Morgunblaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011
Forseti Íslands synjar Icesave-lögum staðfestingar
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Síðastliðinn föstudag fékk hluti
þeirra viðskiptavina SP-fjármögn-
unar sem hafa bíla á kaupleigu og
sótt hafa um greiðsluaðlögun hjá
Umboðsmanni skuldara sent bréf í
ábyrgðarpósti þar sem samningnum
er rift og hann beðinn að skila bif-
reiðinni innan fimm virkra daga. Í
lögum um greiðsluaðlögun einstak-
linga er ekki gert ráð fyrir að þeir
sem sótt hafa um greiðsluaðlögun
geti greitt af kaupleigusamningum
en að sögn Kjartans Georgs Gunn-
arssonar, framkvæmdastjóra SP-
fjármögnunar, er það galli á lögun-
um sem verður að leiðrétta.
„Um leið og einstaklingur sækir
um greiðsluaðlögun er hann kominn í
greiðsluskjól og má ekki borga af
bílnum,“ segir Kjartan og bendir á
að greiða megi af húsaleigusamning-
um þar sem húsaleiga teljist til nauð-
þurfta en það sama eigi ekki við um
bílana. „Það skýtur skökku við, því
samkvæmt nýjum neysluviðmiðum
er bíll talinn nauðsyn.“
Kjartan bendir á að bílar falli í
verði um 20% á ári og augljóslega
þurfi fólk að geta greitt viðgerðir og
viðhald ef halda á bílunum í horfinu.
Hins vegar sé í lögunum ekki gert
ráð fyrir því að fólk megi greiða
nema af tryggingum og opinberum
gjöldum. Það sé útilokað að fólk hafi
umráð yfir bifreiðum í marga mánuði
án þess að borga af þeim né megi það
greiða fyrir að halda þeim í horfinu.
Kjartan segist hafa komið sjónar-
miðum fyrirtækisins á framfæri við
embætti umboðsmanns skuldara en
erfiðara hafi reynst að fá svör frá
efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.
Að sögn Svanborgar Sigmarsdótt-
ur, upplýsingafulltrúa umboðs-
manns skuldara, hefur umboðsmað-
ur bent á þennan ágalla og að það
þurfi að gera ákveðnar breytingar á
lögum ef það á að gera fólki kleift að
greiða af kaupleigusamningunum.
Að hennar sögn er unnið að málinu
og var það síðast rætt á fundi um-
boðsmanns og ráðherra fyrir helgi.
Kjartan segir SP-fjármögnun ekki
hafa nokkurn hag af því að sitja uppi
með fleiri hundruð bíla og vonar að
lausn finnist á málinu. „Það stendur
ekki á okkur að finna lausnir. Við
höfum m.a. stungið upp á því að fólk
fái að borga einhverja lágmarks-
greiðslu, t.d. myndu 17.500 krónur af
hverri milljón á mánuði létta
greiðslubyrði hjá nánast öllum. Við
viljum semja og fólkið vill borga og
halda bílunum. En eins og lögin eru í
dag þá er það ekki hægt.“
Samningum rift – fólk
beðið um að skila bílnum
Einstaklingar í greiðsluaðlögun mega ekki borga af kaupleigusamningum
Morgunblaðið/Kristinn
Bíllinn Samkvæmt nýjum neyslu-
viðmiðum telst bíll til nauðsynja.
Riftun samninga
» Hluti þeirra sem hafa bíl á
kaupleigu hjá SP-Fjármögnun
og sótt hafa um greiðsluaðlög-
un fékk sent bréf fyrir helgi þar
sem samningnum er rift.
» Fólk hefur fimm virka daga
til að skila bílunum.
FRÉTTASKÝRING
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Óhætt er að segja að ákvörðun Ólafs
Ragnars Grímssonar um að synja
lögunum um Icesave staðfestingar
hafi valdið vonbrigðum í stjórnar-
ráðinu. Það kom fram í máli Stein-
gríms J. Sigfússonar fjármálaráð-
herra að hann væri „forundrandi“ og
verulega hugsi um þýðingu ákvörð-
unarinnar fyrir þingræðið á Íslandi.
Og samkvæmt heimildum blaðsins
átti Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra samtal við forsetann þegar
ljóst varð að samningurinn færi fyrir
þingið. Mun hún hafa gert forsetan-
um ljóst, að það gæti haft alvarlegar
afleiðingar ef hann skrifaði ekki und-
ir. Forsetinn sagði raunar í Silfri Eg-
ils fyrir viku, að hann væri í erfiðri
stöðu:
„Ég tel auðvitað æskilegast að við
finnum eitthvert form þá þar sem
þessi ákvörðun hvílir ekki bara á ein-
um manni. Þetta er ekkert létt byrði
að bera, að láta öll spjót standa á sér,
láta ráðherra hóta sér að segja af sér,
eða ríkisstjórnin fari frá, og svo fram-
vegis og ég veit ekki hvað og hvað, og
stefna þjóðinni í efnahagslegar
ógöngur og allt þetta sem sagt er við
forsetann ef hann taki þessa ákvörð-
un.“
Röksemdir forsetans
Grundvallarröksemdin í máli for-
setans lýtur að því, að það sé ekki
hans að taka ákvörðun út frá efni
málsins, heldur lýðræðislegum bún-
ingi þess. Þar sem þjóðin hafi fellt
fyrri samninga með yfirgnæfandi
meirihluta og ekki hafi farið fram al-
þingiskosningar í millitíðinni, þar
sem þingið endurnýjaði umboð sitt,
þá sé það þjóðarinnar að eiga síðasta
orðið.
Hann fór í gegnum það að tæpur
helmingur þingmanna úr fjórum
stjórnmálaflokkum hefði viljað vísa
málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, þá
hefði fimmtungur kosningabærra
manna tekið þátt í undirskriftasöfnun
þar að lútandi og meirihluti þjóðar-
innar lýst sig fylgjandi þjóðarat-
kvæðagreiðslu í skoðanakönnun.
Þó að forsetinn segðist ekki taka
ákvörðun sína út frá efni samning-
anna sagði hann engu að síður að þeir
væru „tvímælalaust hagstæðari og á
margan hátt betri“ en þeir fyrri, það
munaði „risavöxnum upphæðum“ og
einnig væri mikilvægt að hin ríkin
viðurkenndu ábyrgð.
Asinn fullmikill?
Ljóst er að það var ekki að ósk for-
setans að málið barst honum svo
fljótt til undirskriftar. Og heimildir
herma að honum hafi fundist asinn
fullmikill á málinu. Flýtirinn var hins
vegar skýrður af stjórnarþingmanni
með því, að frestur Alþingis til að
samþykkja samningana hefði runnið
út um áramót, og því hefðu Bretar og
Hollendingar þegar sýnt biðlund.
Óhætt er að segja að dagurinn í
gær hafi verið undirlagður í samsær-
iskenningum og segir sína sögu að
stjórnarþingmenn veðjuðu sín á milli
um niðurstöðuna. Sumir vildu halda
því fram, að fyrst forsetinn hefði ósk-
að eftir að hitta forsvarsmenn undir-
skriftasöfnunarinnar strax klukkan
10 að morgni fimmtudags, en lögin
bárust honum daginn áður til undir-
skriftar, bæri það með sér að hann
vildi ljúka málinu sem fyrst, áður en
fleiri söfnuðust á listann. Afhending
undirskriftalistans fór fram á föstu-
degi.
Einnig var dregin sú ályktun, að
þar sem forsetinn hefði flýtt ákvörð-
un sinni, ríkisstjórnin hafði búist við
að hann tilkynnti hana í dag eða á
morgun, þá bæri það með sér að hann
vildi ljúka málinu sem fyrst.
Og víst var það rétt, að forsetinn
vildi ljúka málinu, en af öðrum ástæð-
um en kenningasmiðirnir höfðu lagt
upp með. Formenn flokkanna fengu
umslag með ákvörðuninni og rök-
stuðningi fyrir henni kortéri áður en
blaðamannafundurinn hófst í gær.
Hringdi í trúnaðarmenn
Og forsetinn var ekki aðgerðalaus í
liðinni viku. Heimildir blaðsins herma
að Ólafur Ragnar hafi tekið púlsinn á
ýmsum trúnaðarmönnum sínum und-
ir lok vikunnar til að kanna hvernig
hljóðið væri í þeim. Þá kom fram á
blaðamannafundinum í gær, að
hringt hefði verið frá forsetaembætt-
inu í slembiúrtak af undirskriftalist-
anum til að sannreyna að fólk hefði í
raun lagt nafn sitt við hana. Niður-
staðan hefði verið sú, að 99% þeirra
sem hringt var í hefðu staðið við und-
irskriftina.
Menn eru ekki á einu máli um
hvaða þýðingu þessi ákvörðun hefur
fyrir feril forsetans. „Það er ekki
hægt að segja annað en að hann sé
samkvæmur sjálfum sér,“ sagði einn
viðmælenda í gær. Sumir telja að
hann hafi fyrst og fremst verið að
hugsa um dóm sögunnar um sína for-
setatíð. Guðni Th. Jóhannesson sagn-
fræðingur sagðist telja að þetta þýddi
að forsetinn hygðist sitja áfram á
Bessastöðum. Svo eru þeir sem segja
að hann hafi hug á því að bjóða sig aft-
ur fram til þings og leiða vinstri-
stjórn.
En það er ekki aðeins forsetinn
sem er á krossgötum. Eins og áður
sagði nefndi hann það sem rök fyrir
máli sínu, að þingið hefði ekki end-
urnýjað umboð sitt. Í stjórnarskránni
segir að þing geti ákveðið með ¾ at-
kvæða að víkja forseta frá. Skal þá
fara fram þjóðaratkvæði og sé tillag-
an felld er gengið til kosninga. Einn
af viðmælendum blaðsins velti því
upp, hvort ekki ætti svipað við ef
þjóðin greiddi ítrekað atkvæði gegn
meirihluta þingsins.
Þjóðin eigi síðasta orðið
Morgunblaðið/hag
Viðbrögð Steingrímur og Jóhanna ræddu við fréttamenn fyrir utan Stjórnarráðið eftir að forsetinn hafði skýrt frá ákvörðun sinni.
Forsætisráðherra átti alvarlegt samtal við forsetann áður en Icesave málið fór fyrir þingið
Formenn flokkanna fengu umslag með ákvörðuninni kortéri áður en blaðamannafundurinn hófst
’
Ljóst er að það var
ekki að ósk forsetans
að málið barst honum
svo fljótt til undirskriftar.
Og heimildir herma að
honum hafi fundist asinn
fullmikill á málinu.
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is