Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.02.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 21.02.1931, Blaðsíða 1
P •%,V-,V:;. IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 21. febrúar 1931 12. tbl. Símfregnir frá Rvík, Alþingi. 15. febr: 1 gær voru þessi frum- vörp lögð fyrir þmgið: Fjárlög 1932 eru tekjur áætlaöar kr. 3 2.373.000 en gjöld kr. 12,211,217. Frumvarp um stjórnarskrárbreytingu þar sem kosningarrjettur og kjörgengi er færður niður í 21 ár, landskjörnir þingmenn afnumdir frá þlnglokum 1932 og tala þingmanna eftir það 36 og þriðjungir þeirra í efrideild. Frumv. um að leggja nýjan veg yfir Hellisheiði þegar fje verði veitt til þess á fjárlögum. Frv. um eign- ar- og notkunarrjett á hveraorku. Frv. um Brunabótafjelag Islands. Frv. um samþ. landsreiftninga fyrir 1929. Frv. um breytingu á lögum um tilbúinn áburð. Frv. um fjár- aukalög fyrir 1931 að upphæð kr. 2,128,758. Frv. um heimild til inn- fluínings sauðfiár til siáturfjárbóta. Frv. um búfjárrækt. Frv. um sam- göngubætur og um fyrirhleðslur á vatnssvæði Pverár og Markarfljóts. Frv. um brúargerðir. Frv. um bók- hald og endurskoðun. Pingssál. um að lsland gangi í Pjóðabandalagið. 16. febr: Forsetar i sam. þingi og efrideild voru endurkosnir en í neðrideild var Jörundur Brynjólfs- son kosinn forseti og Ingólfur Bj. og Halldór St. til vara. 18. febr: Auk fyrgreindra frv. hafa ýms frumvörp verið lögð fyrir þing- ið, sem voru á síðasta þingi en náðu ekki samþykki svo sem um tekjuskatt og eignaskatt og um verð- toll. Eitthvert merkasta frumv. er að leggja nýjan veg frá Lækjarbotn- um austur í Ölfus, verði það að lögum er járnbrautarmálið sennilega úr sögunni í nánustu framtíð. — I efrideild vildi Jón Porláksson láta kjósa 5 menn í fjárhagsnefnd í stað 3ja en það fjell með jöfnum atkv. I neðrideild vildi Magnús Guðm. láta fjölga fjárhagsnefnd úr 5 í 7, en það var felt með 9 gegn 7 atkv. Ný mál: Fjárm.ráðh. hefir lagt fram þingssál. um heimild til að greiða dýrtíðaruppbót eins og 1928. M. Torfason, Jörundur, Lárus og Hannes flytja þingssál. um lækkun á dagpeningum þingmanna um 10 prc. á þessu þingi. I greinargcrð er sagt -að ekki verði komist hjá því að færa sarnan framlög til þjóð- þrifamála, 'og ættu þingmenn því að sýna hug sinu í þessu efní. 19. febr. í efrideild í gær var stjórnarskrárbreytingin sett í sjer- staka nefnd, og skipa hana. Jón Porl., Jóh. Jóh., Jón Jónsson, Páll Herm. og Jón Baldv. I neðrideild voru mörg frumv. samþ. til nefnda aðallega fjáraukalög og kirkjumála- frv. Ný mái: Jón Baldv. og Erling- ur flytja frv. um einkasölu á eld- spítum og tóbaki, Jörundur og M. Torfason um lendingarbætur á Eyr- arbakka. Bernh. St. og Bj. Ásg. um ræktunarsamþyktir. Ingvar um skatt á húseignum á Norðfirði. Jón Porl. flytur þingssál. um að setja Helga Tómasson aftur í yfiriæknis- stöðuna á Kleppi. 20. febr. Fyrsta umræða um fjár- lögin hefst á morgun. Verður ræðu fjármálaráðherra útvarpað og hefst hún kl. 13,30. Kjör á línuveiðurum. 14. febr. Samningur um iaunakjör háseta á línuveiðurum var undir- skrifaður í nótt. 15. febrúar: Kjörin á linuveiður- um eru svipuð og í fyrra nema síldarhlutir háseta verða 35 prc. í stað 331|3 prc. í fyrra. Kaup aðstoð- arm. vjelamanna lækkar um 40 kr, og ákvæði sett um lágmarksverð á hetjafiski. Frá Spáni. 15. febr.: Spánska stjórnin er fallin. 18. febr.: A Spáni gengur alt í þófi enn um stjórnarmyndun. Við- sjárverðari horfur þar en nokkru sinni áður. 19. febr.: Stjórnarmyndun hefir tekist á Spáni. Er Anzar flotamála- ráðherra en Berenguer hermálaráð- herra. Frjálslyndir og íhaldsmenn og svokallaðir Rcgionistar frá Cata- Innilegar hjartans þakkir fyrir ó- metanlega hjáip og hluttekningu við andlát og jarðarför Helga Kjartans- sonar símritara. . \ Aðstandendur. loníu eiga sæti i stjórninni, sem hef- ur heitið konungi stuðningi. Pingið verður kallað saman og stjórnar- skráin endurskoðuð án þess þó að vald konungs verði takmarkað. Frá Vestmannaeyium. 15, febr.: Afspyrnu útsinningur skall yfir Vesfmannaeyjar í gær; fengu 2—3 bátar aðstoð Pórs og enskra' botnvörpunga til þess að ná landi. — Prír botnvörpungar fóru frá Eyjum s.l. víku fullfermdir nýj- um fiski til Englands, Forseti Finnlands. 18. febr.: Svinhufud hefir verið kjöririn forseti í Finnlandi. Stahl- berg fjekk 149 kjörmannaatkvæði. Samvinnufjelag, á Norðfirði. 18. febr.: Á Norðfirði hefir verið stofnað Samvinnufjelag til að hrinda í framkvæmd sölu og útflutningi á saltfiski. Likt á sjer stað í Vest- mannaeyjum nú. Botnvörpungur sekkur. 18. febr,: í gærmorgun sökk þýsk- ur botuvörpungur 80 sjómílur und- an Dyrhólaey. Annar þýskur togari bjargaði skipshöfninni. Frá London. 19. febr. Lávarðadeildin hefir með 118 gegn 22 atkv. felt skóla- skyldufrumvarp stjórnarinnar. Málið ekki talið fráfararatriði, en frumv. sennilega úr s'ögunni. . x\flasala. 20. febr.: Egill Skallagrímsson 2808, Snorri Goði 1967, Pórólfur 1525 sterlingspund. Inflúensa í Rvík. 20. febr.: Inflúensan er komin til Rvíkur. Bragi kom inn í gær með nokkra veika menn. Ráðstafanir hafa verið gerðar ef veikin útbreið* ist mikið.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.