Morgunblaðið - 12.02.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.02.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2011 Köflótt skyrta Bæjarlind, opið í dag 10-16 Eddufelli, opið í dag 10-14 www.rita.is Verð 9.900 kr. - 3 litir - • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Verðhrun 60-80% afsláttur – Lifið heil Lægra verð í Lyfju ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 53 38 5 01 /1 1 Gildir út febrúar. Voltaren Gel 15% verðlækkun. 100 g. Áður: 3.390 kr. Nú: 2.879 kr. www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík sími 568 2870 | www.friendtex.is Opið: mán. - fim. kl. 11:00 -17:00 fös. - lau. kl. 11:00 -16:00 Allt að 70% Tilboð í dag Borgar 2 flíkur og 3ja flíkin fylgir frítt með - Ódýrasta flíkin er frí - Útsala afsláttur Vor- og sumarlistinn er kominn Pantið frían vörulista á www.friendtex.is Smáralind - Kringlan GALLABUXNATILBOÐ Tilboð vikunnar Vop/Voppa gallabuxur 2.990 2 stk. 3.990 Ingibjörg „Ía“ Jó- hannsdóttir, búsett í Prag, lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi í gær, föstudag, 61 árs að aldri. Ingibjörg fæddist í Reykjavík 31. október 1949, dóttir hjónanna Soffíu Bjarnadóttur og Jó- hanns M. Kjart- anssonar. Eftir gagnfræðapróf stundaði Ingibjörg nám við lýðháskóla í Noregi og eftir ársdvöl þar ytra starfaði hún hér heima hjá Lands- banka Íslands. Ingibjörg þreytti inntökupróf í Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins og útskrifaðist þaðan árið 1972. Eftir útskrift lék hún um tíma á fjölum Þjóðleikhússins, eins lék hún í nokkrum sjónvarps- leikritum. Ingibjörg rak ásamt eiginmanni sínum veitingastaðinn Matstofu Austurbæjar um langt árabil. Árið 1991 sölsuðu þau hjónin um og námu land í Tékklandi þar sem þau stofnuðu blómlegan veitingastað, Restaurant Reykjavík, í miðborg Prag og tók Ingibjörg virkan þátt í þeim rekstri. Enn- fremur reistu þau sér fagurt heimili í útjaðri Prag. Þar gerðu þau einnig upp hús fyrir ís- lenska listamenn þar sem þeir gátu dvalið og sinnt list sinni í tiltekinn tíma endurgjaldslaust. Ingibjörg var með eindæmum smekkvís og hafði næmt auga fyrir umhverfi sínu og báru veitingastaðurinn og heimili hennar þess glöggt merki. Sem ræðismannsfrú Íslands í Tékklandi naut Ingibjörg þess að bjóða heim bæði Íslendingum og erlendum gestum og var oft á tíð- um mjög gestkvæmt á heimili hennar. Eftirlifandi eiginmaður Ingi- bjargar er Þórir Gunnarsson ræðismaður og eignuðust þau tvö börn, Gunnar Egil og Soffíu Rut. Andlát Ingibjörg „Ía“ Jóhannsdóttir Heimdallur, félag ungra sjálfstæðis- manna í Reykja- vík, hefur sent Agli Helgasyni, þáttastjórnanda hjá Ríkissjón- varpinu, upp- sagnarbréf vegna „margítrekaðra brota hans á hlut- lægnisskyldu í starfi sínu,“ eins og segir í tilkynn- ingu Heimdallar. Er í bréfinu m.a. vitnað til laga RÚV um hlutlæga upplýsingagjöf. Er bréfið sent fyrir hönd skattgreiðenda. Heimdallur segir Agli Helgasyni upp Egill Helgason Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti fjörutíu grunn- skólabörnum úr 5. bekk Kársnesskóla á Bessastöðum í gær og hóf þar söfnunina Börn hjálpa börnum, sem ABC-hjálparstarf stendur að. Munu börn ganga í hús á næstu dögum með bauka en söfnunarfé verður m.a. notað til að kaupa búnað í skóla ABC í Pakistan. Morgunblaðið/Golli Forsetinn hóf söfnun ABC hjálparstarfs Samkomulag hefur tekist með Ice- landair-hótelum og Slippnum fast- eignafélagi ehf. um hótelrekstur í fasteigninni að Mýrargötu 2-8, við gömlu höfnina í Reykjavík. Slipp- urinn fasteignafélag ehf. hefur gert samning við J.E. Skjanna bygg- ingaverktaka ehf. um alla fram- kvæmd verksins. Icelandair-hótel Reykjavík Mar- ina verður opnað vorið 2012. Hótelið mun hýsa 111 herbergi, líkamsrækt- araðstöðu fyrir hótelgesti, ásamt bar og veitingastað á jarðhæð. Í tilkynningu segir að markmiðið sé að skapa vettvang þar sem er- lendir ferðamenn geta hitt og sam- glaðst með heimamönnum á skemmtilegum stað, þar sem fjöl- breytileiki og nýjungar í þjónustu og afþreyingu verði allsráðandi. „Áhersla verður lögð á lifandi, skap- andi umhverfi, sem veitir ferða- mönnum innsýn í mannlíf Reykja- víkur, og það helsta sem þar er á döfinni hverju sinni. Slippurinn er frábær staðsetning fyrir hótel, stein- snar frá iðandi mannlífi miðborg- arinnar á einum besta útsýnisstað Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu. Icelandair-hótel við gömlu höfnina Hótel Teikning af Icelandair-hóteli við gamla Slippinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.