Morgunblaðið - 10.02.2011, Page 16

Morgunblaðið - 10.02.2011, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Föstudaginn 4. mars kemur út hið árlega Fermingarblað Morgunblaðsins. Fermingarblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. MEÐAL EFNIS: Veitingar í veisluna. Mismunandi fermingar. Fermingartíska. Hárgreiðslan. Myndatakan. Fermingargjafir. Fermingar erlendis. Hvað þýðir fermingin? Viðtöl við fermingarbörn. Nöfn fermingarbarna. Fermingarskeytin. Boðskort. Ásamt fullt af spennandi efni. FERMI GAR PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 28. febrúar. Ferm ing S É R B L A Ð St. Jósefsspítali hefur verið rekinn frá 5. september 1926 og hefur frá þeim tíma þjónað íbúum Hafn- arfjarðar og nágrenn- is ásamt fólki alls staðar af landinu. Í rúm tvö ár hefur ver- ið óvissa um hvað verði um St. Jós- efsspítala. Við höfum vonað að hann fái að halda áfram á þeirri braut sem hann er á. Að hann fái að halda því góða starfi áfram sem búið er að byggja upp. Fyrir tveimur áurm var haldinn fjölmennur borg- arafundur í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði þar sem hugmyndum um lokun St. Jós- efsspítla var mótmælt. Um 14 þús- und manns mótmæltu lokuninni með undirskriftasöfnun. Þrátt fyrir það héldu ráðamenn þjóðarinnar áfram að vinna að því að loka St. Jósefsspítala. Nú er komið að því sem ég og fleiri höfum óttast. St. Jósefsspítala verður lokað. Ég segi lokað vegna þess að í mínum huga eru orðin sameining, yfirtaka eða lokun það sama. Ég skil að það þurfi að spara. Nú síðustu ár hafa dunið á okkur sífellt fleiri yfirlýsingar um yfirvof- andi niðurskurð á öllum sviðum og í kjölfarið fylgir svo fjöldi greina þar sem öllum finnst að þeirra málefni sé mikilvægara en hin sem ýmist þarf ekki að skera eins mik- ið niður eða fá auka- fjárveitingu. Þó að ég hafi treyst svo lengi á þjónustu St. Jós- efsspítala vil ég ekki halda því fram að hann sé mikilvægari en til að mynda skóla- kerfið eða önnur heil- brigðisþjónusta. En ég er samt þeirrar skoðunar að ekki sé alltaf allt áunnið með því að skoða aðeins tölur á blaði. Á St. Jósefsspítala hefur myndast gríðarlegur auður sem fólginn er í starfsfólkinu og þeirri einingu sem myndast hefur þar. Það er nokkuð ljóst að slíkt verður ekki bætt á einni nóttu. Að mínu mati eiga sjúklingarnir ekki að hafa áhyggjur af því að loka eigi stofnunum eða einstökum deildum sem í mörg ár hafa þróast í það sem þær eru í dag. Ég sé það í fjölmiðlum að þjónustan verði sú sama þrátt fyrir að starfsemin flytji. Hvernig verður það mögu- legt? Hvers vegna fær sú starf- semi sem er til staðar ekki að halda áfram í núverandi mynd og þróast áfram? Bara spyr. Eftir Þuríði Rúrí Valgeirsdóttur »Ég segi lokað vegna þess að í mínum huga eru orðin samein- ing, yfirtaka eða lokun það sama. Þuríður Rúrí Valgeirsdóttir Höfundur er leikskólakennari. Lokun St. Jósefs- spítala er kaldur veruleiki „Rasismi“ er mjögóskýrt hugtak og full-yrðing rasista er því einnig órökstudd og ótraust. Rasismi merk- ir fyrst og fremst nei- kvætt álit og/eða andúð manns gagnvart öðrum kynþætti en sínum eig- in. Ef manneskja vill trúa því að hvítir menn (caucasoid) séu meira virði sem manneskjur en fólk með litaða húð (t.d. negroid eða mongoloid), er hún með kyn- þáttafordóma. Að því leyti byggist rasismi á hugsjón um að einn kyn- stofn sé æðri en aðrir kynstofnar mannkynsins. Í öðru lagi vísar orðið „rasismi“ til þess þegar manneskjur mismuna fólki sem tilheyrir öðru þjóðarbroti en fellur að þeirra eigin menning- arheimi. „Gyðingahatur“ er t.d. ekki mismunun vegna kynþáttar heldur vegna þjóðarbrots (ethnicity) og menningar þess, þar sem „gyðingur“ er ekki hugtak um kynstofn. „Rasismi“ felur þannig í sér tvo kjarna, annað er hugsjónin um kyn- stofn og hitt er um þjóðarbrot og menningarheim þess. Fólk talar oft um „rasisma“ án þess að vera með- vitað um þetta. Við mannkynið erum aðeins ein tegund, þ.e.a.s. „homo sapiens“, eins og við vitum vel. Kynstofn er eins konar undirtegund homo sapiens. Slík undirtegund getur verið mik- ilvægt hugtak og áhugavert á sér- stökum sviðum eins og í félagsvís- indum eða mannfræði. En þegar „Kort yfir genamengi mannsins“ var kynnt fyrir tíu árum, sagði Eric Lander sem hafði umsjón með verk- efninu hjá Whitehead Institute : „Genamengi allra manna á jörðinni er 99,9 prósent alveg eins. Munur meðal kynstofna eða þjóðarbrota eru ekki annað en yf- irborðslegur“. Margir aðrir í sama verkefninu fullyrtu þetta: „Kyn- stofn er ekki nátt- úruvísindalegt hugtak“ (þó að það séu til vís- indamenn sem vilja fjalla um kynstofn í vís- indum, til dæmis til þess að skoða nánar hinn 0,1% mun í gena- mengi mannsins). Þetta sýnir að það er ekkert sem rasistar hafa í hendi til þess að rökstyðja að ákveðinn kyn- stofn sé meira virði en aðrir. Umfjöllun um rasisma eða ummæli rasista sjást og heyrast af og til í sam- félagi okkar. Sem betur fer eru ofsa- legir rasistar örfáir hérlendis og við skulum notfæra okkur þá staðreynd og tækifæri til þess að byggja upp kynþáttafordómalaust samfélag. Þegar ég skoðaði það sem var sagt af fólki sem hafði rasistahugmyndir ný- lega, tók ég eftir því að það átti eitt sameiginlegt: Það var á móti fjöl- menningu. Í stuttu máli heldur það að það gangi ekki að í einu samfélagi rúmist margs konar menning. Að því leyti beina rasistar sjónum sínum að þjóðarbrotum og framandi menning- arheimum en ekki ákveðnum kyn- stofnum. Það er síðarnefndi kjarninn sem getið er í upphafi þessa pistils. En hver er ástæðan fyrir því að þeir hugsa neikvætt um fjölmenn- ingu? Eftir því sem ég best fæ skilið er engin áþreifanleg ástæða til. Það sem þeir eiga sameiginlegt eru hug- myndir eins og „fjölmenning hefur slæm áhrif á okkar ekta menningu“, „öll önnur lönd í Evrópu eru í vand- ræðum vegna innflytjenda“, „inn- flytjendur ræna af innfæddum vinnu“ eða „innflytjendur misnota velferð- arkerfi okkar“. Rasistar saka sem sagt innflytjendur og fjölmenninguna sem þeim fylgja um vandræði í sam- félaginu, hvar sem þeir eru. Ég ætla ekki að andmæla ítarlega hér en stærstu vandræðin hérlendis, sem er bankahrunið og afleiðingar þess, eiga ekki rætur sínar að rekja til innflytj- enda eða fjölmenningar. Það eru fyrst og fremst Íslendingar sem bera ábyrgðina og voru í ábyrgðarstöðum (þó að innflytjendur hérlendis deili sömu ábyrgð og beri sömu byrðar vegna þess og almenningur almennt). Rasistar virðast að minnsta kosti hafa aðra sameiginlega hugsjón sem er afleiðing andúðar gagnvart fjöl- menningu. Hún er „Við skulum vera stolt af því að vera hvítir menn!“ Mér finnst þetta mjög áhugaverð viðbrögð hjá rasistum. Eins og ég sagði í upp- hafi, skiptast hugmyndir rasista í tvo kjarna. Annað er misskilningur á því hvað felst í kynstofni og hitt er andúð til þjóðarbrota og menningarheims sem þeir hafa ekki skilning á. Andúð þeirra á fjölmenningu er komin frá síðarnefnda kjarnanum en viðbrögðin sem þau vekja leiða til fyrri kjarnans. Að sjálfsögðu eru mörg mismunandi þjóðarbrot til á meðal hvítra manna og ekki síst menningarheimar. Bar- átta, jafnvel með ofbeldi, á meðal hvítra manna hefur í gegnum tíðina verið stöðug, t.d. í Evrópu. Að mót- mæla fjölmenningu annars vegar og boða jafnframt samstöðu hvítra manna er hins vegar ekkert annað en þversögn í sjálfu sér. Ástæða þess að ég skrifa þennan pistil er sú að mig langar að fólk á Ís- landi, sérstaklega ungt fólk, haldi áfram á réttri braut og haldi áfram að berjast gegn rasisma. Eins og fyrr segir þá er enn ekki mikill kraftur í rasistum hér á landi. Við þurfum ekki að óttast rasisma, en við verðum að vera vakandi fyrir því að slíkar órök- studdar og óhugnanlegar hugmyndir læðist ekki inn í okkar samfélag. Hvert eitt og einasta samfélag glímir við einhver vandræði. En það leysir ekki vandann að saka saklaust fólk um þau. Við leysum þau með því að axla ábyrgð á okkur sjálfum og þeim verkefnum sem við tökumst á við og að því vinnum við saman, innflytj- endur og innfæddir. Rasismi er þversögn Eftir Toshiki Toma » Við þurfum ekki að óttast rasisma, en við verðum að vera vakandi fyrir því að slíkar órökstuddar og óhugnanlegar hug- myndir læðist ekki inn í okkar samfélag. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. Bréf til blaðsins Kínverjar láni okkur 50 milljarða út af Icesave Nú er talað um að leysa Icesave með samningum. Það myndi hjálpa okkur mikið ef Kínverj- ar lána okkur 50 milljarða. Þetta yrði endurgreitt af okkur með samvinnu í efna- hags- og menningarmálum á breið- um grundvelli við Kína. Náin sam- vinna. Það léttir mikið á okkur í sambandi við Icesave að hafa vara- sjóð í gjaldeyri í Seðlabanka, 50 milljarða sem lán frá Kína. Einnig gætu Kínverjar reist hér verk- smiðjur með okkur sem framleiddu vörur til útflutnings sérstaklega úr áli, sem hér er nóg af. Vantar meiri vinnslu. Talað hefur verið um að við byggjum hitaveitur í Kína. Líka getum við borað eftir heitu vatni og gufu fyrir Kínverja. Kínverjar verða að koma með til- lögur um samstarf, ef þeir lána okkur 50 milljarða til að hafa sem varasjóð út af Icesave. Svo getur Icesave fallið í nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu. LÚÐVÍK GIZURARSON, hæstaréttarlögmaður. Lúðvík Gizurarson Frá Lúðvík Gizurarsyni Landsdómur Landsdómur er tvenns konar: 1. Kosningar. Þær eru bæði til Al- þingis og sveitarstjórna. Þar eru komnir þeir (karlar og konur) sem landsmenn velja. Einfalt system: Kosið í Austurlandskjördæmi, Suð- urlandskjördæmi o.s.frv. Alþingi eða sveitarstjórnir velja svo sinn verk- stjóra; forsætisráðherra eða sveit- arstjóra (oddvita). 2. Dómur sögunnar. Annaðhvort er þingmaður, ráðherra eða sveit- arstjórnarmaður útskúfaður eða ekki. Sagan segir ekkert um suma en margt slæmt eða gott um aðra. Þetta er allt og sumt. Til hvers þarf þá lögmanna- og dómarahrauk um þetta allt saman? Og svo ætla al- þingismenn að dæma ef þingmaður eða ráðherra hefur gert eitthvað vit- laust eða ekki gert eitthvað. Hvaða landsdóm fá t.d. Hannes Hafstein, Lúðvík Jósepsson, Jónas Jónsson eða Gylfi Þ. Gíslason? GUNNLAUGUR EIÐSSON, afgreiðslumaður. Frá Gunnlaugi Eiðssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.