skipholt 50A, 229-4231, Reykjavík, þingl. eig. Funahöfði ehf., gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Skógarás 7, 204-6582, Reykjavík, þingl. eig. Sveinbjörn Þormar og Kristín Þórsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Sogavegur 174, 229-6029, Reykjavík, þingl. eig. Dísa LindTómasdóttir og Ágúst Reynir Þorsteinsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Sporhamrar 6, 203-8715, Reykjavík, þingl. eig. Hólmgeir Hallbert Kristmundsson, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Stuðlasel 5, 205-4092, 50% ehl. Reykjavík, þingl. eig. Karl Olgeir Olgeirsson, gerðarbeiðandiTollstjóri, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Suðurhólar 30, 205-0967, Reykjavík, þingl. eig. Elísabet Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Sundlaugavegur 12, 201-8859, Reykjavík, þingl. eig. Rúnar Bjarni Bjarnason, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga, Sýslumaðurinn á Blönduósi ogTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Svarthamrar 18, 203-8828, Reykjavík, þingl. eig. Víðir Guðmundsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Sölkugata 8, 231-6762, Mosfellsbæ, þingl. eig. Stekkjarhús ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður ogTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Sölkugata 10, 231-6768, Mosfellsbæ, þingl. eig. Stekkjarhús ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður ogTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Vallengi 3, 221-9109, Reykjavík, þingl. eig. Þórdís Hermannsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Vatnsstígur 3b, 225-9267, Reykjavík, þingl. eig. Sverrir Snær Ingimars- son, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Vesturgata 2, 200-2577, Reykjavík, þingl. eig. Bryn ehf., gerðar- beiðandi Icepharma hf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Vesturhús 9, 226-0173, Reykjavík, þingl. eig. Inga Margrét Guðmunds- dóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjavíkurborg, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Vitastígur 17, 200-7954, Reykjavík, þingl. eig. Bjarki Már Sveinsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Völvufell 17, 205-2210, Reykjavík, þingl. eig. Rafn Reynir Bjarnason, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Þrastarhöfði 47, 229-0628, Mosfellsbæ, þingl. eig. Hrönn Sigurðar- dóttir, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., mánudaginn 14. febrúar 2011 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 9. febrúar 2011. Nú ertu farin, elsku systir mín. Við áttum mikið hvor í annarri og sagðir þú oft „systir mín, þú er alltaf í hjartanu mínu“. Ég gaf þér líka alltaf pláss í mínu hjarta og verður svo áfram að eilífu, ástin mín. Þegar þú varst lítil þurfti oft að passa þig mjög vel og gerði ég mitt besta, en einu sinni slappst þú frá mér inn í fjós og hafðir komið þér fyrir á bakinu, undir júgri einnar kýrinnar, og varst að mjólka upp í þig, þegar að var komið. Þarna sást hvað þú varst dug- leg að bjarga þér, sem var svo sann- arlega þitt aðalsmerki alla tíð. Of varst þú mjög veik, en náðir þér furðu fljótt, enda ákveðin stúlka, sem ætlaði sér ekki að láta veikindin ná yf- irtökum og sýndir viljastyrk, sem var þér mikil hjálp í þínu lífi. „Ég ætla,“ sagðir þú oft og margt tókst líka vel, sem þú hafðir ætlað þér. En ekki var alltaf hægt að ráða hlut- unum, eins og við vissum. Öll ferðalögin okkar voru yndisleg, hvort sem voru sundlaugarferðir, fjöruferðir, ferðir á Laugarvatn, bíl- túrar á gamlar slóðir eins og í Gufunes eða réttirnar heima í sveitinni. Allar þessar ferðir með þér eru í minning- unni bæði fallegar og skemmtilegar, ekki síst okkar síðasta ferð saman í sumarhúsið austur í Grímsnesi. Þar fékkst þú að ráða því að eitt herbergið var merkt þér og skrifaðir þú sjálf á miða sem festur var á hurðina og verð- ur þar alltaf og minnir okkur á þig. Ég þakka þér allar samverustund- irnar og ég mun sakna faðmlagsins þíns, sem var svo yndislega hlýtt og Ingibjörg Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir ✝ Ingibjörg Ragn-heiður Svein- björnsdóttir fæddist í Vesturkoti á Skeiðum 30. september 1953. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 24. janúar 2011. Ingibjörg var jarð- sungin frá Graf- arvogskirkju 2. febr- úar 2011. sagði svo mikið og lifir í minningunni alla tíð og mun það styrkja mig mikið, Inga mín. Takk fyrir allt. Svanhildur systir. Nú er hún Inga systir farin frá okkur svo snögglega, erfitt er að átta sig á því. Nú hring- ir hún ekki oftar og spyr hvort hún megi gista og hvort ég sé ekki með svið og sviðalappir í matinn. Inga var mikil húsfreyja og hafði gaman af að bjóða fólki í mat. Einu sinni sem oftar þegar var hún hjá mér í haust, þá hringdum við í bróður okkar sem býr erlendis og hann tjáði henni að hann hlakkaði mikið til að koma til hennar í skötuveislu um jólin, en Inga bauð alltaf til skötuveislu enda skata í miklu uppáhaldi hjá henni. Inga átti marga vini og var dáð af öllum sem kynntust henni, var alltaf lífsglöð og var mikill gleðigjafi. Hún hafði yndi af því að ferðast og var búin að ákveða að fara hringinn í kringum landið í annað sinn næsta sumar með frænkum sínum. Inga var búin að ferðast víða um heim. Hún fór í marg- ar sólarlandaferðir og hafði hún yndi af því að liggja í sólbaði og fá sér einn bjór við laugina. Inga elskaði afmæli og hélt alltaf stórar afmælisveislur á hverju ári. Óli mágur átti að koma með harmonikkuna og það átti að vera söngur og gleði. Inga var einnig mikið jólabarn og hlakkaði alltaf til að byrja að jólaskreyta og fá alla jólapakkana. Með þessum orðum vil ég kveðja Ingu systur og þakka henni samfylgd- ina. Kristín Sveinbjörnsdóttir. Elsku Ingibjörg okkar, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. Í gegnum hugann fara margar góðar minningar um þig og allt það sem við höfum gert saman. Öll ferðalögin, bæði innanlands og utanlands, óvissuferðirnar, sum- arbústaðaferðirnar, reiðtúrarnir og allar þær stundir sem við höfum átt saman. Þessar minningar munum við geyma sem perlur í hjörtum okkar. Takk fyrir alla þá ást sem þú gafst okkur. Við elskum þig að eilífu og söknum þín sárt. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín systurdóttir og frænka, Margrét Kristín og Sandra Lind. Elsku Ingibjörg, besta frænka í heimi. Nú þegar þessu er lokið og þetta mikla tómarúm orðið til minnist ég þess hve mikill þátttakandi þú hef- ur alltaf verið í mínu lífi. Það vakti allt- af ánægju og þótti spennandi að fara í heimsókn til Ingibjargar frænku og sjá hvað þú værir að skrúfa í sundur, rekja upp, sauma út eða prjóna svo eitthvað sé nefnt. Þú veittir mér kraft á lokasprettinum þegar ég labbaði frá Ísafirði til Reykjavíkur og þú mættir hress og kát með ömmu og afa til að hitta mig í Bröttubrekkum. Þú varst eina manneskjan sem kom manni allt- af í gott skap sama hvað gekk á, alltaf gast þú fengið mann til að brosa og hlæja. Það var alltaf gaman að gleðja þig og gefa þér eitthvað því þú varst alltaf svo þakklát. Ingibjörg mín, þín verður sárt saknað og þú munt alltaf eiga þinn stað í hjarta mínu. Saknaðarkveðjur, Hjálmar frændi. Kæra Ingibjörg. Ég man eftir þér og Björgvini frá því í gamla daga. Þá var oft gaman hjá okkur. Ég gleymi því ekki þegar þú sýndir einstaka leik- listarhæfileika þína þegar þú lékst með okkur í leikhópnum Perlunni í leikriti Steins Steinars „Tvær ljósærð- ar stúlkur“. Fyrir nokkrum árum fór ég ásamt Ingibjörgu og fleirum í ferð til Spánar en þar áttum við saman góðar stundir og oft var dansað fram á kvöld og leikið sér í sjónum. Þú varst alltaf svo vingjarnleg og ljúf við mig, kallaðir mig frænda og varst uppfull af jákvæðni og með gott skop- skyn. Það var einmitt í þínum anda þegar þú bauðst mér í skötuveislu á Þorláksmessukvöld í desember, en það var í síðasta sinn sem ég naut samvista við þig, kæra vinkona. Ég veit að nú líður þér vel og þú ert komin til Björgvins þíns. Þakka þér allar góðu stundirnar sem ég mun nú geyma í hjarta mínu. Sendi fjölskyldu þinni samúðarkveðjur. Þinn vinur, Sigfús Svanbergsson. Ég hitti Ingibjörgu fyrst fyrir fá- einum árum í ferð sem við fórum ásamt fleirum til Tenerife á Spáni. Hún var fjölhæf og skemmtileg kona og fylgdi henni glaðværð og hlýja hvar sem hún fór. Væntumþykju sína sýndi hún af innileik og klappaði mér og kjassaði í hvert sinn sem við hitt- umst. Hún var einhvern veginn góð í gegn og alltaf var stutt í bros og hlát- ur. Á Spáni fórum við út að ganga á kvöldin, hlusta á sjóinn, dönsuðum og fórum í skoðunarferðir, skoðuðum í búðarglugga og fórum í fjöruna að bleyta okkur og stundum þurftum við að fara í svala sundlaugina til að kæla okkur niður. Ingibjörg kom oft í heimsókn til okkar í Láland 23 og voru það gleðistundir sem seint líða mér úr minni. Ég bið Guð að geyma þig, kæra vin- kona. Þinn vinur, Haraldur Viggó Ólafsson. Elsku amma. Nú skilja leiðir að sinni, en mikið er ég glaður og þakklátur fyrir að við skyld- um hafa þann tíma sem við höfðum saman. Það er sennilega eins með mig og aðra drengi, mamma er best og konuna mína elska ég mest en alltaf þykir mér nú vænst um hana ömmu. Amma var stór og mikil kona og hjartað eftir því. Alveg sama hvað heimurinn getur verði óréttlátur þá gat amma alltaf lýst upp lífið, ýmist með lummum eða einhverju góðgæti. Ég held að ömmu hafi hvergi liðið betur heldur en í dalnum sínum enda Lára Aðalheiður Jónsdóttir ✝ Lára AðalheiðurJónsdóttir fæddist á Svarfhóli í Álfta- firði 23. desember 1921. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar 7. janúar 2011. Útför Láru fór fram frá Súðavík- urkirkju 22. janúar 2011. fyllti hún hann alltaf af sól og yl. En dagur var að kveldi kominn hjá ömmu og ég held að hún hafi farið sátt eftir sína dvöl hér. Það skiptir ekki máli hvað þú tekur með, heldur það sem þú skilur eftir þegar þú ferð. Sólin var hátt á lofti þegar amma stóð á hlaðinu og virti fyrir sér útsýnið yfir fjörðinn og leit fram dalinn og bjóst til hinstu ferðar. Kæra amma, ég kveð þig að sinni með orðum skáldsins Ólafs J. Sig- urðssonar. – – – upp yfir brún og í þá sveit sem enginn í þessum sóknum leit. – – – Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. Þinn ömmustrákur, Orri Sverrisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.