Morgunblaðið - 10.02.2011, Side 15

Morgunblaðið - 10.02.2011, Side 15
Slæmt hlutskipti sumra fyrirtækja Mikið hefur verið rætt og rit- að um skuldavanda heimila og fyrirtækja. Minna hefur þó far- ið fyrir umræðu um stöðu smárra og meðalstórra fyr- irtækja. Umræðan hefur meira snúist um heimilin og síðan myndarlegar afskriftir skulda stærri fyrirtækja. Flestar fjár- málastofnanir hafa gert margt gott fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki en ekki allar. Í kjöl- farið á hruninu og fram til loka árs 2010 hafa Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki allir boðið þessum aðilum að lagfæra stöðu erlendra- og gengistryggðra lána óháð því hvort fyrirtækin væru í greiðsluvanda eða ekki. Í tilfelli Landsbank- ans hefur fyrirtækjum verið boðin 25% lækkun á höfuðstól þessara lána með þeim skilyrðum einum að meira en helmingur tekna sé í íslenskum krónum. Sambærilegar leiðir hafa boðist smærri og meðalstórum fyrirtækjum hjá Íslandsbanka og Arion banka. Þessi leið er í anda þeirrar leiðrétt- ingar sem heimilin fá vegna erlendra lána og í anda þess að fjármálastofnanir og fyr- irtæki deili á milli sín þeim forsendubresti sem varð við gengisfall krónunnar. Leiðin er réttlát og sanngjörn og viðskiptabönk- unum þremur til sóma. En það hafa ekki öll fyrirtæki fengið að njóta þessarar sanngirni. Viðskiptavinir Byrs hafa ekki fengið sambærilega úrlausn sinna mála. Byr hefur aðeins boðið upp á lengingu lána, jöfnun gjalddaga og frestun á vandamáli sem er augljóst. Á heimasíðu Byrs segir jafnframt að Byr lækki aðeins skuldir komi það til með að auka heimtur Byrs. Byr ætlar því augljóslega ekki að sýna viðskiptavinum sínum í hópi smærri og meðalstórra fyrirtækja neina sanngirni. Sú ákvörðun að vera í viðskiptum við Byr og taka gengistryggt eða erlent lán, í stað þess að vera í viðskiptum við hina þrjá stóru bankana, mun því valda mörgum við- skiptavinum Byrs stórkostlegum fjárskaða. Byr er nú kominn í hendurnar á kröfu- höfum að mestu leyti og á íslenska ríkið enn þónokkurn hlut í bankanum. Bankinn fékk erlendar skuldir sínar færðar niður um tugi prósenta og voru kröfuhöfum á sínum tíma boðin 30% upp í skuldir Byrs þegar ís- lenska ríkið ætlaði að yfirtaka bankann. Ljóst er að Byr byggir líf sitt í dag á því að kröfuhafar hafa sýnt bankanum sanngirni og leiðrétt stöðu þeirra lána sem Byr tók, m.a. í erlendri mynt. Byr ætti því enn frek- ar að sjá sóma sinn í því að bjóða viðskipta- vinum sínum sömu úrlausnir og hinir þrír viðskiptabankarnir hafa gert, óháð heimtum og græðgissjónarmiðum. Þann 15. desember sl. var gert samkomulag á milli SFF og efnahags- og viðskiptaráðu- neytis um úrvinnslu skulda- mála lítilla og meðalstórra fyr- irtækja. Samkomulagið gengur mun skemur í þeirri viðleitni að veita fyrirtækjum úrlausn en t.d. Landsbanki, Arion og Íslandsbanki hafa gert áður. Samkomulagið hlýtur að skoð- ast sem leiðarvísir um það sem gert skal að lágmarki, til að leiðrétta stöðu fyrirtækja, en ekki sem takmörkun á því að ganga lengra í að leiðrétta skuldamál fyr- irtækja til samræmis við það sem áður hef- ur verið gert. Samkvæmt heimasíðu Byrs ætlar Byr að láta fyrrnefnt samkomulag vera endastöð þeirrar viðleitni að lagfæra skuldastöðu sinna viðskiptavina sem heyra undir samkomulagið. Sem forsvarsmanni fyrirtækis sem heyrir undir þennan flokk fyrirtækja og er í viðskiptum við Byr og tók gengistryggt lán, þá blöskrar mér sú staða að Byr ætli að vera valdur að því að við- skiptavinum bankanna sé mismunað með þeim hætti að sum fyrirtæki fái leiðréttingu á höfuðstól sinna lána en önnur ekki, allt eftir því í hvaða banka viðkomandi gekk inn í og fékk sína lánafyrirgreiðslu. Það er hrópandi óréttlæti. Ég skora á stjórn Byrs að veita sömu lausn á erlendum og geng- istryggðum lánum og Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki hafa veitt sínum við- skiptavinum, sem eru með tekjur í íslenskri mynt og lækka höfuðstól lánanna um 25%. Einnig skora ég á nýja eigendur Byrs, sem meðal annarra er íslenska ríkið, að beita sér fyrir því að ekki viðgangist ójafnrétti á milli viðskiptavina fjármálastofnana í jafn veiga- miklu máli og þetta er fyrir fjárhag fyr- irtækja og aðstandenda þeirra. Muni Byr hunsa þessa leið sem allir hinir bankarnir hafa boðið er dagljóst að fyrirtæki og aðrir viðskiptavinir þurfa að hugsa gang sinn vel áður en stofnað er til frekari viðskipta. Með von um gott hlutskipti viðskiptavina Byrs og von um að Byr standi undir auglýsingum um að veita viðskiptavinum sínum byr í seglin. Eftir Magnús Einarsson » Opið bréf til stjórnar og eigenda Byrs sparisjóðs sem meðal annarra er íslenska ríkið. Magnús Einarsson Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Landmark. 15 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 Rís upp úr þokunni Hallgrímskirkju ber við heiðskíran himin og hún rís í öllu sínu veldi yfir þokuslæðu sem sveipaðist um höfuðborgina. Spáð er rigningu eða slyddu í Reykjavík næstu daga. RAX Á dögunum hélt formaður Sjálfstæðisflokksins ræðu í Val- höll. Að ræðu lokinni klöppuðu sumir fundarmanna á meðan aðrir sátu hljóðir. Lófatak fund- armanna magnaðist á undra- verðan hátt í fjölmiðlum en þó var allra mest klappað á stjórnarheimilinu og meðal pólitískra andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins. Formaðurinn lagði á það áherslu í ræðu sinni að nýfengin afstaða hans til nýrra Icesave-samninga væri í fullu samræmi við þá skoðun sem hann hefur haldið á loft frá upphafi, að betra sé að leysa Icesave-deiluna með samningum en fyrir dóm- stólum. Máli sínu til stuðnings vitnaði formað- urinn í orð formanns flokksins til 27 ára, Ólafs Thors, frá því í landhelgisdeilunni við Breta ár- ið1961 um að hroðalegustu svikin sem auðið er að fremja sé að svíkjast um að semja. Það er rétt að viti borin þjóð sem býr á mörk- um austurs og vesturs getur – og hefur farsæl- lega unnið eftir þeirri skynsamlegu meginreglu að leita sátta og að forðast beri stríð í lengstu lög. Enda erum við herlaus þjóð og höfum aldr- ei háð eiginlegt stríð við aðra þjóð. En við erum ekki réttlaus þjóð og á Íslandi skal land með lögum byggja. Þegar ekki er hægt að útkljá mál með sátt sem er aðgengileg fyrir deiluaðila er eðlilegt að leita til dómstóla. Þetta fyr- irkomulag er grundvallaratriði réttarríkisins og jafnframt eðlilegur farvegur þegar fullvalda ríki eiga í deilum. Hvort Icesave-samningurinn, sem nú liggur fyrir, telst aðgengileg sátt fyrir Íslendinga er vitanlega matsatriði. Fram hefur komið að for- maður Sjálfstæðisflokksins telji kröfu Breta og Hollendinga ekki lögvarða en eftir „ískalt hags- munamat“ sé niðurstaða hans sú að best sé að samþykkja fyrirliggjandi samning. Þessu mati er ég ósammála. Í fyrsta lagi geta það ekki talist rök í sjálfu sér að benda á að Icesave-samkomulagið sé sem slíkt gott af þeirri ástæðu einni að um sam- komulag sé að ræða. Horfa verður til efnis sam- komulagsins til þess að meta, hvort í því felist betri málalyktir en þær að bíða úrskurðar dóm- stóls. Þótt Bjarni Benediktsson hafi frá upphafi málsins talað fyrir samningaleið er ekki þar með sagt að hann sé skuldbundinn til að sam- þykkja eða tala fyrir samþykkt samningsins sem nú liggur fyrir – jafnvel þótt sá samningur kunni að vera sá besti sem viðsemjendur okkar munu bjóða. Þótt samningaleiðin hafi verið fyrsti valkostur felst enginn pólitískur viðsnún- ingur eða óábyrgt framferði í því að hafna þeim samningi sem nú liggur fyrir. Í öðru lagi er sá málflutningur, sem talsmenn Icesave-samkomulags hafa borið á borð fyrir þjóðina, að fyrirliggjandi samningur sé miklu betri en hinir fyrri, ekki boðleg rök. Það ber vott um vonleysi og metnaðarleysi að meta fyr- irliggjandi samning út frá þeim dæmalausa samningi sem Svavar Gestsson sótti með harðfylgi í greipar gáttaðra viðsemjenda sinna og rann óséður í gegnum stjórnarráðið. Með viðlíka mála- tilbúnaði væri allt eins hægt að gangast undir kröfu nágrannans um að borga stöðumælasektir hans með þeim „rökum“ að við sleppum við að greiða bifreiðagjöldin hans eins og nágranninn heimtaði upp- haflega. Nú hefur formaður Sjálfstæðis- flokksins illu heilli tekið undir þessa rökleysu og pólitískir andstæðingar hans fagna. Ábyrg afstaða Ef skoðun formannsins er sú að kröfur Hol- lendinga og Breta séu ekki lögvarðar er eina ábyrga afstaðan, sem hann getur tekið til máls- ins, að hafna fyrirliggjandi Icesave-samn- ingum, enda er inntak þeirra hið sama og hinna fyrri: að almenningur greiði skuldir óreiðu- manna. Slík afstaða væri í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar, í rökrænu samhengi við af- stöðu formannsins til lögmætis krafnanna og í samræmi við grunngildi Sjálfstæðisflokksins og ályktun síðasta landsfundar. Enn fremur væri slík afstaða til þess fallin að marka endalok fylgispektar flokksins við pils- faldakapítalisma sem er um það bil að sökkva hverju vestrænu ríki á eftir öðru í skuldafen. Jafnframt myndi slík afstaða marka endur- fundi við hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um frelsi einstaklingsins og traust á réttarríkið. Bjarni Benediktsson ásamt þingflokki Sjálf- stæðisflokksins getur verið stoltur af því að eiga sinn þátt í því að fyrirliggjandi Icesave- samningar eru skárri en sú hörmung sem rík- isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var tilbúin að samþykkja fyrir hönd þjóðarinnar en þjóðin hafnaði síðan með afgerandi hætti fyrir tilstilli forseta Íslands. Eftir stendur þó samningur sem gerir ráð fyrir að íslenskir skattgreiðendur borgi fyrir pólitísk inngrip Breta og Hollend- inga til bjargar eigin bankakerfi. Sá samningur er á ábyrgð og í boði „norrænu velferð- arstjórnar“ Jóhönnu Sigurðardóttur og Stein- gríms J. Sigfússonar. Í þeim samningi á Sjálf- stæðisflokkurinn ekki að eiga neina hlutdeild, enda fælist í því pólitískur afleikur og samfylk- ing kringum sjónarspil um að bankakerfi heimsins sé eitthvað annað en gjaldþrota. Enn er tími til að breyta rétt. Eftir Svein Tryggvason »Eftir stendur samningur þar sem íslenskir skatt- greiðendur borga fyrir pólitísk inngrip Breta og Hollendinga til bjargar eigin bankakerfi. Sveinn Tryggvason Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Klappað og klárt?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.