Morgunblaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
„Þó að þetta séu að einhverju leyti nýir samningar
er þetta að mörgu leyti sama málið. Ef annar lög-
gjafinn sem hefur fjallað um það á nú einn að ráða
niðurstöðu þess, í ljósi aðdragandans í þessu sér-
staka máli, þá þarf að vera nokkuð víðtæk sátt í
samfélaginu um það. Ég tel að svo sé ekki,“ sagði
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaða-
mannafundi eftir að hann tilkynnti að hann hygðist
ekki staðfesta lög um ríkisábyrgð Icesave-skuld-
bindinga við Breta og Hollendinga.
Í málflutningi sínum og rökstuðningi lagði for-
setinn áherslu á „tvískiptingu“ löggjafarvaldsins,
en með því að beita málskotsrétti sínum hleypti
hann almenningi að borðinu sem löggjafa. Forset-
inn vísaði margoft til þess að hinir nýju samningar
væru betri en hinir eldri, munurinn gæti numið
„risasvöxnum upphæðum“. Sú staðreynd hefði
hins vegar ekki haft áhrif á endanlega ákvörðun
hans um beitingu málskotsréttarins.
Almenningur annar löggjafa
Áhersla forsetans á áframhaldandi þátttöku
þjóðarinnar gerði það að verkum að sá mikli meiri-
hluti sem var fyrir samþykkt ríkisábyrgðarinnar á
Alþingi hreyfði ekki við afstöðu hans. Hann benti í
því samhengi á atkvæðagreiðslu um það hvort efna
ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Í atkvæðagreiðslu
á Alþingi kom það skýrt fram að það voru 30 þing-
menn af 63, eða rétt tæpur helmingur þingmanna
sem samsettur var af þingmönnum úr fjórum þing-
flokkum, sem afdráttarlaust greiddu því atkvæði
að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. Það er stað-
reynd sem ég horfi á,“ sagði Ólafur Ragnar. „Þetta
eru tvö mál. Annars vegar efnisþættir málsins og
svo réttur þjóðarinnar til þess að fá að tjá sig um
málið og greiða um það atkvæði,“ bætti hann við og
hafnaði því alfarið að hann hefði vegið að þingræð-
inu með ákvörðun sinni. Vissulega hefði yfirgnæf-
andi meirihluti þingsins talað fyrir efni samnings-
ins, „en mjög tæpur meirhluti fyrir því að hafna því
að þjóðin yrði áframhaldandi löggjafi í þessu máli“.
Hrakspár ekki gengið eftir
Töluverð óvissa er nú komin upp á ný, þar sem
hæpið má telja að hægt sé að leiða Breta og Hol-
lendinga enn einu sinni að samningaborðinu. Ólafur
Ragnar segist hins vegar ekki óttast viðbrögð al-
þjóðasamfélagsins. Margir hefðu lært sína lexíu frá
því hann synjaði síðustu lögum staðfestingar, og
þeir sem haft hefðu við mestu hrakspárnar um
efnahagslegt hrun og einangrun Íslands hefðu haft
algjörlega rangt fyrir sér. „Mér fannst ánægjulegt
og merkilegt að lesa ágæta grein forsætisráðherra
um þessa helgi þar sem hún er að lýsa hinni glæsi-
legu þróun efnahagslífsins á síðasta ári, og hvað
það standi vel. Það er önnur sýn en sett var fram,
bæði af hennar hálfu og annarra, fyrir rúmu ári,“
sagði Ólafur Ragnar. Hann blés einnig á spár þess
efnis að hann væri að kollvarpa stjórnskipan lands-
ins með synjun sinni og vísaði til umræðunnar í
kjölfar beitingar málskotsréttarins árið 2004 og aft-
ur í fyrra.
Mistekist að ná samstöðu
Eftir að hafa metið alla þætti málsins, forsögu
þess, breytingar á samningskjörum, tvíþætta með-
ferð þess á þingi nú og loks skoðanakannanir og
undirskriftasöfnun sagði Ólafur Ragnar það
standa eftir sem grundvallaratriði, „hvað sem líður
kostum hinna nýju samninga“, að þjóðin hefði farið
með löggjafarvald í málinu og mistekist hefði að
skapa um það sátt að Alþingi lyki því eitt.
Af þessum orðum hans má ráða, og raunar allri
framsetningu, að þrátt fyrir að telja samningana
efnislega miklu betri en hina fyrri væri sú stað-
reynd aukaatriði í málinu. „Ef ljúka á málinu með
ákvörðun Alþingis einni yrði að mínu mati af lýð-
ræðis- og stjórnskipulegum ástæðum að vera all-
víðtæk samstaða meðal þjóðarinnar um að láta Al-
þingi eitt um það og segja frá sér rétt sinn til að
vera hinn löggjafinn.“
Báðir aðilar löggjaf-
ar skeri úr um málið
Lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga synjað staðfestingar
Hagstæðari samningskjör og mikill þingmeirihluti koma ekki í stað sáttar
12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011
Í stjórnskipun Íslands fer Al-
þingi með löggjafarvaldið nema
þjóðin hafi fyrir tilstuðlan for-
seta fengið mál í sínar hendur.
Þá fara Alþingi og þjóðin saman
með löggjafarvaldið og er
ákvörðun þjóðarinnar end-
anleg. Í þessum efnum er
stjórnarskrá lýðveldisins skýr.
Með ákvörðun forseta 5. janúar
2010 og þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni sama ár varð þjóðin lög-
gjafi í Icesave-málinu eins og
það lá þá fyrir. Niðurstaðan var
afdráttarlaus. Í kjölfar löggjaf-
arvaldsákvörðunar þjóðarinnar
6. mars 2010 var á ný samið um
málið. Þótt hinir nýju samn-
ingar feli í sér töluverða óvissu
eru þeir annarrar gerðar en
hinir fyrri, hagstæðari á marg-
an hátt og fjárhagslegar skuld-
bindingar svo miklu minni að
munurinn nemur risavöxnum
upphæðum; hin erlendu aðild-
arríki gangast einnig við
ábyrgð. Ríflegur meirihluti
þingmanna úr þremur stærstu
flokkum Alþingis hefur nú sam-
þykkt að hinir nýju samningar
skuli fullgiltir. Varðandi samn-
ingana að öðru leyti skulu ítrek-
uð þau sjónarmið sem forseti
setti fram í yfirlýsingu hér á
Bessastöðum 5. janúar 2010 og í
yfirlýsingu 2. september 2009.
Þegar meta skal hvort forseti
staðfesti sem lög hið nýja frum-
varp um Icesave er grundvall-
aratriði að horfa til þess að Al-
þingi og þjóðin hafa saman farið
með löggjafarvaldið í þessu
máli. Það Alþingi sem 16. febr-
úar afgreiddi málið er eins skip-
að og áður; þjóðin hefur ekki
endurnýjað umboð þess í al-
mennum kosningum. Annar
löggjafi málsins, Alþingi, er
hinn sami og spurningin er því
hvort sá löggjafi eigi einn að
ljúka málinu án aðkomu hins
löggjafans, þjóðarinnar, sem
áður réð lokaniðurstöðu. Hinn
lýðræðislegi aðdragandi, hlut-
deild þjóðarinnar í löggjaf-
arvaldinu, felur ótvírætt í sér að
eigi afgreiðsla Alþingis á hinum
nýju samningum að vera lok
málsins þarf víðtæk samstaða
að vera um að málinu ljúki með
atkvæðagreiðslunni á Alþingi.
Það er nú hins vegar ljóst að
slík samstaða er ekki fyrir
hendi; stuðningur er við að
þjóðin verði eins og áður ásamt
Alþingi löggjafinn í málinu. Í
fyrsta lagi hlutu tillögur um
þjóðaratkvæðagreiðslu veru-
legt fylgi á Alþingi, tæplega
helmingur þingmanna úr fjór-
um stjórnmálaflokkum greiddi
þeim atkvæði. Í öðru lagi hafa
rúmlega 40.000 kjósendur
formlega óskað eftir að þjóð-
aratkvæðagreiðsla fari fram um
hið nýja frumvarp eða um
fimmtungur kosningabærra
manna. Í þriðja lagi benda
skoðanakannanir til að meiri-
hluti þjóðarinnar vilji að hún
komi að endanlegri afgreiðslu
málsins. Grundvallaratriðið
sem hlýtur að ráða niðurstöðu
forseta, hvað sem líður kostum
hinna nýju samninga, er að
þjóðin fór með löggjafarvald í
Icesave-málinu og ekki hefur
tekist að skapa víðtæka sátt um
að Alþingi ráði nú eitt niður-
stöðu málsins. Ég hef því
ákveðið í samræmi við 26. grein
stjórnarskrárinnar að vísa hinu
nýja frumvarpi í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Það er einlæg
von mín að sem flestir lands-
menn, bæði stuðningsmenn
frumvarpsins og aðrir, nýti lýð-
ræðislegan rétt sinn í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni sem fara
mun fram svo fljótt sem auðið
er.
Yfirlýsing
forseta
í heild
Forseti Íslands synjar Icesave-lögum staðfestingar
Hefði styrkst í
kosningum
UMBOÐ ALÞINGIS
„Ég tel að alþingiskosningar séu ekki bara
form, heldur aðferð þjóðarinnar til að
veita umboð. Ef nýtt Alþingi hefði komið
að málinu að þingkosningum loknum væri
það tvímælalaust þáttur sem ég tel að
hefði skipt máli,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, á blaðamanna-
fundi eftir að hann las upp yfirlýsingu
sína.
Forsetinn vísaði til þess í yfirlýsingu
sinni að Alþingi væri eins skipað og það
var þegar síðasta ríkisábyrgð vegna síð-
ustu Icesave-samninga var samþykkt á
þingi en hafnað af þjóðinni. Þjóðin hefði
ekki endurnýjað umboð þingsins í millitíð-
inni og kosið nýtt þing.
Þetta væri ein af ástæðum þess að
hann synjaði lögunum staðfestingar að
þessu sinni. Spurður að því hvort hann
teldi að æskilegt væri að nýtt þing kæmi
að málinu sagði Ólafur Ragnar það hins
vegar ekki endilega vera skoðun sína.