Siglfirðingur


Siglfirðingur - 20.12.1930, Page 1

Siglfirðingur - 20.12.1930, Page 1
IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 20. des. 1930 F O R D Reynsla Ford vörubifreiðanna síðasta árs og þessa, he- fir sýnt að styrldeiki þeirra og gæði er svo langt framar því, sem áður er þekt, að um samanburð er 'ekki að ræða. Feir, sem eru að hugsa um bílakaup á næstunni, þurfa þvi ekki að vera í neinum vafa hvaða bifreið þeir eiga að kaupa. Ford vörubifreiðin er um Ieið og hún er þýð- ust, og fer því best með hlass og ökumann, er og lang burðarmesta bifreiðin í satna verðflokki. Og fyrir utan alla kosti sem hún hefir fram yfir aðrar bifreiðar, þarf eigandinn aldrei að óttast hindrun á rekstri síuum, því varahlutir eru ávalt fyrirliggjandi og sendir hvert sem er fyrirvaralaust. Ford vörubifreiðin kostar, á hvaða höfn sem menn óska og hægt er að koma við framhaldsflutningi, kr* 3450,00 án yfirbyggingar og fæst með hagkvæmum greiðsluskilmálum. Hef ávalt fyrirliggjandi Ford-vöru- og fólksbifreiðar og alt sem þarf til rekstu- þeirra. Ennfremur fyrirliggjandi hinir viðurkendu Ford bátamótorar. Öllum fyrirspurnum svarað um hæl. Sími 976. SVEINN EGILSSON Umbcðsm. fyrir Ford Motor Co Reykjavík. Sími 976. Símfregnir frá Rvík, Hnífsdalmálið, 15. des: Hæstarjettardómur í Hnífsdalsmálinu er fallinn, Hannes Halldórsson var sýknaður, Hálfdán Hálfdánarson fjekk 6 mánaða fang- fangelsi og Eggert Halldórsson 3 mánaða fangelsi. Verkfall á Spáni. 15. des: Alsherjarverkfaili hefir verið lýst yfir af Jafnaðarmönnum í öllum helstu borgum á Spáni í dag. 17. des: Stjórnarbyltingartilraunin misheppnaðist. Virðist nú alt vera aftur með kyrrum kjörum í landínu. Verkfallið í Rvík. 15. des: Síðastliðinn föstudag var brotist inn í garnabreinsunarstöð Sambandsins og valdið þar skemd- um sem nema þúsundum króna. Pappír sem Sambandið á í Goða- foss hefir ekki fengist fiuttur á land og heldur ekki gærur sem Suður- landið flutti hingað. 17. des: Alt situr við sama með deiluna við Sambandið. Afengismál Finna. 17. des: Finnlandsþing hefir sam- þykt frumvarp til laga um hækkun vínanda innihalds í öli úr 1,4 prc. i 2,5 prc. Talið að ef frumvarpið verði að lögum, þá muni það verða fyrirboði víðtækari bannlagabreyt- inga, jafnvel afnáms, 19. des: Við þriðju umræðu feldi þingið hækkunina á vínandainni- haldi í öli. Jafnframt hefir stjórnin ákveðið að leggja fyrir þingið tillögu um þjóðaratkvæði um afnám bann- laganna. Aflasala. 17. des. Togarinn Garðar frá Hafnarfirði seldi ísfisk í Geeste- munde fyrir 26,400 ríkismörk. Góð sala og talið í fyrsta sinni að ís- lenskur botnvörpungur selur afla sinn í Pýskalandi. 19. des: Allmargir botnvörpungar hafa selt afla sinn í Englandi fyrir 700 til 900 sterlp. Mannræningjar dæmdir. 19. des. Frá Helsingfors er símað að forsprakkarnir fyrir brottnámi námi Stahlbergs, Vallenias og Kuus- ari, hafi \erið dæmdir í 3 ára fang- elsi hvor, Yaskari til 2 ára og fjór- ir aðrir frá missiris til árs fangelsis. Frá Paris. 19. des Nýja stjórnin í Frakk- landi heíir fengið traustsyfirlýsingu með 291 gegn 284 atkv. Látinn kennari. 19. des. Jóhannes Sígfússon yfir- kennari er nýlega látinn. Innflutningurinn. 20. des: Innfluttar vörur i nóv. nema kr. 5,044,375. þaraf til Rvík- ur kr. 3,445,887. Stjórnmálamaður látinn, 20. des: J. C. Christensen fyr- verandi forsætisráðherra Dana er nýlega látinn. Pjófnaður. 20. des: Stolið var úr „Diotn- ingunni" á suðurleið síðast nokkr- um peningabrjefum. Yfirhcyrslur og rannsókn hefir ekki upplýst hver stal. Enginn póstur var sendur út með Drotningunni síðustu ferð, var sendur með Goðafoss. .Jcnðarför * Sigríðar Baldvinsdóttur, Grundar* götu 16, fór fram í dag. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.