Morgunblaðið - 10.02.2011, Qupperneq 21
anlega vænt um þig og það var
gagnkvæmt, ég eftir að sakna þín
sárt. Ég felli tár yfir ljúfsárum
minningum, elsku amma, þú varst
kletturinn í fjölskyldunni, þú sem
hélst fjölskyldunni saman og vildir
að öllum liði vel og allir væru í sátt
og samlyndi. Þannig kvaddir þú
þennan heim södd lífdaga, umvafin
fjölskyldunni þinni sem elskaði þig
ofurheitt.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Þín sonardóttir,
Harpa Frímannsdóttir.
Í dag kveð ég elsku hjartans
ömmu mína, hjartadrottninguna.
Ég er stelpa í eldhúsinu á Eyr-
inni, soðinn fiskur í matinn, stapp-
aður, og Gufan á. Amma platar
gafflana ofan í stelpuna með því að
þylja upp nöfnin á skógarþröstunum
sem líka fá í gogginn úti á skafl-
inum. Ef ég borða ekki fýk ég upp á
þak.
Amma sendir mér síðan pakka og
bréf þegar ég bý í öðru landi. Heim-
sóknir hennar þangað eru eins og
himnasending. Alltaf hlý og góð, og
töskurnar fullar af mat frá Íslandi.
Það var víst hungursneyð þarna í
útlöndum!
Sumur hjá ömmu og afa á Eyrinni
fram eftir öllum aldri. Uppátækin
margvísleg. Dóti safnað á tombólu,
sem amma lét mig skila. Frænd-
systkin að bralla ýmislegt. Öll jólin
þar sem allir voru saman á Eyrinni
og fannst það ómissandi. Frystihús-
vinna og fiskur í hádeginu hjá
ömmu.
Alltaf fólk hjá ömmu í kaffi, að
spjalla, skiptast á skoðunum, spila,
baka, borða …
Símtölin síðar ófá og svo ómet-
anleg þegar við búum hvor á sínu
landshorninu. Alltaf á hún góð ráð
við öllu.
Ég er heppin að hafa fengið að
eiga þessa stórkostlegu konu fyrir
ömmu.
Orðin „Guð veri með þér“ hljóm-
uðu yfirleitt þegar hún kvaddi mig
og nú kveð ég ömmu Soffíu með
þessum sömu orðum.
Guð veri með þér, elsku amma.
Eva.
Undanfarna daga hefur hugurinn
reikað í minningum um þig, elsku
amma mín, en þær hafa bæði fengið
mig til þess að hlæja og gráta. Ég
var ekki gömul þegar við fórum
saman á helstu bingó bæjarins og
komum við oftar en ekki með vinn-
ing heim. Það var alltaf gott að
koma á Eyrina og var það fastur lið-
ur hjá stórfjölskyldunni á hverjum
laugardegi, að sameinast þar í graut
hjá ykkur afa og Píu, og ekki var nú
leiðinlegt að skella sér einn nettan
hring á gamla snúrustaurnum í
garðinum á eftir. Árin liðu og alltaf
vorum við amma miklar vinkonur.
Sameiginlegur áhugi okkar á íþrótt-
um var greinilegur og var gaman að
koma í heimsókn til þín, elsku
amma, og ræða við þig um hand-
bolta, fótbolta, golf eða formúluna.
Amma með sitt keppnisskap úr
bridge átti sína uppáhaldsleikmenn,
en það voru þeir sem sköruðu fram
úr sem hún mat mest, Messi, Tiger
og Schumacher. Þú fylgdist með öll-
um stórmótum sem fram fóru og
varst sem límd við skjáinn og núna
síðast var það HM í handbolta.
Alltaf fylgdist þú vel með okkur
litlu fjölskyldunni og gafst þér ávallt
tíma og sýndir áhuga á því sem var
að gerast hverju sinni. Þess vegna
var svo gott að umgangast þig og
leita ráða, því að þú varst svo mikil
vinkona mín. Þegar við mæðgur
komum til þín í heimsókn hljóp Ma-
núela vanalega til þín inn í stofu,
kyssti þig á kinnina og „gangaði“ í
hálsakotið. Ykkur þótti báðum vænt
hvorri um aðra. Söknuðurinn er því
mikill hjá mér að þú fáir ekki að sjá
og hitta litla krílið sem væntanlegt
er í heiminn eftir rúmar tvær vikur.
Þú varst búin að fylgjast með allri
meðgöngunni og sagðist vera viss
um kynið. En ég hvíslaði því að þér
og finnst mér yndislegt að vita að
við eigum okkar leyndarmál.
Elsku amma, þú varst stór hluti
af fjölskyldunni okkar og þín verður
sárt saknað. Ég geymi góðar og
dýrmætar minningar um þig í
hjarta mínu.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Hvíl í friði.
Þín
Hulda Frímannsdóttir.
Amma í Eyrarvegi, þessi tvö orð
eru samtvinnuð í huga mínum. Eyr-
arvegur varð fastur punktur í til-
veru minni í kjölfar þess að ég flutti
til Akureyrar sex ára gömul ásamt
mömmu og fósturpabba. Upp frá því
kynntist ég föðurfólkinu og ekki síst
honum pabba mínum. Eyrarvegur
hefur alltaf verið samastaður í gegn-
um tíðina, þar hafa ættingjarnir
komið við og í litla eldhúsinu hafa
margir setið og skrafað.
Amma hefur verið ein síðan afi dó
árið 2000. Var það henni mjög mik-
ilvægt að halda sitt heimili áfram
þrátt fyrir að heilsunni hefði hrakað
seinni ár og tókst henni það með
sinni reisn og ákveðni. Það skipti
líka gríðarlega miklu máli að ætt-
ingjarnir voru duglegir að líta inn til
hennar, elliheimili voru ekki fyrir
hana. Stundum brá hún undir sig
betri fætinum og fór suður og heim-
sótti Guðrúnu dóttur sína og dvaldi
þá einnig í leiðinni hjá einhverri af
ömmustelpunum sínum. Hún var
ung í anda og sjaldnast nein logn-
molla í kringum hana, ósjaldan hef
ég vitnað í hana sem dæmi um konu
sem bar aldurinn vel og var með á
nótunum. Hún notaði t.d. farsíma,
var á tímabili áskrifandi að Séð og
Heyrt og horfði mikið á Stöð2 Sport.
Það var alltaf gaman að spjalla við
hana og hún hafði oft sterkar skoð-
anir á mönnum og málefnum og
gjarnan kryddað með góðum
skammti af húmor.
Spilin gegndu stóru hlutverki í
hennar lífi og þar var hún sannköll-
uð drottning, eldklár í brids og í
landsliðinu um tíma. Ég man að ég
var hálffeimin við þetta spilastand á
henni þegar ég var yngri, kunni jú
bara ólsen-ólsen, en stundum spil-
uðum við yatzy og þá vann ég hana
stundum!
Amma var dugleg í höndunum áð-
ur fyrr og á tímabili prjónaði hún
fíngerða dúka í miklum mæli og þá
saumaði hún kynstrin öll af rúmföt-
um og gaf fjölskyldunni á jólum.
Hún var dugleg að hugsa fyrir jóla-
gjöfum og seinni árin gat maður
gengið að því vísu að fá kerti og
servíettur frá ömmu gömlu. Það var
oft glatt á hjalla í Eyrarvegi og hús-
ið litla rýmdi stórveislur, ég minnist
sérstaklega 85 ára, 89 ára og 90 ára
afmæla ömmu. Amma var stórbrot-
inn persónuleiki og miðpunkturinn
sem hélt öllu saman og ég þykist
þess fullviss að margir afkomenda
hennar hafi haldið að hún yrði til
staðar enn um sinn.
Elsku amma mín, nú þegar komið
er að leiðarlokum koma ótal minn-
ingabrot upp í hugann og dýrmætar
samverustundir. Flestar hafa þær
nú tengst Eyrarvegi, en einnig þeg-
ar ég hitti á þig fyrir sunnan. Þegar
við vorum á Akureyri var fastur lið-
ur að líta til þín. Á ferðum mínum um
landið með erlenda ferðamenn, þeg-
ar ég hef gist á Akureyri, hef ég oft
náð notalegum kvöldum með þér,
prjónað og spjallað eða horft með
þér á sjónvarpið.
Nú í janúar sl. dvaldi ég á Ak-
ureyri um nokkra hríð og gisti hjá
þér þrjár nætur, ég er óumræðilega
þakklát fyrir þær stundir og mun
varðveita þær vel. Við Siggi og Óð-
inn minnumst þín með hlýju og
þakklæti, einnig veit ég að þú áttir
ákveðinn sess í lífi mömmu heitinnar
og það var dýrmætt að þau tengsl
héldust alla tíð. Hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Þín sonardóttir,
Guðbjörg.
Vænt þykir mér um að hafa átt
Soffíu Guðmundsdóttur að vinkonu
áratugum saman. Við Soffía kynnt-
umst í gegnum sameiginlegt áhuga-
mál okkar, bridge. Ég spilaði fyrst
með Bridgefélagi Akureyrar á mín-
um menntaskólaárum ásamt fleiri
skólapiltum í Menntaskólanum á Ak-
ureyri, síðan frá því að ég settist að á
Akureyri og hóf þar störf 1972 og all-
ar götur upp frá því. Soffía var
löngum einn af máttarstólpum þess
ágæta félags sem áhugasamur og
góður spilari og jafnframt óþreyt-
andi í öðrum þáttum félagsstarfsins.
Hún sat oft í stjórn, gegndi for-
mennsku og sinnti hlutverki veit-
ingastjóra ef gefið var kaffi og með
því og þannig mætti áfram telja. Í til-
efni af sjötugsafmæli Soffíu árið
1988 var hún gerð að heiðursfélaga í
Bridgefélagi Akureyrar og átti þá
nafnbót vissulega skilið. Hún spilaði
áfram af kappi með félaginu langt
fram á níræðisaldurinn.
Soffía var afreksmaður í bridge-
íþróttinni á landsvísu, vann meist-
aratitla og spilaði í kvennalandsliði
Íslands. Hún var ekki síður góður
félagi sem gaman var að spila við,
bæði sem makker og andstæðingur.
Það var aldrei dauflegt við spila-
borðið með Soffíu. Fyrir hönd
Bridgefélags Akureyrar og spila-
félaganna þar þakka ég henni allar
góðar spilastundir og störf hennar
fyrir félagið.
Soffía var líka virk í bridgeklúbbi
Starfsmannafélags KEA í mörg ár.
Þar vorum við makkerar lengi og
mér þótti ekki mjög leiðinlegt að
spila við hana á þeim vettvangi.
Minnisstæðar eru t.d. heimsóknir
og keppni við starfsmenn ÍSALS
bæði heiman og heima. Það var eng-
in lognmolla yfir makker mínum þá
frekar en endranær.
Með okkur Soffíu tókst góður vin-
skapur sem náði út fyrir „græna
borðið“. Gott var að koma í eldhúsið
til hennar í Eyrarveginum, tylla sér
og fá kaffisopa og hennar alkunnu
kleinur, spjalla og hlusta á nokkrar
góðar sögur. Soffía sagði vel frá og
hafði gaman af að gera létt grín að
sjálri sér og öðrum. En ég vissi líka
að til hennar var gott að leita ef
manni lá lítið við. Hún var greiðvik-
in og ráðagóð, gat líka staðið fast á
sínu ef því var að skipta. En umfram
allt, góð kona.
Við heimsóttum Soffíu fram á
Kristnes fyrir fáum misserum þrír
félagar úr BA, allir gamlir makk-
erar hennar, og tókum slag eitt síð-
degi. Frú Soffía lét ekki mikinn bil-
bug á sér finna þrátt fyrir skerta
heilsu. Það var vel við hæfi að í síð-
asta spilinu setti hún mig í heldur
„þunna slemmu“ eins og við bridds-
arar segjum og auðvitað lá spilið til
vinnings.
Börnum Soffíu og fjölskyldum
þeirra sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Stefán Vilhjálmsson, formaður
Bridgefélags Akureyrar.
HINSTA KVEÐJA
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Þín barnabarnabörn,
Thelma Rut, Hrannar
Hólm, Diljá, Lovísa, Lilja,
Birgir og Manúela.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÁRNA HELGASONAR
frá Neðri-Tungu,
Þórsgötu 1,
Patreksfirði.
Anna Hafliðadóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og systir,
SIGRÍÐUR BJÖRK ÞÓRISDÓTTIR,
Arnarkletti 30,
Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardag-
inn 12. febrúar kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba-
meinsfélag Íslands.
Júlíana Hálfdánardóttir,
Svanhildur Margrét Ólafsdóttir, Jón Þór Þorvaldsson,
Þórir Valdimar Indriðason, María Hrund Guðmundsdóttir,
Anna Heiðrún Þorvaldsdóttir, Samúel Helgason,
Þorvaldur Ægir Þorvaldsson,
barnabörn og systkini hinnar látnu.
✝
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
GUÐRÚN JOHNSON,
Morristown,
New Jersey,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 11. febrúar kl. 13.00.
Thor Ólafur Johnson, Nikki Johnson,
Pétur P. Johnson, Sigurborg Sigurbjarnadóttir,
Christian, Tor og Margrét Halla.
✝
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
ÞORVARÐAR GUÐJÓNSSONAR
frá Hesti í Önundarfirði,
Fannborg 8,
Kópavogi.
Aðstandendur.
✝
Hjartkær bróðir okkar, mágur og vinur,
HINRIK ÓLAFSSON,
Baugsstöðum,
Árborg,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
miðvikudaginn 2. febrúar, verður jarðsunginn frá
Stokkseyrarkirkju laugardaginn 12. febrúar
kl. 14.00.
Erlendur Óli Ólafsson, Vilborg Kristinsdóttir,
Sigurjón Ólafsson, Hólmfríður Jónsdóttir,
Ingunn Sighvatsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á for-
síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður
valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður grein-
in að hafa borist eigi síðar en á há-
degi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar