Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.02.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 21.02.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 3. Fundurinn krefst þess af þing- mönnum kjördæmisins, að þeir á komandi jjingi flytji frumvarp til laga, um að öllum atvinnurekend- um, sje skylt að birta fyriralmenn- ingi — fullkomna reikninga fyrir- tækja sinna — eftir að þeir hafa verið endurskoðaðir afmönnnmþar til kjörnum af verklýðsfjelögum eða úr hópi þeirra er við fyrirtækin vinna, sje ekki verklýðsfjelag á staðnum. — Samþ. með 46 atkv. gegn 3. ■ Framh. Drengurinn sem dó. í norsku bíaði las jeg nýlega eftir- farandi frásögn: Wadseing hjeraðslæknir skýrirfrá því, að snemma morguns á aðfanga- dag jóla nú í vetur, hafi hann verið sóttur til dauðvona unglings, innan við tvitugt. Pegar læknirinn hafði athugað sjúklinginn og var kominn fram á ganginn og ætlaði að fara, fjekk hann boð um að drerigurinn bæði hann að tala við sig einslega. Og þegar læknirinn kom inn aftur og spurði hvers drengurinn óskaði, bað hann móður sína að fara fram fyrir hurðina, svo hann >rði einn lijá lækninum. Pegar þeir svo voru orðnir tveir einir, spurði pilturinn læknirinn með grátstaf í hálsinum hvort engin von væri til þess að hann lifði veikindin af, eða hvort það væri á- lit læknisins að hann mundi deyja. Hann bað læknirinn með miklum ákafa að dylja sig ekki sannleikans. — Læknirinn svaraði, að eins og útlitið væri nú, þá yrði hann hrein- skilnislega að viðurkenna að lífsvon væri sama og engin, og að dauðann gæti borið að á hverri stundu. Pá spurði pilturinn hvort læknirinn hefði engin ráð til þess að lengja líf sitt, þó ekki væri nema um einn dag. Pví svaraoi læknirinn á þá leið að slíkt stæði ekki í mannlegu valdi — það væri einn — og aðeins einn, sem það gæti, og það væri G u ð. Drengurinn þagði ofurlitla stund og horfði starandi augum fram fyrir sig, glampandi af sótthitanum, og nokkur stór tár hrundu af hvörm- um hans. Pví næst sagði hann í örvæntingartón: Jeg get ekki vænst neinnar miskunar af Guði, jeg hefi afneitað honum og lcent öðrum að gera hið sama, jeg er Kommúnisti! — Nei, nei! Jeg get ekki dáið — jeg má ekki deyja! Jeg sje nú, ao TILKYNNING. Hjermeð tilkynnist, að jeg hefi selt hr. Pjetri Pjörnssyni, verslunarmanni Siglufirði, verslun mína, sem jeg undanfarin ár heh rekið í Aðalgötu 6, Siglufirði. Um leið og jeg þakka viðskiftin á iiðnum tíma leyfi jeg mjer að mælast til þess, að heiðraðir viðskiftavinir mínir láti verslunina njóta sama traust og velvilja hjer eftir sem hingað til. Sigliifirði 21. febr. 1931 Jóh. F. Guðmuudsson. Sem að ofan segir hefi jeg keypt Verslun Jóh. F. Guð- mundssonar í Aðalgötu 6, Siglufirði, og mun jeg reka hana framvegis á sama stað, og með samskonar vörur sem hingað tii, í því trausti, að mjer takist að gera heiðruðum viðskifta- mönnum verslunarinnar til hæfis. Siglufirði 21. febr. 1931 það getur gengið um stund að lifa án Guðs, en að deyja án hans — það er ómögulegt. Læknirinn verð* ur að hjálpa mjer — — þú mátt ekki fara frá mjer — —. Læknirinn segir að það hafi ver- ið eitt með því átakanlegasta sem fyrír sig hafi komið, að standa við sóttarsæng þessa unglings. — Dreng- urinn fjekk síðan innsprautingu, '*-sem dró úr hinum iíkamlegu þján- ingum hans. En þegar kirkjuklukk- urnar í Beti kl. 5 um kvöldið hljómuðu og iiin mikla jólahátíð færðist yfir bygð og ból, var hinn urigi piltur farinn yfir landamærin rniklu og við rúm hans krupu fjög- ur iítil systkyni og móðir, dauðvona af sorg og örvæntingu. — Pegar jeg lus þessa alvöruþrungnu frásögn. varð mjer á aö luigsa til æskulýðs þessa bæjar, sem ófyrir- leitnir og trúlausir landshornamenn eru að narra til fylgis við Komm- únismann; þessa óhappakenningu, þar sem eitt af aðalatriðunum er uf- neitufi Guðs og alls þess, sem stend- ur í sambandi við hann; þar sem jafnvel margra barna mæður ala börn sín upp til guðsafneitunar. Hver er undirstaða þess heimilis, þar sem kristindómur er bannfærð- ur og Guð rekinn á dyr? Isienskir Kommúnistar, þið sem komnir eruð til vits og ára, hafið þið athugað hver verða muni örlög þeirra óþroskuðu sálr.a æskulýðsins, sem þið afvegaleiðið í atidlegum efnum með fortölum ykkar? Hafið þið gert ylckur það Ijóst, hvílíkt Pjetur fíjörnsson. Ú T B O Ð Tilboð óskast í að innrjetta lofthæð á húsinu Aðalgötu 5, Si£lufirði. Tilboðum sje skilað fyrir þ. 24. febr. Nánari upplýsingar gefur Aaj|e Schiöth. ógnar ástand það muni vera fyrir sál deyjandi manns, að verða þess alt í eiriu vör, að hafa kastað frá sjer því eina sem sannan frið get- ur veitt á þeirri stundu, og sjá ekk- ert nje finna annað en óendanlegt myrkur og vonleysi? Vitið þið hvert hlutskifti ykkar verður eftir dauð- ann? Finst yður það ekki voðaleg tilhugsun að menn formæli ykkur á dauðastundinni? Hafið þið at- hugað hvað margir eiga eftir að gera það? — Nei. sennilega ekki — Sennilega hafið þið anað og an- ið enn hugsunarlaust og vitlaust á- fram með villukenningar ykkar, án nokkurrar athugunar um afleiðingarn- ar fyrir andlega velferð ykkar og annara. Um ykkur mætti segja: Vei yður, betra væri að mylnusteinn væri bundinn um háls yðar o. s frv. Pið eruð úlfurinn í sauðahjörð- inni — hafrarnir sem skipað verður til vinstri hliðar — svartasti bletl- urinn á íslensku þjóðinni. Móðir.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.