Morgunblaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 „Ég er handarbrotinn og þarf lík- legast að fara í aðgerð, en ég vona að ég geti byrjað að spila sem fyrst,“ sagði Tryggvi Guðmunds- son, leikmaður ÍBV, í samtali við Morgunblaðið. Tryggvi handarbrotnaði í 3:1- tapi ÍBV gegn Leikni á föstudags- kvöldið. „Það eru tvær pípur á handarbakinu brotnar og ég þarf líklegast að fara í aðgerð til að setja pinna í þetta,“ sagði Tryggvi. Hann er samt brattur og vonast til að geta spilað sem fyrst. „Ef ég fæ leyfi til að spila með gifsið á hendinni þá er ég tilbúinn í það núna strax. Mig langar rosalega að spila leikinn við Val eftir viku,“ sagði Tryggvi og er fullur bjartsýni á að hann verði ekki lengi frá knattspyrnunni vegna þessa. skuli@mbl.is Tryggvi vill spila með gifs gegn Val Þegar tvær umferðir eru enn eftir af riðlakeppninni í Meistaradeild- inni í handknattleik hafa tíu lið þegar tryggt sér sæti í 16-liða úr- slitunum. Leikið er í fjórum sex liða riðlum, heima og að heiman, og fjögur efstu liðin í hverjum riðli komast í 16-liða úrslitin. Bæði Alfreð Gíslason og Guð- mundur Guðmundsson eru komnir áfram með sín lið úr A-riðli, Kiel og Rhein-Neckar Löwen. Kiel er á toppnum með 12 stig og Löwen með 11. Barcelona er með 9 og síð- an Celje Lasko og Chambéry með 6 og Kielce rekur lestina með 4 stig. Spurningin er aðeins hvernig end- anleg röð verður í riðlinum. Ljóst er að í B-riðli fara Veszp- rém með 14 stig, Montpellier með 12, Kolding með 10 og Hamburg með 9 stig áfram en Sävehof og Tatran Presov sitja eftir. Chekhovskie Medvedi og Val- ladolid eru komin áfram úr C-riðli með 13 og 11 stig. Pick Szeged er með 8 stig, Kadetten, lið Björgvins Páls Gústavssonar, er með 7, Di- namo Minsk 5 og AaB með 4. Þarna getur í raun allt gerst, en Kadetten á heimaleik við Medvedi og útileik við Valladolid eftir og bæði Minsk og AaB eiga möguleika á að ná svissneska liðinu að stigum og skilja það eftir. Ciudad Real, Croatia Zagreb og Flensburg eru komin áfram úr D- riðli en baráttan um fjórða sætið er hörð þar sem Petersburg og Con- stanta eru með 4 stig og Sarajevo 3. Sarajevo og Constanta eiga eftir að mætast. skuli@mbl.is Kadetten gæti komist áfram VIÐTAL Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Það er mjög gott að fá heimaleikja- réttinn, deildakeppnin snýst í raun- inni um að ná honum,“ sagði Jón B. Gíslason, fyrirliði SA Víkinga eftir að liðið tryggði sér heimaleikjarétt- inn í úrslitakeppninni með 7:3 sigri á Birninum í Egilshöllinni á laug- ardaginn. Ekki er alveg ljóst hvenær úr- slitarimma SA Víkinga og SR hefst en líklegast verður það um mán- aðamótin. „Við erum alveg hæst- ánægðir að fá heimaleikjaréttinn. Hann er gríðarlega mikilvægur, að geta byrjað heima og fá stuðninginn á heimavelli í þremur leikjum, það er að segja ef þetta fer í fimm leiki,“ sagði Jón. Hann sagði að vel gæti farið svo að úrslitakeppnin hæfist eftir viku. „Ég heyrði eitthvað um það um daginn að það stæði til að flýta henni aðeins og byrja jafnvel á mánudaginn eftir viku,“ sagði Jón. Í vetur hefur þannig háttað til að Skautafélag Akureyrar hefur verið með tvö lið, SA Víkinga og SA Jötna, og hefur Jón leikið með báðum lið- unum. „Ég spila með báðum lið- unum en reglurnar eru þannig að það mega fjórir leikmenn spila milli liða og við höfum því verið með fjóra menn úr SA Víkingum sem hafa ver- ið lánaðir til SA Jötna. Tvíefldir í úrslitunum Í úrslitakeppninni verða liðin sameinuð og það má kannski segja að við komum tvíefldir til leiks,“ sagði Jón en bætti síðan við. „Í raun- inni verður Víkings-liðið eins og það hefur verið í vetur, það verður í það minnsta ekki mikil breyting á því.“ Hann sagði að þetta fyrirkomulag hefði komið vel út, en þetta er í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er haft á. „Þetta hefur komið fínt út. SA Jötnar hafa veitt öllum liðum keppni í flestum leikjum og það munar mestu að við fáum fleiri leiki út úr vetrinum en ella og það skiptir miklu máli,“ sagði Jón. Hann var hógvær þegar hann var spurður hvort úrslitarimman færi ekki bara 3:0. „Ég vona það. Við stefnum í það minnsta að því. Hins vegar er gaman að fara í fimm leiki, oddaleikirnir eru alltaf svo skemmti- legir – að því tilskildu að við vinnum,“ sagði fyrirliði SA Víkinga. Víkingar fá heimaleikinn  Deildakeppnin í íshokkíinu snýst um að fá heimaleikjaréttinn í úrslitunum  SA Víkingar tryggðu hann um helgina  Mæta SR í úrslitakeppninni Morgunblaðið/Eggert Í úrslit SA Víkingar tryggðu sér heimaleikjaréttinn í úrslitunum við SR. KR-ingar hófu vörn deildabikars karla í fót- boltanum með því að sigra Selfyssinga, 2:1, í Egilshöllinni á laugardaginn. Ásgeir Örn Ólafsson, sem er kominn aftur til KR eftir ársdvöl í Noregi, kom Vesturbæingum yfir eftir korter en Ingþór Jóhann Guðmundsson jafnaði fyrir Selfoss í lok fyrri hálfleiks. Um miðjan síðari hálfleik skoraði Kjartan Henry Finnbogason sigurmarkið, 2:1. Valur vann Víking frá Ólafsvík, 4:0, á Akra- nesi í gær en öll mörkin komu í seinni hálfleik. Arnar Sveinn Geirsson, Guðjón Pétur Lýðs- son, Rúnar Már Sigurjónsson og Matthías Guðmundsson skoruðu. Ingimundur Níels Óskarsson skoraði sig- urmark Fylkis sem vann Stjörnuna, 2:1. Hörður Árnason skoraði fyrst fyrir Garðbæ- inga en Andrés Már Jóhannesson jafnaði fyr- ir Fylki. Skagamenn eru á sigurbraut þessa dagana og þeir unnu Þórsara, nýliðana í úrvalsdeild- inni, 1:0, í Akraneshöllinni. Arnar Már Guð- jónsson skoraði sigurmarkið. Viggó Kristjánsson, 17 ára unglingalands- liðsmaður, kom inná hjá Gróttu og tryggði liðinu 3:1 sigur á KA með tveimur mörkum seint í leik liðanna í Akraneshöll. Þór Steinar Ólafs skoraði sigurmark Hauka gegn BÍ/Bolungarvík, 3:2, eftir að þeir höfðu lent 0:2 undir í leik liðanna í Reykja- neshöllinni. Orri Freyr Hjaltalín skoraði tvívegis fyrir Grindvíkinga sem lögðu ÍR, 4:2, í Egilshöll- inni í gærkvöld. vs@mbl.is Morgunblaðið/Golli Deildabikar Viktor Bjarki Arnarsson úr KR í skallabaráttu við Auðun Helgason, varnarmann- inn reynda, sem er kominn til liðs við Selfyssinga og var fyrirliði þeirra á laugardaginn. Skaginn á sigurbraut  KR hóf vörn deildabikarsins á því að sigra Sel- fyssinga  Fylkir, Valur og Grindavík unnu líka Valskonur urðu í gærkvöld Reykja- víkurmeistarar í knattspyrnu fjórða árið í röð þegar þær unnu sannkall- aðan risasigur á HK/Víkingi, 18:0, í lokaumferð mótsins í Egilshöllinni. Eftir að Fylkir vann Þrótt „aðeins“ 3:1 í leiknum á undan hefðu Vals- konur þurft að tapa leiknum með fimm mörkum til að missa af sigri í mótinu. Elín Metta Jensen, sem er aðeins 15 ára gömul, skoraði sex mörk fyrir Val í leiknum og landsliðskonan Kristín Ýr Bjarnadóttir gerði þrjú mörk. Valskonur skoruðu samtals 43 mörk í mótinu en fengu ekkert á sig og virðast koma áfram geysisterkar til leiks þrátt fyrir breytingar. Hinn eiginlegi úrslitaleikur móts- ins var í síðustu umferð en þá vann Valur öruggan sigur á Fylki, 4:0. Fylkir vann aðra leiki örugglega og varð í öðru sæti mótsins annað árið í röð. KR vann Fjölni, 7:0, og hafnaði í þriðja sætinu en þar skoruðu Dag- mar Mýrdal og Hafrún Olgeirsdóttir sín þrjú mörkin hvor. vs@mbl.is Morgunblaðið/hag Fyrirliðinn Málfríður Erna Sigurðardóttir er nýr fyrirliði Vals og hún tók við bikarnum í mótslok í gærkvöld. Valskonur urðu meist- arar fjórða árið í röð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.