Morgunblaðið - 12.02.2011, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.02.2011, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 43. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Eignaðist 8 börn með stjúpdóttur 2. Bifreiðar fuku til 3. Bieber tók fréttaljósmynd ársins 4. Skildi dæturnar eftir á Korsíku  Kvikmyndin Dirty Dancing, eða Í djörfum dansi, verður sýnd í Mánu- dagsbíói Háskóla Íslands, Háskóla- bíói, 14. febrúar kl. 20. Kvikmyndin er frá árinu 1987 og naut afar mikilla vinsælda á sínum tíma. Djarfur dans í bíói  Tónlistarhóp- urinn Rvk Soundsystem heldur reggíkvöld í kvöld í Nýlendu- vöruverslun Hemma & Valda en slík kvöld eru haldin annan laug- ardag hvers mán- aðar. Í Rvk Soundsystem eru plötu- snúðar og tónlistarmenn, þeir DJ Kári, DJ Elvar, Gnúsi Yones og Charlie D. Líkur eru taldar á því að óútgefin, ís- lensk reggílög fái að hljóma og að Bobs heitins Marleys verði minnst með nokkrum lögum en hann hefði orðið 66 ára hinn 6. febrúar sl. Reggíkvöld í kvöld  Uppsetning leikstjórans Þorleifs Arnar Arnarssonar á Pétri Gaut, við leikhúsið í Luzern, er besta leiksýn- ingin undanfarið ár í hinum þýsku- mælandi heimi, að mati þýska leik- listarvefjarins Nacht Kritik sem mun vera allvirtur í Þýska- landi. Verkið var frumflutt í október í fyrra. Í tilkynningu segir að stór hópur gagnrýnenda og áhorf- enda hafi staðið að valinu. Pétur Gautur Þorleifs Arnar besta sýningin FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-18 m/s, hvassast suðvestanlands. Súld eða rigning með köflum sunnantil, annars skýjað. Suðaustan 15-23 m/s og rigning suðvestantil síð- degis. Sunnan 8-13 suðvestantil í kvöld en annars suðaustan hvassviðri. Hiti 1 til 8 stig. Á sunnudag Suðaustan 8-13 m/s og slydda eða snjókoma með köflum. Hiti 0-4 stig við sjóinn en annars vægt frost. Á mánudag Sunnan- eða suðaustanátt með éljum sunnan- og vestantil. Hiti breytist lít- ið. Á þriðjudag og miðvikudag Austlæg átt og víða lítilsháttar él. Heldur kólnandi. Eyjamenn ætla sér greinilega stóra hluti á Íslandsmótinu í fótbolta í sumar. Þeir sömdu í gær við Gunnar Heiðar Þorvaldsson til fjögurra ára og hann er fjórði leikmaðurinn sem bætist við leikmannahóp þeirra í vet- ur. Gunnar snýr aftur heim eftir sex ár í atvinnumennsku erlendis. Farið er yfir stöðu mála hjá ÍBV í frétta- skýringu í íþróttablaðinu. »2 Eyjamenn stefna hátt á komandi sumri „Mér líst vel á allt í kringum Burgdorf-liðið og tel mig vera að taka rétt skref á mínum ferli. Ekki spillir það fyrir að hjá félaginu eru strákar sem ég þekki vel og algjör toppþjálfari er hjá lið- inu,“ sagði landsliðsmað- urinn Sigurbergur Sveins- son við Morgunblaðið eftir að hafa gengið frá samningi við þýska liðið Hannover- Burgdorf í gær. »1 Sigurbergur skiptir um lið Stundum hefur verið grunnt á því góða á milli Vals og Fram sem mæt- ast í undanúrslitunum í bikarkeppni karla á Hlíðarenda á morgun. Þar er sannkallaður stórleikur nágrannalið- anna í uppsiglingu en sigurliðið mæt- ir Akureyri eða FH í úrslitaleik. »3 Stálin stinn í bikarslag á Hlíðarenda á morgun Vetrarhátíð í Reykjavík var opnuð í tíunda skipti í gærkvöldi með gjörningnum „Saga þjóðar sögð með ljósaperum“ sem Listahóp- urinn Norðanbál flutti undir hljóð- mynd Sigtryggs Baldurssonar. Fremur fáir voru viðstaddir setninguna sem fór fram í Hall- argarðinum við Fríkirkjuveg og má líklega kenna veðurguðunum um en það má segja að þeir hafi ekki leikið við höfuðborgarbúa í gærkvöldi. Einar Örn Benediktsson, for- maður menningar- og ferða- málaráðs, setti hátíðina og í kjöl- farið hófst Safnanótt sem stóð til miðnættis. Ríflega þrjátíu söfn víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu buðu upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Auk Safna- nætur er Vetrarhátíðin í ár borin uppi af Heimsdegi barna í dag og Kærleikum á morgun. Vetrarhátíð hefur fest sig í sessi hjá borgarbúum enda um skemmtilega hátíð að ræða þar sem boðið er upp á fjölbreytta menningarviðburði og líflegar uppákomur sem lita skammdegið fjörlegum litum. Hátíðinni lýkur seinnipartinn á morgun með Kærleikum í hjarta Reykjavíkur. Dagskrá hátíð- arinnar má sjá á vefsíðunni www.vetrarhatid.is. Saga þjóðar sögð í úrkomu  Vetrarhátíð í Reykjavík var sett í Hallargarðinum í gærkvöldi Morgunblaðið/Árni Sæberg Skíman í skammdeginu Þetta er ekki tunglið heldur ljósapera sem sagði sögu þjóðar á setningu Vetrarhátíðar í Reykjavík í gærkvöldi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Safnanótt Dans var sýndur í Listasafni Íslands innan um verk Karls Kvaran.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.