Morgunblaðið - 12.02.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.2011, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2011 Glæsilegar íbúðir við Lækjarbrún í Hveragerði Austurmörk 4, Hveragerði, www.byrfasteign.is sími 483 5800 Soffía Theodórsdóttir, löggiltur fasteignasali Íbúðirnar eru einstaklega vel staðsettar í faðmi náttúrunnar og íbúar þeirra hafa aðgang að margvíslegri þjónustu Heilsustofnunar Náttúru- lækningafélags Íslands. Kaupendur gerast sjálfkrafa aðilar að þjón- ustusamningi við HNLFÍ sem veitir aðgang að viðamikilli þjónustu Heilsustofnunarinnar gegn greiðslu mánaðarlegs grunngjalds. Kaupendur gerast aðilar að þjónustusamningi við HNLFÍ og greiða fyrir hann á mánuði sem hér segir, kr. 14.600 fyrir einstakling en kr. 21.600 fyrir hjón (bundið NVT des.'10). Innifalið í þjónustusamningnum er: · Öryggishnappur · Eftirlit næturvarðar · Brunaviðvörunarkerfi · Hirðing lóðar · Skipulagðar daglegar gönguferðir · Aðgangur að baðhúsi HNLFÍ · Aðgangur að tækjasal HNLFÍ · Aðgangur að bókasafni HNLFÍ · Aðgangur að innra starfi og fræðslu HNLFÍ Sérkjör íbúa húsanna að: · Matsal HNLFÍ · Heilsuböð/leirböð og partanudd · Viðtöl við íþróttafræðinga · Viðtöl við næringarráðgjafa Önnur þjónusta í boði: · Ræsting og þvottur · Heimsending máltíða · Snyrti- og hárgreiðslustofa · Heilsuvöruverslun Margur er ríkari en hann hyggur, segir gamalt orðatiltæki sem við erum vissar um að eigi jafn vel við í dag og ef til vill miklu betur en á þeim dögum þegar landanum var tamt að nota það. Heilbrigðisþjón- ustan á Íslandi er fjársjóður sem við viljum leggja inn í til að gera þann sjóð enn dýrmætari. Það þarf ekki að minna þá sem hafa átt við heilsubrest að stríða á það að heilsan er öllu gulli verðmætari. GoRed eru alþjóðasamtök sem eru aðeins þriggja ára gömul hér á landi. Samtökin vinna sérstaklega gegn hjarta- og æðasjúkdómum hjá konum enda eru slíkir sjúk- dómar ein algengasta dánarorsök kvenna í heiminum. Ísland er ekki undanskilið í þessum efnum og for- maður samtakanna hér er dr. Vil- borg Sigurðardóttir hjartalæknir. Febrúarmánuður hefur verið nýtt- ur undanfarin ár til fræðslu um al- menn einkenni sjúkdómsins og fyr- irbyggjandi þætti. Einkenni hjarta- og æðasjúkdóma eru ekki þau sömu hjá körlum og konum. Til skamms tíma hafa hjarta- sjúkdómar verið mun tengdari körlunum en sú staðreynd blasir því miður við að eftir fimmtugt eru konur alls ekki eftirbátar karla hvað hjartasjúkdóma varðar. Sú staðreynd blasir líka við að flestar rannsóknir og lyfjaþróun, að því er snertir þennan sjúkdóm, hafa beinst að körlum. Þess vegna hef- ur GoRed á Íslandi fengið til liðs við sig félög sem þekkja nauðsyn þess að stofna sjóð til að efla rann- sóknir og fræðslu varðandi hjarta- og æðasjúkdóma hjá konum. Go- Red, Hjartaheill, Heilaheill, Hjartavernd, Lýðheilsustöð og fagfólk standa um þessar mundir fyrir fræðslu og mælingum í þess- um efnum öllum, og verður þetta nánar auglýst alveg á næstunni, m.a. í þessu blaði. Við vitum af reynslu að Íslendingar geta verið í fararbroddi, ef þannig liggur á þeim. Sjáumst í baráttunni! UNNUR SIGRYGGSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur og INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR fyrrv. ráðherra. GoRed-sjóður – Hjarta- og æðasjúkdómar kvenna Frá Unni Sigtryggsdóttur og Ingi- björgu Pálmadóttur Unnur Sigryggsdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir Jóhanna Sigurð- ardóttir, forsætisráð- herra, ræddi auðlinda- málin í áramótaávarpi sínu um sl. áramót. Henni fórust m.a. svo orð: „Auðlindir sjávar, orkan í iðrum jarðar og þau verðmæti, sem fólgin eru í vatninu, jafnt heitu sem köldu, eiga að vera sameign þjóðarinnar og þannig þarf að ganga frá málum að arðurinn renni með sanngjarnari hætti en ver- ið hefur til allra Íslendinga.“ Einar K.Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, túlkar þessi um- mæli þannig í Mbl. að forsætisráð- herra vilji að nýtingarrétti orkuauð- linda og fiskveiðiauðlindarinnar sé skipað með sambærilegum hætti. Ekki er ég sammála þeirri túlkun. Forsætisráðherra vill að arðurinn af sjávarauðlindinni renni með sann- gjarnari hætti en áður til Íslendinga. Ég er sammála því. Hins vegar kem- ur ekki fram í áramótaávarpi for- sætisráðherra hvernig hún vilji haga fiskveiðistjórnuninni að öðru leyti. Það verður því að fara í kosn- ingastefnuskrár stjórnarflokkanna og í stjórnarsáttmála til þess að at- huga það. Þar kemur fram að fyrna eigi aflaheimildir á allt að 20 árum. Þjóðin eigi að innkalla allar aflaheim- ildir. Þetta var stærsta kosningamál Samfylkingarinnar. Það má fyrna aflaheimildir á skemmri tíma en ekki lengri. Ég hefi ekki trú á því að Samfylkingin hviki frá þessu stærsta kosningamáli flokksins. Kvótanefndin gaf eftir fyrir LÍÚ Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra skipaði nefnd eða starfshóp til þess að fjalla um framkvæmd á kosningamáli stjórnarflokkanna, fyrningarleiðinni. Mistök ráðherrans og ríkisstjórnarinnar voru þau að gefa kvótanefndinni það veganesti að hún ætti að ná sáttum við hags- munaaðila í sjávar- útvegi. Það þýddi að nefndin átti m.a. að ræða við LÍÚ. En vitað var að LÍÚ var á móti fyrningarleiðinni. Ljóst var því að engar sættir yrðu nema annar að- ilinn gæfi eftir, rík- isstjórnin eða LÍÚ. Á meðan kvótanefndin hélt fram kosninga- stefnumáli stjórnar- flokkanna var LÍÚ í fýlu og neitaði að mæta í nefndinni. En síðan fór meirihluti kvótanefndarinnar að bakka og gefa eftir og þá mættu fulltrúar LÍÚ á ný. Meirihluti kvóta- nefndarinnar hafði hins vegar ekkert leyfi til þess að víkja frá fyrning- arleiðinni. Þetta var kosningaloforð og sennilega var það einmitt þetta mál sem tryggði stjórnarflokkunum meirihluta á Alþingi. Skemmst er frá því að segja, að meirihluti kvótanefndarinnar sam- þykkti svonefnda samningaleið, sem byggist á því að úthluta útgerðar- mönnum veiðiheimildunum til langs tíma (15-30 ára.) Greitt verði auð- lindagjald fyrir kvótana ( fyrir nýt- ingarréttinn). Einnig er lagt til, að landsbyggin fái ákveðnar veiðiheim- ildir. Ef úthluta á kvótum til langs tíma er þetta í rauninni verra skipu- lag en það sem gildir í dag. Þetta er afturför frá ríkjandi kerfi og festir í sessi um ókomna tíð yfirráð kvóta- greifanna yfir veiðiheimildunum. Það var ekki það, sem vakti fyrir stjórn- arflokkunum, þegar þeir lofuðu fyrn- ingarleiðinni. Uppboð eða úthlutun En hvernig á að úthluta veiðiheim- ildum á ný ef fyrningarleið er farin? Þar kemur einkum tvennt til greina: 1) Að bjóða upp aflaheimildirnar á frjálsum markaði. 2) Að úthluta veiði- heimildum eftir ákveðnum reglum gegn auðlindagjaldi, sem væri ekki málamyndagjald eins og verið hefur heldur raunverulegt gjald. Einnig kemur til greina að fara báðar þessar leiðir. En hvaða leið sem farin verður við endurúthlutun aflaheimilda verð- ur að gæta þess, að nýir aðilar eigi greiðan aðgang inn í greinina og það þarf að tryggja dreifðum sjávar- byggðum hlutdeild í aflaheimildum. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði að Ísland hefði brotið mannréttindi við úthlutun kvótanna og framkvæmd kvótakerf- isins. Gæta verður þess að fram- kvæmdin verði þannig í framtíðinni að ekki verði um mannréttindabrot að ræða. Sanngirni og réttlæti þarf að gilda við úthlutun kvóta og allir þurfa að sitja við sama borð. Ekki kemur til greina að úthluta veiðiheimildum til langs tíma eins og meirihluti kvóta- nefndarinnar leggur til. 1-2 ár í senn er hæfilegur tími. Umbótaáætlun Samfylkingar: Kosningaloforð standa Samfylkingin samþykkti nýlega umbótaáætlun. Samþykkt var að bæta siðferðið í öllu starfi og stefnu flokksins. Heiðarleiki og orðheldni á að vera í fyrirrúmi. Það þýðir að flokkurinn ætlar að standa við það sem hann lofar kjósendum. Það er lið- in tíð að unnt sé að lofa einu fyrir kosningar og framkvæma annað eftir kosningar. Með hliðsjón af nýrri um- bótaáætlun Samfylkingarinnar getur flokkurinn ekki hvikað frá kosninga- loforði sínu um að fara fyrningarleið- ina í sjávarútvegsmálum. Því var lof- að fyrir kosningar að fyrna ætti aflaheimildir á 20 árum. Við það verð- ur að standa. Það eru hrein svik við það kosningaloforð, ef ríkisstjórnin ætlar að afhenda útgerðarmönnum aflaheimildirnar til langs tíma. Það kemur ekki til greina. Ef Samfylk- ingin og VG standa ekki við kosninga- loforð flokkanna um fyrningarleið verður stjórnin að fara frá. Fyrna á aflaheimildir á 15-20 árum Eftir Björgvin Guðmundsson » Þetta er afturför frá ríkjandi kerfi og festir í sessi um ókomna tíð yfirráð kvótagreif- anna yfir veiðiheimild- unum. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Þegar efnahags- hrunið skall á 2007 var ljóst að það myndi hafa víðtækar afleið- ingar fyrir þjóðfélag- ið. Margir töluðu um að nú þyrfti að hlúa að grunngildum sam- félagsins og standa vörð um velferð- arkerfið til að vernda þá sem minna mega sín. Vissulega verðug markmið og skynsamleg sem flestir geta verið sammála um. Þessar raddir vöktu hjá almenningi von og öryggi sem sannarlega var þörf á. Nú er þó svo komið að ákveðið hefur verið að skera niður í skólum víðs vegar um landið. Grunngildi samfélagsins eru í hættu. Velferðarkerfið á undir högg að sækja. Undanfarna áratugi hefur menntakerfið verið byggt upp jafnt og þétt. Ný menntalög tóku hér gildi 2008 sem unnið hafði verið að undangengin ár til að efla skóla- kerfið. Sú grundvallarbreyting var í nýju lögunum að foreldrar koma nú meira að ákvörðunum um skólamál. Skólaráðum var komið á í grunn- skólum þar sem foreldrar hafa tvo fulltrúa, sex fulltrúar eru frá öðrum hagsmunaaðilum skólasamfélagsins auk skólastjóra. Þetta er samráðsvettvangur skólasamfélagsins og skólastjóra um skól- ann. Þetta er mikil bót frá því sem áður var þegar skólastjórnendur gátu tilkynnt breyt- ingar til foreldra án nokkurs samráðs við þá. Nú ríður á að for- eldrar nýti þennan rétt og sinni þeirri skyldu að gæta hagsmuna barna sinna sem þeim er gert kleift samkvæmt mennta- lögunum frá 2008. Foreldrar verða að vera í tengslum við skólaráðsfull- trúa sína til að þeir geti verið rödd heildarinnar innan skólaráðsins. Mikilvægt er að foreldrar hittist og ræði hvaða leiðir eru mögulegar innan þeirra skóla til hagræðingar og hvað þeim hugnast engan veg- inn. Það er sorglegt til þess að hugsa að nú þegar harðnar í ári eigi að höggva í grunnþjónustuna. Sú vinna og uppbygging sem átti sér hér stað í góðærinu er að renna út í sandinn ef ekkert verður að gert. Maður skyldi ætla að þegar vel gengur ætti að búa í haginn fyrir erfiðu ár- in. Það er því með öllu óskiljanlegt að þegar kólna tekur þá er þeim sem minnst mega sín úthýst. Ekki er langsótt að óttast að sú skynsem- isrödd sem hljómaði hér strax eftir efnahagshrun hafi verið hjóm eitt. Hvað á það eftir að kosta sam- félagið að minnka stoðkennslu, af- nema gæslu í frímínútum, fjölga í bekkjum og fella niður forfalla- kennslu? Mögulegt er að þetta hafi í för með sér aukið brottfall úr skól- um, að geðræn vandamál verði tíð- ari, kunnátta og þekking versni og hegðunarvandamál verði meiri. Það þarf enga hagspeki til þess að sjá að þetta er varla hagkvæmt. Maður spyr sig hvort þær ákvarðanir sem hér ráða för séu teknar af yfirvegun og þekkingu. Þegar svo er komið verða foreldrar að standa saman og verja rétt barna sinna til náms sem er einn af hornsteinum þess velferð- arsamfélags sem við teljum okkur búa við. Hver á að standa vörð um grunngildin? Eftir Guðrúnu Jónsdóttur Guðrún Jónsdóttir »Niðurskurður er fyr- irhugaður í skólum landsins. Nú ríður á að foreldrar nýti rétt sinn úr menntalögum 2008 og standi vörð um grunngildi samfélags- ins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla, landssamtökum for- eldra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.