Póstmannablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 15
á tveim vikum, eftir að hafa farið
fjöldamargar stuttar á fimmtíu vikum
o. s. frv.
En margir vildu víst gjarna taka
Austurstræti með sér út í dreifbýlið.
Gott væri að hafa eitt lítið bíó og ef
Hótel Borg gæti flotið með, þótt ekki
væri nema neðsta hæðin, þá væri hreint
ekki svo afleitt að fara í sumarleyfi.
En því þá ekki að vera kyrr í borginni ?
En það er nú svona, að slíkt þykir lítið
til frásagnar. Þá er að sameina sem
bezt ólík sjónarmið og reyna að taka
sem mest með sér. Eitt laugardagskvöld
sá ég pilt, sem sennilega er ekki mjög
með á nótunum í samkvæmislífinu,
vera að leggja af stað í útilegu eða
ferðalag, klyfjaðan útbúnaði sínum, en
með útvarpstæki í hendinni. Hann ætl-
aði ekki að slíta sambandið við menn-
inguna og umheiminn, þótt hann brigði
sér bæjarleið, drengurinn sá.
Stundum er kalt þessa júlídaga og
íbúar sumarnýlendunnar við Hreðavatn
skjótast þá milli tjalda sinna og skála
Vigfúsar, eins og þeir séu að fara til
beitarhúsa á þorranum. En í kvöld er
logn og kyrrð. Ofan úr skógarásnum
berast glymskrattatónar vítt yfir. I
love you my sweethcart, Ekki spyr ég
nú að. I nótt verður víst ekki snemma
gengið til hvílu. Mér finnst Austur-
stræti vera nálægt og ef til vill leynist
snefill af Borginni á næstu grösum.
Ungir menn ganga fram hjá tjaldi
mínu. „Hver býr nú þarna?“ „Það er
einhver gamall maður“. Svo halda þeir
áfram. Þarna fékkstu sneiðina þína, þér
er nær að amast ekki við Austurstræti
og nálægum götum.
Svo fer ég að velta ýmsu fyrir mér
meðan ég bíð eftir kyrrð næturinnar,
sem kemur máske ekki fyrr en með nýj-
um degi. Ég hefi t. d. aldrei komist að
PÓSTMANNABLAÐIÐ
niðurstöðu um, hvort póstmenn viti hjá
hvaða stofnun þeir vinna. Gáfulega er
nú spurt. Danir kalla stofnunina „Post-
væsen“, en það orð finnst ekki í okkar
dönsku orðabók, sem bendir til þess að
íslenzka orðið vanti. Hin ófullgerða
saga dr. Guðbrandar gæti gefið fræðslu
um upphaf póststarfa á landi hér, ef
hún mætti fullgerast og sjá dagsins ljós,
en það var á þeim tíma, sem nýyrða-
smíðar voru ekki mjög iðkaðar. Síminn
kom með nýja tímanum og lagði landið
undir sig með brauki og bramli. Slík
stofnun varð að fá nýtt og auðvitað
íslenzkt nafn. Björn Jónsson sagði að
sími skyldi hún heita og þótti ljótt þá,
en ágætt er tímar liðu. Nú er byrjað
að kalla okkar stofnun póst, stutt og lag-
gott, en þá detta mér alltaf ýmsir góðir
póstar í hug, eins og þeir framliðnu
heiðursmenn Hans og Þóroddur, þeir
fóru ólíkar póstleiðir, en gerðu það með
prýði. Sömuleiðis Jón í Galtarholti, sem
ég afgreiddi oft að næturlagi í Borgar-
nesi; hann var alltaf hæglátur og gam-
ansamur og átti jafnvel stundum örlít-
ið. Þá var oft harðsótt yfir Holtavörðu-
heiði. Máske erfir stofnunin póstnafn-
ið, þegar gömlu mennirnir, með því
nafni, eru gleymdir. Þá vinnum við hjá
Landspóstinum eða Ríkispóstinum.
Morguninn er fagur, sólskin og logn.
Ég geng niður að vatni til að þvo mér.
Maður kemur út úr tjaldi á vatnsbakk-
anum með útblásna vindsæng undir
hendinni, sem hann fleytir sér á út á
vatn, rétt eins og hann væri við Miðjarð-
arhaf eða Laugarvatn. Þetta gæti ég svo
sem líka, ef mín vindsæng hefði ekki
gert verkfall. Svo sný ég baki við mann-
inum með vindsængina og labba heim
að tjaldi.
I nágrenni Hreðavatns hafa stórir
myndlistamenn og smáir myndgerðar-
7