Póstmannablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 9
5. ár
Reykjavík, okt. 1942
3. blaö
Ný starfsreglugerð.
Að undanförnu hefur Póstmannafé-
lagið unnið að því, að fá samþykkta
nýja starfsreglugerð fyrir starfsmenn
póststofunnar í Reykjavík, og er hún
eins konar uppsuða úr eldri reglugerð-
inni frá árunum 1931, 1937 og 1940.
Enda þótt reglugerð þessi hafi ekki enn-
þá verið staðfest af ráðherra, þykir
hlýða, þar sem fullt samkomulag hefur
náðzt um meginatriðin, að geta hennar
hér að nokkru.
Áður var gert ráð fyrir því, að póst-
menn ynnu 10'/2 klukkustund brúttó
á virkum dögum, en nú er þetta komið
niður í 91/2 stund, svo ekki hefir nú
mikið áunnizt að því er snertir stytt-
ingu vinnudagsins.
Hinn raunverulegi vinnudagur er nú
viðurkenndur átta stundir brúttó, en
póstmenn eru skyldir til, samkvæmt
nýju reglugerðinni, að vinna 39 klst. í
mánuði umfram þennan vinnudag, og
greiðir póststjórnin þá vinnu með 150
kr. á mánuði. Sé unnið umfram 9^/2
stund á dag, skal greiða fyrir það sér-
staklega. í eldri reglugerðinni var hægt
að láta starfsmennina vinna allt að 14
stundir á dag á tímabilinu frá kl. 6—24.
En í nýju reglugerðinni er skylduvinn-
an leyst af hendi á tímabilinu frá kl.
8—20. Starfsmennirnir eru þó skyldir
til að vinna fimm tíma á mánuði, ef
þörf krefur, umfram 9 '/2 stund á dag,
en ekki lengur. Þá er gert ráð fyrir, að
póstmenn séu ekki kvaddir til vinnu
oftar en einn sunnudag í mánuði.
Á tímabilinu 15. maí til 15. septem-
ber eiga póstmenn að jafnaði að fá frí
annan hvern laugardag frá kl. 13.
í stað 4% sölulauna af frímerkjum
og innheimtuþóknunar af aðflutnings-
gjöldum (sbr. 17. gr. póstlaga frá 12.
febr. 1940 og 26. gr. laga frá 31. des.
1939 um tollskrá og fl.), fá skipaðir
póstmenn í Reykjavík 125 kr. á mánuði.
f starfsreglugerð póstmanna frá 22.
febrúar 1940 var samið um fasta
greiðslu, 90 kr., í stað sölulaunanna,
PÓSTMANNABLAÐIÐ