Póstmannablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 18

Póstmannablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 18
Magnús Jochumsson; FrímerkiS 100 ára Framh. Árið eftir voru merkin gefin út ein- föld 5 centim. En það gekk afar treg- lega að fá fólkið til þess að taka þessa nýbreytni upp, og ástæðan var sú, eft- ir því, sem höfundur segir, að mönn- um þótti sér ger hin megnasta óvirð- ing með því að setja frímerki á bréf til þeirra. Var það lagt út á þann hátt, að sendandi slíks bréfs, drægi efnalegt sjálfstæði hins góða borgara, sem bréf- ið átti að fá, í efa, þar sem hann ekki treysti honum til þess að leysa bréfið út. Póststjórnin reyndi að auka notkun frímerkjanna með því að veita 20 af hundraði í afslátt við kaup á þeim, en það þótti ekki bera mikinn árangur. Þessi vanvirðu hugmynd var svo rót- gróin, að sögn höfundar, að það þurfti að breyta alveg sérstakri aðferð til þess að vinna bug á henni, og var það Genfarbúi einn, Charles Hentsch að nafni, sem gerði það. Hann lét á eigin kostnað búa til ferhyrnda smámiða lím- borna og prenta á þá þessi orð: „Þegar frímerkjanotkun er orðin al- menn, tekur bréfaútburðurinn tíu sinn- um styttri tíma en nú“. Miða þessa límdi hann á öll bréf sín og gaf þá vin- um og kunningjum, og öllum er hann náði til, til þess að nota þá í sama til- gangi. Þetta er talið hafa átt drýgstan þátt í útbreiðslu frímerkisins í þessu 10 fylki og víðar í Sviss, en að það hafi verið skjótvirkt, er ekki við að búast. enda benda hagskýrslur á, að svo hafi ekki verið, því að 12 árum eftir að frí- merkið var innleitt í Sviss, eða 1856, voru 75% allra innanlandsbréfa talin send ófrímerkt. Ég hefi nú í þessu stutta yfirliti stiklað á því helzta, er snertir sögu frí- merkisins. Ég viðurkenni, að það hefði verið skemmtilegt, að geta frætt lesend- ur ýtarlega um sjálfan tilbúning, prentun, frímei’kisins, því að hann er næsta fróðlegur. En því verð ég að sleppa hér, og ber þar einkum tvennt til: fyrst og fremst, að við eigum held- ur rýran bókakost í þeim efnum á póst- málaskrifstofunni og í öðru lagi, að efnið er nokkuð sérstætt, mikið af tekn- iskum heitum á vélum, verkfærum og vinnuaðferðum, sem hætt er við að þreyti meir en fræði, aðra en þá, sem því eru nokkuð kunnugir. Frímerki er upprunalega einskonar kvittun frá hendi þess opinbera fyrir því, að burðargjald það, sem greiða ber fyrir flutning sendinga úr einum stað í annan á vegum póstsins, hafi verið goldið, og ef það héldi sér innan þess ramma eingöngu, væri sögunni um það nú eiginlega lokið. En það á sér aðra sögu, ekki ómerk- ari en þessa embættislegu, ef svo mætti segja, og ennþá meira spennandi. Það PÓSTMANNABLAÐIÐ

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.