Siglfirðingur


Siglfirðingur - 22.02.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 22.02.1924, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐÍNÖUR 51 I. O. G. T. Stúkan »Framsókn« nr. 187 heldurfundi á hverju miðvikudagskvöJdi kl. 8 í húsi Hjálpræðishersins. Nýir meðlimir velkomnir. Unglingastúkan j>Eyrarrós« nr. 68 held- ur fundi á hverjum sunnudegi kl. 3 á sama stað. Jeg, og sjálfsagt margir aðrir, töldu það víst í fyrra haust, þegar hafnarsjóður keypti »Sandfoss«, að nú myndi þegar hafist handa i þessum efnum, því allir töldu víst að þau áhöld væru keypt í þeim tilgangi, en hvað verður? Sandfoss hefir legið og liggur enn tjóðraður traustum strengjum hjer við bryggj- urnar; árlega þarf að katipa kaðla fyrir mörg hundruð krónur til að tjóðra hann með og ýms fleiri kostnaður mun falla á þessa eign hafnarsjóðs; — mun ekki oftalið að kostnaður við Sandfoss sje nú orðinn hátt á annað þúsund krón- ur á þessu rúma ári sem hann hefir verið í eigu hafnarsjóðs, en eftir- tekjan er engin nema litla holan sem gerð var þegar vjelin var reynd í fyrrahaust, sem hefði lík- lega nægt til að grafa í dauðan kött. Jeg mintist á það fyr, að höfnin hjer, sem undirstaða að þroska bæjarins, væri einhver arðbærasta eign landsins. Það væri því síst til ofmikils ætlast þótt ríkissjóður á sína hlið, ynni að því, að bæta hana, og halda þar með við og auka tekjur ríkisins af henni, sjer- staklega þegar þess er gætt, að rikissjóður hefir mjög slælega rækt skyldur síuar gagnvart oss Sigl- fioðingum á ýmsum öðrum sviðum, og skal jeg þar láta nægja að nefna sjóvarnargarðinn, sem ríkissjóði bar ótvíræð skylda til að kosta að fullu og halda við, þar hann er gjörður til þess, að vemda fyrir skemdum af náttúrunnar völd- um, eign, sem ríkissjóður einn á, hefur allar landskuldir af, og bera því allar skyldur sem landsdrottni gagnvart landsetum sínum' Þessari skyldu hefir ríkissjóður skotið hjá sjer að hálfu leyti og yfir á Siglu- fjarðarbæ, þótt slíkt sje algerlega gagnstætt landslögum og rjetti öll- um, og er slíkt í mesta máta ámæl- isvert. (Framh.) Jón Jóhannesson. Erl. símfrjettir. Denby, flotamálaráðherra Banda- ríkjanna hefir orðið að segja af sjer út af olíuhneykslinu þrátt fyrir það þó Coolidge forseti lýsti því yfir, að hann væri á bandi ráðherrans. Bandaríkin eru hætt við hina fyrirhuguðu flugferð til Norður- heimskautsins, vegna kostnaðar. Stórkostlegt hafnarverkfall hófst í Bretlandi 16. þ. m. Tóku þátt í því full 120 þúsund hafnarverka- menn. Kröfðust þeir hækkunar á kaupi sínu. — Síðustu fregnir segja að verkfall þetta hafi hætt í gærkvöld. Sjerfræðinganefndir þær, sem skaðabótanefnd bandamanna skip- aði fyrir nokkru, og sem hefir dvalið í Berlín síðan um mánaða- mót til þess að kynna sjer ástand- ið í Þýskalandi af eigin sjón, hafa nú lokið störfum sínum með góð- um árangri. Leggja þær til að Þjóð- verjum verði veittur þriggja ára gjaldfrestur á skaðabótagreiðslunum. Landráðamál hefir verið höfðað gegn þýska jafnaðarmannablaðinu »Vorwárts«. Blaðið »Times<;, sem út kemur í Höfðaborg á suðurodda Afríku, hefur látið í Ijósi óánægju sína yfir því að Macdonald skyldi viður- kenna ráðstjórnina rússnesku. Hef- ir undirróður Bolchevicka aldrei ver- ið meir þar en nú. Tekjuafgangur Noregsbanka árið 1Q23, er 20 miljónir króna. »Esja< leggur af staó frá Rvík á mánu- daginn kemur, austur og norður um land. Umsækjendur um bæjarstjórastarfið í Vest- manneyjum eru: Jón Sveinsson bæjarstjóri Akureyrar, Kristinn Ól- afsson fógetafulltrúi í Rvík, Aade- rup verkfræðingur, Halldór Pálsson og ef til vill Stefán Stefánsson. SIGLFI RÐINGUR kemur út fyrst um sinn á hverjum föstu- degi. Fyrsti árgangur, minst40blöð, kostar 4 krónur er greiðist fyrirfram. í lausa- sölu 15 aura blaðið. Erlendis kostar blað- ið 5 krónur. Auglýsingar kosta 1 kr. hver centimeter dálksbreiddar og greiðast við afhendingu nema öðruvísi sje umsamið. Þeir sem auglýsa mikið geta komist að samningi um lægra ver5. — Auglýsingum sje skil- að á prentsmiðjuna eða til útgefanda fyr- ir miðvikudagskvöld. Ritstjórn og afgreiðslu annast útgef. Kauptu barni þínu líftryggingu. Ef til vill verður það einasti arfur- inn! (»Andvaka.«) Sjóvetlingar Sokkar og Skóleður er ódýrast hjá Sophusí Árnasyni. 25 íegundir af Veggfóðri er væntanlegt snemma í maí, verð frá 0.40 rl. Sophus Árnason. Koltjara og Bátasaumur er væntanlegt með fyrstu ferð frá útlöndum. Sophus Arna. Kol eru væntanleg til bæjarins með Esju næst. Má búast við að þau verði nokkuð dýr þar eð þau eru keyft i Reykjavík. En viðbúið er að þau verði þó enn dýrari seinna. Goðafoss kemur ekki við í Englandi þessa ferð. Verða Englandsvörur til Norðurlandsins sendar með Lagar- foss, sem nú er í Englandi, og umskipað í Qoðafoss á ísafirði.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.