Siglfirðingur


Siglfirðingur - 22.02.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 22.02.1924, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐINGUR I. árg. Siglufirði 22. febr. 1924. 13. blað Alþingi var sett á föstudaginn var, 15. þ. m. og hófst með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Sjera Eggert Páls- son prjedikaði. Að guðsþjónustu lokinni var gengið til aiþingishúss og Ias forsætisráðherra, Sig. Egg- erz, upp tilskipun konungs, dags.' 3. des. s. 1. um að Alþingi væri kvatt saman 15. febr. Tók þá ald- ursforseti, Klemens Jónsson, við stjórn og var gengið til kosninga. Forseti í sameinuðu þingi var kosinn Jóh. Jóhannesson en vara- forseti Pórarinn Jónsson. Skrifarar Jón Auðunn og Ingólfur Bjarnason. Á laugardaginn var svo haldinn fundur í sameinuðu þingi og þar teknar fyrir framkomnar kosninga- kærur. Hafði verið kært yfir kosn- ingunum í Eyjafjarðarsýslu, Seyðis- fjarðar og ísafjarðarkauðstað. Lagði kjörbrjefanefnd til, að kærurnar yrðu ekki teknar til greina, og voru kosningarnar i' umræddum kjör- dæmum samþyktar þannig: Á Seyðisfirði með 30 atkv. í Eyjafjarðarsýslu með 26 atkv. Á ísafirði með 30 atkv. gegn 9. A mánudaginn voru þessir þing- menn kosnir til efri deildar: Björn Kristjánsson 2. þm. Gullbringu og Kjósarsýslu, Elnar Arnason 1. þm. Eyfirðinga, Eggert Pálsson 1. þm. Rangvellinga, Guðm. Ólafsson þm. Austur-Húnyetninga, Halldór Steins- son þm. Snæfellinga, Ingvar Pálma- son 2. þm. Sunnmylinga, Jóh. Jó- hannesson þm. Seyðfirðinga og Jóh. Jósefsson þm, Vestmanney- inga. Auk þeirra eiga sæti í efri deild allir landskjörnu þingmenn- irnir, 6 að tölu. Pá skifti þingið sjer í deildir og gekk til kosninga. Forseti efri deildar var kosinn Halldór Steinsson og til vara Egg- ert~Pálsson og Björn Kristjánsson. Skrifarar Hjörtur Snorrason og Einar Árnason. Forseti neðri deildar var kosinn Benedikt Sveinsson • og til vara Magnús Guðmundsson og Pjetur Ottesen. Skrifarar Magnús Jónsson og Tryggvi Pórhallsson. A þriðjudaginn var kosið í fastar nefndir í báðum deildum sem hjer segir: Fjárhagsnefnd: Nd.: Jón Porláksson, Jörundur Brynjólfsson, Jón Auðunn, Halldór Stefánsson og Jakob Möller. Ed.: Jón Magnússon, Ingvar Pálmason og Björn Krist- jánsson. Fjárveitinganefnd: Nd.: Pórarinn Jónsson, Porleifur Jóns- son, Jón Sigurðsson, Ingólfur Bjamason, Pjetur Ottesen, Tryggvi Pórhallsson og Magnús Guðmunds- son. Ed.: Jóh. Jóhannesson, Einar Árnason, Ingibjörg Bjarnason, Guðm. Ólafsson og Hjörtur Snorra- son. ' Samgöngumálanefnd: Nd.: Jón Auðunn,. Sveinn Ólafsson, Hákon í Haga, Pjetur Pórðarson og Arni Jónsson. Ed.: Eggert Páls- son, Einar Árnason, Jóh. Jósefs- son, Guðm. Olafsson og Hjörtur Snorrason. Landbúnaðarnefnd: Nd.: Hákon í Haga, Pjetur Pórðarson, Arni Jónsson, Halldór Stefánsson og Björn Líndal. Ed.: Hjörtur Snorrason, Sig. Jónsson og Eggert Pálsson. Sjáfarútvegsnefnd: Nd.: Sigurjón Jónsson, Asg. Asgeirsson, Ágúst Flygenring, Jón Baldvinsson og Björn Líndal. Ed/. Björn Krist- jánsson, Ingvar Pálmason og Jóh. Jósefsson. Mentamálanefnd: Neðrid.: Magnús Jónsson, Bernhard Stef- ánsson, Sigurjón Jónsson, Asgeir Asgeirsson og Jón Kjartansson. Ed.: Ingibjörg Bjarnason, Jónas Jónasson og jón Magnússon. Aslherjarnefnd: Nd.: Jón Porláksson, Jörundur Brynjólfsson, Jón Kjartansson, Jón Baldvinsson t 1\\. Thorsteinsson kaupmaður, eigandi verslunarinnar Liverpool í Reykjavík, andaðist á laugard. var. og Magnús Jónsson. Ed.. Jón Magnússon, Jónas Jónasson 'og Eggert Pálsson. Um nefndarkosningarnar þykir það helst athyglisvert, og er einna mest um það talað í höfuðstaðn- um og víðar, að tveir af þing- mönnum — fyrir utan ráðherra og deildarforseta — komust ekki í neina nefnd. Eru það þeir Bjarni Jónsson frá Vogi og Magnús Torfa- son. Pykir þetta alleinkennilegt og óskiljanlegt fyrirbrigði í þingsögu vorri, þar sem þó svo virðist, að föst regla hafi verið, að a 11 i r þingmenn ættu sæti að minsta kosti í einni nefnd hver. Og að undanförnu hefir Bjarni átt sæti í helstu nefndum þingsins og verið þar miklu ráðandi um ýms stórmál þjóðarinnar. Er það því furðulegra að honum skyldi nú vera bolaó frá nefndarstörfum. Annars virðist svo sem-lítið ætii að verða úr vonum manna um það, að leyfarnar af sjálfstæðis- flokknum gamla, gerðu bandalag viö hinn nýstofnaða Borgaraflokk, eða sameinuðust honum, og er það leitt. Hefði þá tekist að mynda hreina meirihluta stjórn, sem flestir munu vera sammála um, að affara- s'ælast muni reynast. En í þess stað virðast flokkarnir, eftir því sem næst verður komist, vera þannig skipaðir: Borgaraflokkurinn . . 19 - Framsóknarflokkurinn 15 Sjálfstæðisleyfar ... 7 Alþýðuflokkurinn . . 1

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.