Morgunblaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 Landsliðsmað-urinn Björg- vin Víkingsson úr FH var á með- al áhorfenda á bikarkeppni FRÍ um helgina vegna hásinarmeiðsla sem hafa lengi plagað hann og tóku sig upp í síðasta mánuði. Hann hefði eflaust safnað stigum fyrir FH í 400 metra hlaupi og hjálpað liðinu í boðhlaupi en hefur nú sett stefnuna á að koma sterkur inn í sumar.    Norðlendingurinn ÞorsteinnIngvarsson hefur einnig sett stefnuna á sumarið en hann tognaði aftan í læri í einu stökka sinna í lang- stökkskeppninni. Þorsteinn ætlaði sér að komast á EM í París sem fram fer í mars og hafði gert harða atlögu að því að undanförnu en hefur nú lokið keppni í vetur og hugar að sumrinu.    Eins og sjá má í frétt hér að ofaner Kristinn Torfason á leið til Parísar í mars á EM innanhúss í frjálsum íþróttum. Hann fer þó ekki einn því áður hafði liðsfélagi hans hjá FH, Óðinn Björn Þorsteinsson, tryggt sér sæti þar. Óðinn Björn vann að vanda öruggan sigur í kúlu- varpi í bikarkeppni FRÍ um helgina en hann varpaði kúlunni þá lengst 17,77 metra.    Í kúluvarps-keppni kvenna var spjót- kastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni á meðal keppenda. Hún vann keppnina af öryggi með því að varpa kúlunni 14,85 metra. Það er þó nokkuð frá lágmarkinu fyrir EM í París en ekki er keppt í spjót- kasti þar. Ásdís verður hins vegar á meðal keppenda á vetrarkastmóti frjálsíþróttasambands Evrópu sem fram fer í Sofiu í Búlgaríu þann 19. mars.    FH-ingurinn Óli Tómas Freyssonsýndi spretthörku sína í bik- arkeppni FRÍ um helgina þar sem hann vann sigur í bæði 60 og 200 metra hlaupi. Óli Tómas hljóp 60 metrana á 7 sekúndum sléttum en Haraldur Einarsson og Arnór Jóns- son komu næstir á nákvæmlega sama tíma, 7,11 sekúndum.    Keppni í 800 metra hlaupi kvennavar afar spennandi en þar skildu 50/100 úr sekúndu 1. og 3. sætið að. Björg Gunnarsdóttir fór með sigur af hólmi. Fólk sport@mbl.is Í HÖLLINNI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Aðalmarkmiðið núna var að vinna karlakeppnina í fyrsta sinn í langan tíma og það tókst þrátt fyrir nokkur skakkaföll. Við áttum von á að vinna kvennakeppnina, þar sem við erum með yfirburðalið, sem og heild- arstigakeppnina en það mátti lítið út af bregða í karlakeppninni. Þar höfðum við ekki unnið FH í yfir 20 ár og ísinn var því loksins brotinn þar,“ sagði Þráinn Hafsteinsson, yf- irþjálfari ÍR, stoltur yfir þreföldum sigri ÍR í bikarkeppni frjálsíþrótta- sambands Íslands sem fram fór í Laugardalnum á laugardag. 3/100 úr sekúndu frá EM Í bikarkeppninni er keppt í 24 greinum og fást sjö stig fyrir sigur í hverri grein, sex stig fyrir 2. sætið, og svo framvegis. ÍR hlaut 70 stig af 84 mögulegum í stigakeppni kvenna, og 63 í stigakeppni karla. Heild- arstigakeppnina vann liðið því með 133 stigum, en næst komu Norður- land og HSK með 103,5 stig eins og lesa má nánar um í grein hér að of- an. Af afrekum einstaklinga á mótinu stendur árangur Kristins Torfason- ar, sem sagt er frá hér að ofan, upp úr ásamt 400 metra hlaupi hinnar 15 ára gömlu Örnu Stefaníu Guð- mundsdóttur. Hún var 3/100 frá því að komast á EM innanhúss sem er hreint út sagt magnaður árangur. Hún hljóp á 54,73 sekúndum sem er nýtt met í öllum aldursflokkum 22 ára og yngri. „Fyrir mér var hlaupið hjá Örnu Stefaníu hápunkturinn. Ég átti ekki von á að hún bætti sig svona mikið núna því hún hefur ekkert verið í sérstökum undirbúningi fyrir 400 metra hlaup heldur fjölþraut. En hún er ótrúlega efnileg og hjá þann- ig fólki getur allt gerst,“ sagði Þrá- inn. Þessi góði árangur Örnu Stef- aníu gerir það að verkum að ÍR-ingar hyggjast nú leita leiða til þess að hún nái að keppa á öðru móti áður en lokafrestur til að ná EM-lágmarki rennur út næsta sunnudag. „Ég var svo mjög ánægður með Einar Daða [Lárusson] sem setti unglingamet í grindahlaupi og stökk hástökkið mjög vel, auk þess að hlaupa vel í boðhlaupinu,“ sagði Þráinn, ánægður með sitt lið. „Breiddin er það mikil hjá okkur að þegar einhver dettur út kemur annar sterkur í staðinn. Stefnan hefur verið að byggja upp fjölmennt og sterkt lið sem getur unnið svona mót, og það hefur gengið upp. Við erum mjög sátt við þennan árang- ur,“ bætti hann við. Fyrrnefndur Einar Daði naut sín vel í höllinni og vann bæði hástökk og grindahlaup, auk þess að hlaupa gríðarvel lokasprettinn í 4x400 metra boðhlaupi, þar sem ÍR tryggði sér endanlega sigur í karla- flokki. Aldrei verið betri „Við ætluðum okkur að vinna karlakeppnina en ég reyni að pæla lítið í stigunum og einbeiti mér bara að því að gera vel í mínum greinum. Það er líka gaman að njóta þess að keppa á þessu móti því það er fullt af áhorfendum og mikil stemning. Frjálsar íþróttir eru einstaklings- sport en það er gaman að tilheyra liði og um að gera að njóta þess þeg- ar svona liðsstemning kemur upp,“ sagði fjölþrautarkappinn sáttur. „Ég er í toppstandi núna. Ég var meiddur allt síðasta ár í hásininni og ég held að ég sé bara orðinn ákveðnari fyrir vikið. Ég hef aldrei verið í svona góðu formi,“ bætti hann við. „Ísinn loksins brotinn“ Morgunblaðið/Golli Verðlaunahafar Efstu þrjú liðin í stigakeppni kvenna fagna hér. Fyrir miðju er gulllið ÍR, til vinstri er silfurlið HSK og til hægri bronslið Norðurlands.  ÍR bikarmeistari í frjálsum íþróttum  Vörðu titilinn í kvennaflokki og náðu titlinum af FH í karlaflokki eftir langa bið  Arna Stefanía kom öllum á óvart Bikarkepppni FRÍ » Í heildarstigakeppninni hlaut A-lið ÍR 133 stig, Norður- land og HSK 103,5 stig hvort, FH 93,5 stig, Ármann/Fjölnir 83 stig, Breiðablik 80,5 stig, og B-lið ÍR 71 stig. » ÍR hlaut 63 stig í karla- keppninni, FH 56 stig og Norð- urland 54 stig. » Í kvennakeppninni hlaut ÍR 70 stig, HSK 57 stig og Norður- land 49,5 stig. Eðlisfræðingurinn Kristinn Torfason úr FH bætti sig um heila 20 sentimetra í langstökki innanhúss þegar hann sigraði í bikarkeppni FRÍ í Laugardalshöllinni um helgina með 7,77 metra stökki. Það stökk dugði honum til að komast á Evrópumeistaramótið sem fram fer í París 4.-6. mars næstkomandi, en lág- markið var 7,75 metrar. „Þetta hefur verið stefnan lengi og ég vissi að ég ætti þetta inni þó ég hefði bara verið að stökkva 7,50 metra. Ég hef vitað í tvö ár að ég gæti þetta,“ sagði Kristinn við Morg- unblaðið á laugardag. „Langtímamarkmiðið er að ná 8 metr- unum, og innanhúss er Íslandsmetið 7,82 metrar svo ég ætla mér að ná því,“ bætti Kristinn við. Hann var þegar farinn að hlakka til Frakklandsferðarinnar. „Ég hef ekkert komið þangað þannig að það verður gaman að fá að skoða staði eins og Eiffelturninn,“ sagði Kristinn sem kveðst þó ekki eiga neina blómarós til að taka með sér til þess- arar rómantísku borgar. „Nei, en ég finn mér bara eina í París,“ sagði Kristinn léttur. sindris@mbl.is Gaman að fá að skoða Eiffelturninn Kristinn Torfason Morgunblaðið/Golli Karlarnir ÍR-ingar fyrir miðju ásamt FH-ingum og Norð- lendingum við verðlaunaafhendinguna. „Þetta var rosalega gaman. Ég var búin að hugsa mér að við gætum náð 2. sæti og það gekk upp, þó það stæði eins tæpt og hugsast getur. Ég gæti ekki verið ánægðari en núna,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir sem keppti fyrir hönd Norðurlands í bikarkeppni FRÍ um helgina. Norðurland náði þar 2. sæti í heildarstigakeppn- inni, þrátt fyrir að vera jafnt HSK að stigum, með því að vinna sigur í þremur greinum en HSK vann sigur í einni grein. Hafdís var í lyk- ilhlutverki því hún vann einmitt tvær af þessum þremur greinum; langstökk og 60 metra hlaup. Mikið var undir í lokagreininni, 4x400 metra boðhlaupi, en þar varð Norðurland í 2. sæti og HSK í 6. og næstneðsta sæti. „Liðið stóð sig frábærlega í dag og það er bara frábært að koma hingað suður og standa sig svona vel,“ sagði Hafdís. Aðspurð hvort þess verði langt að bíða að Norðurland geti gert atlögu að meist- araliði ÍR stóð ekki á svörum. „Við gerum það bara í sumar,“ sagði Hafdís létt. „Við erum með mjög sterkt lið og það verður bara betra með hverju mótinu. Við mætum sterk til leiks í sumar,“ bætti hún við. sindris@mbl.is Stóð eins tæpt og hugsast getur Hafdís Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.