Morgunblaðið - 12.02.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.2011, Blaðsíða 22
www.nyherji.is DAGSKRÁ FUNDARINS 1) Venjuleg aðalfundarstörf skv. 4.5. gr. í samþykktum félagsins. 2) Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. Stjórn félagsins leggur fyrir fundinn nýjar samþykktir fyrir félagið. Þær byggja að grunni til á eldri samþykktum félagsins með viðbótum sem stafa af nýlegum breytingum á lögum um hlutafélög. Ekki er um verulegar efnisbreytingar frá fyrri samþykktum að ræða. Helstu breytingar: - Stjórnarmönnum fjölgar úr þremur í fimm og kjörinn er einn varamaður. - Hluthafafundir skulu boðaðir með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara. - Tekin eru upp í samþykktirnar ákvæði um rafræn samskipti og rafræna hluthafafundi og þátttöku í kosningum utan funda. Aðrar breytingar á samþykktum eru orðalagsbreytingar og ákvæðum raðað í nýja númeraröð. Við nýjar samþykktir bætist ný grein, 15.02: Tillaga um heimild stjórnar til aukningar hlutafjár um allt að kr.100.000.000. Forgangsréttur hluthafa fylgir ekki hlutafjáraukningu þessari. 3) Tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum sbr. 55. grein hlutafélagalaga. 4) Starfskjarastefna. 5) Önnur mál löglega upp borin. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins sem lögð verður fram viku fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 16.00 föstudaginn 11. febrúar 2011. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins, www.nyherji.is. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð b) greitt atkvæði skriflega Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins, nýjar samþykktir og tillögur, eru hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins frá og með 28. janúar 2011, kl. 16.00. Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins viku fyrir fundinn, 11. febrúar 2011, kl.16.00. Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.nyherji.is. Reykjavík, 27. janúar 2011. Stjórn Nýherja hf. Föstudaginn 18. febrúar 2011, kl.16.00 í ráðstefnusal félagsins, Borgartúni 37. 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2011 STUTTAR FRÉTTIR ● Skuldabréfavísitala GAM Manage- ment, GAMMA: GBI, hækkaði í gær um 0,2%, í 8,8 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega og sá óverðtryggði hækkaði um 0,7%. Samtals hækkaði aðalvísitalan um 0,1% í vikunni. Verðtryggð bréf hækkuðu um 0,2% en óverðtryggð um 0,3%, samkvæmt upplýsingum frá GAMMA. Hækkun í kauphöll Samkvæmt nýjasta eignayfirliti skilanefndar Landsbanka Íslands nemur reiðufé um 293 milljörðum króna. Um er að ræða tæplega 26% allra eigna skilanefndarinnar, sem námu 1.138 milljörðum króna undir lok þriðja ársfjórðungs 2010. Lán til annarra fjármálastofnana voru met- in á 72 milljarða króna og lán til við- skiptavina metin á 346 milljarða króna. Þessar tölur miðast við áætl- aðar endurheimtur skilanefndarinn- ar, sem eru taldar munu verða um 32% í þessum tveimur eignaflokkum. Skilanefndin metur skuldabréfa- og hlutabréfaeign sína á 81 milljarð króna. Að auki er síðan að finna aðra eignaflokka sem nema samtals tæp- lega 30 milljörðum króna. Skulda- bréf sem NBI gaf út til skilanefndar Landsbankans nemur síðan um 282 milljörðum króna. Bréfið ber um 3-4% vexti sem reiknast frá október 2008, og nemur höfuðstóll bréfsins að viðbættum vöxtum á fjórða hundrað milljarða í dag. Eignarhlut- ur skilanefndarinnar í NBI, sem er um 18%, er síðan metinn á 28 millj- arða. NBI hefur jafnframt skuld- bundið sig til að gefa út annað skuldabréf til skilanefndar upp á allt að 92 milljarða árið 2013. thg@mbl.is Morgunblaðið/Golli Landsbankinn Skilanefndin á tæplega 1.200 milljarða króna eignir sem er ætlað að ganga upp í Icesave-kröfu Breta og Hollendinga. Eiga um 300 milljarða reiðufé  Skuldabréf fjórðungur allra eigna Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Nýja Landsbankanum og Bankasýsl- unni barst í gær bréf frá gamla Landsbankanum þar sem fjallað er um hættu á því að misræmi í inn- og útgreiðslum á erlendri mynt geti þýtt að nýi bankinn geti aðeins greitt 229 milljarða króna af 282 milljarða skuldabréfi í erlendri mynt. Það sem upp á vantar er því 53 milljarðar. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær eru áhöld um það hvort nýi bankinn geti greitt lánið upp að fullu í erlendum gjaldeyri og er bréfið í fullu samræmi við efni fréttarinnar. Var bréfið sent eftir samskipti milli gamla og nýja bankans þar sem þessar upp- lýsingar komu fram, en rætt hefur verið um hvort rétt sé að breyta skil- málum skuldabréfsins á þá lund að hluta þess megi greiða í krónum og nemur sá hlutur 53 milljörðum, eins og áður segir. Hefði það áhrif á efna- hagsreikning gamla bankans og endurheimtur vegna Icesave, en hingað til hefur verið gert ráð fyrir því að eignir gamla bankans séu allar í erlendum gjaldeyri. Hafa bara tekjur í krónum Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins innan nýja bankans snýst málið um lán bankans í erlendri mynt til aðila, sem ekki hafa tekjur í er- lendri mynt. Þegar þessi lán eru öll talin til erlendra eigna Landsbank- ans eru erlendar eignir hans umfram skuldir um 74 milljarðar króna. Gamli bankinn hefur hins vegar áhyggjur af að svo geti farið að þessi lán skili nýja bankanum ekki erlend- um gjaldeyri. Þegar þau eru tekin frá eru erlendar skuldir nýja bankans umfram eignir um 53 milljarðar króna. Viðurkennir nýi bankinn að miðað við þessa aðferð geti svo farið að gjaldeyrir bankans myndi ekki duga til að greiða upp allt skuldabréfið til gamla bankans, en það sé háð því hvort endurfjármögnun takist í er- lendri mynt. Nýi bankinn hafi nægan gjaldeyri til að geta greitt af höfuð- stóli skuldabréfsins í tvö til þrjú ár, en framhaldið sé háð endurfjármögn- un. Hann eigi hins vegar nógu mikið af krónum til að geta keypt gjaldeyri af Seðlabankanum til að greiða af skuldabréfinu. Það hefði, eins og gef- ur að skilja, áhrif til lækkunar á gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þetta þýðir að ef Landsbankanum tekst ekki að endurfjármagna sig í erlendri mynt mun gamli bankinn þurfa að taka við hluta greiðslna í ís- lenskum krónum, eða að Seðlabank- inn þarf að selja nýja bankanum gjaldeyri. Ekki náðist í Steinþór Pálsson, bankastjóra NBI, í gær. Mismunurinn 53 milljarðar króna  NBI staðfestir að takist ekki að endurfjármagna bankann í erlendri mynt geti hann lent í alvarlegum vandræðum með greiðslu á skuldabréfi til gamla bankans  Gæti þurft að kaupa af Seðlabanka Lán Málið snýst um gjaldeyrislán til aðila sem hafa tekjur í krónum. Morgunblaðið/Árni Sæberg                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-.. +/,-01 ++,-02 .+-.20 +3-3.2 +,-30. +.4-2/ +-24.2 +/.-4, +5/-2. ++,-5 +/,-/. ++,-1/ .+-045 +3-3/0 +,-3/5 +.4-/. +-2415 +/.-1+ +5/-/1 .+2-,4, ++,-,/ +//-./ ++/-4. .+-01, .4-42. +/-40/ +.+-+1 +-2+41 +/0-+5 +53-0 ● Páll Harðarson hefur verið skip- aður forstjóri NASDAQ OMX- kauphallarinnar á Íslandi. Páll var áð- ur rekstrarstjóri og staðgengill Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra kauphall- arinnar, sem lést í vikunni. Páll er fæddur 1966. Áður en hann hóf störf hjá NASDAQ OMX Iceland, þá Kauphöll Íslands, 2002, var hann hag- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun í þrjú ár. Hann hefur Ph.D. gráðu í hagfræði frá Yale University. Í tilkynningu frá kaup- höllinni er haft eftir Hans-Ole Joch- umsen, forstjóra NASDAQ OMX Nor- dics, að fyrirtækið beri fullt traust til hans í þessu nýja og ögrandi verkefni. Páll Harðarson Páll Harðarson nýr for- stjóri kauphallarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.