Morgunblaðið - 10.02.2011, Side 19

Morgunblaðið - 10.02.2011, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 ✝ Frímann Jóns-son, fv. for- stjóri, fæddist á Eyrarbakka 21. júní 1913. Hann lést í Sóltúni í Reykjavík 19. jan- úar 2011. For- eldrar hans voru Jón Sigurðsson, verslunarmaður, f. 12.11. 1876, d. 6.11. 1918, og Jóna Kar- en Frímannsdóttir, húsmóðir, f. 2.6. 1887, d. 3.1. 1966. Bræður hans voru: 1) Sigurður, flugmaður, f. 18.2. 1910, d. 22.8. 1986, 2) Þorvaldur, prentmynda- smiður, f. 25.12. 1916, d. 9.1. 1993. Þann 15. október 1938 kvænt- ist hann Rósu Ágústu Vigfús- dóttur, f. 28.9. 1916, d. 4.3. 1977. er Fylkir De Jong, 2) Vilhelm Frímann, rafeindavirkjameist- ari, f. 31.1. 1949, kvæntur Hildi Gísladóttur, leikskólastjóra, f. 11.2. 1951. Börn þeirra eru: a) Anna Rún, f. 30.3. 1976, gift Magnúsi Kristjánssyni, þeirra börn eru: 1) Daníel Hugi, 2) Birta Dís, 3) Kristján Máni, b) Frímann Örn, f. 11.5. 1982, í sambúð með Eddu Björt Edwinsdóttur, þeirra sonur er Snævar Þór. Frímann fluttist með for- eldrum sínum til Reykjavíkur þriggja mánaða gamall og bjó á bernskuárum sínum í Póst- hússtræti 13. Hann gekk í Landa- kotsskóla og síðar í Mennta- skólann í Reykjavík. Hann vann alla sína starfsævi hjá Ísaga hf. en þar hóf hann störf sem sendill 16 ára gamall en síðar gegndi hann forstjórastöðu eða þar til hann lét af störfum, 77 ára að aldri. Útför Frímanns fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í kyrr- þey 4. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru: Vigfús Guð- brandsson, f. 5.8. 1883, d. 13.7. 1963, og María Sigurð- ardóttir, f. 9. nóv. 1886, d. 22.6. 1936. Börn Frímanns og Rósu eru: 1) María, f. 22.6. 1940, gift Baldri Ólafssyni, f. 14.5. 1940. Börn þeirra eru: a) Rósa Kristín, f. 28.1. 1963, hennar börn eru: 1) Andri, hans dóttir er Bergþóra Hildur, 2) Baldur, 3) Hjörtur, 4) Árni, 5) Lilia María Giovanna, b) Ólafur Björn, f. 30.7. 1965, í sambúð með Grímu Eik Káradóttur, þeirra sonur er Kári Freyr. Fyrir á Ólafur Björn þau Emil Örn og Ölmu Maríu. Sonur Grímu Eikar Elsku afi. Þá er víst komið að kveðjustund. Lífsljós þitt hefur slökknað eftir langan farinn veg. Við tímamót, flögrar hugurinn svo víða. Það eru víst ekki allir svo heppnir að eiga afa í 45 ár, en það gerði ég, og það bara þig því afi Ólafur dó á fæðingarári mínu. Fyrstu ár bernsku minnar minnist ég þín og ömmu sem svo órjúfanlegrar heildar og fallegrar myndar af ljúfri æsku minni. Þið amma áttuð ykkur svo notalegt kot við Elliðavatn, og þangað kom ég oft með pabba og mömmu um helgar í heimsókn til ykkar. Þú varst oft og iðulega úti á hlaði eitthvað að bjástra. Ef það var ekki við að bóna bílinn, þá var alltaf eitthvert dútl í gangi við litla kotið. Amma sat í minningunni inni í stofu við gluggann sinn og lagði kapal. Ég skottaðist nú yfirleitt frekar úti með þér, og ef ég var duglegur að hjálpa þér við eitthvert lítilræði, þá laum- aðirðu hendi þinni iðulega í vasann, og upp kom dýrindismoli. Afi átti alltaf suðusúkkulaði. Ef eitthvað var fast í hendi hjá afa, þá voru það leð- urhanskarnir í hanskahólfinu og suðusúkkulaðistykki. Þú og amma eigið svo fallega mynd í hjarta mér á jólunum. Ég sé það alltaf fyrir mér þegar þið komuð inn á planið hjá blokkinni okkar, lögðuð bílnum og komuð klyfjuð pökkum í litla íbúð pabba og mömmu í Álftamýrinni. Þetta eru fallegustu og bestu minningarnar sem ég á um jólin. Þegar amma dó, er ég eitthvað í kringum 10 ára gam- all. Þá hrundi heimurinn. Ekki bara hjá mér og pabba og mömmu og öðr- um ættingjum heldur líka hjá þér, afi. Ég held að þú hafir aldrei orðið samur maður. Það var einhvern veg- inn eins og einhver neisti slökknaði í hjartanu þínu, og hugurinn var svo oft í burtu hjá þér. Þessu fann ég fyrir allar götur síðan. Kannski gerði það að verkum, að við áttum síðar meir eftir að fjarlægjast hvor annan, en hugur okkar beggja var örugglega hjá hinum alla tíð í súru og sætu. Mér þótti alltaf fjarska vænt um þig, afi minn, þótt þú værir ekki allt- af sammála mér og ég þér. Báðir stoltir og þrjóskir. Ég var líka Frammari, en þú harður Valsari. Það var gott að vinna hjá þér í Ísaga, og þú hafðir þá skynsemi til að bera að hygla mér ekkert umfram hina strákana þar. Það átti bara eftir að gera mér gott til framtíðar. Afi var heilsteyptur maður að mínu viti. Snyrtimenni í hvívetna og hafði yfir sér fas hefðarmanns, sem margir báru mikla virðingu fyrir. Þú varst lítillátur og barst aldrei á. Nægjusemi þín var einstök, og lýsti sér svo vel í því hvernig þú bjóst í hálfa öld í blokkinni við Álfheima. Margur maðurinn í þinni stöðu hefði látið berast meira á. Þú varst bara skynsamur. Er ekki sagt: Lítillátur, ljúfur og kátur, leik þér ei úr máta. Varast spjátur, hæðni, hlátur; heimskir menn sig státa. (Hallgrímur Pétursson) Mér finnst þessi texti lýsa þínum karakter svo vel. Nú er langri ævi þinni lokið og er ég handviss um að þú sért kominn í fangið á ömmu á ný. Ég sé fyrir mér brosið ykkar hlýja, og ömmu umvefja þig kær- leika á nýjum og betri stað. Þakka þér fyrir allt, afi minn, og guð blessi þig og geymi í eilífðinni. Þinn Ólafur Björn (Óli). Elsku besti afi minn. Síðustu dagar hafa reynst mér erfiðir. Þegar pabbi hringdi í mig til að segja mér að þú værir orðinn rúmliggjandi og alvarlega veikur, grunaði mig ekki að þú ættir svona stutt eftir eða öllu heldur neitaði ég að trúa því. Ég henti öllu frá mér og brunaði til þín og brá mikið að sjá þig í þessu ástandi. Einungis örfáum dögum áður komum við fjölskyldan í heimsókn til þín og þá sastu í salnum með vinum þínum og naust þess að spila bridge við fallega græna spila- borðið þitt. Þegar ég hélt í hönd þína og kyssti þessi síðustu andartök fann ég fyrir ótta og hræðslu, hvern- ig yrði lífið án þín? En þú valdir þér fallega stund og stað til að kveðja, umvafinn ást og umhyggju þinna nánustu sem fylgdu þér alla leið. En mikið var erfitt að sleppa af þér tak- inu, afi minn, og á huga minn leita nú ótal minningar. Ég var ekki ýkja há í loftinu þegar ég fékk að fara með pabba í fyrstu ferðina af mörgum út á Keflavík- urflugvöll til að taka á móti þér þeg- ar þú komst frá Spáni en þangað fórstu oft á ári. Með litla nebbann klesstan upp við rúðuna, rýndi ég út í myrkrið til að sjá þig koma úr flug- vélinni og þegar loks glitti í þig rauk ég af stað til að knúsa þig. Alltaf komstu heim með pakka sem gladdi lítið stelpuskott og held ég mikið upp á kjólana, plöturnar og hina ýmsu muni sem þú gafst mér. Ég man það svo ljóslifandi þegar þú kenndir mér að dansa fugladansinn í stofunni í Álfheimunum, eftir ferð- unum okkar niður á Tjörn að gefa öndunum og ísbíltúrunum þar sem fróðleikur um staðhætti borgarinnar fylgdi alltaf með í kaupbæti. Ég man líka þegar ég gisti hjá þér og í há- deginu daginn eftir bauðstu mér á uppáhaldsveitingastaðinn minn, mér leið eins og sannri prinsessu. Þegar ég óx úr grasi og flutti að heiman gerðum við með okkur þegj- andi samkomulag um að viðhalda okkar einstöku vináttu og þegar Maggi kom inn í líf mitt urðuð þið strax mestu mátar. Þið gátuð enda- laust rætt um boltann og pólitíkina enda báðir miklir áhugamenn um málefni líðandi stundar. Þú varst hafsjór af fróðleik, það var hægt að fletta upp í þér eins og alfræðiriti og aldrei stóð á svari eða ítarlegum út- skýringum. Þú unnir í senn tónlist og bókmenntum, þá sérstaklega verkum Halldórs Laxness, hafðir einstaklega fallega bassarödd og mikla kímnigáfu. Þú varst rígmont- inn langafi og lifnaðir allur við í ná- vist langafabarna þinna sem sakna þín nú afar sárt. Þú fylgdist vel með okkur öllum og varst með allt á hreinu. Ég veit að nú hefur þú feng- ið hvíldina, elsku afi minn, og ert án efa kominn í faðm ömmu eftir lang- an aðskilnað. Afi minn kær, þig kvaddi ég blítt og óskaði góðrar ferðar. Ég kyssti þitt enni og andlitið frítt hélt í hendi og strauk þér um herðar. Þú fórst vel með lífið og lífið með þig þig einkenndi dugur og elja. Minning um þig að hugsa um mig af mörgu er að taka og velja. Haf þökk fyrir fróðleikinn, faðmlagið hlýtt allan þinn stuðning og hlýju. Í englanna borg haf það nú blítt uns hittumst við aftur að nýju. (A.R.) Þín afastelpa, Anna Rún. Frímann Jónsson HINSTA KVEÐJA Elsku langafi. Það var gaman að eiga skemmtilegar stundir með þér. Og það var skemmtilegt þegar þú dansaðir ballett með mér, langafi. Ég sakna þín og vona að þú hafir það mjög gott. Þín Birta Dís. Elsku besti langafi. Þú hefur alltaf verið góður og skemmtilegur við mig. Stund- um þegar ég kom í heimsókn sagðir þú mér skemmtilegar sögur frá því þegar þú varst lít- ill. Þegar ég var lítill vorum við alltaf að skylmast, ég með sverðinu mínu og þú með stafn- um þínum – það var alltaf jafn skemmtilegt. Þú kenndir mér margar aðferðir til að reikna stærðfræðidæmi og þú spurðir mig alltaf þegar ég kom til þín hvernig mér gengi í skólanum og fótboltanum. Þú varst alltaf flottur karl. Takk fyrir allar þessar stundir. Ég sakna þín mjög mikið. Þinn Daníel Hugi. 50% afsláttur af legsteinum úr íslensku blágrýti Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Rvk sími 587 1960 - www.mosaik.is ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, KLARA ÞORLEIFSDÓTTIR, Teigaseli 9, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 30. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. febrúar kl. 13.00. Þorleifur Jónsson, Halldóra Andrésdóttir, Andrés Þorleifsson, Hjalti Þorleifsson. ✝ Faðir okkar, GUÐMUNDUR RUNÓLFSSON skipstjóri og útgerðarmaður, Hrannarstíg 18, Grundarfirði, er andaðist þriðjudaginn 1. febrúar, verður jarð- sunginn frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 12. febrúar kl. 14.00. Runólfur Guðmundsson, Kristján Guðmundsson, Páll Guðfinnur Guðmundsson, Ingi Þór Guðmundsson, Guðmundur Smári Guðmundsson, Svanur Guðmundsson, María Magðalena Guðmundsdóttir, Unnsteinn Guðmundsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNORRI ÁRNASON, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, þriðjudaginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 11. febrúar kl. 14.00. Guðrún Snorradóttir, Þuríður Árný Snorradóttir, Steinar Gunnbjörnsson, Erla Hrönn Snorradóttir, Jóhann Steinsson, Árni Ómar Snorrason, Sigurlaug Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALDIMAR Þ. K. ÞÓRÐARSON, Álfheimum 54, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans Fossvogi fimmtudaginn 3. febrúar. Jarðarför fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 14. febrúar kl. 14.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Erla S. Guðmundsdóttir, Sigrún E. Valdimarsdóttir, Birgir S. Jóhannsson, Þórður Valdimarsson, Tryggvi Þór Valdimarsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KATHINKA KLAUSEN, Stóragerði 10, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 7. febrúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 17. febrúar kl. 13.00. Arnfinnur U. Jónsson, Herdís Jónsdóttir, Jón Hallgrímsson, Jón Ragnar Jónsson, Birna Þorvaldsdóttir, Ingólfur Þ. Jónsson, Dagný Guðmundsdóttir, Friðrik J. Klausen, Gréta Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.