Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.11.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 18.11.1924, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐINGUR I. árg. Siglufirði 18. nóv. 1924. 40. blað Hugleiðingar. Hinn geysimikli ósigur A-lista- manna við hvorttveggju hinar ný- afstöðnu kosningar gefur tilefni til hugleiðinga um breytingu þá á hug- arfari borgaranna, sem kosningar þessar benda til að orðin sje. Undanfarið hafa, eins og áður hefir verið tekið fram hjer í blað- inu, tvö fjelög nálega eingöngu tekið þátt í fulltrúatilnefningu, þegar kosn- íngar til bæjarsíjórnar eða niður- jöfnunarnefndar hafa staðið fyrir dyrum. Og jafnan hefir verið tölu- vert kapp milli þessara fjelaga um það, áð eiga sem flesta fulltrúa í stjórn bæjarins, -og má svo heita, að það hafi verið orðið fjelögunum metnaðarmál, að verða ekki undir við kosningar. Ekki verður þó í fljótu bragði sjeð, að ágreiningur eða skiftar skoðanir á neinum ákveðnurh bæj- armálum hafi verið því valdandi, hve fjelög þessi hafa sótt róðurinn fast í þessu efni. Mun þar meiru hafa ráðið kapp en forsjá. Fylgi borgaranna hefir svo að öðr- um þræði skifst eftir fylgi þeirra við þessi fjelög, en að nokkru hefir það snúist um þá menn, sem í það og það skiftið hafa verið í kjöri. Kosningarnar hafa því að miklu leyti snúist um menn, en ekki mál- efni. Og þó að ágreinings hafi við og við orðið vart um stjórn bæjar- málanna út á við — framkvæmdir eða framkvæmdaleysi — þá hefir sá ágreiningur venjulega verið í molum og engin heildaráhrif haft við kosningar. Siglfirðingar hafa verið frábitnir því, að standa í stórræðum, eða að láta sig stjórnarfar bæjarins nokkru skifta. Þeir hafa látið líða um dal og hól, þó að þeim hafi þótt eitt- hvað athugavert við gerðir stjórn- endanna og að jafnaði hliðrað sjer hjá athugasemdum eða aðfinslum. En nú virðist vera orðin breyt- ing á þessu. Fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför fósturdóítur okkar, Pálmínu Einarsdóttur, þökkum við undirrituð hjartanlega Sjer- stakt þakklæti sendum vr'ð tóbaksbindindinu »Gttnnar«, er á svo hug- næman hátt kvaddi fjelagssystur sína í síðasta sinn. Siglufiröi, 4. nóv. 1924. Inda Tynes. Ole O. Tynes. Nú er annað áðurnefnt fjelag gengið úr leik við fulltrúatilnefningu og, sem slíkt, hætt að taka þátt í kosningum. Nú skiftist fylgi borg- aranna á alt annan veg en áður var. Nú vinna fjölda-margir gamlir kosn- inga-andstæðingar saman í sátt og samlyndi að því, að koma hæfum og gætnum mönnum í bæjarstjórn. Nú eru örfáir menn, sem áður fylgdu Verkamönnum viðkosningar,gengnir í lið með einstaka skáskífum úr Verslunarmannafjelaginu og mynda þeir fáránlega og lítt skiljanlega sjer- stöðu — klíku — sem virðist ekki hafa annað á stefnuskrá sinni en starblint persónufylgi. Nú er lang- samlegur meiri hluti borgaranna að sameinast um það, að vinna í bróð- erni að velferðarmálum bæjarins. Nú snúast kosningarnar um málefni, en ekki menn. Nú er sama, hvort fulltrúaefnið heitir Pjetur eða Páll. Nú er það heill bæjarins, sem kept -er að við kosningar, og sem alfarið ræður úrslitunum. Hjer er um all-verulega breytingu að ræða frá því sem áður var, og er því ekki úr vegi, að gera sjer Ijóst, hvað það er, sem þessum breytingum hefir valdið. Það sem vakti borgarana til með- vitundar um skyldur sínar við bæj- arfjelagið var það, að meiri hluti bæjarstjórnar leyfði sjer að leigja útboðslaust dýrmætustu eign bæj- arins fyrir hlægilega lágt verð, til þess, að því er talsmenn þessa til- tækis útskýrðu, að hlaupa undir bagga með leigjendunum, af því að þeir hefðu tapað á síðastliðnu sumri. Það var þetta bryggjuleigu-frum- hlaup, sem ppnaði augu borgaranna fyrir þvf öfugstreymi, sem verið hefir innan bæjarstjómar undanfarna mán- uði, og farið hefir æ versnandi. Það var þetta atriði, sem kom hinu svo- kallaða uppþoti á stað, sem hefir sameinað borgarana betur en nokk- uð annað um það, að vinna í bróð- erni að góðum málstað — heill og framförum bæjarins. Nú snýst hugur bæjarbúa um það eitt — og ekkert annað — að koma »þeim sem hneykslunum valda« fyrir kattarnef. Bæjarstjórnin hefð ekki átt að ganga þess dulin, aði »svo má brýna deigt járn að bíti«, og að einhverntíma mundi Ioga upp úr. Og það geta þeir hinir sömu bæjarfulltrúar, sem hjer eiga hlut að máli, verið fullvissir um, að borg- arar bæjarins hætta ekki fyr en þeim er öllum bola'ð burtu úr bæjarstjórn, þótt þeir í skammsýni sinni þrjósk- ist við að ganga tír henni af frjáls- um vilja, þó að þeir finni það, að þeir sitji þar í óþökk alls þorra bæj- armanna. — Því að það hljóta þeir að finna. Það er þess vegna alger óþarfi fyrir Framtíðina að vera að fárast yfir því, að nú sjeu tveir andstæðir flokkar teknir höndum saman, eða leggja menn á metaskálar og »sort- jera« þá eins og sláturfje í sjerstaka flokka. Verkamenn eru ekki fremur verkamenn í þarfir bæjarfjelagsins en kaupmenn og iðnaðarmenn eða útgerðarmenn eðá læknar eða kenn- arar. Þar eru allir jafnir. Allir gjalda sinn skerf til bæjarfjelagsins og hafa allir sinn óskoraðan rjett til að heimta það, að ekki sje gálauslega farið

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.