Morgunblaðið - 12.02.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.02.2011, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2011 ✝ GuðmundurRunólfsson fæddist í Stekkjar- tröð í Eyrarsveit 9. október 1920. Hann lést 1. febrúar 2011. Hann var sonur Sesselju Sigurrósar Gísladóttur, f. 1880, d. 1948, og Runólfs Jónatanssonar, f. 1873, d. 1947. Systk- ini Guðmundar sammæðra voru: Gísli, f. 1901, d. 1981, Magnús Þórður, f. 1905, d. 1955, Móses Benedikt, f. 1909, d. 1936, Geirmundur, f. 1914, d. 2005. Systkini samfeðra: Þorkell Daníel, f. 1894, d. 1965, Jóhanna, f. 1896, d. 1972, Kristín, f. 1898, d. 1972, Páll Guðfinnur, f. 1901, d. 1929, Halldór, f. 1904, d. 1951, Sigurþór, f. 1907, d. 1970. Eiginkona Guðmundar var Ingibjörg S. Kristjándóttir, f. 3. mars 1922, hún lést 9. október 2008. Þau gengu í hjónaband 27. des. 1947. Börn þeirra eru: 1) son, börn þeirra Karítas, Ingi- björg Stefanía og Monika. Dætur Eiðs af fyrra hjónabandi María Helen og Sigurrós, 8) Unnsteinn, f. 1966, börn hans Örn Ingi, Rúna Ösp og Lydia Rós, móðir þeirra er Alexandra S. Arnardóttir. Einn dreng misstu þau í frum- bernsku. Eftir nokkur ár á sjó og fiski- mannapróf frá Stýrimannaskóla Íslands árið 1947 helgaði Guð- mundur sig sjómennsku og út- gerð í Grundarfirði. Guðmundur tók að sér ýmis trúnaðarstörf fyrir sjávarútveginn og sína heimabyggð. Á engan er hallað þótt sagt sé að ævisaga hans hafi verið samofin byggðarsögu Grundarfjarðar því á lífsleiðinni varð hann vitni að mikilli framþróun og breytingum í sveitarfélaginu. Sjálfur átti hann oft stóran hlut að máli, hafði til hinstu stundar óbilandi áhuga á uppbyggingu bæjarins. Fyrir margvísleg framfaramál var honum á níræðisafmælisdegi sín- um síðastliðið haust sýnd sú virð- ing að gera hann að heiðursborg- ara Grundarfjarðarbæjar. Útför Guðmundar verður frá Grundarfjarðarkirkju í dag, 12. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Runólfur, f. 1948, eiginkona hans Edda S. Kristjáns- dóttir, börn þeirra Vignir Már og María, 2) Kristján, f. 1950, eiginkona hans Ragnheiður Þórarinsdóttir, þeirra börn Arnar og Þórarinn, 3) Páll Guðfinnur, f. 1952, einkona hans Guð- björg Hringsdóttir, þeirra börn Hringur og Guðmundur, 4) Ingi Þór, f. 1955, eiginkona hans Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir, þeirra börn Ingibjörg, Davíð og Rebekka Hlíðkvist, 5) Guð- mundur Smári, f. 1957, eig- inkona hans Jóna B. Ragn- arsdóttir, börn þeirra Runólfur V., Rósa og Ragnar Smári, 6) Svanur, f. 1959, eiginkona hans Guðfinna Guðmundsdóttir, sonur Svans af fyrra hjónabandi er Jó- hannes, 7) María Magðalena, f. 1966, eiginmaður Eiður Björns- Elsku pabbi minn, þín verður sárt saknað, þó sérstaklega mun ég þurfa að læra að lifa án þín, þú varst svo góður pabbi og skemmtilegur vinur. Að byrja morgnana með þér, þegar þú spurðir hvað væri að frétta af bátunum og ég vissi yfirleitt ekki neitt um það því ég var alltaf nývöknuð, þá sagðir þú: Hringdu í bræður þína og spyrðu. Svo einn morgun var ég eitthvað hressari og ákvað að vera á undan að spyrja þig um aflann, þú sagðist ekkert vita því þú værir nývaknaður, þá sagði ég: Svona er þetta líka hjá mér alla morgna – ég ný- vöknuð, þetta fannst þér fynd- ið, svo fengum við okkur kaffi og fórum á rúntinn niður á bryggju því þú þurftir að blessa bryggjuna og athuga með bátana, svo út á netaverkstæði að spila nokkra ruslakarla við Runna, Palla, Inga, Guðna H., Inga Hans og prestinn. Það urðu oft mikil læti því að allir voru að reyna að svindla og þá sérstaklega þú. Ég hélt að ég myndi gráta úr mér augun þegar þú fórst, en nú brosi ég því við áttum svo yndislegan tíma saman og þú kominn til mömmu. Það besta sem þú sagðir við mig einn dag- inn þegar þú vildir fara að fara til mömmu: María, þú ert svo ákveðin að Guð þorir ekki að koma að ná í mig. Þetta lýsir kannski best okkar sambandi því ég fékk að ráða og þá leið mér vel. Ég var svo stolt af þér á 90 ára afmælinu þínu í haust, þú varst svo flottur og gott að geta byrjað morguninn á því að taka nokkur dansspor með þér. Elsku pabbi minn, ég vil þakka þér fyrir allt. Þín einkadóttir, María. Elsku Guðmundur tengdó, ég vil þakka samfylgdina síð- ustu 35 árin. Ég var óharðn- aður unglingur þegar ég kom í fjölskyldu þína aðeins 16 ára. Þetta hefur verið góður tími framfara og velmegunar. Þú varst harðduglegur við allt sem þú tókst þér fyrir hendur, gleðimaður mikill og ef söngur var í boði varst þú fyrstur til að taka undir. Þú braust úr sárri fátækt og byggðir upp góðan bæ sem gott er að búa í. Þín hugsun var fyrst og fremst um byggðina þína og fjölskyldu sem hefur verið dugleg að halda merki þínu á lofti og hlúa að byggðinni. Þú varst ham- hleypa við hvað sem þú tókst þér fyrir hendur, hvort sem var félagsmál eða atvinnuuppbygg- ing. Þú skildir eftir gott bú á langri starfsævi. Margs er að minnast, hugurinn leitar til ferða sem við höfum farið sam- an. Það var yndislegt að fara og skoða Lorelei-klettinn með ykkur Ingu og hvað þú varst hissa að sjá klettinn á Rín. Við áttum eftir að fara og skoða Kapríeyjuna saman. Við hitt- umst síðar og klárum það verk- efni. Við Guðmundur Smári byrjuðum okkar búskap í kjall- aranum hjá ykkur Ingu og mik- ið var gott að koma upp að spjalla og spila við ykkur. Run- ólfur Viðar var ekki nema árs- gamall þegar hann fór að fara upp til ykkar og þú fórst að mata hann á smjöri með te- skeið. Runólfi fannst það gott á þessum tíma en eftir að hann stækkaði sagði hann að hann hefði borðað smjör fyrir alla ævina! Ég var svo heppin að fá að vinna hjá þér á skrifstofunni í Gömlu Grund þegar frysti- húsið Sæfang var stofnað ásamt Árna Emilssyni og Jóhönnu. Það var dýrmætur tími. Þú varst framsýnn, vildir að við tækjum að okkur að greiða götu fyrir Vigdísi Finnboga- dóttur til forseta. Þú sagðir að jafnframbærileg kona og hún væri myndi hjálpa okkur mikið á alþjóðavettvangi að selja fisk- inn og koma okkur á framfæri úti í hinum stóra heimi. Haf, blikandi haf, hreint ljómar þitt traf. Vaggaðu fleyi um vorbjarta nótt, haf, blikandi haf :,: Þegar sólin er sigin að viði loga sundin í kvöldroðaglóð. Bárur vagga í vornæturfriði, syngja vinhlý og töfrandi ljóð. En á voginum báturinn bundinn okkar bíður við fjörunnar hlein, er við skundum á fagnaðarfundinn til að ferðast á hafinu ein. Grundarfjörður, bærinn þinn, á eftir að dafna og vaxa um ókomin ár. Þín tengdadóttir, Jóna B. Ragnarsdóttir. Elsku afi okkar, nú ertu far- inn frá okkur og kominn til Ingu ömmu. Við viljum þakka þér fyrir allt, þú gafst þér alltaf tíma til að tala við okkur og gantast þó mikið væri að gera hjá þér. Þegar við urðum eldri var alltaf gaman að koma að Grundargötu 18, síðar á Hrann- arstíg 18 og taka í spil. En öll lærðum við að spila hjá ykkur Ingu ömmu fyrst ólsen-ólsen, seinna kasínu og svo loks kana. Þú lagðir líka mikið upp úr því að öll lærðum við að vinna. Þjóðfélagsumræðan var aldr- ei langt undan þegar við áttum stundir með þér, elsku afi. Þú hafðir alltaf eitthvað til mál- anna að leggja. Þú vildir alltaf vita hvernig fiskaðist hjá bát- unum og hversu vel gekk að vinna í fiskvinnslunni. Við metum það mikils að hafa átt góðar stundir með þér og fjölskyldunni allri 9. október sl. í níræðisafmælinu þínu. Góðsemi þín átti engin tak- mörk. Þú vildir allt fyrir alla gera og reyndir mikið að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Góðsemi þín og hjálpsemi hefur verið okkar veganesti og mun vera áfram. Ég kveð þig, hugann heillar minn- ing blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þín barnabörn, Runólfur Viðar, Rósa, Ragnar Smári og fjöl- skyldur. Elsku besti afi minn. Mér finnst mjög leiðinlegt að þú sért farinn frá mér, en núna veit ég að þú hefur það mjög gott og ert búinn að hitta ömmu og alla vini þína. Ég hef átt svo margar góðar minning- ar um þig, til dæmis alltaf þeg- ar við keyrðum í kringum Eyr- arfjall í allar torfærunar og á haustin þá stoppuðum við alltaf og fórum í berjamó og tíndum oftast aðalbláber. Síðan öll jólin sem þú varst með okkur, það var alltaf svo gaman að hafa ykkur ömmu, og líka alltaf þeg- ar ég kom í heimsókn til þín fékk ég alltaf eitthvert góðgæti eins og ís, konfekt og brjóst- sykur, ég fékk líka alltaf að fara á skutluna þína og þú varst alltaf til í að spila við mig ruslakarl, kana og fleiri spil. Svo á sumrin var alltaf gam- an að fara með þér og mömmu á ísrúnt. Svo frá því að ég fæddist hefurðu verið svo góður við mig og gefið mér svo mikið og allt var svo fallegt. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið en núna veit ég að þér líður miklu betur að vera kom- inn til ömmu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín dótturdóttir, Monika. Kær frændi minn, Guðmund- ur Runólfsson, er fallinn frá. Guðmundur og faðir minn voru hálfbræður og aldir upp hvor á sínum staðnum. Það var sex ára aldursmunur á þeim en þeir náðu að halda góðu sambandi og var bróðurkærleikurinn mik- ill, þrátt fyrir að annar væri verkamaður í Reykjavík en hinn útgerðarmaður í Grund- arfirði. Strax í barnæsku hlakk- aði ég til þeirra stunda þegar þeir bræður hittust og fóru að rifja upp gömlu góðu dagana. Báðir kunnu mikið af vísum og sögum af sérstöku samferða- fólki. Þegar Guðmundur tók lokaprófið í Stýrimannaskólan- um í Reykjavík bjó fjölskyldan heima hjá okkur þó húsakynnin væru ekki stór. Allt gekk það vel þrátt fyrir þrengsli en kon- ur þeirra, Ingibjörg og Lilja, voru frænkur af svokallaðri Laxárdalsætt. Þegar Guðmund- ur var búinn að smakka vín á góðra vina fundi þá brast hann oft í söng. Þá söng hann sitt uppáhaldskvæði eftir Hannes Hafstein: Guð lét fögur vínber vaxa. vildi gleðja dapran heim. Var það sungið við sálmalag. Þegar ég átti afmæli á síðasta ári þá hringdi Guðmundur í mig til að óska mér til hamingju með áfangann. Hann var sér- staklega ánægður með að ég ætlaði að bjóða upp á vín í af- mælinu mínu. Þótti það gott að ég væri ekki orðinn fanatískur þó ég væri hættur að drekka sjálfur eða eins og segir í kvæði Hannesar: Smána jafnt hans gáfu góða Goodtemplar og fyllisvín. Aldrei sagði þengill þjóða: Þú skalt ekki drekka vín. Guðmundur var farsæll skip- stjóri eins og bróðir hans Gísli Guðmundsson í Súgandafirði. Báðir voru þeir framan af mikl- ir sjálfstæðismenn en faðir minn var fylgismaður Guð- mundar Jaka og Alþýðubanda- lagsins. Ekki skyggði það á vin- skapinn og bróðurkærleikann. Gaman hafði Guðmundur af því að bróðir hans Gísli sneri sér alfarið frá Sjálfstæðisflokknum á gamals aldri og varð fréttarit- ari og ljósmyndari á Vestfjörð- um fyrir Þjóðviljann. Sagði hann sögu af því að hann hefði spurt Matthías Bjarnason af þessum umskiptum bróður síns og hefði Matthías verið lítt hrif- inn og hreytt út úr sér: „Hann hefur dottið á hausinn karlinn.“ Þessu hafði Guðmundur gaman af enda man ég aldrei eftir hon- um nema sem gamansömum og lífsglöðum manni. Guðmundar og þeirra bræðra verður sárt saknað en skemmtilegar minn- ingar og vísur úr Grundarfirði lifa í minningunni. Innilegustu samúðaróskir til allra aðstand- enda. Torfi Geirmundsson. Lífshlaup Guðmundar Run- ólfssonar er saga af því hvernig þorp varð til. Þorp sem mynd- ast þegar fólkið í sveitinni flyst á mölina. Fyrst um sinn var þorpið þó meira eins og íslensk sveit hafði alla tíð verið. Kot- býlin í þorpinu lágu að vísu þéttar, en eðli þeirra var hið sama. Ársgamall flutti Guð- mundur með foreldrum sínum úr torfbæ í framsveitinni í fyrsta húsið sem reist var í Grafarnesi. Síðar flutti fjöl- skyldan í Götuhús sem þau reistu sjálf. Bæði húsin voru rifin fyrir minni kynslóðarinnar sem nú telst miðaldra. Vegna nálægðar við hinn gjöfula Breiðafjörð var lífsvon fólksins meiri en víða annars staðar. Sjórinn gaf dýrmæta björg í fátæk bú. Með tímanum jukust líka bjargráðin, bátarnir stækkuðu, í þá voru settar vél- ar, höfn byggðist, frystihús risu, togarar komu til sögu, þekkingin óx. Bændur urðu sjó- menn og fyrr en varði var sveitin orðin að sjávarplássi. Hugur hins unga Guðmundar á öndverðri 20. öld stóð til bú- starfa, en tíðarandinn og tæki- færin blésu í aðra átt. Starfs- kraftarnir voru helgaðir sjósókn og útgerð í meira en hálfa öld og er sú saga órjúf- anlega fléttuð uppbyggingu Grundarfjarðar. Samfélagið naut þar ríkulega framsýni Guðmundar og athafnasemi. Guðmundur var af þeirri kynslóð sem upplifði mestu og hröðustu breytingar Íslands- sögunnar. Tuttugasta öldin varð vissulega allt það sem Einar Benediktsson óskaði landsmönnum í ljóði sínu Alda- mót: Lífgaðu‘ allt lífsins vert, launa, hvað vel er gert. Fyrir vort fólk þú sért frelsisins öld. Þetta varð öldin sem færði íslenska þjóð úr örbirgð til alls- nægta, frá helsi til frelsis. Þetta gerðist þó ekki fyrirhafnar- laust. Það voru einstaklingar eins og Guðmundur Runólfsson sem unnu að því hörðum hönd- um sem við njótum í dag. Fyrir það ber að þakka. Guðmundur var gæfusamur maður. Þau Inga héldu þétt ut- an um börnin sín átta og ört stækkandi fjölskyldur þeirra. Það var þeim án efa mikið ham- ingjuefni að sjá afkomendurna setjast að í heimabyggðinni og eflast til verka í hennar þágu. Þeim hjónum var alla tíð mjög umhugað um velferð byggðar- lagsins og lögðu myndarlega af mörkum til margvíslegra fram- fara- og félagsmála. Eitt af fyrstu verkefnum undirritaðrar sem nýráðins sveitarstjóra árið 1995 var bygging íbúða fyrir eldri borgara, sem sveitarstjórn hafði þá hafið. Guðmundur var einn af hvatamönnum og sat í byggingarnefnd. Mér er minn- isstæð einlæg sannfæring hans fyrir því að byggingin væri framfaraskref, þrátt fyrir að umsóknir um nýjar íbúðir létu heldur á sér standa og þau hjónin um skeið einu íbúar hússins. Þar reyndist Guð- mundur sannspár, sem oftar. Við Hemmi minnumst vel- vilja, umhyggju og rausnar- skapar þeirra hjóna, Hemmi sem heimagangur á heimili þeirra og vinur yngsta sonar- ins, Unnsteins, og við bæði sem ungt fólk að byrja búskap á neðri hæðinni á Grundargötu 18. Oftar en ekki var þar stopp- að á milli hæða til að spjalla, þau hjónin kannski á leið í bíl- túr um sveitina sína á fallegu sumarkvöldi. Við Hemmi sendum börnum Guðmundar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu Guð- mundar Runólfssonar. Björg Ágústsdóttir. Þar sem Helgrindur, Kirkju- fellið og Brimlárhöfði speglast í sléttum haffletinum, Lamba- hnjúkurinn og Mönin með Skál- ardalinn á milli sín breiða út faðminn í suðri, Klakkurinn rís í austri og Melrakkaey stendur traustum fótum í fjarðarmynn- inu þar fæddist Guðmundur Runólfsson í Stekkjartröð. – Þar sem lækurinn seytlar og fuglalífið blómstrar – krían átti sér sérstakan bústað, – spói, hrossagaukur, stelkur og sand- lóa undu sér og bjástruðu á sumrin, skarfurinn breiddi út vængina til þerris á skerjunum og einhvers staðar vældi lóm- urinn. – Þetta var sú umgjörð sem við Guðmundur upplifðum sem börn – hann reyndar 17 ár- um eldri en ég og ég kynntist honum þegar ég var 5 ára gam- all þegar hann var vetrarmaður hjá pabba og mömmu á Set- bergi í tvo vetur. Hann var afskaplega þolin- móður við mig og umbar malið í mér því mér skilst að í þann tíð hafi ég tæpast nokkurn tíma lokað munninum. Einhvern tíma vildi hann að ég þegði í fimm mínútur og var það auð- sótt mál af minni hálfu – en þá fór ég að syngja í stað þess að tala! Ég fór með honum í fjósið, hlöðuna, hesthúsið og fjárhúsin á Hólavellinum og þvældist sjálfsagt oft fyrir honum þegar ég vildi bera hey í kýrnar og kindurnar og „hjálpa“ til við verkin. Á kvöldin spilaði mamma stundum á píanóið og við Guð- mundur sungum með henni „fjárlögin“ sem mamma átti og ég man enn þann dag í dag hve hreykinn ég var að mega syngja með mömmu og Guð- mundi. – Eftir seinni veturinn hjá okkur fór Guðmundur á sjó- inn og átti sinn starfsferil við skipstjórn og útgerð – en aðrir munu fjalla um það. Síðan liðu meir en 50 ár þar til við Guðmundur eiginlega kynntumst að nýju. Þá höfðum við Rósa Dóra komið í Grund- arfjörðinn um nokkurra ára skeið, – ég kynntist Helgu á Eiði upp á nýtt sem þá átti ásamt Njáli manni sínum Suð- ur-Bár þar sem þau ráku gist- ingu. – Ég fór fyrir um 10-12 árum að heimsækja Guðmund og Ingibjörgu þar sem þau bjuggu að Hrannarstíg 18. Þar andaði á móti mér þessi fyr- irhafnarlausa mannlega hlýja, elskulegheit og vinátta eftir öll þessi ár. Samtöl okkar snerust að miklu leyti um lífið á Set- bergi, pabba og mömmu, fjöl- skyldur okkar, lífið í Eyrar- sveit, sjómennsku hans og útgerð og honum tókst að hressa vel upp á vont barns- minni mitt. Hann var hreykinn af at- vinnurekstri sínum og börnum sínum sem öll unnu við sjávar- útveg. Þar voru ljúfar og skemmtilegar stundir sem við áttum saman ásamt Ingibjörgu við kaffiborðið á Hrannarstígn- um. – Að loknu ævistarfi kvaddi hann saddur lífdaga – enda kominn yfir nírætt og heilsan þrotin. – Mér eru samveru- stundir okkar mikils virði og ógleymanlegar. – Þessi orð fara frá mér með þakklæti fyrir vin- áttu við pabba og mömmu og Skafta bróður minn en þau eru öll löngu látin en þeir Skafti og Guðmundur voru fermingar- bræður. – Horfin yfir móðuna miklu halda þau Guðmundur Ingibjörg áfram að vera þættir í tilverunni sem mér þykir ákaflega vænt um. – Þessum orðum fylgja samúðarkveðjur til fjölskyldu þeirra Guðmundar og Ingibjargar. Pétur Jósefsson. Guðmundur Runólfsson út- gerðarmaður verður kvaddur frá Grundarfjarðarkirkju í dag, laugardaginn 12.2. Lífsganga Guðmundar var einstök og í raun var hún lík lífsgöngu land- námsmannsins. Hann fæddist í Eyrarsveit þar sem hann var hertur í umhverfi hins fá- breytta bændasamfélags. Hann reis vel undir þeirri kröfu sam- tímans, að hver og einn ætti að leggja sig fram og vera sinnar gæfu smiður og forsjóninni fal- inn. Þegar Guðmundur fæddist var ekki risin sú byggð sem síð- ar varð við fjörðinn og byggðist upp í kringum sjávarútveginn. Í Eyrarsveit var lifað af sveitabúskap og minni háttar útræði. Þegar byggðin tók að myndast við Grafarnes sköpuð- ust skilyrði fyrir athafnasama unga menn og konur. Með lífs- starfi sínu lagði Guðmundur með öðrum íbúum grundvöllinn að sjávarbyggðinni sem varð síðar að Grundarfjarðarbæ þar sem byggðin hefur blómstrað. Íbúar nágrannabyggða Grund- arfjarðar hafa fylgst með fram- sýni og áræði Guðmundar sem var í forustusveit manna sem Guðmundur Runólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.