Siglfirðingur


Siglfirðingur - 30.11.1923, Page 2

Siglfirðingur - 30.11.1923, Page 2
2 SIGLFIRÐINGUR E.s. Goðafoss fer frá Reykjavík 1. desember í stað 4. og verður hjer 4. des. Tekur vörur hjcr til allra viðkomustaða austur um land og til útlanda. Afgreiðsla Eimskipafjelags íslands Pormóður Eyólfsson. verið kosnir og studdir af sam- vinnumönnum og Jónasar-flokknum — enda mátt fremur teljast til hans, þótt socialistastimpillinn væri á þá þrykktur til málamynda. Nú veit þjóðin öll að hún er sammála að fulluni tveini þriðju hlutum um það, að framvegis skuli frjáls og óháð verzlun ríkja í þessu landi. Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar vill frjálsa verzlun og atvinnufrelsi. Petta er glæsilegt tákn þess, að aldrei hafi íslensk þjóð betur þekt sinn vitjunartíma, Hún hefir með þessum kosningum gert tvent í einu: hrist af sjer óþrif »socialisí- anna« svonefndu, og krafist þess að verzlunin yrði framvegis engum böndum bundin og atvinna ein- staklinga frjáis, og óháð íhlutun og eftirliti hins opinbera. Blöð Jónasar-flokksins liafa verið að flíka því, einkum Tíminn, að þrátt fyrir þennan mikla meirihluta sje óvíst um það hvort takast muni að mynda sterka meirihluta stjórn á þessu þingi, og telur þar til þær orsakir að margt af þessum sam- keppnismönrium sjeu gamlir sjálf- stæðismenn. Ætlar Tíminn nú að fara að telja landsmönnum trú um það, að t. d. gamlir »heimasjórnar- menn« og gamlir »sjálfstæðismenn« hljóti nú, eins og áður, að standa á öndverðum meið? Nei. Það sem bar á inilli er nú úr sögunni. Pað sem nú skiftir þingmönnum — og þjóðinni yfirleitt — í tvær andstæð- ur, eru verzlunarmál ís- lands og ekkert annað. Rað geta vitanlega komið mörg mál fyrir á alþingi sem þingmenn skiftast um á yrnsan hátt, en aðal- málið — verzlunarpólitíkin og venzlamál hennar — verður það sem situr lit sinn á þetta þing og verðandi stjórn þessa lands, hvað sem Tíminn eða aðrir segja um það. Við sem unnum og viljum hafa frjálsa verzlun, hvort sem hún er í kaupfjelaga eða samvinnustíl eða ekki, fögnuin yfir þessum kosninga- úrslitum, og við vonuni að fulltrú- ar okkar bregðist okkur ekki í þessu aðalmáli. Og við vitum að þeir gera það ekki. Við vitum að framtíðarheill þessar þjóðar hefir ekki til langs tíma staðið á traust- ari grundvelli nje átt við öruggari vonir að styðjast en einmitt nú. Að því er snertir kosninguna hjer í Eyjafjarðarsýslu sjerstaklega, er kunnugt orðið, að vafamál er, hvor þeirra Bernharð á Rverá eða Stefán í Fagraskógi verði 2. þing- maður sýslunnar. Rað hafa verið gerðar ráðstafanir til þess af fylgis- mönnum Stefáns — einnig Sigl- firðingum — að annað tveggja yrði Stefáni dæmt kjörbrjefið, eða að kosning færi fram á ný í sýsl- unni, milli þessara tveggja þing- mannsefna. Oss Siglfirðingum þótti hart að missa þingmann vorn, og það því fremur er það upplýstist, að yfirkjörstjórn sýslunnar hefði tæplega mátt kallast óhtutdræg, er hún afhenti Bernharði kjörbrjef, vitandi þó, að honum höfáu greidd verið færri atkvæði. Retta skal ekki rætt hjer frekar. Alþingi leggur sinn dóm á það. Vjer Siglfirðingar viljum fá þingsætið dæmt Stefáni og vonum það verði. Og vjer ætt- um að geta með fullum rjetti kraf- ist þess að í yfirkjörstjórn Eyja- fjarðarsýslu yrðu valdir nýir menn, og þessir menn er hana skipa nú, fái aldrei framar að fara með slíkt vald. Peir hafa sýnt sig óhæfa til þess. Hvernig sem fer meó þing- sætið, verðum vjer að fá nýja yfir- kjörstjórn. Það er sanngirniskrafa sem fleiri munu bera fram en Siglfirðingar. Sn x Bn Leiguútboð Hafnarbryggjanna. Fyrir nokkru síðan var það sain- þykt í Hafnarnefnd og Bæjarstjórn Siglufjarðar, að bjóða út bryggjur bæjarins til síldarsöltunar næsta sumar. Tilboðin áttu að vera kom- in til Hafnarnefndar í síðasta iagi M.b. „Ýmir“ eign Db. Júlíusar sál. Jóhanns- sonar er til sölu ásamt með öllum veiðarfærutn sem er ca. 90 stokkar af nýrri Línu með tilheyrandi uppi- stöðum og belgjum alt í ágætu standi. Reir sem kynnu að vilja kaupa, eru beðnir að koma með ákveðin tilboð til undirritaðs er gefur allar nánari upplýsingar. Siglufirði 28. Nóv. 1923 Jón Guðmundsson. fyrir 5. Des. Rað virðist vera í meira lagi undarlegt að hraða þessu svo mjög, og mun það orka tvi- mælis hve mikill hagui Hafnarsjóðs verður að slíku. Yfirleitt munu þeir, er við útgerð og síldarsöltum fást, tæplega vera farnir að ákveða á þeim tíma, hvort og að hve miklu leyti þeir sjái sjer fært að gera út eður salta síld að sumri komanda. .Mun það vera svo um marga, að fyrir áramót geta þeir ekkert um það vitað, hvort þeim tekst að út- vega sjer tunnur, salt og síld, eða annað það er til síldarsöltunar þarf til sumarsins eða ekki. En hvaó lá á? Til þessa bráðræðis Hafnarnefnd- ar og Bæjarstjórnar hafa vafalaust legið einhverjar þær ástæður sem almenningi eru huldar, og væri æskilegt að fá að vita þær, því sjálfsagt hlýtur það að vera áhuga- mál þessarar bæjarmálefna-stjórn- enda, að fá sem hæðst og ábyggi- legust leigutilboð í bryggjurnar. í þessu sambandi má' geta þess að auglýsingar Hafnarnefndar í Reykja- víkurblöðunum og »Vesturlandi« eru óheppilega orðaðar, þar sem ekki sjest greinilega hvort um leigu- tilboð eða kauptilboð er að ræða, en líklega hefir Hafnarnefndinni fundist nægilegt að auglýsingin í »Framtíðinai« væri greinileg, en hvers vegna máttu ekki allar aug- k

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.