Morgunblaðið - 10.02.2011, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Djassgeggjarar í höfuðstað Norð-
urlands geta glaðst því frá og með
næsta miðvikudegi verða mán-
aðarlegir, ókeypis tónleikar á Götu-
barnum.
Um er að ræða suðupott í sam-
starfi Jazzklúbbs Akureyrar og Tón-
listarskólans. Söngkonan Margot
Kiis og píanistinn Risto Laur ríða á
vaðið. Sannarlega tilhlökkunarefni.
Nokkrir Kiwanisklúbbar á Norð-
urlandi hafa gefið barnadeild
Sjúkrahússins á Akureyri að gjöf
tæki sem gerir starfsmönnum í vakt-
herbergi kleift að fylgjast með líðan
barna á sjúkrastofunni.
Tækið er komið í notkun en
formleg afhending fór fram á laug-
ardag. Þá kom fjöldi Kiwanisfélaga
með gjafabréf. Það eru klúbbar á
Óðinssvæði sem gefa; Askja á
Vopnafirði, Kalbakur og Embla á
Akureyri, Skjálfandi á Húsavík,
Grímur í Grímsey, Súlur á Ólafsfirði
og Herðubreið í Mývatnssveit.
Spennandi nýjung, vetrarhá-
tíðin Éljagangur, hefst árdegis í dag
en verður formlega sett í Hlíðarfjalli
í kvöld kl. 19. Þá fer fram snjóhindr-
unarhlaup þar sem öllum er heimil
þátttaka og að því loknu fer fram
skíðagöngukeppni; ekki Vasa-ganga
eins og í útlandinu heldur Vasa-
ljósaganga! Þá verða öll ljós í Hlíð-
arfjalli slökkt og eina lýsingin kerta-
ljós sem raðað verður meðfram
göngubrautinni, og höfuðlýsing þátt-
takenda.
Allir mega spreyta sig á göngu-
skíðunum og m.a. verða veitt verð-
laun fyrir frumlegasta ljósabún-
aðinn.
Margt er í boði á Éljagangi fram
á sunnudag, m.a. snjósleðaspyrna og
mótocrosskeppni og vert er að geta
þess að yfirkokkur 1862 Nordic
Bistro lætur ljós sitt skína kl. 16 á
morgun þegar hann sker út ís-
skúlptur fyrir utan Hof. Nánari upp-
lýsingar eru á heimasíðunni
www.eljagangur.is á vefnum.
Éljagangi spáð um
allan bæ næstu daga
Gjöf Kiwanisfélagar á Óðinssvæði, ásamt fulltrúum barnadeildar FSA, And-
reu Andrésdóttur yfirlækni og Aðalheiði Guðmundsdóttur deildarstjóra.
Ljósmynd/Kristján
Andri Karl
andri@mbl.is
Brúnaþungir foreldrar mættu á fund með
skólastjóra Laugarnesskóla í gærmorgun þar
sem farið var yfir stöðu mála í skugga niður-
skurðartillagna borgaryfirvalda. Mál manna
var að sjaldan ef nokkurn tíma hefði jafn fjöl-
mennur foreldrafundur verið haldinn en öll
sæti voru skipuð og fullt út úr dyrum. Áhyggj-
ur foreldra voru auðsjáanlegar og ályktun for-
eldrafélagsins samþykkt með dynjandi lófa-
klappi. Afstaðan er skýr; hingað og ekki
lengra.
Mikillar óánægju hefur gætt meðal foreldra
grunnskólabarna í borginni með fyrirhugaðan
niðurskurð á næsta starfsári. Foreldrafundir
eru á dagskrá í fleiri skólum og stefnan sú að
berjast gegn áætlunum borgaryfirvalda. „Við
ætlum að mótmæla þessu. Þetta er ekki hægt.
Vegið er að grunni samfélagsins og gengið al-
gjörlega gegn því sem erlendar rannsóknir og
spekingar tala fyrir, að hlífa menntun,“ segir
Sigrún Theodórsdóttir, formaður Foreldra-
félags Laugarnesskóla.
Árangur í eineltismálum að engu
Á fundinum í gærmorgun fór Sigríður Heiða
Bragadóttir skólastjóri yfir það hvað blasir við
í skólastarfinu. Sigrún segir að í máli hennar
hafi komið fram að meðal annars eigi að skera
niður kennslumagn og fækka tímum í verkleg-
um og skapandi greinum, þar á meðal eru
smíðar, handmennt og sund. „Á sama tíma og
talað er fyrir því í samfélaginu að skapandi
greinar séu framtíðar-atvinnuvegurinn.“
Jafnframt á að stækka bekki, og það líst Sig-
rúnu alls ekki á. „Verði svo er ljóst að ekki er
hægt að framkvæma stefnu menntayfirvalda í
landinu sem er skóli án aðgreiningar.“ Til
skýringar er það sú stefna að öll börn eigi jafn-
an rétt til náms, þau eigi að fá stuðning og
kennslu við sitt hæfi miðað við hvar þau standa
hverju sinni, þ.e. einstaklingsmiðað nám.
„Einn kennari með 25 til 28 börn, og jafnvel
fleiri, ræður ekki við það.“
Sigrún telur að með því að hverfa frá stefn-
unni um skóla án aðgreiningar muni þau börn
sem ekki falli inn í „normið“ og þurfi kannski á
sérstakri aðstoð eða eftirfylgni að halda helt-
ast úr lestinni. „Þetta mun því hafa áhrif á
framtíðarmöguleika barna okkar og ekki síður
líðan þeirra í skólanum.“
Einnig á að skera niður fjárveitingar til
gæslumála, s.s. á skólalóðum og í matartímum.
Þetta telur Sigrún að verði til þess að sá ár-
angur sem náðst hefur í eineltismálum verði
fyrir borð borinn. „Við erum að taka gríð-
arlega áhættu með líðan grunnskólabarna og
ekki síður uppbyggingu samfélagsins í fram-
tíðinni,“ segir hún.
Ráðist að sérstöðu skólans
Að sögn Sigrúnar hefur ríkt mikil ánægja
með skólastarf í borginni á umliðnum árum.
Byggt hafi verið upp faglegt og virkt starf.
Undanfarin tvö ár hefur hins vegar verið skor-
ið niður og þriðja árið framundan. „Nú er
þetta bara beinn niðurskurður, ekki hagræð-
ing, og sem er sjáanlegur og mun bitna á gæð-
um kennslu og velferð barnanna. Verið er að
bakka um mörg ár.“
Í ályktuninni sem samþykkt var á fundinum
í gærmorgun er áætluðum niðurskurði til skól-
ans harðlega mótmælt. „Laugarnesskóli státar
af sterkri áralangri hefð í kennslu skapandi
greina og hefur alið upp fjöldann allan af skap-
andi fólki í 75 ára sögu skólans. Fundurinn
mótmælir alfarið að ráðist sé svona að sér-
stöðu skólans.“
Í niðurlagi ályktunarinnar segir að draga
eigi lærdóm af reynslu annarra en ekki nota
börn í tilraunaskyni.
„Beinn niðurskurður, ekki hagræðing“
Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir borgaryfirvöld taka áhættu með líðan grunnskóla-
barna og ekki síður uppbyggingu samfélagsins í framtíðinni Hart verður barist gegn niðurskurði
Morgunblaðið/Golli
Áhyggjufull Fundurinn var gríðarlega fjölmennur og foreldrar lýstu yfir þungum áhyggjum.
Á fundi menntaráðs Reykjavíkurborgar í
gær var tillögu sem Sesselja Ingibjörg
Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, lagði
fram vísað áfram til borgarráðs. Tillagan
hljóðar svo: „Fulltrúi Félags skólastjórn-
enda í Reykjavík óskar eftir að leggja fram
þá tillögu í ljósi umræðu á mennta-
ráðsfundi að framkomnar hugmyndir um
sameiningu og samrekstur í grunnskólum
borgarinnar komi ekki til framkvæmda
2011.“
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í menntaráði, segir
þessa tillögu bera skýr skilaboð úr gras-
rótinni um að það sé kannski of bratt far-
ið.
Skýr skilaboð úr
grasrótinni?
TILLAGA Á FUNDI MENNTARÁÐS