Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 2

Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Þetta var nokkuð öruggt enda var markmiðið að fara í gegnum þetta með þeim hætti, ekki með neinum látum,“ sagði Pétur Eyþórsson, glímukappi úr Ármanni, eftir að hann hafði tryggt sér sigur í Bik- arglímu Íslands á laugardaginn. Hann sigraði bæði í sínum þyngd- arflokki, -90 kg, og í opnum flokki. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir úr GFD, sigraði einnig tvöfalt, í +65 kg flokki og einnig í opnum flokki. Pétur hefur verið nær ósigrandi í glímunni undanfarin ár. „Ég hef æft svipað og undanfarin ár, en eft- ir því sem fjölskyldan verður stærri verður erfiðara að æfa eins og mað- ur vill. Þetta var ekkert mál þegar maður var 18 ára, en þá kannski nennti maður ekki að æfa mikið. Núna er maður til í að æfa mikið en bæði fjölskyldan og vinnan gerir það að verkum að maður hefur ein- faldlega ekki tíma. Ég verð í þessu þangað til ég hef ekki gaman af þessu lengur, eða þangað til maður fer að tapa – hvort sem kemur nú á undan,“ sagði Pétur. Athygli vakti að Ingibergur Sig- urðsson úr HSK, sem er 37 ára, mætti til leiks, en nokkuð er um lið- ið síðan hann keppti síðast. „Við mættumst ekki því hann meiddist í undanúrslitunum, en við eigum örugglega eftir að mætast því hann æfir á fullu aftur og verður örugg- lega með á einhverjum mótum í vet- ur. Það er alltaf erfitt og gaman að glíma við hann enda erum við aldir upp hjá sama þjálfaranum og þekkjumst því vel. Við gætum lík- legast glímt þetta með bundið fyrir augun,“ sagði Pétur. Glímt með bundið fyrir augun Morgunblaðið/Eggert Sterkur Pétur Eyþórsson vann tvöfalt í Bikarglímu Íslands á laugardaginn. Á VELLINUM Stefán Stefánsson ste@mbl.is „Við áttum alveg von á að vinna en vissum að við þyrftum að hafa fyrir því,“ sagði Brynja Magnúsdóttir, sem var markahæst hjá HK-konum í 30:24 sigri á ÍBV í Digranesi á laugardaginn í 15. af 18. umferð N1- deildar kvenna. HK-konur byrjuðu með látum á laugardaginn og náðu mest 11:4 for- ystu. „Við ætluðum svo sannarlega að vinna og sýndum í fyrri leiknum við ÍBV að við erum betri þó við höf- um misst hann niður í jafntefli svo ég er ánægð með að halda út þennan leik þó hann hafi verið kaflaskiptur því við hleyptum þeim alltof mikið inní leikinn,“ hélt Brynja áfram. Í byrjun síðari hálfleiks náði ÍBV að minnka forskotið niður í eitt mark, 14:13. „Við fórum ekkert að gefast upp þegar ÍBV minnkaði muninn í eitt mark því maður finnur oft hvort maður er með leikinn í höndunum en á móti kemur að ÍBV er hörkulið sem gefst aldrei upp svo við vissum að við þyrftum að halda haus.“ Höfum mannskap til að fara í úrslitakeppnina Með sigrinum eygja HK-ingar tækifæri til að ná fjórða sæti deild- arinnar, sem gefur sæti í úr- slitakeppninni. „Við klikkuðum í fyrri umferðinni, töpuðum fyrir FH og það situr enn í okkur enda kemur það í veg fyrir að við séum meðal fjögurra efstu liðanna og okkur langar allar í úrslitakeppnina. Nú eru allir leikir úrslitaleikir fyrir okk- ur og þessi var einn af þeim. Okkar markmið var og er að komast í úr- slitakeppnina og við ætlum okkur þangað, þurfum að vinna Stjörnuna, Fylki og ÍR til að ná því. Mér sýnist við hafa mannskap í það, sýndum gegn Fram um daginn að við getum mikið en það vantar stöðugleikann. Vonir ÍBV eru ekki miklar miðað við að það á Val, Fram og Stjörnuna eftir,“ bætti Brynja við. Yngri stelpurnar öflugar Brynja hefur leikið í meist- araflokki síðan 2006, einmitt árið sem ÍBV vann deildina en á þeim ár- um var HK einnig með gott og skemmtilegt lið en síðan hefur kvarnast úr leikmannahópnum. „Á hverju ári höfum við misst leikmenn og það er erfitt að vera alltaf að byggja upp lið, sem langar að vera í toppbaráttunni, þegar bestu leik- mennirnir fara til útlanda eða í önn- ur lið. Það eru hinsvegar aðrar sem taka þá við og yngri stelpurnar eru gífurlega öflugar, koma alltaf inná og standa sig vel. Mér fannst þær reyndar ekki koma alveg nógu vel inní leikina fyrir áramót en nú taka þær af skarið og bera ábyrgð. Ég held að reynslan fyrir áramót hafi skilað því auk traustsins frá þjálf- aranum og það er mikil stemming í hópnum, alltaf tuttugu á æfingum og mikil samkeppni þar,“ sagði Brynja, sem hefur þó staðið vaktina og er nú einn af lykilleikmönnum liðsins þar sem flestir leikmenn komu uppúr yngri flokkum félags- ins. „Ég vona að við höldum mann- skapnum áfram, þá verðum við með hörkulið á næsta ári, eins og við er- um með í dag. Þá erum við að sjálf- sögðu reynslunni ríkari því liðið byggist upp og stöðugleikinn verður meiri, hann kemur með reynslunni“. Svipaða sögu má segja um ÍBV, nú eru flestir leikmenn úr Eyjum og liðið til alls líklegt. Þar fer Ester Óskarsdóttir fremst í flokki en hún skoraði 11 af mörkum ÍBV á laug- ardaginn. „Við byrjuðum hræðilega og lendum 5 mörkum undir en gef- umst ekki upp, náðum svo að saxa betur á forskot HK-liðsins en svo kom skellur þegar við misstum HK aftur í fimm mörk og vorum svo að elta allan tímann. Við spiluðum ekki eins og við ætluðum okkur, fengum á okkur mörk frá stöðum sem við ætluðum að loka á og þá var allt fljótt að breytast,“ sagði Ester og var ekki mjög bjartsýn á að liði hennar tækist að komast í úrslit. „Ég held að framhaldið verður erfitt með Fram, Val og Stjörnuna eftir en við ætlum okkur að halda fimmta sætinu. Það hefði átt að vera nægur hvati til að mæta betur í dag en það er einhver útivallagrýla hjá okkur þar sem við byrjum alltaf mjög illa á útivelli“. Fjórir stórir sigrar Hinir fjórir leikirnir í deildinni á laugardaginn enduðu allir með stórum sigrum, enda efstu liðin að leika við þau neðstu. Fram vann FH 40:18, Valur vann ÍR 37:20, Stjarnan vann Hauka 40:21 og Fylkir vann Gróttu 31:16. Öll úrslit og marka- skorarar eru á bls. 6. „Hörkulið á næsta ári“  HK lagði ÍBV 30:24 í Digranesi  Uppbyggingarstarf Kópavogsfélagsins að skila sínu  Hörð keppni HK, Fylkis og ÍBV um sæti í úrslitakeppninni Morgunblaðið/Golli Öflug Brynja Magnúsdóttir skoraði 7 mörk fyrir HK gegn ÍBV á laugardaginn og hér reyna Eyjakonurnar Sigríður Lára Garðarsdóttir og Renata Horvath að stöðva hana. HK vann öruggan sex marka sigur í leiknum í Digranesi. Arnór Atlasonfór mikinn hjá AG Köben- havn er liðið lagði Mors-Thy 38:32 í dönsku deildinni á laugardaginn. Arnór gerði níu mörk og var markahæstur í liðinu. Snorri Steinn Guðjónsson gerði tvö marka AG sem er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 41 stig, aðeins gert eitt jafntefli í vetur, og Århus kemur þar á eftir með 31 stig.    Alexander Petersson var marka-hæstur hjá Füchse Berlín með 5 mörk þegar liðið varð að sætta sig við jafntefli gegn Melsungen á úti- velli, 22:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Füchse er því í þriðja sæti, stigi á eftir Kiel.    Björgvin Björgvinsson, skíða-maður frá Dalvík, náði ekki að ljúka við fyrri ferðina á HM í svigi í Garmisch-Partenkirchen í gær. Björgvin var eini íslenski keppand- inn þar sem þremur íslenskum skíðamönnum tókst ekki að komast áfram úr forkeppninni á laugardag- inn. Sigurgeir Halldórsson féll þá úr keppni í fyrri ferðinni en þeir Brynj- ar Jökull Guðmundsson og Gunnar Þór Halldórsson í þeirri síðari. Frakkinn Jean-Baptiste Grange sigraði í svigi karla og krækti hann sér þar með í sínu fyrstu gull- verðlaun í langan tíma. Svíinn Jens Byggmark varð annar og Manfred Mölgg frá Ítalíu þriðji.    Hvorki ÍrisGuðmunds- dóttir né Katrín Kristjánsdóttir komust áfram í svigi kvenna á HM, þær féllu báðar úr keppni í fyrri ferðinni. Marlies Schild frá Austurríki sigraði í sviginu og landa hennar, Kathrin Zettel varð önnur. Þriðja sætinu náði síðan Maria Pietiale-Holmner frá Svíþjóð.    Svig karla var síðasta greinin áHM. Austurríkismenn hlutu flest gullverðlaun á mótinu, fjögur talsins og öll í kvennaflokki. Frakkar fengu tvenn gullverðlaun og ein gull- verðlaun fóru til Ítalíu, Bandaríkj- anna, Slóveníu, Kanada og Noregs.    Guðmundur E. Stephensen ogMagnea Ólafs sigruðu í opnum flokki karla og kvenna á Rafkaupa Grand Prix borðtennismótinu um helgina. Guðmundur lagði Magnús K. Magnússon 4-0, 11:5, 11:5, 11:4 og 11:2, í úrslitum en Daði Freyr Guð- mundsson og Magnús Finnur Magn- ússon urðu í næstu tveimur sætum. Systir Magneu, Halldóra, varð í öðru sæti í kvennaflokki. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.