Póstmannablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 10

Póstmannablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 10
4%, en nú hefir þessi liður fengizt hækkaður um 35 kr. á mánuði, eða upp í 125 kr. V'' ■ >■, Xokkur fleiri atriði í hinni nýju reglugerð mætti nefna, en þau eru að mestu samhljóða því, sem áður hefur verið í gildi í eldri reglugerðum. Þó má nefna eina grein, sem tekin var upp í þessa reglugerð, þar sem Póstmannafé- lag íslands er viðurkenndur samnings- aðili við póststjórnina, um eftirvinnu og helgidagavinnu póstmanna, og um þau mál, er varða störf stéttarinnar og einstakra starfsmanna og launakjör, að svo miklu leyti, sem það er ekki bundið í lögum, reglugerðum eða fyrirmælum samkvæmt þeim. Þótt hér hafi nokkuð unnizt, þá er langt frá því, að takmarkinu sé náð. Póstmenn hafa yfirleitt ekki gert nein- ar kröfur um launabætur. Hugmynd þeirra var fyrst og fremst sú, að fá vinnudaginn styttan og boma á vöktum. En það er mál, sem þarf að leysa og verður að leysa. Eins og nú er ástatt er ógerningur að skipa í vaktir vegna mannfæðar. Það má að vísu telja það nokkrar sárabætur að fá greiðslu fyrir yfir- vinnu, umfram 91/2 stund á dag, en það er ekki hin rétta lausn á málinu. Það verða einnig að vera einhver takmörk fyrir því, hvað hægt er að leggja á menn langan vinnudag við innistörf, svo að það skaði hvorki starfið né heilsu starfsmannanna. Þetta held ég að póst- stjórninni sé ljóst og megi því gera ráð fyrir, að lausn vaktamálsins sé ekki eins langt undan og margur hyggur. En hvað sem um þessa reglugerð má að öðru leyti segja, þá er hún spor í rétta átt. Hún sýnir meðal annars, að póststjórnin er farin að skilja betur en áður, hversu kröfur hennar til starfs- mannanna hafa verið ósanngjarnar. Hún hefir þó ekki ennþá öðlast þann skilning á málinu, sem starfsmennirnir telja nauðsynlegan. Stytting vinnudags- ins hefir alltaf verið eitur í hennar beinum og þá einkum sakir þess, að slíkt mundi kosta aukið starfslið og aukin útgjöld. — Póststjórnin vill því umfram alla muni komast hjá því, að setja á vaktir. — Það er því jafnvel betra, að hennar dómi, að greiða fyrir yfirvinnu og helgidaga- vinnu en fjölga fólki meðan það er eins dýrt og nú er. En þessi leið er óheil- brigð og á ekki heima í opinberri þjón- ustu. Starfsmenn þess opinbera eiga að hafa sinn ákveðna vinnudag og sín á- kveðnu laun. Reglugerð þessi ætti þó þrátt fyrir marga galla að gilda fyrir öll aðalpóst- hús landsins. Eru í henni mörg atriði er varða réttindi starfsmannanna, bæði að því er snertir veikindi og sumarleyfi, sem rétt væri að starfsmenn úti á landi yrðu einnig aðnjótandi. En það er m. a. eitt af verkefnum félagsins, að vinna að fullkomnu samræmi í sem flestum greinum og einhuga samstarfi. Að því verður að stefna til þess að einhver árangur fáist í þeim mörgu málum, sem nú bíða úrlausnar hjá póstmanna- stéttinni. B. S. R. B. hefir komizt að samkomu- lagi við fjármálaráðherra um að fá skipaðan trúnaðarmann í Kauplags- nefnd. Á fundi bandalagsins hinn 16. sept- ember s.l. var Lárus Sigurbjörnsson kosinn trúnaðarmaður sambandsins í nefndina. 2 PÓSTMANNABLAÐIÐ

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.