Morgunblaðið - 10.02.2011, Page 24

Morgunblaðið - 10.02.2011, Page 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MIG LANGAR AÐ HITA UPP MEÐ ÞVÍ AÐ URRA ÖRLÍTIÐ FYRST HEFÐIRÐU EKKI ÁTT AÐ VERA BÚINN AÐ ÞESSU ÁÐUR EN ÉG MÆTTI? FÓR PABBI ÞINN MEÐ ÞIG Á MARGA LEIKI Í ÁR? JÁ, ÞÓ NOKKUÐ MARGA ÉG HELD AÐ HANN HAFI MJÖG GAMAN AÐ ÞVÍ AÐ TAKA MIG MEÐ... ÉG ER EINSKONAR INN- BYGGÐUR VINUR ÞAÐ EINA SEM ÞÚ GERIR ER AÐ LESA BÆKUR! HVAÐ FINNST ÞÉR AÐ ÉG ÆTTI AÐ VERA AÐ GERA? UH... LEIKA ÞÉR Í STRÍÐSLEIKJUM, KLIFRA Í TRJÁM, ELTA FROSKA, GANGA Á FJÖLL EÐA SYNDA... GOTT OG VEL ÉG ÆTLABARA AÐ FÁ AÐ KLÁRA BÓKINA FYRST ÞEIR ERU FARNIR AÐ SETJA LITA- SPRENGJUR Í MATAR- KÖRFUR HÉRNA ÁÐUR FYRR GAT ÉG BORÐAÐ HVAÐ SEM ER - PIZZUR, SNAKK, NAMMI OG GOS - ÁN ÞESS AÐ FITNA NOKKUÐ EN NÚ ER ÉG FARINN AÐ FITNA ÞRÁTT FYRIR AÐ HAFA EKKI BREYTT MATARÆÐINU ÞÚ VIRÐIST EKKI SÍNA MÉR NEINA SAMÚÐ ÞAÐ ER EKKI SATT, MÁ BJÓÐA ÞÉR BITA AF SELLERÍINU MÍNU? ÞAÐ VAR EINS GOTT AÐ ÉG SETTI SENDI Á WOLVERINE ÞVÍ MIG GRUNAR AÐ HANN SÉ Í VANDRÆÐUM ÞAÐ ER EKKI FALLEGT AF ÞÉR AÐ SKERA Í SUNDUR EINN AF ÖRMUNUM MÍNUM! ENGAR ÁHYGGJUR! NÆST SKAL ÉG EKKI SKILJA HINA ÚTUNDAN! Sviðsett blekking á náttúrunni Slík vitleysa, sem dýralífsmyndir í dag sýna, er alltaf meira eða minna sviðsett og er mönnum talin trú um að verið sé að skýra frá eðli og gangi mála á fræðilegan hátt. Villtum dýrum er hleypt lausum á varnarlausa bráð und- ir rangfærslum um eðlilegar kring- umstæður. Ætlast er til þess af áhorfand- anum að hann gæli við þá tilhugsun að rétt sé á haldið, jafn- vel þótt hann eigi í mesta basli við að hafa úthald í þetta endalausa villta sjónarspil. Framsetningin gefur til kynna að þarna fari fram raunveru- leg skoðun á rakaleysunni. Sá lærdómur sem draga má af framsetn- ingunni um miskunn- arleysi vegna eðlis- og náttúrugrimmdar, sem sýnd er á þennan hátt, er ekki raunhæf uppsetning á líffræði- legum aðstæðum og síður en svo barnvæn- leg. Ég skora á okkur sem menningarlega siðað samfélag að láta af eigin grimmd þessa lífsviðhorfs til frásagn- ar, þ.e. hins villta hús- dýragarðs og halds villtra dýra, eðlis síns vegna. Edda Geirs. Ást er… … að geta ekki sleppt takinu. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, gönguhópur kl. 10.30, vatnsleikfimi kl. 10.45, myndlist og prjónakaffi kl. 13, bókmenntaklúbbur kl. 13.30, jóga kl. 18. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.30. Helgi- stund kl. 10.30. Myndlist kl. 13.30. Bókasafn Kópavogs | Í dag kl. 17.15 verður annað erindið af fjórum um Guð í Bókasafni Kópavogs. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir flytur erindið, umræður, enginn aðgangseyrir. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, bókband, handavinna. Dalbraut 18-20 | Stóladans kl. 10.30, bókabíll kl. 11.15, samverustund með sr. Bjarna Karlssyni kl. 15.15. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8. Digraneskirkja | Leikfimi kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félag kennara á eftirlaunum | Bók- menntaklúbburinn kl. 13.30 í Kenn- arahúsinu við Laufásveg. Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9, há- degismatur kl. 12, handavinna kl. 13, hugleiðsla kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Ramma- vefnaður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13, bingó kl. 13.30, myndlistarhópur kl. 16.10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna kl. 9, ganga kl. 10. Brids og handavinna kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Qi-gong kl. 8.15, vatnsleikfimi í Mýrinni kl. 11.15, handav./karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, kóræfing kl. 16. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, qi-gong kl. 10, leikfimi kl. 11.20, glerskurður kl. 13, félagsvist og pílukast kl. 13.30. Næsti dansleikur 11. febr. Þorvaldur Halldórsson leikur. Sungið með hjartanu 17. febr. kl. 13.30, við undirleik Þórðar Marteins, ásamt gamanmálum. Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10. Hannyrðir kl. 13 hjá Sigrúnu. Félagsvist kl. 13.30, kaffisala. Hæðargarður 31 | Fastir liðir. Á mánu- dögum og þriðjudögum er m.a. kennt að prjóna lopapeysur. Ókeypis tölvu- kennsla alla mánudag kl. 13.15. Hlát- urjóga alla þriðjudag kl. 13.30. Ný dag- skrá liggur frammi. Íþróttafélagið Glóð | Sundlaug Kóp.: Ganga kl.16.30. Hringdansar í Kópa- vogsskóla kl. 17. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er sundleikfimi kl. 9.30 og listasmiðja er opin kl. 13. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hand- verks- og bókastofa opin kl. 13, botsía kl. 13.30, Á léttum nótum, þjóðlaga- stund kl. 15. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10, Handa- vinna kl. 9/13. Leirlistarnámskeið kl. 9- 12 og 13-16. Útskurður kl. 9. Vesturgata 7 | Handavinna, gler- skurður kl. 9.15, ganga kl. 11.30, kerta- skreytingar kl. 13, kóræfing kl. 13, leik- fimi kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bókband og postulínsmálun kl. 9, morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 10, upplestur kl. 12.30, handavinnustofan opin eftir hádegi, spil- að, stóladans kl. 13, kvikmyndasýningar annan hvern fimmtudag kl. 13.30. Það er alltaf fagnaðarefni að fábréf frá ljóðelskum lesendum Vísnahorns. Grétar Snær Hjart- arson skrifaði þættinum: „Mikið hef ég gaman af að lesa vísnahorn Morgunblaðsins. Ég var skrifstofustjóri hjá klæðaverslun þar sem saumuð voru föt á flesta þá sem klæddust einkennisfötum, lög- regluþjóna, tollverði, skipstjórn- armenn og presta, svo eitthvað sé nefnt. Lárus Salómonsson lög- regluþjónn átti oft leið á skrifstof- una og ræddum við tíðum um skáld- skap. Eitt sinn sagði hann mér frá vísu sem hann hafði gert, skrifaði hana á blað og fékk mér. Blaðið virðist mér glatað, en hygg að ég muni vísuna nokkuð rétta svona: Lítið galt mér lífið allt liggur halt við brautin, hef þó alltaf hundrað falt herjað salt í grautinn. Faðir minn var sáttasemjari í vinnudeilum á Vestfjörðum. Baldur nokkur var í samninganefnd verka- lýðsfélagsins, skapbráður. Ein- hverju sinni rauk Baldur á dyr af því að honum hafði verið borið á brýn að hann stæði ekki við orð sín. Kvaðst hann ekki mæta á fund, sem fyrirhugaður var morguninn eftir. Baldur mætti hins vegar með fyrstu mönnum daginn eftir. Þá stakk sáttasemjarinn að honum þessari vísu: Á Baldurs loforð líta ber sem léleg upp til hópa, svo að jafnvel sannað er hann svíkist um að skrópa.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af lífi og salti í grautinn ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.