Morgunblaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 ✝ Anna Bjarna-dóttir fæddist í Öndverðarnesi í Grímsnesi 28. maí 1920. Hún lést á LSH 13. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson, f. 1883, d. 1926, og Kristín Halldórsdóttir, f. 1890, d. 1984. Systkini Önnu eru: Ragnar, f. 1909, d. 1977, Þórunn, f. 1913, d. 1949, Jón, f. 1915, d. 1950, Halldóra Ólafía, f. 1918, Hjalti, f. 1922, d. 1970, Gunnar, f. 1924, d. 1980, Bjarni Kristinn, f. 1926, d. 1998, og Unnur, f. 1927, d. 1982. Árið 1947 giftist Anna Guð- mundi Halldóri Jónssyni, f. 1923, d. 1999. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson og Helga Guðrún Jósepsdóttir, Molastöðum í Fljót- um. Þau skildu. Börn Önnu og Guðmundar eru: 1) Jón Helgi, f. 1947, sbk. Þórunn Þórðardóttir. Börn Jóns Helga og fyrrv. maka., Bertu Bragadóttur, eru: a) Stein- unn, f. 1968. Börn Steinunnar og fyrrv. maka, Hannesar Þ. Smára- sonar eru: aa) Nanna Katrín, f. 1994 og ab) Jón Bragi, f. 1997. Maki Steinunnar er Finnur R. Stefánsson. Synir þeirra eru: ac) Baldur, f. 2006, og ad) Unnar Örn, f. 2010. b) Iðunn, f. 1970, dóttir hennar og fyrrv. sbm., Gunnars R. Guðjónssonar er ba) Berta, f. 1989. Maki Iðunnar er Bjarni T. Bjarnason, sonur þeirra er bb) Jakob Helgi, f. 1995. c) Guðmundur Halldór, f. 1997, maki Anna G. Her- mannsdóttir. Stjúpdóttir Guð- mundar er Tinna Dagbjört Theó- f. 1981. 5) Sjöfn, f. 1955, maki Jón Sigurmundsson, börn þeirra eru: a) Stígur, f. 1985, b) Edda Björk, f. 1987, og c) Kristján, f. 1992. Anna ólst upp í Öndverðanesi, en var í fóstri hjá Halldóru Guð- mundsdóttur og Benedikt Ein- arssyni í Miðengi 1926-1930. Að loknu barnaprófi nam hún einn vetur við Héraðsskólann á Laug- arvatni. Hún starfaði um árabil við saumaskap hjá Daníel Þor- steinssyni, klæðskera á Selfossi. Anna og Guðmundur hófu bú- skap á Stokkseyri. Þaðan lá leið- in til Reykjavíkur og síðan í Kópavog þar sem heimili hennar stóð til æviloka á Hlíðarvegi 14. Árið 1962 stofnuðu Anna og Guð- mundur, í félagi við Hjalta bróð- ur Önnu og konu hans Kristínu Jónsdóttur, Bygginga- vöruverslun Kópavogs (BYKO). Eftir að fækka fór í heimili Önnu stundaði hún hestamennsku og vann mikið að félagsmálum. Hún var félagi í Kvenfélagi Kópavogs og sá um leikfimihóp félagsins í 25 ár. Í kvennadeild hestamanna- félagsins Gusts var hún öflugur félagi. Hún starfaði í Kópavogs- deild RKÍ og var m.a. heimsókna- vinur á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, ásamt því að hún var frumkvöðull í verkefninu „Föt sem framlag “, sem efldist mjög í umsjón hennar í rúm tuttugu ár. Það munaði um verk Önnu hvað sem hún tók sér fyrir hendur og fyrir það hefur hún hlotið við- urkenningar. Hún var heið- ursfélagi í Kvenfélagi Kópavogs og Rótarýklúbbur Kópavogs út- nefndi hana Eldhuga ársins 2007, vegna framlags hennar til félags- mála í Kópavogi. Í desember 2010 var hún gerð að heið- ursfélaga Kópavogsdeildar RKÍ. Anna verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, 21. febr- úar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. dórsdóttir, f. 1999. Synir Guðmundar og Önnu eru: ca) Jón Helgi, f. 2004, og cb) Hermann Sigurður, f. 2008. 2) Bjarnheiður Krist- ín, f. 1948, maki Sig- finnur Þorleifsson. Börn þeirra eru: a) Hrefna Ösp, f. 1969, maki Böðvar Þór- isson. Þeirra börn eru: aa) Sigfinnur, f. 1998, ab) Kristín, f. 2000 og ac) Ingunn, f. 2006. b) Guðmundur, f. 1974, maki Gunnur Róbertsdóttir. Börn þeirra eru: ba) Róbert Þorri, f. 2001, bb) Finnur Gauti, f. 2004, og bc) Sara Kristín, f. 2008. c) Stefán Þór, f. 1984. 3) Þórunn, f. 1949, maki Ingvar A. Guðna- son. Börn þeirra eru: a) Anna Rún, f. 1968, fyrrv. maki Einar, f. Hilmarsson. Dætur þeirra eru: aa) Jóhanna Hrund, f. 1989, og ab) Þórunn Þöll, f. 1995. b) Auð- un Freyr, f. 1972, fyrrv. maki Ás- dís Magnúsdóttir. Börn þeirra eru: ba) Ingibjörg Iða, f. 2000, og bb) Ingvar Atli, f. 2003. c) Tryggvi Már, f. 1977, sbk. hans er Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir. Stjúpsonur Tryggva er Friðrik Jóhann Baldvinsson, f. 1997, dóttir Tryggva og Friðbjargar er ca) Torfhildur Elva, f. 2010. 4) Björk, f. 5. júní 1953, sbm. Anton- íus Þ. Svavarsson. Börn Bjarkar og fyrrv. maka, Áskels Kárason- ar, eru: a) Ingibjörg, f. 1975, maki Neil J. Smith, börn þeirra eru: aa) Sóley Björk, f. 2004, og ab) Jón Kári, f. 2008. b) Sunna, f. 1979, sonur hennar og fyrrv. sbm., Ingvars Arnarssonar, er ba) Máni, f. 1997. c) Guðmundur, Kærleikur, ástúð, kraftur, um- burðarlyndi og glæsileiki eru þau orð sem fyrst koma upp í hugann þegar ég hugsa til elsku ömmu Önnu, sem nú hefur kvatt okkur hinstu kveðju. Líklega hef ég ekki ennþá áttað mig á hversu mikill áhrifavaldur þessi stórkostlega kona er og verður á líf mitt og minna nánustu um ókomna tíð. Hún kenndi okkur svo ótal margt og er fyrirmynd okkar þegar kemur að flestum hlutum í dag- legu lífi. Helst myndum við vilja verða alveg eins og amma Anna. Amma var ekki bara falleg og góð. Hún var líka skemmtileg og alltaf stutt í prakkarann sem var henni svo eðlislægur. Ekkert verkefni var henni ofviða og hlut- irnir áttu að gerast strax. Hverj- um öðrum en ömmu hefði til dæmis dottið í hug að fylla nýjan Subaru af heyi? Hún hafði slegið flötina framan við Þrastaból, bú- staðinn sinn í Grímsnesinu, og gat ekki hugsað sér að láta þetta fína fóður fara til spillis. Frúarbíllinn var því troðinn út af heyi þannig að hún komst með naumindum fyrir í bílstjórasætinu. Síðan var brunað í bæinn með heyið handa hestunum. Bíllinn var svo bara þveginn og ryksugaður á næstu benínstöð. Ekki málið. Það var mín gæfa þegar ég, ung að árum og átti von á mínu fyrsta barni, fékk afnot af kjall- araíbúð hjá ömmu á Hlíðarvegin- um. Sá stuðningur og umhyggja sem amma veitti mér þá er ómet- anlegur. Hún skipti sér svo sem lítið af unga fólkinu í kjallaranum en lagði engu að síður inn mik- ilvægi þess að hvíla sig vel og undirbúa komu barnsins. Þegar svo Hanna Hrund mín var komin í heiminn áttum við amma okkar dásamlegu morgunstundir með kaffi, ristuðu brauði, prjónaskap og ríkisútvarpinu. Við fórum svo til náms til Danmerkur þegar Hanna Hrund var sex mánaða. Allt var nýtt og spennandi og ég saknaði einskis frá Íslandi, nema samverunnar við ömmu. Bústaðirnir hennar ömmu í Grímsnesinu hafa yfir sér ævin- týraljóma. Þær eru ófáar sögurn- ar sem hún hefur sagt okkur af- komendunum um æskustöðvarnar og uppvaxtarár- in í Öndverðarnesi og Miðengi. Á níræðisaldri lét hún sig ekki muna um að láta rífa gamla bú- staðinn og byggja nýjan glæsileg- an bústað með öllum nútímaþæg- indum. Sú gamla fór í daglegar eftirlitferðir austur meðan á framkvæmdum stóð, vopnuð ný- bökuðum pönnukökum og jóla- köku. Svona var hún amma. Ljúfar og góðar minningar hjálpa til við að takast á við sökn- uðinn og skarðið sem amma skil- ur eftir sig. Hún mun án efa áfram vaka yfir okkur og öllum þeim sem þurfa á stuðningi að halda, hvort sem þeir eru fátækir eða forríkir. Hvíldu í friði elsku amma. Anna Rún og dætur. Elsku amma mín og vinur hef- ur kvatt þennan heim eftir stutt en erfið veikindi. Ofboðslega margt kemur upp í hugann þegar svona stór partur af lífi manns hefur kvatt. Fyrst og síðast var heimili hennar alltaf opið okkur barnabörnunum og alltaf mikil hlýja og væntumþykja sem tók á móti manni. Ég minnist allra stundanna sem við sátum og spjölluðum saman eða lögðum saman kapal eða spiluðum rommý sem var ákaflega vinsælt hjá mér. Allar ferðirnar austur fyrir fjall í sumarbústaðinn í Grímsnesinu eða að heimækja Dóru systur ömmu á Selfossi. Pönnukökurnar og jólakakan víð- fræga voru þá ekki langt undan. Jólaboðin á jóladag og jólasnakk- bakkinn sem var rosalega vinsæll hjá okkur krökkunum. Eða þá að fara og gefa hestunum hennar, Girði, Bangsa og Bjarti, á sum- arbeit sinni á sama stað og Smáralindin er í dag. Þessar minningar ylja manni um hjarta- rætur. Amma var ákaflega dug- leg allan þann tíma sem ég þekkti hana. Hvort sem það var að fara að dansa gömlu dansana á sunnu- dögum, spila bridge með vinum sínum og þá var nú oft tekist all- hressilega á, gefa smáfuglunum að borða já og aldrei þýddi neitt að gefa þeim eitthvað sem brúnt væri á litinn. Þó var amma lang- duglegust við það að prjóna á fá- tæku börnin í verkefninu „Föt sem framlag“ og horfði maður með aðdáun á magnið sem fram- leitt var. Svona ein peysa á 6-8 mánaða gamalt barn á dag og svo komu allar konurnar frá Kópa- vogsdeild Rauða krossins og pökkuðu saman peysu, nærföt- um, handklæði o.fl. í pakka. Hvergi annars staðar á landinu voru nærri því eins margir pakk- ar framleiddir. Ég horfði með mikilli aðdáun á ömmu þegar hún var valin eldhugi Kópavogs 2007 fyrir stjórnun og framlag þessa verkefnis. Og það sefar sorg mína mjög mikið að amma skuli hafa lifað það að verða valin heiðurs- félagi í Kópavogsdeild Rauða krossins í desember sl. og það skyldi ekki vera geymt fram að aðalfundi sem halda á í mars nk. Það er með miklu stolti sem ég get litið yfir farinn veg og sagt: Já, amma var flott kona. Stefán Þór Sigfinnsson. Elsku amma okkar, nú hefur þú kvatt okkur í hinsta sinn. Mik- ið eigum við eftir að sakna þín. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig sem ömmu, þá allra bestu. Það var yndislegt að búa hjá þér bæði sem barn og sem fullorðin manneskja. Kúra í ömmubóli, baka pönnukökur, stússa með þér í hestunum, kíkja í kaffi í eldhúskrókinn, prjóna sam- an og kannski leggja kapal. Skoða fína garðinn þinn, keyra upp í bú- stað í kaffi, spjalla um daginn og veginn. Já, amma okkar, við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera þér samferða þessi ár og munu minningarnar ylja okkur um hjartarætur í gegnum lífið. Fyrirmyndin okkar, hvíl í friði. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum aamma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ingibjörg Áskelsdóttir og fjölskylda. Elsku amma. Nú hefur þú kvatt þennan heim. Hlíðarvegur- inn er tómlegur án þín. Það var svo gott að koma á Hlíðarveginn og finna þig heima, að leggja kap- al, að prjóna á fátæku börnin, hlusta á Rás 1, syngja eða fara með vísu. Ég man þau kvöld þeg- ar ég bjó hjá þér og við fengum okkur kvöldkaffi fyrir háttinn, banana og mjólk og þú fórst gjarnan með einhverja vísu fyrir mig. Svo sagðirðu svo oft með þínu fallega og hlýja brosi: „Jæja, best ég dembi mér í damaskið.“ Alltaf með svo góðan húmor og smitandi hlátur. Ég man þegar ég var lítill og þú varst svo oft úti í garði að huga að blómunum þín- um. Stundum leyfðirðu hestunum þínum að koma og bíta gras í garðinum heima á Hlíðarvegi. Og eitt sinn þegar þú þurftir að koma heyi á milli staða þá gerðir þú þér lítið fyrir og troðfylltir bara Súb- aróinn af heyi. Ég man líka fyrir nokkrum árum þegar þú og María voruð að keyra, og þú þurftir að leggja út í kant því þið hlóguð svo mikið að þú gast ekki keyrt. Það var aldrei leiðinlegt að vera í kringum þig. Alltaf svo um- hugað um aðra, með stórt og hlýtt hjarta, svo mikill höfðingi. Vannst mikið og óeigingjarnt starf fyrir Rauða krossinn, þar sem þú varst lengi í forsvari fyrir verkefnið „Föt sem framlag“. Allt fram á það síðasta var umhyggja þín fyr- ir öðrum svo ríkjandi. Svo oft þegar ég kom í heimsókn spurðir þú hvort það væri ekki eitthvað sem þú gætir gert fyrir mig, hvort ég vildi ekki fá mér eitt- hvað. Það rennur upp fyrir mér hversu heppinn ég er að hafa átt þig sem ömmu. Þú sýndir mér hversu fallegar manneskjur geta verið. Þú sýndir mér að það er til virkilega gott fólk. Þú varst svo góð fyrirmynd allra. Síðustu orð þín: „Viljið þið hjálpa mér að bæta heiminn,“ eru svo lýsandi fyrir þig. Þessi orð þín munu lifa í mér og vera mér áminning um að gera betur. Elsku amma mín, eldhuginn minn. Ég kveð þig með söknuði. Þótt ég viti að þú varst södd líf- daga er samt sárt að kveðja. Það er skrítið að geta ekki hitt þig heima á Hlíðarveginum. Þú varst einstök, og minning þín mun ávallt lifa með mér. Guðmundur Áskelsson. Þegar líf tekur enda er margt sem sækir á okkur sem eftir lif- um. Sorg var efst í huga en blönd- uð þakklæti og lotningu þegar ég heyrði að Anna Bjarnadóttir hefði skilið við. Sumt fólk hefur meiri áhrif á mann en aðrir. Ég kynntist Önnu, eða ömmu Önnu eins og hún var alltaf kölluð, þeg- ar ég var orðin fullorðin. Við- kynningin er mér því í fersku minni og sérstaklega hvernig það sló mig sterkt hversu ótrúlegur persónuleiki var þar á ferð. Ég gleymi því aldrei þegar ég hitti hana fyrst. Það kom snöggt upp á að ákveðið var að kíkja í heimsókn til hennar en ég hafði nýlega byrjað í sambandi við Auðun, barnabarn ömmu Önnu. Ég hafði mestar áhyggjur af því, í hégóma mínum, að ég væri nú alls ekki vel tilhöfð og þar að auki ber- fætt í skónum. Hvernig hittir maður ömmu kærastans í fyrsta skipti í krumpuðum æfingagalla og þegar maður fer svo úr skón- um er maður berfættur þar að auki! Þetta skipti náttúrlega engu máli um leið og ég steig inn fyrir þröskuldinn á Hlíðarveginum. Hvorki fyrir mig né hana. Slíkir hlutir skiptu Önnu engu máli. Það var alltaf eins tilfinning að koma á Hlíðarveginn. Strax frá fyrsta degi. Það er erfitt að lýsa því, en þar voru allir velkomnir, stórir sem smáir, og manni leið einfaldlega betur með flest í lífinu þegar maður var í návist Önnu á Hlíðarveginum. Ég leit strax mikið upp til hennar. Hún fram- kvæmdi allt það sem við hin hugs- um um að væri nú fallegt og gagn- legt að gera, en gerum svo oft ekki. Hún lét sig hlutina varða. Ekkert var henni óviðkomandi og maður fékk sterkt á tilfinninguna að hún hefði í raun sérstakan til- gang í þessum heimi til góða fyrir okkur hin. Hún fór í gegnum lífið og gaf. Hún tók ekki nema það allra nauðsynlegasta, var útsjón- arsöm, nýtin, iðin og hafði það alltaf að markmiði að gefa til baka. Á allan mögulegan hátt. Og allan tímann með bros á vör. Ég ætla ekki að fara að telja upp öll góðverkin sem hún vann að og hrinti í framkvæmd. Ég held að hún hefði seint búið til slíkan lista sjálf. Afraksturinn af því mun aftur á móti lifa um ókomna tíð og halda í heiðri minn- ingu hennar. Mér finnst núna, þegar ég horfi til baka, eins og ég hafi á vissan hátt verið heiðruð með því að hafa fengið að kynnast henni. Amma Anna var einstök. Fyrirmynd sem ég vona að ég beri gæfu til að horfa alltaf til í líf- inu og minna börnin mín á, sem eru svo heppin að hafa átt hana fyrir langömmu. Ásdís Magnúsdóttir. Elsku langamma. Það er sól- ríkur dagur, ég geng inn í garðinn þinn sem er umlukinn fallegum blómum. Þú situr á veröndinni hjá bleiku alparósinni og baðar þig í sólinni. Þú brosir til mín og faðmar mig fast að þér. Það var yndislegt að faðma þig. Við förum svo inn og þú sest í stólinn þinn og tekur upp prjónana. Þar ræðum við um daginn og veginn. Mjög oft um hesta því við áttum það sam- eiginlegt að vera miklir hestaunn- endur. Við setjumst svo við borðið og þú tekur upp jólaköku og mjólkurglas. Það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Kapallinn ætlar að ganga eitthvað illa hjá þér, en þú gefst aldrei upp. Svona mun ég alltaf muna þig elsku amma mín, alltaf svo já- kvæð og hress og alltaf var maður umlukinn hlýjunni frá þér. Manni fannst maður alltaf svo mikilvæg- ur og skipta svo miklu máli þegar maður var í kringum þig. Ég mun sakna þín meira en orð fá lýst og ég er strax farin að sakna þín al- veg hrikalega mikið. Hlíðarveg- urinn er svo tómlegur þegar þú ert ekki þar. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég mun aldr- ei gleyma þér. Bleika rósin springur út, hún baðar út blöðum sínum, er fegurri en öll blómin í kring. Svo fer hún að visna, hægt og rólega byrja blöðin að dofna, að lokum deyr hún. En þessi eina bleika rós skilur eftir sig djúpa holu. Holu sem engin önnur rós getur nokkru sinni fyllt út í. Þórunn Þöll. Ég man alltaf eftir því þegar ég kom heim til þín. Ég var yf- irleitt með ömmu Tótu en stund- um með pabba. Þú sast alltaf í stólnum þínum og prjónaðir peys- ur, bauðst okkur kex, og það var gaman hjá okkur. Ég man alltaf eftir því þegar ég var sjö ára og var með gamla dótabúðarkassann og rukkaði þig fyrir garnið. Síðan fór ég á milli fólksins og sagði: „Þú þarft að borga.“ Ég man eftir því þegar þú komst í sjónvarpinu og allir í fjölskyldunni voru límdir við skjáinn að horfa á þessa undraömmu. Þessi amma var ekki bara venjuleg amma, hún var amma mín. Hún var amman sem prjónaði peysur, sokka, og allt fyrir okkur og örugglega alla krakkana í Afríku. En það sem ég man mest af öllu var þegar ég lá hjá þér í sófanum og horfði á allt mögulegt heima hjá ömmu Tótu. Svo keyrðum við þig heim. Til að minnast þín, elsku langamma, samdi ég ljóð. Þínar stundir. Mínar stundir. Allar stundir sem þú áttir með mér, megi hvíla með þér. Allir dagar. Allar vikur. Allir mán- uðirnir. Öll árin, sem þú áttir með mér megi hvíla með þér. Allar minningarnar. Þær skemmti- legu. Þær góðu. Þær yndislegu, sem þú áttir með mér, mega hvíla með þér. Alltaf. Ingibjörg Iða Auðunardóttir. Nú er hún amma Anna farin frá okkur og það er svo skrítið þar sem einhvern veginn fannst mér að hún yrði alltaf til staðar en ég veit að henni líður vel núna og er komin á góðan stað. Kærleikur, umburðarlyndi, gleði og traust voru þau orð sem komu upp í huga minn þegar hún kvaddi okkur hún elsku amma mín, allt þetta hafði hún fært mér í svo miklum mæli frá því að ég man eftir mér og allri minni fjöl- skyldu þegar börnin mín voru fædd. Það væri efni í heila bók að fara yfir allt það sem við amma höfum skrafað og brallað saman og mun ég geyma þær minningar vel og reyna af fremsta megni að koma öllu því góða sem ég hef lært af henni yfir til minna barna. Þú varst svo frábær fyrirmynd. Margt er það og margt er það, sem minningarnar vekur. Og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi.) Ég kveð þig, amma mín, og það verður erfitt að fylla skarð þitt þar sem þú varst þungamiðjan í lífi okkar allra. Megi englar guðs vaka yfir þér. Þín Iðunn. Anna Bjarnadóttir setti sann- arlega svip á umhverfi sitt. Hún var sterk kona og dugnaðarfork- ur í þess orðs bestu merkingu. Fyrstu kynni mín af Önnu voru þegar ég kom með Tótu, dóttur hennar og vinkonu minni, í fyrsta skipti austur í bústað sem Anna átti í landi Norðurkots í Gríms- nesi. Bíllinn minn var frekar lág- ur og ég átti í erfiðleikum með að komast afleggjarann að bústaðn- um án þess að hann tæki niðri. Það líkaði Önnu ekki og á meðan Tóta sýndi mér bústaðinn og um- hverfið náði hún í járnkarl og fjarlægði stærstu steinana sem höfðu orðið í vegi fyrir mér. Þessi saga segir meira en mörg orð um Önnu. Hún lét ekki ómerkilegar hindranir stöðva sig. Leit frekar á þær sem áskorun sem hún vildi sigrast á. Skömmu síðar, eða 1976, stofnuðum við systur, Magga og ég, bridgeklúbb með Tótu og Bertu, tengdadóttur Önnu. Eins og vænta má í jafn líf- legum félagsskap fjölgaði fljót- lega í klúbbnum. Önnur dóttir Önnu, Bjarnheiður, bættist í hóp- inn og fleiri vinkonur þar til við vorum orðnar 10 talsins. Eftir það var spilað á tveimur borðum og Anna Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.