Morgunblaðið - 10.02.2011, Side 8

Morgunblaðið - 10.02.2011, Side 8
FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kaupandi að nýrri þriggja milljóna króna bifreið greiðir sem svarar tvö- földu innkaupsverði hennar í skatta, ef miðað er við þann meðalaldur bif- reiða sem stefnir í á Íslandi í dag. Eins og sýnt er í töflunni hér til hliðar tekur ríkið að meðaltali um 40% í vörugjöld og önnur gjöld af bif- reið þegar hún kemur til landsins. Það þýðir að bifreið í ódýrasta verðflokki hjá Félagi íslenskra bif- reiðaeigenda (FÍB), sem kostar ný á götuna 2,95 milljónir króna, ber 1.180 þúsund krónur í skatta áður en hún fer í sölu hjá umboðinu. Þegar bif- reiðin er svo seld tekur við marghátt- uð skattlagning sem útskýrð er með smáa letrinu á töflunni hér til hliðar, en hún gerir 196.700 kr. á ári í ódýr- asta flokki. Við útreikningana er stuðst við kostnaðaráætlun FÍB frá því í fyrra. Miðað er við ódýrara bensín Vart þarf að taka fram að gengi krónunnar er afar veikt um þessar mundir og myndi styrking hennar leiða til mikillar lækkunar á þessum útgjaldaliðum. Eldsneytiskostnaður myndi til dæmis lækka mikið en í þessum útreikningum er miðað við að bensínlítrinn kosti 200 krónur, eða um 7 krónum minna en í dag. Sem fyrr segir hækkar meðalaldur íslenska bílaflotans stöðugt og stefnir að óbreyttu í að verða 12 til 13 ár, að sögn Özurar Lárussonar, frkvstj. Bíl- greinasambandsins. Því er hér miðað við 10 og 13 ára „líftíma“ og 15.000 km meðalakstur á ári, en aki eigandi bílsins hins vegar meira hækkar verður bensínkostnaðurinn meira en 240.000 krónur í ódýrasta flokknum. Upphæðin miðast við 8 lítra eyðslu á hverja ekna 100 km. Bílarnir í næstu tveimur verðflokkum eyða meira, eða 9 og 11 lítrum á hundraðið, sem þýðir útgjöld upp á 270.000 og 330.000 krónur í bensín á ári hverju. Tekið skal fram að breytingar voru gerðar á vörugjöldum um áramótin og hafa þau í sumum tilfellum lækk- að, í takt við mengun bifreiða. Þá má draga úr akstri og þar með lækka alla útgjaldaliði í rekstri og viðhaldi. Á hitt ber að líta að gengishrunið hefur haft þær afleiðingar að nýir bílar í ódýrasta flokki eru orðnir of dýrir fyrir marga launþega. Dýrir „sparibaukar“ Þá veldur veikt gengi því að litlir og gamlir bílar, svo- nefndir sparibaukar, eru nú orðnir mun dýrari í rekstri en fyrir hrunið. Ríkið fær ígildi tveggja nýrra bíla í formi skatta en kaupandinn einn  Miðast við þriggja milljóna króna fólksbíl  Gengishrun hækkar álögur í krónum Skattlagning á bíla Dæmi miðast við innkaupsverð (A) og heildarskattlagningu eftir 10 og 13 ára notkun (B) og (C) og hlutfall skatta af innkaupsverði. Tekið skal fram að kaupendur dýrari bíla greiða hærri skatta. (Bílarnir á myndunum falla um það bil í þessa verðflokka.) Hjón með tvo bíla í dæmi 1) og 2) greiða á tíu árum 6,8 milljónir í skatta af bílunum tveimur, eða sem nemur 385% af innkaupsverði ódýrari bílsins. Útreikningarnir miðast við kostnaðaráætlun Félags íslenskra bifreiðaeigenda fyrir nýja bíla í þremur verðflokkum. Kostnaðarliðir og skatthlutfall er sem hér segir: Vörugjöld (40%), bensín (50%), viðhald og viðgerðir (30%), hjólbarðar (30%), tryggingar (0%), skattar og skoðun (89%), bílastæðakostnaður (20%), þrif (30%). Bíll í ódýrasta flokki kostar 2,95 millj., 3,65 millj. í öðrum flokki, og 5 millj. í dýrasta flokki. Miðað er við meðalakstur eða 15.000 km á ári. Eldsneytiskostnaður getur því verið meiri og minni, sem og viðhald. Dæmi 1) Flokkur 1 – 2,95 milljónir T.d.: Toyota Yaris 1,4 dísil (2.920.000 kr) A) 1,77 milljónir B) 3,147 milljónir = 178% C) 3,74 milljónir = 211% Dæmi 2) Flokkur 2 – 3,65 milljónir T.d.: Honda Civic ssk. (3.540.000 kr) A) 2,19 milljónir B) 3,66 milljónir = 167% C) 4,32 milljónir = 197% Dæmi 3) Flokkur 3 – 5 milljónir T.d.: Honda CRV bsk. (5.140.000 kr) A) 3 milljónir B) 4,66 milljónir = 155% C) 5,46 milljónir = 182% Morgunblaðið/Ómar Nýir bílar Myndin var tekin í júlí 2008. Salan var þá farin að minnka. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 Í potti Evrópuvaktarinnar segir:„Bæði Steingrímur J. og Þórunn (Sveinbjarnardóttir) óttast dóm kjósenda um frumvarp ríkisstjórn- arinnar um Icesave.    Rök Stein-gríms J. eru fráleit þótt þau séu skilj- anleg, þegar hann á í hlut vegna Icesave. Steingrímur J. var knúinn til þess af Ólafi Ragnari að leggja lög um Icesave II undir atkvæði kjósenda en treysti sér ekki sjálfur til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um málið. Hann treysti sér ekki einu sinni til að mæla með eigin lög- um þegar þau voru lögð í dóm þjóð- arinnar.    Meiri niðurlægingu en Stein-grímur J. sætti vegna Icesave II hefur varla nokkur íslenskur stjórnmálamaður mátt þola en þeg- ar 98% þeirra sem afstöðu tóku spörkuðu lögum hans út í hafsauga.    Hið undarlega hefur síðan gerstað níu manna hópur í þing- flokki sjálfstæðismanna hefur gengið til liðs við Steingrím J. til að auðvelda honum að koma Icesave III í gegnum þingið.    Þingmennirnir sýnast sumir lítaþannig á að þeir séu jafnframt að draga úr líkum á að þjóðin fái að segja álit sitt á Icesave III.    Þetta gera níumenningarnir þóttþessi sami Steingrímur J. hafi ráðið því að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins verði dreginn fyrir landsdóm.    Hvað veldur því að þingmennSjálfstæðisflokksins standa gegn því að lög Steingríms J. verði að nýju lögð fyrir þjóðina?“ Níumenningarnir STAKSTEINAR Veður víða um heim 9.2., kl. 18.00 Reykjavík 0 snjóél Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 3 alskýjað Egilsstaðir 3 rigning Kirkjubæjarkl. 1 skýjað Nuuk -11 snjókoma Þórshöfn 6 skúrir Ósló -3 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki -7 skýjað Lúxemborg 2 þoka Brussel 8 heiðskírt Dublin 11 skýjað Glasgow 8 skúrir London 8 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 6 heiðskírt Hamborg 5 heiðskírt Berlín 2 heiðskírt Vín 8 heiðskírt Moskva -5 snjókoma Algarve 15 léttskýjað Madríd 13 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 12 heiðskírt Winnipeg -22 heiðskírt Montreal -7 snjókoma New York -6 heiðskírt Chicago -13 alskýjað Orlando 16 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:41 17:44 ÍSAFJÖRÐUR 9:58 17:37 SIGLUFJÖRÐUR 9:41 17:19 DJÚPIVOGUR 9:13 17:11 Samkvæmt velferðarráðuneyt- inu er dæmigert neysluviðmið fyrir einstakling sem býr á höfuðborgarsvæðinu 292.000 kr. og er hann sagður verja um 29,3% tekna sinna í bifreiða- og ferðakostnað, eða 85.425 kr., en 25% í húsnæðiskostnað, eða alls 72.972 kr. á mánuði. Gera þetta alls 1.025.100 kr. á ári og er þá allur kostnaður við samgöngur meðtalinn. Ætla má að langstærstur hluti þess- arar upphæðar fari í rekstur einkabíls sem kostar þar með orðið meira en að hafa þak yfir höfuðið á höfuðborgarsvæðinu. Við útreikninga á rekstrar- kostnaði hér til hliðar kemur út mun lægri tala á mánuði en hjá ráðuneytinu og skýrist það af því að hér er kostnaðarverði bíls ekki deilt niður á notkunarár, heldur eru skattar af nývirði reiknaðir og svo árleg útgjöld. Afskriftir eru því undanskildar. Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra svaraði því til, er blaðamaður bar undir hann á mánudag hvort til greina kæmi að lækka gjöld á bíla í ljósi ofan- greindrar niðurstöðu, að dagar ódýrari bíla væru framundan. „Menn hafa verið að benda á að við þurfum að breyta úr bensínbílum í bíla sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum […] og fara jafnframt yfir í ódýrari bíla. Við not- um stóra og dýra bíla,“ sagði Guðbjartur. Dýrari en húsnæðið BÍLAR OG VIÐMIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.