Siglfirðingur - 07.12.1923, Blaðsíða 4
SIGLFIRÐINGUR
Satt og logið.
Háttvirtu borgarar! Jeg verð að
segja það, að það er dálítið óvið-
eigandi, finst mjer, að þið, sem
kosið hafið alla bæjarfulltrúana til
þess að kjósa hafnarneíndina og
til þess að hafa vit fyrir ykkur
o. fl. o. fl., skulið vera að halda
borgarafund til þess að setja ofaní
við þá fyrir það sem þeir gjöra.
Pví jeg verð að segja það, að úr
því að bæjarfulltrúarnir eru úrvalið
úr borgurunum, og hafnarnefndin
úrvaiið úr bæjarfulltrúunum, þá er
ekkí nokkur von til þess aó þið
hafið vit á málunum á við þá. Og
úr því nú að oddvitinn hefir sleg-
ið því alveg föstu sem Thoraren-
sen hafði undirstrykað þrisvar sinn-
um úr ræðu ba*jarfógetans, n.l. því,
að það væri nú það slæma við
síldina að aldrei væri hægt að reikna
hana út, og þess vegna y r ð u
þ e i r að renna blint — ekki blindir
— í sjóinn um það hvað heppi-
legast wæri; ja þá verð jeg að segja
það, að eins heppilegt sje að lofa
þeim að halda áfram að hafa vit
fyrir ykkur — það fer aldreL ver
en í Skeiðsmálinu, þar sem allir
urðu svartir. Ovidus.
Frjettir.
Bátur frá Skagafirði fórst nýlega
með fjórum mönnum. Voru þrír
þeirra bræður og hjetu Jóhannes,
Ólafur og Einar, Eiríkssynir frá
Berlín við Hofsós, Fjórði maðurinn
hjet Jón Jónsson ættaður úr Við-
víkursveit.
Ásgeir M. Jónsson trjesmiður frá
Þingeyri er nýlega látinn á sjúkra-
husinu á Akureyri.
Thor Jensen hefir gefið tíu þús-
undir króna til Stúdentagarðs Há-
skólans.
Guilfoss og Esja fóru frá Rvík
til útlanda í fyrradag.
Mr. Crumrime, foringi úr flugliði
Bandaríkjanna, var hjer á ferð með
Botníu til þess að kynna sjer lend-
Lögtak
fer fram næstu daga á ógreiddum þinggjöldum, út-
svörum og öðrum ógreiddum gjöldum til bæjarsjóðs
eins og margauglýst hefir verið og verður nú als ekki
hægt að veita frekari gjaldfrest. Lögtökin framkvæm-
ast án frekari tilkynningar.
Skrifstofu Siglufjarðar 6. des. 1923
G. Hannesson.
sem jeg þarf að lögsækja sökum
vanskila, bið jeg hjermeð afsökunar.
á, að jeg hefi ekki tíma til þess fyr
en seint í janúar n. k. en lengur
dregat það ekki.
Sig. Kristjánsson.
Vegna sívaxandi vanskila
verður engum /ánað, eftir
nýjár, nema þeím sem greiða
skuldir sínar fyrir n. k. ára-
mót
Verslun
Sig. Kristjánssonar.
Nýkomnar bækur:
Borgin við sundið, eftir Jón
Sveinsson, áframhald af »Nonni«.
Vísnakver Fornólfs, merki-
leg Ijóðabók.
Minningarrit Templara, af-
aródýr bók, aðeins 2,00.
Friðb. Níe/sson.
ingarstaði flugvjela. Er hann send-
ur af flotamálastjórn Bandaríkjanna,
sem ætlar að gera út nokkrar flug-
vjelar að sumri, er fara eiga kring-
um hnöttinn, og er gert ráð fyrir
að þær fari yfir Grænland og ís-
land og hafi þar viðstöðu.
Saurnur
af öllum Iengdum, Hurðar-
skrár, Hurðarhandföng og
ýmislegt fleira til byggingar
fyrirliggjandi.
Friðb. Níelsson.
Nokkrar hurðir
til sölu nú þegar.
Friðb. Níelsson.
Flónel og L/ereft
nykomið.
Friðb, Níelsson.
Reyktóbak
fæst hjá
Friðb. Níeíssyni.
Hvar er
jólaösin mesí?
hjá
Friðb. Níelssyni.
Jólasúkkulaði
Vínber og Epli
kaupa menn hjá
Friðb. Níelssyni.
Útgefandi og ábyrgðarmaður:
Friðb. Níelsson.
Siglufjarðarprentsmiðja.