Morgunblaðið - 21.02.2011, Síða 1

Morgunblaðið - 21.02.2011, Síða 1
MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 íþróttir Körfuboltinn KR varð bikarmeistari karla í fyrsta skipti í 20 ár og Keflavík bikarmeistari kvenna í fyrsta skipti í sjö ár. Pavel og Bryndís voru stjörnur úrslitaleikjanna. 4-5 Íþróttir mbl.is VIÐTAL Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Svona er þetta bara í þessum handbolta,“ sagði Aron Kristjánsson sem var látinn taka pokann sinn hjá þýska liðinu TSV Burgdorf á laugardaginn. Aron sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri alveg ljóst ennþá hvort hann kæmi heim eða leitaði sér að vinnu erlendis. „Við vorum svo sem búin að ákveða að konan og krakkarnir færu heim núna fyrir páska, út af skólamálum og öðru, og ég var far- inn að litast um eftir lít- illi íbúð fyrir mig, en ég get hætt því núna. Ætli það sé þá ekki bara auðveldast að bæta við einni ferðatösku og koma heim með fjöl- skyldunni,“ sagði Aron þegar Morgunblaðið heyrði í honum í gær. Hann sagði að umboðsmaður sinn hefði tjáð sér að strax á föstudaginn hefðu nokkur félög haft samband vegna þessa máls. „Ég á svona frekar von á að koma heim, en það ræðst reyndar dálítið af því hvaða tækifæri eru í boði heima. Það skiptir miklu máli,“ sagði Aron. Fjórum til sex stigum of lítið „Ég vissi þegar ég tók við liðinu að ég yrði að skipta út einum tíu leikmönnum. Við erum með fjórum til sex stigum of lítið til að ná að klára þetta alveg. Íþróttastjórinn hjá félag- inu var líka rekinn á föstudaginn enda var hann ekki búinn að gera góða hluti, svo vægt sé til orða tekið,“ sagði Aron. Með liði Burgdorf leika þrír íslenskir handknattleiksmenn, þeir Hannes Jón Jóns- son, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson, og hagur þeirra breytist ekkert við brotthvarf Arons. Burgdorf er sem stend- ur með níu stig í 16. sæti deildarinnar en tvö neðstu liðin, í 17. og 18. sæti, eru með einu stigi minna. Við þjálfarastöðunni tekur Christopher Nordmeyer, en hann hefur starfað innan fé- lagsins lengi og þekkir vel til þar. Honum til aðstoðar verður Jacek Bedzikowski og munu þeir stýra liðinu í sínum fyrsta leik á móti Rhein-Neckar Löwen á miðvikudaginn. „Á frekar von á að koma heim“  Aroni Kristjánssyni sagt upp þjálfarastarfinu hjá Burgdorf  Telur að auðveldast verði að fara heim með fjölskyldunni  Ræðst mikið af því hvað tækifæri eru í boði hér á landi Aron Kristjánsson Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Guðjón Baldvinsson er nú til reynslu hjá Korona Kielce sem leikur í úrvalsdeildinni í Póllandi. Hann lék fyrri hálfleik í æfingaleik með liðinu gegn LKS Lodz á laugardag, leik sem lauk með 2:1- tapi Korona, og freistaði þess að heilla forráðamenn félagsins. „Það voru reyndar frekar erfiðar að- stæður því það hafði snjóað nokkuð, og þetta bitnaði á gæðum leiksins, en ég held að ég hafi bara staðið mig ágæt- lega,“ sagði Guðjón við Morgunblaðið í gær. Korona er sem stendur í 4. sæti pólsku A-deildarinnar, fimm stigum á eftir topp- liði Jagiellonia, nú þegar keppn- istímabilið er hálfnað. Hlé stendur yfir en deildin rúllar af stað að nýju um næstu helgi og lýkur í lok maí. Guðjón, sem er uppalinn hjá Stjörnunni, er samnings- bundinn GAIS í Svíþjóð en var á láni hjá KR síðasta sumar þar sem hann skoraði grimmt. Hann hefur í vetur fengið tilboð frá rússnesku félagi og öðru dönsku en hafnað þeim báðum. Hann kveðst hins vegar mjög spenntur fyrir því að reyna fyrir sér í Póllandi. „Ég fer á æfingu aftur á morgun [í dag] og svo á fund í kjölfarið og fæ þá að vita eitthvað eftir hann. Þá kemur í ljós hvað verður en mér líst mjög vel á þetta dæmi. Það kom mér mikið á óvart en þetta er mjög sterk deild og ég held að ég myndi ekki hafna tilboði hér. Þetta er mjög flott lið og það er mikill metnaður hérna. Þetta er stærra dæmi en ég hef kynnst í Svíþjóð, 15.000 manns á leikjum og bara virkilega spennandi,“ sagði Guðjón. „Myndi ekki hafna tilboði hér“  Guðjón ánægður hjá Korona Kielce  Flott lið og mikill metnaður Guðjón Baldvinsson Norska knatt- spyrnufélagið Brann virðist ætla að bæta sér það sem fyrst upp að hafa misst tvo Íslend- inga frá síðustu leiktíð, og tvo til viðbótar árið þar áður, því það hefur boðið Steinþóri Frey Þorsteinssyni til reynslu hjá sér, auk Blikans Guð- mundar Kristjánssonar eins og áð- ur hefur verið greint frá. Steinþór Freyr lék með Örgryte í sænsku B-deildinni á síðasta ári en félagið er gjaldþrota og því er þessi knái kantmaður að hugsa sér til hreyfings. Hann hefur þó æft með Örgryte síðustu vikur í mikilli óvissu um framtíðina. „Ég er búinn að vera að glíma við meiðsli í hné síðustu tvær vikur en ég á að geta beitt mér að fullu. Það er hins vegar spurning hvernig standið er á manni því við höfum aðallega verið í einhverjum líkams- ræktaræfingum, og tókum til dæm- is bara tvær fótboltaæfingar í jan- úar,“ sagði Steinþór sem kveðst afar spenntur fyrir Brann. „Ég er alveg til í að vera áfram í Gautaborg en ég vil komast á hærra „level“ og núna er Brann númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er toppklúbbur og það sakar ekki að það sé þegar Íslendingur þarna [Birkir Már Sævarsson]. Þeir hafa greinilega góða reynslu af Íslend- ingum og ég er spenntur fyrir að fara þangað og spila,“ sagði Stein- þór í gær. Hann æfir með Brann á morgun og heldur svo með liðinu til La Manga líkt og Guðmundur þar sem liðið mun æfa og leika tvo æfinga- leiki. sindris@mbl.is „Hafa góða reynslu af Íslendingum“ Steinþór Freyr Þorsteinsson Morgunblaðið/Golli Tilþrif Íslandsmótið í kata unglinga fór fram í Smáranum í gær. Kata er sýningarhlutinn af karateíþróttinni. Keppendur voru rúmlega 80 talsins og liðin 20 og þessi piltur sýndi góða takta ásamt mörgum fleirum. Fleiri myndir frá mótinu verða birtar í Morgunblaðinu síðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.