Siglfirðingur - 07.12.1923, Blaðsíða 1
GLF
NGUR
I.
arg.
Siglufirði 7. des. 1923.
2. blað
Allir, sem fylgjast vi/j'a vel
með, þurfa að kaupa blað
frá Siglufirði, þessum mikla
framfarabæ, sem síðustu 15
áriti hefir tekið meiri fram-
förum en nokkur annar bær
á landinu, og er og verður
sjálfkjörinn fiskiveiða ogsigl-
inframiðstöð norðanlands.
Borgarafundur
var að tilhlutuu Verkam.fjelagsins
haldinn í »Valhöll« á þriðjudags-
kvöldið var. Umræðuefni: .Leigu-
útboð Hafnarbryggjanna.
Fundarboðendur lögðu fram svo-
hljóðandi tillögu:
»Með því að augljóst er, og
sannanlegt, að útgerðarmenn al-
ment eru ekki við því búnir að
taka dýr söltunarpláss á leigu
strax að haustinu, þá vill fund-
urinn alvarlega skora á Hafnar-
nefnd og Bæjarstjórn, að fresta
leigu á söltunarplássum Hafnar-
sjóðs, þar til 15. apríl n. k. með
því að fundurinn telur msiri
tryggingu fyrir því að há til-
boð fáist þá, þegar vænta má að
miklu fleiri verði færir um að
keppa um plássið, en nú.«
Til máls tóku með tillögunni:
Jósef Blöndal, Sig. Kristjánsson,
Flóv. Jóhannsson, Guðm. Hafliða-
son, Ouðm, Bíldal, G. T: Hall-
grímsson, Jón Jóhannesson og rit-
stjóri þessa blaðs. En móti töluðu
aðeins: Oddviti Bæjarstjórnar O.
Hannesson, H. Thorarensen bæjar-
fulltrúi og Sophus A. Blöndal bæj-
arfulltrúi. Aðeins þrír af ellefu, sem
sæti eiga í Hafnarnefnd og Bæjar-
stjórn, urðu til þess að verja gerð-
ir nefndanna í þessu máli.
Umræður urðu fjörugar, eins og
vant er á slíkum fundum, og sner-
ust miklu meira um annað en sjálft
fundarefnið, sem í sjálfu sjer er
ósköp einfalt og auðskilið mál.
Það ætti sem sje að vera hverjum
manni Ijóst, að því fleiri sem eru
um boðið, því meiri I í k u r eru fyr-
ir háum boóum. Og það blandast
engum hugur um sem til þekkir,
að á þessum tíma ársins eru
m a r g i r útilokaðir frá að gera til-
boð, sem keppa mundu um pláss-
in síðar í vetur. Það vætti því að
vera föst regla, að gera út um
leiguna síðari hluta vetrar, og að
hafa tilboðsfrestinn að minsta kosti
3. mánuði.
Eftir fjagra stunda þjark var til-
laga fundarboðenda samþykt með
46 atkv. gegn 10. Þá var og sam-
þykt svohljóðandi viðaukatillaga
frá Flóv. Jóhannssyni, með 37 atkv.
gegn 1.
»Svo framt að mögulegt sje,
þá , óskar ftindurinn að syðri
hafnarlóðin verði boðin út í
tvennu eða þrennu lagi eftir því
hve margar bryggjur hafnarnefnd
hefur til umráða á þeirri Ióð.«
Samtals voru haldnar 37 ræður,
fyrir utan fyrirspurnir og framíköll.
Var fógetinn þar hæðstur á blaði
með 9 — níu — ræður, eða hjer
umbil fjórðapartinn af allri skemt-
uninni.
Erl. símfrjettir.
Tilraun Stegerwalds til stjófnar-
myndunar í Þýskalandi mistókst, en
nú hefir Max, miðfloksmanni, tekist
að mynda þar stjórn með stuðn-
ingi þjóðernissinna.
Þjóðverjar hafa gert kröfu til þess,
að andvirði þeirra vara, sem fluttar
hafa verið frá Ruhrhjeraði til
Frakklands, verði færðar til inn-
leggs á skaðabótareikning sinn.
I. O. G. T.
Stúkan »Framsókn« nr. 187 heldurfundi
á hverju miðvikudagskvöldi kl. 8 í húsi
Hjálpræðishersins.
Nýir meðlimir velkomnir.
Unglingastúkan »Eyrarrós« nr. 68 held-
itr fundi á hverjum sunnudegi kl. hálf
þrjú á sama stað.
Til jola
verða allar vörur seldar meó
10°|0 afslætti
ef keyft er minst fyrir kr. 10,00
í einu og borgað um leið.
Verslun Sig. Kristjánssonar.
HA TTAR.
Margar tegundir af fallegum karl-
mannshöttum. Nýkomnir.
5. A. Blöndal.
Bandamenn hafa skipað nefndir
til þess að semja tekjuhallalaus
fjárlög fyrir Pjóðverja, og til þess
að benda á leið til að koma aftur
inn í landið peningum þeim, sem
laumað hefur verið út úr landinu.
Rausókn um það, hvernig Þjóð-
verjar hafi komið fje sínu fyrir er-
lendis, er talin nær því, ófram'
kvæmanleg.
ítalía, Spánn og jaínvel lýðveldi
Suður-Ameríkti hafa gert bandalag
sem nefnist »Latneska bandalagið.«
Stórslys hafa orðið á Norður-ítalíu
af vatnsflóði.
Þingkosningar fóru fram í Bret-
landi í gær, »Daily Mail« hefur
skorað alvarlega á kaupendur sína,
sem eru tvær miljónir, að kjósa
frjálslynda flokkinn.