Morgunblaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða frábæra 12 nátta ferð til Costa del Sol í vor. Í boði er frábært sértilboð, með „öllu inniföldu“ á Roc Flamingo hótelinu sem var mjög vinsælt meðal farþega Heimsferða í fyrra. Ath.mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vor á Costa del Sol á ótrúlegum kjörum. 28. mars – 12 nætur Frá kr. 127.900 - með „öllu inniföldu“ Costa del Sol Verð kr. 127.900 – með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 12 nætur með öllu inniföldu á Hotel Roc Flamingo *** Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Við erum auðvitað bara hæstánægð með þessa niðurstöðu og fögnum henni ákaft,“ segir Frosti Sigurjóns- son, einn aðstandenda undirskrif- tavefjarins kjosum.is, um ákvörðun forseta Íslands að vísa nýju Icesave- frumvarpi til þjóðarinnar. Hann segir átakinu kjosum.is lokið og alls óvíst sé hvort aðstandendur þess muni standa saman að kosningabar- áttu fyrir fyrirhugaða þjóðarat- kvæðagreiðslu. Forsvarsmenn kjosum.is afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni s.l. föstu- dag þær tæplega 41 þúsund undir- skriftir sem þá höfðu safnast á vef- síðunni en þar var skorað á forsetann að synja Icesave-lögunum staðfestingar. Alls höfðu safnast 42.405 undirskriftir þegar söfnun var hætt. Fram kom í máli forsetans í gær að undirskriftasöfnunin hefði verið einn þeirra þátta sem hann hefði tekið tillit til þegar hann tók ákvörð- unina og að á vegum forsetaembætt- isins hefði verið framkvæmd áreið- anleikakönnun á undirskriftalist- anum sem fólst í því að hringt var í slembiúrtak af listanum og viðkom- endur spurðir hvort þeir hefðu sannarlega skráð sig á síðunni. Að sögn forsetans reyndust 99% undir- skriftanna standast skoðun en hann vildi ekki upplýsa um stærð úrtaks- ins. „Ég held persónulega að þetta hefði verið mun erfiðari ákvörðun fyrir forsetann ef ekki hefði verið fyrir þessa undirskriftasöfnun,“ seg- ir Frosti. Hann segir aðstandendur kjosum.is hafa vakið athygli forset- ans á því hversu hratt undirskrift- irnar hefðu safnast en um 20 pró- sent kosningabærra manna skráðu nafn sitt á listann á innan við viku. Hann segist mjög ánægður með það frumkvæði forsetans að gera sína eigin áreiðanleikakönnun og það hafi komið skemmtilega á óvart. Ætla að hittast í dag Frosti segir óvíst um hvort fram- hald verði á samstarfi hópsins sem stóð að kjosum.is. „Þetta er fólk sem hefur ólíkar skoðanir á þessum samningi. Við vorum sammála um það að þessi samningur væri slæmur en sum okk- ar geta hugsað sér betri samning en aðrir vilja alls engan samning. Það er því alveg óvíst hvort þessi hópur muni starfa saman áfram,“ segir hann. Hópurinn muni þó hitt- ast í dag og fara yfir framhald- ið. Eru hæstánægð og fagna ákaft  Óvíst er hvort hópurinn á bakvið kjosum.is starfar áfram Morgunblaðið/Ómar Kjósum Forsvarsmenn kjosum.is koma til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum síðastliðinn föstudag. Andri Karl andri@mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fram fer um Icesave-lagafrumvarpið snýst um hvort skrifað verði undir samningana eða reynt á málið fyrir dómstólum. Afar ólíklegt er að sest verði aftur að samningaborði. Þetta er mat Lárusar Blöndal, fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninga- nefndinni síðustu. Ákvörðun forset- ans kom honum nokkuð á óvart, ef miðað er við niðurstöðu Alþingis, en hann bendir þó á að eins og Ice- save-málið hafi þróast hafi nið- urstaðan ekki endilega verið óvænt og kannski best að láta þjóðina eiga lokaorðið. Lárus segir það tilfinningu samninganefndarinnar – sem aftur hafi endurspeglast í máli þing- manna við meðferð málsins í þinginu – að ekki verði náð betri samningum en þeim sem liggja fyrir. „En mér finnst þetta einn- ig snúa frekar að því hvort menn vilji yfirleitt semja. Það er það sem stendur upp úr núna.“ Hann segir einnig mikilvægt að samningarnir verði kynntir þjóðinni svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun. Í því samhengi bendir Lárus á, að hann heyri í sífellu sjónarmið sem eigi ekkert við um samningana „og afar auðvelt væri að upplýsa fólk um sannleikann, þannig að það sé ekki að mynda sér skoðanir út frá ein- hverju sem á sér ekki stoð í raun- veruleikanum“. Meðal þess sem hann segist hafa heyrt er að ekki þurfi að greiða neitt meira þó svo farin verði dóm- stólaleiðin og málið tapist. „Það er undarlegt hvernig menn komast að þeirri niðurstöðu. Við erum að semja um vexti sem enginn annar er að fá í heiminum og ef menn tapa dómsmáli þá er aðeins um að ræða gjaldfallna kröfu með hæstu vöxt- um, sem yrðu án efa hærri en upp- haflegir umsamdir vextir.“ Lárus segist einnig vera mjög bjartsýnn á að úr þrotabúi Lands- bankans fáist að fullu upp í for- gangskröfur. Því sé þetta aðeins spurning um vexti. Fari hins vegar í hart og málið fyrir dómstóla munu Bretar og Hollendingar einnig gera kröfu um að íslenska ríkið beri ábyrgð á innistæðunum að fullu. „Og ofan á það koma svo vextir. Þannig að í versta falli erum við að tala um mörg hundruð milljarða.“ Samkvæmt samningunum þarf að greiða um 47 milljarða króna. Snýst um að semja eða fara dómstólaleiðina Lárus L. Blöndal Spurður um viðbrögð InDe- fence við ákvörðun forsetans, sagði Eiríkur S. Svavarsson, talsmaður hópsins, að afstaða hans lægi fyrst og fremst í ít- arlegri umsögn sem send hefði verið Alþingi þar sem hvatt er til þess að hið svo- kallaða Ragnars Hall-ákvæði verði sett inn í samninginn. Að öðru leyti væri hægt að draga afstöðu þeirra saman í þrjú at- riði. „Í fyrsta lagi gefst nú stjórnvöldum tækifæri til þess að sanna fyrir þjóðinni að þessi samningur sé sá besti sem henni muni bjóðast. Í öðru lagi gefst nú tækifæri til að afla upplýsinga um mögulegt dómsmál og mögulegar afleiðingar þess. Og í þriðja lagi gefst nú tækifæri til þess að þrýsta á að Ragnars Hall-ákvæðið fari inn í samninginn,“ sagði Eiríkur. Nú gefast tækifæri INDEFENCE Forseti Íslands synjar Icesave-lögum staðfestingar Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að stjórnvöld í Hollandi litu svo á að samningaviðræðum um Icesave væri lokið. Sagði Redeker að samningur lægi á borðinu og það væri svo íslenskra stjórnvalda að leiða málið til lykta. Hann sagðist viss um að íslensk stjórnvöld færu nú vandlega yfir málið og myndu svo upplýsa hollensk stjórnvöld um stöðu mála. Bresk stjórnvöld eru meðvituð um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og bíða nú eftir að fá nánari skýringar á stöðu mála frá íslenskum stjórnvöldum. Þetta hafði Bloom- berg-fréttaveitan eftir talsmanni breska fjármálaráðuneytisins í gær- kvöldi. Fréttin um að forseti Íslands hefði synjað nýjum Icesave-lögum stað- festingar barst hratt út um heims- byggðina í kjölfar blaðamanna- fundar forsetans. Helstu fréttastofur heims, svo sem Reuters og AP, sögðu frá ákvörðun forsetans og í kjölfarið birtust fréttir á vefjum fjöl- miðla í Evrópu og Bandaríkjunum. Í umfjöllun á vefútgáfum blaðanna Financial Times og Wall Street Jo- urnal er málið sett í samhengi við að- ildarumsókn Íslands að Evrópusam- bandinu. Í Wall Street Journal er bent á að bresk og hollensk stjórn- völd geti staðið í vegi fyrir aðild að ESB. Í Financial Times er sagt að ís- lenskum stjórnvöldum hafi verið hót- að af breskum og hollenskum stjórn- völdum að komið verði í veg fyrir aðild ef Icesave verður ekki borgað. „Samningaviðræðum um Icesave er lokið“ Andri Karl Anna Lilja Þórisdóttir Ákvörðun forseta Íslands um að leggja Icesave á nýjan leik í dóm þjóðarinnar mun ekki hafa áhrif á ríkisstjórnina að svo stöddu, en ný staða kemur upp ef þjóðin hafnar frumvarpinu í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þetta segir Birgir Guð- mundsson, stjórnmálafræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Birgir metur stöðuna þannig, að ef þjóðin hafni Icesave komi ekki annað til greina en að rjúfa þing og kjósa upp á nýtt. „Ef þetta er fellt er rík- isstjórnin – og ekki síður þingið – komin upp á kant við meirihluta þjóðarinnar,“ segir Birgir og bendir á að 70% þingsins hafi samþykkt frumvarpið. Erfitt að spá Einar Mar Þórðarson stjórnmála- fræðingur segist telja afar erfitt að spá um það hvernig þjóðaratkvæða- greiðsla um Icesave-samningana gæti farið. Hann segir viðbrögð Hol- lendinga og Breta það sem þurfi að hafa áhyggjur af. Einar segir að ákvörðunin geti hugsanlega aukið vinsældir Ólafs Ragnars meðal þjóðarinnar. „En að- almálið er hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir okkur sem þjóð. Núna er tvisvar búið að gera samninga sem njóta fulltingis ríkisstjórnar og þings, en svo getur forsetinn snúið því á haus.“ Hann segir að sumpart sé búið að breyta stjórnskipan Íslands. „Þó að þetta ákvæði hafi alltaf verið til stað- ar, þá er þetta í þriðja sinn sem nú- verandi forseti beitir því til þess að vísa lögum til þjóðarinnar. Þetta hlýtur að þrýsta enn meira á breyt- ingar á stjórnarskránni og að ný lög um þjóðaratkvæðagreiðslur verði sett. Ég held að úr þessu sé enginn stjórnmálaflokkur neitt sérlega ánægður með þetta ákvæði, að for- setinn hafi þetta vald einn í hendi sér. Hann getur í rauninni vísað öll- um lögum sem koma frá þinginu til þjóðarinnar,“ segir Einar. Áhrifin ráðast af niðurstöðunni  Atkvæðagreiðsla um líf ríkisstjórnar Kosið Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram á næstunni vegna Icesave.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.